Mikill munur á greiðslum til þeirra sem vinna að hvítbók um fjármálakerfið

Von er á hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi en stefnt er að því að hún verði birt í lok nóvember.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Útgáfa hvít­­bókar um fram­­tíð­­ar­­sýn og stefnu fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi hefur dreg­ist en stefnt er að því að hvít­bókin verði birt í lok þessa mán­að­ar­. Í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni um ráð­gjöf og störf við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni kemur fram að sund­ur­liðun varð­andi greiðslur til með­lima í starfs­hópnum sem vinna að hvít­bók­inni séu mjög mis­jafn­ar.

Ó­líkar greiðslur milli þeirra sem vinna að hvít­bók­inni skýr­ast af mis­mun­andi vinnu­fram­lagi. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Jafn­framt kemur fram að frá því hóp­ur­inn var skip­aður hafi Sylvía Kristín Ólafs­dóttir hætt þátt­töku í honum en ekki hafi verið skipað í hóp­inn í hennar stað. Arnór Sig­hvats­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, hafi aftur á móti verið feng­inn til þess að lið­sinna hópn­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sylvía að engin stór ástæða sé fyrir því að hún hafi hætt í nefnd­inni. „Ég var búin að taka margt annað að mér og hafði mörgu að sinna,“ segir hún.

Auglýsing

Lárus L. Blön­­dal hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og stjórn­­­ar­­for­­maður Banka­­sýslu rík­­is­ins er for­­maður starfs­hóps­ins en með honum eru þau Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­­stöð­u­­maður lausa­­fjár­­á­hættu og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja hjá Seðla­­banka Íslands, Guð­jón Rún­­­ar­s­­son, lög­­­maður og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og Kristrún Tinna Gunn­­ar­s­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­­þjóð.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu hefur Kristrún hefur fengið tæpar 9,2 millj­ónir og Lárus tæp­lega 7,5 millj­ón­ir. Guð­jón hefur fengið greiddar 2,8 millj­ónir og þær Guð­rún og Sylvía 1,3 millj­ónir hvor. Þá hefur fyr­ir­tækið STC fengið þrjár millj­ónir fyrir efn­is­vinnu við gerð hvít­bók­ar­innar og Arn­aldur Hjart­ar­son, sem skip­aður var hér­aðs­dóm­ari í febr­ú­ar, hefur fengið greidda eina milljón króna.

Útgáfan frestað­ist

Í yfir­­lýs­ingu frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu sem send var út í febr­úar síð­ast­liðnum kemur fram að mark­miðið sé að skapa traustan grund­­völl fyrir umræðu, stefn­u­­mörkun og ákvarð­ana­­töku um mál­efni er varða fjár­­­mála­­kerf­ið, fram­­tíð­­ar­­gerð þess og þró­un.

Kveðið var á um stofnun hóps­ins í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem lögð var áhersla á að stefn­u­­mark­andi ákvarð­­anir um fjár­­­mála­­kerfið verði teknar eftir umfjöllun Alþingis um fram­­tíð­­ar­­sýn fjár­­­mála­­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á þess­­ari hvít­­bók um efn­ið. Hvít­­bókin hafi að leið­­ar­­ljósi aukið traust á íslenskum fjár­­­mála­­mark­aði, aukið gagn­­sæi og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika. Í sátt­­mál­­anum segir einnig að rík­­is­­stjórnin vilji vinna að frek­­ari skil­­virkni í fjár­­­mála­­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­­semi fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og að sér­­stak­­lega verði litið til ann­­arra lít­illa opinna hag­­kerfa og reynslu ann­­ars staðar á Norð­­ur­lönd­unum við mótun fram­­tíð­­ar­­sýn­­ar­inn­­ar.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kom fram að skipun nefnd­ar­innar hefði taf­ist tölu­vert miðað við það sem ætl­­unin var þegar dag­­setn­ingin 15. maí var ákveð­in. „Nefndin hóf ekki störf fyrr en í febr­­úar og því ljóst að þau tíma­­mörk voru ekki raun­hæf,“ sagði Lárus, for­­mað­ur nefnd­ar­inn­ar. Nefndin óskaði eftir umsögnum margra aðila og bár­ust þær síð­­­ustu í júlí síð­ast­liðn­um. For­­sæt­is­ráð­herra kynnti í vor á þingi á stefnt væri að því að nefndin lyki störfum í haust.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent