Bráðabirgðaákvæði afnemur tímaramma utan um starfsemi Bankasýslu ríkisins

Upphaflega átti Bankasýsla ríkisins að starfa í fimm ár. Þau eru nú löngu liðin en stofnunin starfar enn. Nú hefur verið lagt fram frumvarp sem segir að stofnunin verði fyrst lögð niður þegar hlutverki hennar er lokið.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram frumvarpið um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram frumvarpið um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Þegar lög um Banka­sýslu rík­is­ins voru sett árið 2009 var sett í þau ákvæði um að stofn­unin skuli hafa lokið störfum eigi síður en fimm árum eftir að hún var sett á fót. Þegar þeim störfum lyki yrði „hún þá lögð nið­ur“.

Áður en sá fimm ára frestur rann út lét fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið vinna lög­fræði­lega skoðun á því hvaða þýð­ingu umrætt ákvæði hefði á starf­semi Banka­sýslu rík­is­ins ef hún myndi starfa í lengur en fimm ár, sem hún hefur sann­ar­lega gert. Nið­ur­staða hennar var sú að ekki yrði ráðið með ótví­ræðum hætti af laga­grein­inni að starf­semi Banka­sýsl­unnar legð­ist sjálf­krafa af að liðnum fimm árum frá því að stofn­unin tók til starfa.

Auglýsing
Á fundi rík­is­stjórnar Íslands á föstu­dag kynnti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hins vegar frum­varp um breyt­ingar á lögum um Banka­sýslu rík­is­ins. Það snýst ein­vörð­ungu um breyt­ingar á nið­ur­lagn­ing­ar­á­kvæð­inu. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að ljóst sé að verk­efnum Banka­sýslu rík­is­ins sé ekki lokið og ekki liggur fyrir hvenær þeim ljúki. Ríkið á enda nær allt hlutafé í tveimur bönk­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka og ekk­ert liggur fyrir um hvenær þeir eign­ar­hlutir verði settir í sölu­með­ferð. Í svar­inu segir að þótt ekki sé talið að vafi leiki á því hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að stofn­unin hafi traustan laga­grund­völl „var ákveðið að leggja til að hún verði felld brott en þess í stað bætt við ákvæði til bráða­birgða um að leggja skuli stofn­un­ina niður þegar verk­efnum hennar er lok­ið.“

Frum­varp átti að leggja niður stofn­un­ina

Banka­sýsla rík­is­ins var sett á fót af rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur til að halda á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þá stóð til að stofn­unin yrði starf­rækt í fimm ár.

Þegar ný rík­is­stjórn, undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, tók við hófst vinna við að breyta þessu skipu­lagi mála. Bjarni Bene­dikts­son sat þá sem nú í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og lagði vorið 2015 fram frum­varp um með­ferð og sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði Banka­sýsla rík­is­ins lögð niður og eign­­ar­hlutir rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum færðir undir fjár­­­mála- og efna­hags­­mála­ráð­herra. Hann átti að setja sér­­staka eig­anda­­stefnu rík­­is­ins sem tæki til þeirra fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja sem ríkið á eign­­ar­hluti í, skipa þriggja manna ráð­gjaf­­ar­­nefnd, án til­nefn­inga, til að veita honum ráð­­gjöf um með­­­ferð eign­­ar­hluta í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum og und­ir­­búa sölu og sölu­­með­­­ferð þeirra eign­­ar­hluta. Þetta frum­varp varð á end­anum ekki að lögum og Banka­sýslan hefur haldið áfram störfum umfram þann líf­tíma sem henni var upp­haf­lega ætl­að.

Auglýsing
Eftir að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerðir eign­að­ist íslenska ríkið allt hlutafé í Íslands­banka og stóran hlut í Arion banka, sem nú hefur verið seld­ur. Hluta­bréfin í Íslands­banka voru færð til Banka­sýsl­unn­ar.

Um nokk­urra ára skeið hefur verið heim­ild í fjár­lögum til að selja allt hlutafé rík­is­ins í Íslands­banka og allt að 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Ekk­ert sölu­ferli liggur þó fyrir sem stend­ur. Lík­legt verður að telj­ast að ákvarð­anir um hvort og hvenær selja eigi bank­ana verði tekin í kjöl­far þess að hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi verður birt, en til stendur að hún komi út fyrir lok þess­arar viku.

Fjölmennustu hópuppsagnir síðan árið 2009
111 fast­ráðnum starfs­mönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í vikunni og náðu upp­sagnirnar þvert á fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar við verk­taka og tíma­bundna starfs­menn verða jafnframt ekki end­ur­nýj­aðir. Þetta eru fjölmennustu hópuppsagnir síðan 2009.
Kjarninn 15. desember 2018
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Er allt að fara til fjandans?
Kjarninn 15. desember 2018
Ríkisstjórnarflokkarnir græða mikið fylgi á Klaustursmálinu
Samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn jókst um 8,6 prósentustig eftir Klaustursmálið. Mesta fylgisaukningin er hjá Framsókn. Frjálslynda stjórnarandstöðublokkin bætir líka við sig.
Kjarninn 15. desember 2018
Yfirskot eða aðlögun?
Fjallað er um gengissveiflur í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
Kjarninn 15. desember 2018
Cohen: Trump vissi vel að þetta var rangt
Lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi, meðal annar fyrir að beita sér fyrir ólöglegum greiðslum til að þagga niður umræðu um framhjáhald Trumps.
Kjarninn 14. desember 2018
Forsætisráðherra: Klaustursmálið hefur haft verulega mikil áhrif innan þingsins
Það skiptir máli að þingmenn geti tekist á pólitísk mál en samt borið virðingu fyrir fólki, segir forsætisráðherra.
Kjarninn 14. desember 2018
WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða
Enn er unnið að því að ná samningum við Indigo Partners um fjárfestingu í félaginu.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar