Mikill munur á greiðslum til þeirra sem vinna að hvítbók um fjármálakerfið

Von er á hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn og stefnu fyrir fjár­mála­kerfið á Íslandi en stefnt er að því að hún verði birt í lok nóvember.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Útgáfa hvít­­bókar um fram­­tíð­­ar­­sýn og stefnu fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi hefur dreg­ist en stefnt er að því að hvít­bókin verði birt í lok þessa mán­að­ar­. Í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni um ráð­gjöf og störf við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni kemur fram að sund­ur­liðun varð­andi greiðslur til með­lima í starfs­hópnum sem vinna að hvít­bók­inni séu mjög mis­jafn­ar.

Ó­líkar greiðslur milli þeirra sem vinna að hvít­bók­inni skýr­ast af mis­mun­andi vinnu­fram­lagi. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Jafn­framt kemur fram að frá því hóp­ur­inn var skip­aður hafi Sylvía Kristín Ólafs­dóttir hætt þátt­töku í honum en ekki hafi verið skipað í hóp­inn í hennar stað. Arnór Sig­hvats­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, hafi aftur á móti verið feng­inn til þess að lið­sinna hópn­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sylvía að engin stór ástæða sé fyrir því að hún hafi hætt í nefnd­inni. „Ég var búin að taka margt annað að mér og hafði mörgu að sinna,“ segir hún.

Auglýsing

Lárus L. Blön­­dal hæsta­rétt­­ar­lög­­maður og stjórn­­­ar­­for­­maður Banka­­sýslu rík­­is­ins er for­­maður starfs­hóps­ins en með honum eru þau Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­­stöð­u­­maður lausa­­fjár­­á­hættu og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja hjá Seðla­­banka Íslands, Guð­jón Rún­­­ar­s­­son, lög­­­maður og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og Kristrún Tinna Gunn­­ar­s­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­­þjóð.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu hefur Kristrún hefur fengið tæpar 9,2 millj­ónir og Lárus tæp­lega 7,5 millj­ón­ir. Guð­jón hefur fengið greiddar 2,8 millj­ónir og þær Guð­rún og Sylvía 1,3 millj­ónir hvor. Þá hefur fyr­ir­tækið STC fengið þrjár millj­ónir fyrir efn­is­vinnu við gerð hvít­bók­ar­innar og Arn­aldur Hjart­ar­son, sem skip­aður var hér­aðs­dóm­ari í febr­ú­ar, hefur fengið greidda eina milljón króna.

Útgáfan frestað­ist

Í yfir­­lýs­ingu frá fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu sem send var út í febr­úar síð­ast­liðnum kemur fram að mark­miðið sé að skapa traustan grund­­völl fyrir umræðu, stefn­u­­mörkun og ákvarð­ana­­töku um mál­efni er varða fjár­­­mála­­kerf­ið, fram­­tíð­­ar­­gerð þess og þró­un.

Kveðið var á um stofnun hóps­ins í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem lögð var áhersla á að stefn­u­­mark­andi ákvarð­­anir um fjár­­­mála­­kerfið verði teknar eftir umfjöllun Alþingis um fram­­tíð­­ar­­sýn fjár­­­mála­­kerf­is­ins á Íslandi sem byggi á þess­­ari hvít­­bók um efn­ið. Hvít­­bókin hafi að leið­­ar­­ljósi aukið traust á íslenskum fjár­­­mála­­mark­aði, aukið gagn­­sæi og fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika. Í sátt­­mál­­anum segir einnig að rík­­is­­stjórnin vilji vinna að frek­­ari skil­­virkni í fjár­­­mála­­kerf­inu, að dregið verði úr áhættu vegna óskyldra þátta í starf­­semi fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja og að sér­­stak­­lega verði litið til ann­­arra lít­illa opinna hag­­kerfa og reynslu ann­­ars staðar á Norð­­ur­lönd­unum við mótun fram­­tíð­­ar­­sýn­­ar­inn­­ar.

Í frétt Kjarn­ans frá því í sept­em­ber síð­ast­liðnum kom fram að skipun nefnd­ar­innar hefði taf­ist tölu­vert miðað við það sem ætl­­unin var þegar dag­­setn­ingin 15. maí var ákveð­in. „Nefndin hóf ekki störf fyrr en í febr­­úar og því ljóst að þau tíma­­mörk voru ekki raun­hæf,“ sagði Lárus, for­­mað­ur nefnd­ar­inn­ar. Nefndin óskaði eftir umsögnum margra aðila og bár­ust þær síð­­­ustu í júlí síð­ast­liðn­um. For­­sæt­is­ráð­herra kynnti í vor á þingi á stefnt væri að því að nefndin lyki störfum í haust.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent