Mikill munur á greiðslum til þeirra sem vinna að hvítbók um fjármálakerfið

Von er á hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi en stefnt er að því að hún verði birt í lok nóvember.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Útgáfa hvít­­bókar um fram­­tíð­­ar­­sýn og stefnu fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi hefur dreg­ist en stefnt er að því að hvít­bókin verði birt í lok þessa mán­að­ar­. Í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni um ráð­gjöf og störf við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni kemur fram að sund­ur­liðun varð­andi greiðslur til með­lima í starfs­hópnum sem vinna að hvít­bók­inni séu mjög mis­jafn­ar.

Ó­líkar greiðslur milli þeirra sem vinna að hvít­bók­inni skýr­ast af mis­mun­andi vinnu­fram­lagi. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Jafn­framt kemur fram að frá því hóp­ur­inn var skip­aður hafi Sylvía Kristín Ólafs­dóttir hætt þátt­töku í honum en ekki hafi verið skipað í hóp­inn í hennar stað. Arnór Sig­hvats­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, hafi aftur á móti verið feng­inn til þess að lið­sinna hópn­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sylvía að engin stór ástæða sé fyrir því að hún hafi hætt í nefnd­inni. „Ég var búin að taka margt annað að mér og hafði mörgu að sinna,“ segir hún.

Auglýsing

Lárus L. Blön­­dal hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og stjórn­­­ar­­for­­maður Banka­­sýslu rík­­is­ins er for­­maður starfs­hóps­ins en með honum eru þau Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­­stöð­u­­maður lausa­­fjár­­á­hættu og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja hjá Seðla­­banka Íslands, Guð­jón Rún­­­ar­s­­son, lög­­­maður og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og Kristrún Tinna Gunn­­ar­s­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­­þjóð.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu hefur Kristrún hefur fengið tæpar 9,2 millj­ónir og Lárus tæp­lega 7,5 millj­ón­ir. Guð­jón hefur fengið greiddar 2,8 millj­ónir og þær Guð­rún og Sylvía 1,3 millj­ónir hvor. Þá hefur fyr­ir­tækið STC fengið þrjár millj­ónir fyrir efn­is­vinnu við gerð hvít­bók­ar­innar og Arn­aldur Hjart­ar­son, sem skip­aður var hér­aðs­dóm­ari í febr­ú­ar, hefur fengið greidda eina milljón króna.

Útgáfan frestað­ist

Í yfir­­lýs­ingu frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu sem send var út í febr­úar síð­ast­liðnum kemur fram að mark­miðið sé að skapa traustan grund­­völl fyrir umræðu, stefn­u­­mörkun og ákvarð­ana­­töku um mál­efni er varða fjár­­­mála­­kerf­ið, fram­­tíð­­ar­­gerð þess og þró­un.

Kveðið var á um stofnun hóps­ins í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem lögð var áhersla á að stefn­u­­mark­andi ákvarð­­anir um fjár­­­mála­­kerfið verði teknar eftir umfjöllun Alþingis um fram­­tíð­­ar­­sýn fjár­­­mála­­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á þess­­ari hvít­­bók um efn­ið. Hvít­­bókin hafi að leið­­ar­­ljósi aukið traust á íslenskum fjár­­­mála­­mark­aði, aukið gagn­­sæi og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika. Í sátt­­mál­­anum segir einnig að rík­­is­­stjórnin vilji vinna að frek­­ari skil­­virkni í fjár­­­mála­­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­­semi fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og að sér­­stak­­lega verði litið til ann­­arra lít­illa opinna hag­­kerfa og reynslu ann­­ars staðar á Norð­­ur­lönd­unum við mótun fram­­tíð­­ar­­sýn­­ar­inn­­ar.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kom fram að skipun nefnd­ar­innar hefði taf­ist tölu­vert miðað við það sem ætl­­unin var þegar dag­­setn­ingin 15. maí var ákveð­in. „Nefndin hóf ekki störf fyrr en í febr­­úar og því ljóst að þau tíma­­mörk voru ekki raun­hæf,“ sagði Lárus, for­­mað­ur nefnd­ar­inn­ar. Nefndin óskaði eftir umsögnum margra aðila og bár­ust þær síð­­­ustu í júlí síð­ast­liðn­um. For­­sæt­is­ráð­herra kynnti í vor á þingi á stefnt væri að því að nefndin lyki störfum í haust.

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent