Bráðabirgðaákvæði afnemur tímaramma utan um starfsemi Bankasýslu ríkisins

Upphaflega átti Bankasýsla ríkisins að starfa í fimm ár. Þau eru nú löngu liðin en stofnunin starfar enn. Nú hefur verið lagt fram frumvarp sem segir að stofnunin verði fyrst lögð niður þegar hlutverki hennar er lokið.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram frumvarpið um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram frumvarpið um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Þegar lög um Banka­sýslu rík­is­ins voru sett árið 2009 var sett í þau ákvæði um að stofn­unin skuli hafa lokið störfum eigi síður en fimm árum eftir að hún var sett á fót. Þegar þeim störfum lyki yrði „hún þá lögð nið­ur“.

Áður en sá fimm ára frestur rann út lét fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið vinna lög­fræði­lega skoðun á því hvaða þýð­ingu umrætt ákvæði hefði á starf­semi Banka­sýslu rík­is­ins ef hún myndi starfa í lengur en fimm ár, sem hún hefur sann­ar­lega gert. Nið­ur­staða hennar var sú að ekki yrði ráðið með ótví­ræðum hætti af laga­grein­inni að starf­semi Banka­sýsl­unnar legð­ist sjálf­krafa af að liðnum fimm árum frá því að stofn­unin tók til starfa.

Auglýsing
Á fundi rík­is­stjórnar Íslands á föstu­dag kynnti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hins vegar frum­varp um breyt­ingar á lögum um Banka­sýslu rík­is­ins. Það snýst ein­vörð­ungu um breyt­ingar á nið­ur­lagn­ing­ar­á­kvæð­inu. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að ljóst sé að verk­efnum Banka­sýslu rík­is­ins sé ekki lokið og ekki liggur fyrir hvenær þeim ljúki. Ríkið á enda nær allt hlutafé í tveimur bönk­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka og ekk­ert liggur fyrir um hvenær þeir eign­ar­hlutir verði settir í sölu­með­ferð. Í svar­inu segir að þótt ekki sé talið að vafi leiki á því hjá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu að stofn­unin hafi traustan laga­grund­völl „var ákveðið að leggja til að hún verði felld brott en þess í stað bætt við ákvæði til bráða­birgða um að leggja skuli stofn­un­ina niður þegar verk­efnum hennar er lok­ið.“

Frum­varp átti að leggja niður stofn­un­ina

Banka­sýsla rík­is­ins var sett á fót af rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur til að halda á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þá stóð til að stofn­unin yrði starf­rækt í fimm ár.

Þegar ný rík­is­stjórn, undir for­sæti Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, tók við hófst vinna við að breyta þessu skipu­lagi mála. Bjarni Bene­dikts­son sat þá sem nú í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og lagði vorið 2015 fram frum­varp um með­ferð og sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði Banka­sýsla rík­is­ins lögð niður og eign­­ar­hlutir rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum færðir undir fjár­­­mála- og efna­hags­­mála­ráð­herra. Hann átti að setja sér­­staka eig­anda­­stefnu rík­­is­ins sem tæki til þeirra fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja sem ríkið á eign­­ar­hluti í, skipa þriggja manna ráð­gjaf­­ar­­nefnd, án til­nefn­inga, til að veita honum ráð­­gjöf um með­­­ferð eign­­ar­hluta í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum og und­ir­­búa sölu og sölu­­með­­­ferð þeirra eign­­ar­hluta. Þetta frum­varp varð á end­anum ekki að lögum og Banka­sýslan hefur haldið áfram störfum umfram þann líf­tíma sem henni var upp­haf­lega ætl­að.

Auglýsing
Eftir að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerðir eign­að­ist íslenska ríkið allt hlutafé í Íslands­banka og stóran hlut í Arion banka, sem nú hefur verið seld­ur. Hluta­bréfin í Íslands­banka voru færð til Banka­sýsl­unn­ar.

Um nokk­urra ára skeið hefur verið heim­ild í fjár­lögum til að selja allt hlutafé rík­is­ins í Íslands­banka og allt að 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. Ekk­ert sölu­ferli liggur þó fyrir sem stend­ur. Lík­legt verður að telj­ast að ákvarð­anir um hvort og hvenær selja eigi bank­ana verði tekin í kjöl­far þess að hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi verður birt, en til stendur að hún komi út fyrir lok þess­arar viku.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar