Mikill munur á greiðslum til þeirra sem vinna að hvítbók um fjármálakerfið

Von er á hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi en stefnt er að því að hún verði birt í lok nóvember.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Útgáfa hvít­­bókar um fram­­tíð­­ar­­sýn og stefnu fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi hefur dreg­ist en stefnt er að því að hvít­bókin verði birt í lok þessa mán­að­ar­. Í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni um ráð­gjöf og störf við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni kemur fram að sund­ur­liðun varð­andi greiðslur til með­lima í starfs­hópnum sem vinna að hvít­bók­inni séu mjög mis­jafn­ar.

Ó­líkar greiðslur milli þeirra sem vinna að hvít­bók­inni skýr­ast af mis­mun­andi vinnu­fram­lagi. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Jafn­framt kemur fram að frá því hóp­ur­inn var skip­aður hafi Sylvía Kristín Ólafs­dóttir hætt þátt­töku í honum en ekki hafi verið skipað í hóp­inn í hennar stað. Arnór Sig­hvats­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, hafi aftur á móti verið feng­inn til þess að lið­sinna hópn­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sylvía að engin stór ástæða sé fyrir því að hún hafi hætt í nefnd­inni. „Ég var búin að taka margt annað að mér og hafði mörgu að sinna,“ segir hún.

Auglýsing

Lárus L. Blön­­dal hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og stjórn­­­ar­­for­­maður Banka­­sýslu rík­­is­ins er for­­maður starfs­hóps­ins en með honum eru þau Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­­stöð­u­­maður lausa­­fjár­­á­hættu og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja hjá Seðla­­banka Íslands, Guð­jón Rún­­­ar­s­­son, lög­­­maður og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og Kristrún Tinna Gunn­­ar­s­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­­þjóð.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu hefur Kristrún hefur fengið tæpar 9,2 millj­ónir og Lárus tæp­lega 7,5 millj­ón­ir. Guð­jón hefur fengið greiddar 2,8 millj­ónir og þær Guð­rún og Sylvía 1,3 millj­ónir hvor. Þá hefur fyr­ir­tækið STC fengið þrjár millj­ónir fyrir efn­is­vinnu við gerð hvít­bók­ar­innar og Arn­aldur Hjart­ar­son, sem skip­aður var hér­aðs­dóm­ari í febr­ú­ar, hefur fengið greidda eina milljón króna.

Útgáfan frestað­ist

Í yfir­­lýs­ingu frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu sem send var út í febr­úar síð­ast­liðnum kemur fram að mark­miðið sé að skapa traustan grund­­völl fyrir umræðu, stefn­u­­mörkun og ákvarð­ana­­töku um mál­efni er varða fjár­­­mála­­kerf­ið, fram­­tíð­­ar­­gerð þess og þró­un.

Kveðið var á um stofnun hóps­ins í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem lögð var áhersla á að stefn­u­­mark­andi ákvarð­­anir um fjár­­­mála­­kerfið verði teknar eftir umfjöllun Alþingis um fram­­tíð­­ar­­sýn fjár­­­mála­­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á þess­­ari hvít­­bók um efn­ið. Hvít­­bókin hafi að leið­­ar­­ljósi aukið traust á íslenskum fjár­­­mála­­mark­aði, aukið gagn­­sæi og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika. Í sátt­­mál­­anum segir einnig að rík­­is­­stjórnin vilji vinna að frek­­ari skil­­virkni í fjár­­­mála­­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­­semi fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og að sér­­stak­­lega verði litið til ann­­arra lít­illa opinna hag­­kerfa og reynslu ann­­ars staðar á Norð­­ur­lönd­unum við mótun fram­­tíð­­ar­­sýn­­ar­inn­­ar.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kom fram að skipun nefnd­ar­innar hefði taf­ist tölu­vert miðað við það sem ætl­­unin var þegar dag­­setn­ingin 15. maí var ákveð­in. „Nefndin hóf ekki störf fyrr en í febr­­úar og því ljóst að þau tíma­­mörk voru ekki raun­hæf,“ sagði Lárus, for­­mað­ur nefnd­ar­inn­ar. Nefndin óskaði eftir umsögnum margra aðila og bár­ust þær síð­­­ustu í júlí síð­ast­liðn­um. For­­sæt­is­ráð­herra kynnti í vor á þingi á stefnt væri að því að nefndin lyki störfum í haust.

Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent