Víðtæk vandræði Íslandspósts

Íslandspóstur hefur farið fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá ríkissjóð en fjárlaganefnd hefur áhyggjur af endurgreiðslu lánsins. Póstþjónusta Íslandspósts hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár en fyrirtækið tapaði háum fjárhæðum á árinu.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Íslands­póstur glímir við alvar­legan lausa­fjár­vanda og hefur því óskað eftir neyð­ar­láni frá rík­inu upp á 1.500 millj­ónir króna. Lána­línur Íslands­pósts hjá við­skipta­banka fyr­ir­tæk­is­ins hafa þegar verið full­nýttar og for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins segir stöðu pósts­ins tví­sýna ef ekki fáist lán­ið. Íslands­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­ars vegna mik­ils sam­dráttar í bréfa­send­ingum og nið­ur­greiðslu erlendra póst­send­inga. Dreif­ing­ar­dögum pósts­ins hefur verið fækkað og póst­burð­ar­gjald hefur þre­fald­ast á tíu árum. Fjár­fest­ingar fyr­ir­tæk­is­ins hlaupa á millj­örðum og fyr­ir­tækið hefur tapað hund­ruðum millj­ónum króna vegna lána til dótt­ur­fé­laga Íslands­pósts. Laun for­stjór­ans hækk­uðu um tæp tutt­ugu pró­sent á síð­asta ári og launa­kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hækk­aði um 1,4 millj­arða króna á síð­ustu tveimur árum.

Neyð­ar­lán upp á 1.5 millj­arð króna

­Meiri­hluti fjár­laga­nefndar lagði fram breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­lög fyrr í mán­uð­inum um að lán ­rík­is­ins til Íslands­pósts myndi nema 1.500 millj­ónum króna í stað 500 millj­ónum sem fyr­ir­tækið hafði þegar hlotið vil­yrða fyr­ir. Breyt­ing­ar­til­lagan var hins vegar dregin til baka áður en atkvæði voru greitt um málið í annarri umræðu um fjár­laga­frum­varpið á Alþingi í síð­ustu viku. Ástæður þess að lán­veit­ing­ar­heim­ildin var dregin til baka var sögð vegna þess að fjár­laga­nefnd vildi kanna hvort rétt væri að binda fjár­veit­ing­una ein­hverjum skil­yrð­um.

Páll Magn­ús­son sem situr í fjár­laga­nefnd fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn sagði í sam­tali við frétta­stofu Rúv að fjár­laga­nefnd væri að skoða málið nán­ar:„­Meiri­hluti fjár­laga­nefndar telur ein­fald­lega að áður en þessi heim­ild er veitt þá þurfi hugs­an­lega að setja ein­hver skil­yrði. Að fyrir liggi hvernig og hvenær fyr­ir­tækið telur sig verða gjald­fært og geta borgað þetta lán til baka. Ef þetta væri bara um tíma­bund­inn eðli­legan lausa­fjár­vanda að ræða þá hefði vænt­an­lega við­skipta­banki félags­ins séð um þetta og veitt þessa fyr­ir­greiðslu,“ segir Páll Magn­ús­son sem situr í fjár­laga­nefnd fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Vonar að Alþingi sjái að sér 

Ingimundur Sigurpálsson Mynd: Skjátskot úr fréttum Stöðvar 2For­stjóri Íslands­pósts Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­lands­póst, segir fjár­hags­vanda ­fyr­ir­tæk­is­ins ­meðal ann­ars til­kom­inn vegna þess að bréfa­send­ingar hafa dreg­ist saman um 15 pró­sent á þessu ári sem er mun meira en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Það leiðir til tekju­taps upp á 350 til 400 millj­ón­ir króna. Þá hafi Íslands­póstur þurft að standa undir ófjár­magn­aðri byrði sem nemi árlega um 600 millj­ónum króna, þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á vara­sjóði félags­ins. Ingi­mundur seg­ist því vona í við­tali við stöð 2 að fjár­laga­nefnd Alþingis sjái að sér og sam­þykki breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­lög sem heim­ilar lán­ið 

Willum Þór Þórs­son, for­maður fjár­laga­nefndar Alþing­is, segir að það komi til greina að breyta fjár­laga­frum­varp­inu fyrir þriðju umræðu og veita rík­is­sjóði heim­ild til að lána Íslands­pósti ef skýr svör ber­ast frá fyr­ir­tæk­inu um end­ur­greiðslu láns­ins og hvaða trygg­ingar verði settar fyrir end­ur­greiðsl­unni því þetta séu miklar upp­hæð­ir. Willum seg­ir, í við­tali við frétta­stofu Stöð 2, að nú hafi fjár­laga­nefnd kallað til sín ­sam­göngu­ráðu­neyt­ið, fjár­mála­ráðu­neytið og stjórn­endur Íslands­pósts og afla gagna og fá svör við spurn­ing­um. 

Stórt tap vegna sam­dráttar í bréfa­send­ingum

Árið 2018 hefur verið Íslands­pósti margt erfitt, fyr­ir­tækið tap­aði 161,2 milj­ónum króna á fyrri helm­ing árs­ins 2018. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá sama tíma­bili í fyrra þegar fyr­ir­tækið skil­aði 99,1 milljón króna hagn­aði. Mik­ill sam­dráttur hefur verið í bréfa­magni eða um 15 pró­sent. Bréfa­sendum hefur fækkað á hverju ári í langan tíma en fækkun bréfa þýðir minni tekjur sem hefur veru­leg áhrif á rekstur félags­ins. Frá þessu er greint í  til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu varð­andi hálfs­árs­upp­gjör fyr­ir­tæk­is­ins.

Ingi­mundur segir rekstr­ar­halla fyr­ir­tæk­is­ins ­meðal ann­ars komin vegna þess að Íslands­póst­ur, fyrir hönd ­ríks­ins,hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tutt­ugu kíló­um, út um land allt en sam­kvæmt Ingi­mundi þá er tölu­verður stór hluti af þessum mark­aði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostn­að­ur­inn við dreif­ingu er miklu meiri en sem nemur tekj­un­um. Þar verður Íslands­póstur að sinna þjón­ust­unni en ann­ars staðar er fyr­ir­tækið í sam­keppni við aðila um pakka­dreif­ingar þar sem það er hag­kvæmt. Ingi­mundur segir það vera þessa svoköll­uðu ófjár­magn­aða alþjón­ustu­byrði sem er vanda­málið og hefur verið vanda­mál í fjöl­mörg ár. 

Flickr

Ingi­mund­ur ­segir þetta ekki sér­ís­lenskt vanda­mál heldur standi öll póst­fyr­ir­tæki í heim­inum fyrir sama vanda­máli og hafa ert und­an­farin ár. „Það má segja að sér­staðan hér á Íslandi er sú að Íslands­póstur er senni­lega eina, eða eitt af örfáum póst­fyr­ir­tækjum í Evr­ópu sem ekki hefur notið neinna fram­laga úr rík­is­sjóði. Norski póst­ur­inn er til dæmis að fá sjö þús­und millj­ónir í greiðslu­ir frá norska rík­inu fyrir að sinna alþjón­ust­unni. Sænski og danski póst­ur­inn, sem er í sam­eig­in­legu fyr­ir­tæki, fékk þrjá­tíu millj­arða frá rík­is­stjórn Sví­þjóðar og Dan­merkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingi­mundur í fyrr­greindu við­tali við stöð 2.

Núver­andi póst­þjón­usta stendur ekki undir sér.

Aðspurður um hvort að Íslands­póstur muni eiga erfitt með að end­ur­greiða lánið komi það til segir hann svo vera. Ingi­mundur seg­ist hafa áhyggjur af því og ástæða þess sé ein­fald­lega sú að póst­þjón­ustu­kerfið eins og það er sett núna stendur ekki undir sér. Sú póst­þjón­usta sem við höfum verið að veita und­an­farin ár skilar ekki inn tekjum umfram gjöld.

„Það þarf að stokka upp rekst­ur­inn það hvort sem kemur til láns­ins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný ­póst­lög ­taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einka­rétt­ar. Einka­rétt­ur­inn hefur það hlut­verk að greiða nið­ur­ al­þjón­ust­u þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það und­an­farin ár,“ segir Ingi­mundur að lok­um.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu kemur fram móta þurfi fram­tíð­ar­stefnu og áætlun um hvernig haga beri póst­þjón­ustu þannig hún verði sjálf­bær. ­Sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið sem ráðu­­neyti póst­­­mála vinnur nú þegar að end­­ur­­skoðun gild­andi lag­­ara­mma til að tryggja góða póst­­­þjón­­ustu um allt land segir í tilkynningunni.

Auglýsing

Íslenska ríkið greiðir um 500 millj­ónir vegna bréf­send­inga

Sam­þykkt var í maí síð­ast­liðnum að álagn­ing­ar­seðlar almenn­ings væru birt þeim raf­rænt í staf­ræn­u ­póst­hólfi ­með það að mark­miði að spara fjár­muni, draga úr nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum og bæta ­þjón­ustu. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra lagði fram breyt­ing­ar­til­lög­unni, en sam­kvæmt henni greið­ir ­ís­lenska ríkið um 500 millj­­ónir króna á ári í póst­­­burð­­ar­­gjöld vegna bréfa­­send­inga til ein­stak­l­inga og fyr­ir­tækja. Þar af nemur árlegur kostn­aður rík­­is­ins við að senda út til­­kynn­ingar opin­berra gjalda um 120 millj­­ónum króna. 

Tekjur Íslands­­­pósts af póst­­­þjón­­ustu voru 7,5 millj­­arðar króna á árinu 2017. Það þýðir að tæp­­lega sjö pró­­sent af öllum póst­­­þjón­ust­u­­tekjum Íslands­­­pósts eru vegna póst­­­burð­­ar­gjalda sem ríkið greiðir vegna bréfa­­send­inga. Ef íslenska ríkið hefði ekki greitt hálfan millj­­arð króna í póst­­­burð­­ar­­gjöld á síð­­asta ári hefði Íslands­­­póstur verið rek­inn með tæp­­lega þrjú hund­ruð millj­­óna króna tapi á því rekstr­­ar­ári.

Póst­burð­ar­gjöld Íslands­pósts hafa þre­fald­ast á tíu árum

Send­ing­ar­kostn­að­ur­ bréf­póst­s í einka­rétti hjá Íslands­pósti var þrefalt hærri árið 2017 en tíu árum áður árið 2007 sam­kvæmt sam­an­tekt Póst- og fjar­skipta­stofn­unar sem birt var í byrjun árs. Í sam­an­tekt­inni kemur fram, að á tíu ára tíma­bili, frá 2007 til 2017, hefur gjald­skrá A-pósts hækkað um 220 pró­sent og gjald­skrá B-Pósts um 195 pró­sent. Á sama tíma­bili hækk­aði vísi­tala neyslu­verðs um 67 pró­sent og vísi­tala launa um 102 pró­sent.

Mynd: Birgir Þór HarðarsonÍ sam­an­tekt Póst- og fjar­skipta­stofn­unar kom einnig fram að bréfum bréfum sem Íslands­póstur hefur einka­rétt á, það eru bréf allt að 50 grömm­um, hafi fækkað úr rúmum 50 millj­ónum árið 2007 niður í tæp­lega 22 millj­ónir í fyrra. Það er 57 pró­sent  sam­drátt­ur. Stofn­unin bendir þó á að hlið­stæð þróun hafi átt sér stað í öllum löndum EES

Í sam­an­tekt­inni kom fram að Póst- og fjar­skipta­stofn­unin fer fram á að Íslands­póstur end­ur­skoði gjald­skrá, með til­liti til verð­lækk­ana. Fyrr á árinu hafði stofn­unin heim­ilað Íslands­pósti að fækka dreif­ing­ar­dög­um bréf­póst­s í þétt­býli frá og með 1. febr­úar 2018 en dreif­ing­ar­dögum í dreif­býl­i hafði þegar verið sam­þykkt. Ákvörðun Íslands­pósts um að fækka dreif­ing­ar­dögum byggði á því að eft­ir­spurn eftir þjón­ust­unni hefði minnkað og bréf­send­ingum fækk­að. Til að bregð­ast við þessu hefur gjald­skrá reglu­lega verið hækkuð á und­an­förnum árum.

Mikið tap af erlendum send­ingum

Afhending pakka

Und­an­far­inn ára­tug hefur bréfa­­send­ingum farið ört fækk­­andi um allan heim. Á sama tíma hefur net­verslun rutt sér til rúms og pakka­­send­ingum fjölg­að. Tekjur af bréfa­­send­ingum vegna al­þjón­ust­u hafa dreg­ist saman á sama tíma og dreifi­­kerfið hefur stækkað með fjölgun íbúða og fyr­ir­tækja, en auknar tekjur af pakka­­send­ingum hafa ekki dugað til að vega upp á móti sam­drætti í bréfa­­send­ing­um

Íslands­póstur er skylt sam­kvæmt al­þjóða­samn­ing­um að greiða 70 til 80 pró­sent af kostn­aði póst­send­inga frá þró­un­ar­lönd­um, þar á meðal Kína. Ingi­mund­ur, for­stjóri Íslands­pósts, segir að rekja má stór­an hluta af tapi  Ís­lands­póst til þess­ara nið­ur­greiðslna en ­kostn­að­­ur­inn hleypur á hund­ruð­u­m millj­­óna. „­Mikil aukn­ing hefur verið í net­verslun frá útlöndum á und­an­­förnum árum og þá sér­­stak­­lega frá Kína. Vegna óhag­­stæðra alþjóða­­samn­inga þar sem Kína er flokkað sem þró­un­­ar­­ríki fær Íslands­­­póstur mjög lágt gjald greitt fyrir þessar send­ingar og standa þær greiðslur ein­ungis undir litlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að með­­höndla þær. Mikið tap af þessum erlendu send­ing­um, sem Íslandi ber að sinna sam­­kvæmt alþjóða­­samn­ing­um, er stór hluti vand­ans við fjár­­­mögnun alþjón­ust­unn­­ar.“ sagði Ingi­mundur í við­tali við Morg­un­blaðið í sept­em­ber.

Laun for­stjóra hækkuð um 17,6 pró­sent 

Breyt­ingar á lögum um kjara­ráð tóku gildi um mitt ár í fyrra. Með þeim var vald yfir launum rík­is­for­stjóra fært frá kjara­ráði til stjórn­a ­rík­iss­fyr­ir­tækja. Kjarn­inn fjall­aði um afleið­ingu þessa breyt­inga fyrr á árinu og greindi frá hvernig breyt­ingin leiddi af sér í sum­um til­vik­um tug­pró­senta launa­hækk­ana. Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, for­­stjóri Íslands­­­póst, hefur einnig notið góðs af þessum breyt­ing­­um. Laun hans hækk­­uðu um 17,6 pró­­sent á síð­­asta ári og mán­að­­ar­­laun hans eru nú 1,7 millj­­ónir króna.  

Bjarni Benediktsson og  Svanhildur Hólm Mynd: Birgir Þór HarðarsonÁ meðal þeirra sem sitja í stjórn Íslands­­­pósts, sem ákvað hækk­­un­ina, er Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­­ar­­maður Bjarna Bene­dikts­­son­­ar. Hún er vara­­for­­maður stjórn­­­ar­inn­­ar. Laun stjórn­­­ar­­manna í Íslands­­­pósti voru einnig hækkuð milli ára. Sam­tals fóru greiðslur til stjórn­­­ar­­manna úr níu millj­­ónum króna í tíu millj­­ónir króna. Þau eru ekki sund­­ur­liðuð sér­­stak­­lega í árs­­reikn­ingi Íslands­­­pósts. Um er að ræða hækkun um 11 pró­­sent milli ára.

Árið 2015 greidd­i Ís­lands­póstur 29,5 millj­ónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólks­bíl sem for­stjóri og fram­kvæmda­stjórar fyr­ir­tæk­is­ins hafa til umráða sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ing­um. Í svari Íslands­póst við fyr­ir­spurn DV segir að fyr­ir­tækið hafi á að skipa öfl­ug­t ­stjórn­enda­teymi og það eigi við um stjórn­endur sem og aðra starfs­menn ­fyr­ir­tæk­is­ins, að það verði að vera sam­keppn­is­hæft í launum til að eiga kost á að laða til síns hæfa starfs­menn.

Stöðu­gild­um Ís­lands­póst hefur einnig fjölgað um tæp­lega níu­tíu stöð­ur, þar af um rúm­lega fjöru­tíu milli áranna 2016 og 2017, og launa­kostn­aður hækkað um 1,4 millj­arða króna sam­kvæmt Fréttablaðinu.

Auglýsing

Fjár­fest­ingar og lán til dótt­ur­fé­laga

Frá árinu 2006 hefur Íslands­­­póstur varið rúm­­lega 5,8 millj­­örðum króna í fjár­­­fest­ingar í fast­­eign­um, lóð­um, áhöld­um, tækjum og bif­­reið­­um. Á móti hafa eignir fyrir rúmar 600 millj­­ónir króna verið seld­­ar. Nettófjár­­­fest­ing á tíma­bil­inu er því rúmir fimm millj­­arðar króna. Þetta má lesa úr árs­­skýrslum Íslands­­­pósts frá árinu 2006 til dags­ins í dag og var fjallað um í Frétta­blað­inu í dag.

Á árunum 2005 og 2006 tók Íslands­­­póstur ákvarð­­anir um að stækka hlut­­deild fyr­ir­tæk­is­ins á almennum flutn­inga­­mark­aði en fyr­ir­tækið er einnig í sam­keppni þegar kemur að dreif­ingu aug­lýs­inga­­blaða, bæk­l­inga og sölu á prent­vörum og ýmiss konar smá­vöru. 

Í umfjöllun Frétta­­blaðs­ins um helg­ina kemur hins vegar fram að eft­ir­lits­að­ilar hafa bent á að slæma rekstr­­ar­­stöðu Íslands­­­pósts sé ekki aðal­­­lega að rekja til auk­ins kostn­aðar við al­þjón­ustu. Í athuga­­semdum Póst- og fjar­skip­sta­stofn­unn­ar við skýrslu um rekstr­­ar­skil­yrði Íslands­­­pósts, frá árinu 2014, er meðal ann­­ars bent á að hund­ruð millj­­óna hafi tap­­ast vegna lán­veit­inga til dótt­­ur­­fé­laga Íslands­­­pósts í sam­keppn­is­­rekstri. Íslands­­­póst­­­ur, m.a. vegna fjár­­­fest­ingu í prent­smiðju Sam­­skipta og láns til­ ePóst­s dótt­­ur­­fé­lags Íslands­­­póst­­s.

Kalla eftir óháðri úttekt

Félag atvinnu­rek­enda hefur sent Sig­urði Inga Jóhann­syni, sam­göngu og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, erindi og hvatt til þess að ráðu­neyti hans óski eftir óháðri úttekt á rekstri Íslands­pósts. Ólaf­ur Steph­ens­sen, fram­kvæmda­stjóri FA telur að ef ráð­ist verður í úttekt þá yrði að fá utan­­að­kom­andi aðila til verks­ins. Hann bendir á að Póst- og fjar­­skipta­­stofnun telji það ekki sitt hlut­verk að rann­saka slíkt og þá er Rík­­is­end­­ur­­skoðun van­hæf þar sem stofn­unin end­­ur­­skoði reikn­inga Íslands­­­pósts.

Ólafur Stephensen„Það er mjög áleitin spurn­ing hvort eig­enda­­stefnu rík­­is­ins vegna opin­berra hluta­­fé­laga sé ekki ábóta­vant. Þar segir að stjórnir slíkra félaga skuli leit­­ast við að efla sam­keppni en stjórn Íslands­­­pósts virð­ist mis­­skilja það sem svo að fyr­ir­tækið skuli fara í sam­keppni við allt sem hreyf­­ist,“ segir Ólafur í sam­tali við Frétta­blaðið í dag og bendir á að fyr­ir­tækið selji sæl­­gæti, bækur og minja­vöru, dótt­­ur­­fyr­ir­tæki þess vinni að hug­­bún­­að­­ar­­gerð og annað sé í prent­­þjón­­ustu. Þá sé fyr­ir­tækið á fullu í frakt-, flutn­inga- og ­send­la­þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar