Icelandair hætt við að kaupa WOW air

Icelandair hefur fallið frá kaupunum á WOW air.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Icelandair Group er hætt við að kaupa WOW air. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands. Þar seg­ir: „Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á WOW air en kaup­samn­ingur var und­ir­rit­aður þann 5. nóv­em­ber sl. Þetta er sam­eig­in­leg nið­ur­staða beggja aðila.“

Í til­kynn­ingu fyrr í vik­unni greindi Icelandair Group hf. frá því að ólík­legt væri að allir fyr­ir­varar í kaup­samn­ingi um kaup félags­ins á WOW air yrðu upp­fylltir fyrir hlut­hafa­fund félags­ins þann 30. nóv­em­ber. Í til­kynn­ing­unni í dag segir að staðan sé óbreytt hvað þetta varð­ar. „Því er ólík­legt að stjórn Icelandair Group geti mælt með því við hlut­hafa félags­ins að þeir sam­þykki kaup­samn­ing­inn. Þá hefur stjórn ekki í hyggju að leggja til við hlut­hafa­fund til­lögu um að fresta ákvarð­ana­töku um kaup­samn­ing­inn. Í ljósi þess­arar stöðu er það sam­eig­in­leg nið­ur­staða beggja aðila að falla frá fyrr­nefndum kaup­samn­ing­i. 

Hlut­hafa­fundur Icelandair Group verður hald­inn föstu­dag­inn 30. nóv­em­ber eins og áður hefur verið aug­lýst. Á fund­inum liggur fyrir til­laga um heim­ild stjórnar til að auka hlutafé Icelandair Group.“

Auglýsing
Bogi Nils Boga­son, starf­andi for­stjóri Icelandair Group, segir að stjórn og ­stjórn­endur beggja félaga hafa unnið að þessu verk­efni af heilum hug. „Nið­ur­staðan er vissu­lega von­brigði. Stjórn­endum WOW air færi ég þakkir fyrir mjög gott sam­starf í þessu verk­efni síð­ustu vik­ur. Jafn­framt óskum við eig­endum og starfs­fólki félags­ins alls hins besta.“

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og stofn­andi WOW air, segir að það hafi ver­ið  ljóst strax í upp­hafi að það var metn­að­ar­fullt verk­efni að klára alla fyr­ir­vara við kaup­samn­ing­inn á þetta skömmum tíma. „Við þökkum stjórn­endum Icelandair Group fyrir sam­starfið í þessu krefj­andi verk­efni og óskum sömu­leiðis stjórn­endum og starfs­fólki Icelandair Group alls hins besta.“

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent