Mynd: WOW air

Óvissa um jafnræði fjárfesta vegna kaupa á WOW air

Hver veit hvað um kaup Icelandair á WOW air? Af hverju sendi Fjármálaeftirlitið út dreifibréf til þess að brýna fyrir ráðuneytum og stofnunum að fylgja lögum um innherjaupplýsingar? Eru einhverjir með betri upplýsingar um raunverulega stöðu WOW air en aðrir? Og hafa kaupin verið sett í algjört uppnám síðasta sólarhringinn?

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) fór fram á það við Kaup­höll Íslands í gær­morgun að við­skipti með bréf í Icelandair Group yrðu stöðv­uð. Engar upp­lýs­ingar feng­ust um af hverju þetta var gert framan af degi. Það eina sem til­kynnt hafði verið um sem tengd­ist Icelandair í aðdrag­and­anum voru kaup félag­ins á hlut í rík­is­flug­fé­lagi Græn­höfða­eyja, sem voru ekki af þeirri þeirri stærð­argráðu að mark­aðir ættu að fara á hvolf vegna þeirra. Því töldu fæstir við­mæl­endur Kjarn­ans að þau við­skipti væru ástæðan fyrir beiðni FME.

Það kom síðan í ljós um hádeg­is­bil að ástæðan var önn­ur. Icelandair sendi frá sér aðra frétta­til­kynn­ingu vegna fyr­ir­hug­aðra kaupa félags­ins á WOW air, sem til­kynnt var um í byrjun nóv­em­ber. Í til­kynn­ingu Icelandair kom fram að ólík­legt væri að allir þeir fyr­ir­varar sem settir hefðu verið í kaup­samn­ing­inn yrðu upp­fylltir áður en hlut­hafa­fundur Icelandair verður hald­inn næst­kom­andi föstu­dag. Á þeim fundi stóð til að stjórnin myndi kjósa um hvort að af kaup­unum verði eða ekki. Í til­kynn­ing­unni sagði enn fremur að unnið yrði áfram „í mál­inu og við­ræður standa yfir milli samn­ings­að­ila um fram­­gang máls­ins.“

Óljósir fyr­ir­varar sem geta skipt miklu máli

En hvað þýðir þetta allt sam­an? Um hvaða fyr­ir­vara er verið að ræða? Og hvaða máli skipta þeir?

Til­kynnt var um kaup Icelandair á WOW air í byrjun nóv­em­ber. Upp­gefið kaup­verð á WOW air , sem átti að greiða með hlutum í Icelanda­ir, var um tveir millj­arðar króna miðað gengi Icelandair þegar til­kynnt var um kaup­in.

Kaup­verðið var hins vegar bundið allskyns fyr­ir­vör­um. Í til­kynn­ingu vegna kaupanna kom fram að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, ætti að 1,8 pró­sent hlut í Icelandair fyrir þau víkj­andi lán sem hann breytti í hlutafé fyrr á þessu ári. Þau voru upp á tvo millj­arða króna en virði hlut­ar­ins sem hann átti að geta fengið var 684 millj­ónir króna þegar til­kynnt var um kaup­in. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans fer hluti þess­arar greiðslu í að gera upp við aðra kröfu­hafa Skúla.

Þá var gengið út frá því að aðrir hlut­haf­ar, sem er félagið Títan fjár­fest­ingar í eigu Skúla Mog­en­sen, muni fá um 3,5 pró­sent hlut í Icelanda­ir. Það gagn­gjald er þó bundið nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. Sýni slík könnun að staða WOW air sé betri en reiknað er með getur hlutur stofn­and­ans farið upp í 4,8 pró­sent. Sýni hún mun verri stöðu getur Skúli setið uppi með að fá ekk­ert til við­bótar fyrir WOW air.

Til við­bótar þarf Sam­keppn­is­eft­ir­litið að sam­þykkja kaup­in. Engar upp­lýs­ingar fást þaðan um hvar sú vinna stendur né á hvaða for­sendum hún fer fram. Það skiptir til að mynda miklu máli um hver ákvörðun eft­ir­lits­ins verður á þeim grund­velli að þar séu tveir rekstr­ar­hæfir sam­keppn­is­að­il­ar, með yfir 70 pró­sent sam­an­lagða mark­aðs­hlut­deild, að renna saman í eina sæng eða hvort óskað sé eftir því að sam­run­inn sé heim­il­aður vegna reglna sam­keppn­is­rétt­ar­ins um fyr­ir­tæki á fallanda fæti.

Við­skiptin í vik­unni á undan

Hluta­bréf í Icelandair hækk­uðu um tugi pró­senta í virði strax og til­kynnt var um kaupin og um tíma voru við­skipti með bréfin stöðv­uð.

Miklar vanga­veltur spruttu strax upp um það á mark­aði hvort að inn­herj­a­upp­lýs­ingar um að kaupin væru fyr­ir­huguð hefðu lekið út áður en að til­kynnt var um þau. Auk þess þóttu upp­lýs­ingar sem veittar voru um við­skiptin í til­kynn­ingu til Kaup­hallar að mörgu leyti tak­mark­aðar og erfitt að átta sig á þeim fyr­ir­vörum sem settir voru fyrir kaup­un­um.

Mikil við­skipti höfðu verið með bréf í Icelandair í aðdrag­anda til­kynn­ing­ar­inn­ar, en þó var hægt að skýra þau, að minnsta kosti að hluta, með því að benda á að mikið hafði verið að ger­ast hjá félag­inu dag­anna á und­an. Í vik­unni áður en til­kynnt var um vænt kaup á WOW air þá birti Icelandair níu mán­aða upp­gjör, sendi út til­kynn­ingu um sölu­ferli hót­ela í eigu félags­ins og nýjar flutn­ings­tölur voru birt­ar. Það voru því aðrar ástæður fyr­ir­liggj­andi sem gátu skýrt hin auknu við­skipti.

Það breytti því þó ekki að tor­tryggni var enn til stað­ar. Og mikið var pískrað um að ein­hverjir hefðu mögu­lega vitað meira en aðr­ir.

Dreifi­bréf um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga

Ekki minnk­aði sú tor­tryggni þegar FME sendi frá sér dreifi­bréf til ráðu­neyta og til­tek­ina stofn­ana þar sem sér­stök athygli var vakin á gild­andi lögum og reglum sem gilda um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga hjá stjórn­völd­um. Sam­kvæmt þeim ber stjórn­völdum og öðrum aðilum sem fá reglu­lega inn­herj­a­upp­lýs­ingar í starf­semi sinni að fylgja reglum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti inn­herja eftir því sem við getur átt.

Þetta dreifi­bréf var sent út viku eftir að fyr­ir­huguð kaup Icelandair á WOW air voru gerð opin­ber og því velkt­ist eng­inn í vafa um að áhyggjur eft­ir­lits­ins voru vegna upp­lýs­inga tengdum þeim við­skipt­um. Engin önnur stór við­skipti, sem köll­uðu á mögu­lega aðkomu stjórn­valda, höfðu verið í deigl­unni.

Fyrir liggur að starfs­menn og stjórn­endur ákveð­inna rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana, sér­stak­lega Sam­göngu­stofu og Isa­via, hafa haft ítar­legri upp­lýs­ingar um raun­veru­lega stöðu WOW air en flestir aðrir um nokkuð langt skeið. Sam­göngu­stofa hefur enda eft­ir­lit með þeim félögum sem starfa sem flug­fé­lög og Isa­via átti í umtals­verðum við­skiptum við WOW air, meðal ann­ars vegna lend­ing­ar­gjalda. Heim­ildir Kjarn­ans herma að WOW air hafi verið í van­skilum með slík gjöld í tölu­vert langan tíma og Morg­un­blaðið hefur sagt að sú upp­hæð hafi verið um tveir millj­arðar króna snemma í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Isa­via hefur hins vegar ekki viljað veita upp­lýs­ingar um van­skil flug­fé­laga.

Aðkoma stjórn­valda

Þá hefur verið und­ir­liggj­andi spenna vegna aðkomu stjórn­valda að stöðu mála í íslenska flug­geir­anum og opin­berra ummæla ráða­mann um þá aðkomu. Þar hafa líka vaknað upp spurn­ingar um hvort að jafn­ræði ríkti í upp­lýs­inga­gjöf.

Undir lok árs­ins 2017 hófu stjórn­völd þrátt fyrir það vinnu við að und­ir­búa við­bragðs­á­ætlun vegna flug­fé­lag­anna, en þó þannig að lítið bar á. Fjögur ráðu­neyti (sam­göng­u-, fjár­mála- og efna­hags­mála-, for­sæt­is- og iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti) komu að verk­efn­inu.

Fyrir liggur að stjórn­völd skip­uðu starfs­hóp í vor sem átti að meta mögu­leg áhrif áfalla í rekstri íslenskra flug­fé­laga. Sá hópur vann sviðs­mynda­grein­ingu sem lá fyrir í lok sum­ars. Á meðal þess sem þar kom fram var að gjald­þrot WOW air hefði getað leitt til þess að lands­fram­­leiðsla drægist saman um tvö til þrjú pró­­sent og gengi krón­unnar veikt­ist um allt að 13 pró­­sent á næsta ári. Þessar upp­lýs­ingar láku út og voru birtar í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði opin­ber­lega að ekki hefði komið til tals að ríkið myndi grípa inn í stöðu íslensku flug­fé­lag­anna.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­fé­laga­mála­ráð­herra, sagði um sama mál í við­tali í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að rík­is­stjórnin hefði „talið að það væri miklu eðli­legra að fyr­ir­tæki björg­uðu sér á mark­aði og að við myndum leita allra leiða til að hafa inn­sýn inn í atburða­rás­ina og grípa inn í með eðli­legum hætt­i.“

Skúli setur kaupin í upp­nám

Opin­beru upp­lýs­ing­arnar sem gefnar voru um fyr­ir­huguð kaup Icelandair á WOW air voru að mörgu leyti tak­mark­að­ar. Erfitt var að átta sig á þeim fyr­ir­vörum sem settir voru fyrir kaup­unum auk þess sem upp­lýs­ingar um raun­veru­lega fjár­hags­stöðu WOW air, sem hefur verið rekið sem nokk­urs konar „black box“ árum sam­an, hafa verið mis­vísandi.

Ekki skán­aði sú staða í gær þegar við­skipti með bréf í Icelandair voru stöðvuð að beiðni FME, sem sagði að það hafi verið gert til að vernda jafn­ræði fjár­festa.

Síðar um dag­inn upp­lýsti Icelandair með til­kynn­ingu til Kaup­hallar að ólík­legt væri að fyr­ir­varar í kaup­samn­ingi á WOW air yrðu upp­fylltir fyrir hlut­hafa­fund sem fara á fram á föstu­dag, 30. nóv­em­ber. Þar stóð til að sam­þykkja eða hafna kaup­un­um. Ekki var greint frá því hvaða fyr­ir­varar það voru sem um ræddi.

Til að auka enn á upp­lýs­inga­óreið­una sendi Skúli Mog­en­sen tölvu­póst til starfs­manna þar sem hann full­yrti að WOW air ætti í við­ræðum við aðra fjár­festa en Icelandair um mögu­lega aðkomu að félag­inu. Það er í beinni and­stöðu við þær upp­lýs­ingar sem settar voru fram í til­kynn­ingu Icelandair til Kaup­hallar Íslands 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Fyr­ir­sögn hennar var: „Icelandair Group kaupir WOW air“. Fyrsta máls­grein hennar var: „Stjórn Icelandair Group hefur gert kaup­samn­ing um kaup á öllu hlutafé í flug­fé­lag­inu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fundar Icelandair Group, sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar.“ 

Ekki er minnst einu orði á þann mögu­leika að eig­andi WOW air geti sam­hliða átt í við­ræðum við aðra mögu­lega kaup­end­ur. Því telja sumir við­mæl­endur Kjarn­ans að til­kynn­ingin hafi gefið vill­andi upp­lýs­ingar um stöðu mála, ef það reyn­ist rétt að Skúli sé í við­ræðum við fleiri aðila.

Keypti sjálfur í útboð­inu

Nýj­ustu vend­ing­arnar urðu svo í dag þegar Skúli sendi til­kynn­ingu á þá fjár­festa sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air, sem lauk í sept­em­ber síð­ast­liðnum og átti að tryggja lang­tíma­fjár­mögnun félags­ins.

Sam­kvæmt frétt Bloomberg um málið hefur staðan á rekstri WOW air versnað umtals­vert síðan að skulda­bréfin voru gefin út. Kröf­u­hafar og stjórn­­völd hafi fylgst náið með stöðu mála og kraf­ist strang­­ari greiðslu­skil­­mála en áður auk þess sem olíu­­verð hafi náð nýjum hæðum eftir skulda­bréfa­út­­­boð­ið.

Þá upp­lýsti Skúli í til­kynn­ing­unni að hann hefði sjálfur keypt skulda­bréf í útgáf­unni fyrir 5,5 millj­ónir evra, um 770 millj­ónir króna. Það gefur til kynna að áhug­inn á þátt­töku á meðal ann­arra fjár­festa hafi verið enn minni en áður hafði verið upp­lýst um.

Afar illa gekk nefni­lega að fá fjár­festa til að taka þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW og ljóst var að stórir fag­fjár­festar á Íslandi, sér­stak­lega líf­eyr­is­sjóð­ir, myndu ekki kaupa bréf. Þetta var þrátt fyrir að vaxta­kjörin sem voru í boði níu pró­­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti, voru hærri en vextir voru í útboðum hjá Air Berl­in, Finna­ir, Norweg­ian Air, Air France, Brit­ish Airways og Luft­hansa sem ráð­ist hefur verið í á tíma­bil­inu 2013 til 2018.

Það kom enda í ljós að skulda­bréfa­út­boðið var langt frá því að duga til að koma WOW air fyrir vind. Og þess vegna leit­aði Skúli Mog­en­sen til Icelandair í byrjun nóv­em­ber og óskaði eftir því að helsti sam­keppn­is­að­il­inn myndi kaupa WOW air. Nú virð­ast þau kaup í upp­námi og vend­ingar síð­ustu daga hafa haft afar nei­kvæð áhrif á gengi bréfa í Icelanda­ir, sem hefur lækkað um sex pró­sent það sem af er deg­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar