Icelandair þrýstir á að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig afskriftir

Staða WOW air er þrengri en talið var samkvæmt drögum að áreiðanleikakönnun um rekstur félagsins sem lá fyrir í gær. Hluthafafundur Icelandair Group fer fram í fyrramálið en greinandi Landsbankans segir það ekki koma á óvart ef fundinum verði frestað.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15610206252_o.jpg
Auglýsing

Drög að áreið­an­leika­könnun á rekstri WOW lágu fyrir í gær en drögin sýndu að rekstr­ar­staða flug­fé­lags­ins hefur þrengst veru­lega frá því að samn­ingur um kaup Icelanda­ir Group á öllu hlutafé félags­ins var und­ir­rit­aður þann 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. ­Dregið hefur úr far­miða­bók­unum sem aftur hefur áhrif á lausa­fjár­stöðu félags­ins. Fjár­mála­stjóri WOW a­ir til­kynnti sér­stak­lega í gær að starfs­fólki félags­ins yrðu greidd laun um mán­aða­mót­in. Á sama tíma hefur reynst erfitt að fá kröfu­hafa félags­ins til þess að gefa eftir í þeirri við­leitni að greiða fyrir söl­unni en nú þrýst­ir Icelanda­ir á WOW a­ir að standi undir tals­vert minni hluta af höf­uð­stól skulda­bréfa­eig­anda WOW a­ir.

Hlut­hafa­fundur Icelanda­ir Group verður hald­inn í fyrra­málið en þar mun stjórn félags­ins ann­að­hvort ­leggja til að til­laga um kaup félags­ins á öllu hluta­fé WOW a­ir verði sam­þykkt eða henni synj­að. End­an­leg afstaða stjórn­ar­innar mun aftur á móti ráð­ast á stjórn­ar­fundi í kvöld.

Drög að áreið­an­leika­könnun

Fjallað var um í fjöl­miðlum í gær hvernig Skúli Mog­ens­sen, for­stjóri og eig­and­i WOW a­ir,  hefur þrýst á kröfu­hafa félags­ins að liðka fyrir kaup­um Icelanda­ir en sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag þá hefur reynst erfitt að fá kröfu­hafa félags­ins til þess að gefa eftir í þeirri við­leitni að greiða fyrir söl­unni. Mun það m.a. standa í þeim að hlut­deild selj­anda félags­ins sé tryggð með afhend­ingu 1,8 pró­sent hlutar í Icelanda­ir Group, gangi salan eft­ir. 

Auglýsing

Nið­ur­stöður áreið­an­leika­könn­un­ar­innar benda hins vegar ótví­rætt til þess að hlut­deild selj­anda í öðru gagn­gjaldi, sem að hámarki hefði getað orðið 5,4 pró­sent verði í raun 0 pró­sent við frá­gang við­skipt­anna. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Fjár­festar taki á sig tug­pró­senta afskriftir

Skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir, sem fjár­festu fyrir sam­tals 60 millj­ónir evra, jafn­virði 8,5 millj­arða króna, í skulda­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins sem lauk um miðjan sept­em­ber, gætu þurft að sam­þykkja tug­pró­senta afskriftir af höf­uð­stól sínum eigi fyr­ir­huguð kaup Icelanda­ir Group á WOW a­ir að ná fram að ganga. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag.

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins þrýst­ir Icelandair nú mjög á að WOW air taki á sig tals­vert minni hluta skuld­bind­ing­ar­inn­ar, eða mögu­lega í kringum 70 pró­sent af höf­uð­stól bréf­anna í stað 90 pró­senteins en áður hafði verið gert ráð fyr­ir.

Icelanda­ir greiði lægra en 90 pró­sent

Í bréfi WOW a­ir til skulda­bréfa­eig­enda félags­ins, dag­settu 9. nóv­em­ber, kom fram að það væri skil­yrði fyrir yfir­töku Icelanda­ir að ­kaup­rétt­ur þeirra að hlutafé í félag­inu verði felldir nið­ur. Þess í stað mynd­i WOW a­ir ­bjóð­ast til að greiða skulda­bréfin á loka­gjald­daga haustið 2021 með tutt­ugu pró­senta þóknun ofan á höf­uð­stól­inn.

Þau áform fólu þá í sér að Icelanda­ir ­myndi standa undir 90 pró­sentum af höf­uð­stól skuld­anna og Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eini hlut­hafi WOW a­ir, greiði það sem upp á vantar með þeim hluta­bréfum sem hann kann að eign­ast í sam­ein­uðu félagi. Nú mun Icelanda­ir hins vegar hafa sett fram það skil­yrði að greiðsla félags­ins til skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir verði nokkuð lægri en 90 pró­sent og þá er veru­leg óvissa um hvort Skúli geti bætt kröfu­höfum félags­ins upp mis­mun­inn. Nið­ur­staða áreið­an­leika­könn­unar mun leiða í ljós hve stóran hlut Skúli mun fá afhentan í sam­ein­uðu félagi en hann getur verið á bil­inu 1,8 til 6,6 pró­sent. Þetta kemur fram í umfjöllun Mark­að­ar­ins.

Íslenskir fjár­festar voru með 37 pró­sent af heild­ar­eft­ir­spurn­inni í skulda­bréfa­út­gáfu WOW a­ir í sept­em­ber eða sem nemur um 22 millj­ónum evra. Tveir sjóðir í stýr­ingu GAMMA Capital Mana­gement fjár­festu til dæmis fyrir sam­an­lagt tvær millj­ónir evra. Banda­rískir fjár­festar keyptu um fjórð­ung­inn af útgáf­unni og fjár­festar frá Norð­ur­lönd­unum 19 pró­sent á meðan afgang­ur­inn – um 19 pró­sent – var seldur til ann­arra fjár­festa í Evr­ópu.

Þurfi góð rök fyrir hluta­fjár­aukn­ingu ef ekki verður af kaupum á WOW a­ir.

Sveinn Þór­ar­ins­son grein­andi hjá Hag­fræði­deild Ís­lands segir í sam­tali við Mark­að­inn að það kæmi sér ekki á óvart ef hlut­hafa­fund­i Icelanda­ir, sem á að eiga sér stað á morg­un, yrði frestað en hann segir hlut­hafar hafi litlar upp­lýs­ingar um stöð­u WOW a­ir.

Tvær til­lögur liggja fyrir hlut­hafa­fund­i Icelanda­ir Group. Ann­ars vegar hluta­fjár­aukn­ing vegna sam­runa við WOW a­ir og hins vegar óskil­greind hluta­fjár­aukn­ing. Sveinn segir að hluta­fjár­aukn­ing gæti verið sam­þykkt óháð sam­runa Icelanda­ir við WOW a­ir til að bæta stöð­una gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­um ­fé­lags­ins. En hann segir þá aukn­ingu þó duga skammt en hún myndi að m.a. sýna skulda­bréfa­eig­endum að hlut­hafar standa við bakið á félag­inu. Icelanda­ir Group hefur fengið tíma­bundnar und­an­þágur gagn­vart lána­skil­mál­um. „En stjórn­end­ur Icelanda­ir þurfa að færa sann­fær­andi rök fyrir hluta­fjár­aukn­ingu enda er verið að þynna út hlut­hafa sem ekki taka þátt í henn­i,“ segir Sveinn jafn­framt.

Sveinn segir að hluta­fjár­aukn­ingu þurfi ekki að svo stöddu en hann nefnir að fyr­ir­tækið muni tapa á bil­inu 50 til 60  millj­ónum dala í ár og ef far­miða­verð hækkar ekki þá verði næsta ár einnig erfitt.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent