Óánægja með stýrivaxtahækkun Seðlabankans

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hefur verið harðlega gagnrýnd af aðilum vinnumarkaðarins, bæði af verkalýðsfélögunum og Samtökum atvinnulífsins. Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að frekari vaxtahækkanir séu í kortunum.

seðlabankinn
Auglýsing

Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í gær hafa vakið furðu og verið harð­lega gagn­rýnd af aðil­u­m vinnu­mark­að­ar­ins. Í yfir­lýs­ingu mið­stjórnar ASÍ í gær segir að hún muni ekki auð­velda að sátt náist í kom­andi kjara­við­ræðum og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins sagði að hún hefði ekki jákvæð áhrif á við­ræð­urn­ar. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

­Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans ákvað að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig en í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar sagði að aukin verð­bólga og hærri verð­bólgu­vænt­ingar hefðu lækkað raun­vexti Seðla­bank­ans umfram það sem æski­legt væri.

Óánægja frá báðum hliðum

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir hækk­an­irnar vera kaldar kveðjur inn í kjara­við­ræður vetr­ar­ins. Kröf­ur VR­ hafa m.a. verið að vextir lækki og böndum verði komið á verð­trygg­ing­una. „Þetta er algjör­lega á skjön við þær leiðir sem við viljum fara og er mjög eld­fimt útspil inn í mjög við­kvæmt ástand á vinnu­mark­að­in­um. Þetta sýnir líka og und­ir­strikar að það þarf að fara í algjöra og gagn­gera end­ur­skoðun á pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans og þeim sem henni stjórna. Þetta eru ískaldar kveðjur og mikil von­brigð­i,“ sagði Ragnar Þór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Halldór Benjamín ÞorbergssonHall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir hækkun vaxta ótíma­bæra:  „Við hefðum kosið að Seðla­bank­inn hefði haldið stýri­vöxtum óbreyttum en verið með í stað­inn sterk varn­að­ar­orð varð­andi kom­andi kjara­samn­inga og ekki síður varð­andi þró­un­ina á vinnu­mark­að­i“.

Hall­dór telur hækk­un­ina ekki hafa jákvæð áhrif á kom­andi Kjara­við­ræð­ur: „Seðla­bank­inn seg­ist vera að bregð­ast við hækk­andi verð­bólgu­vænt­ingum en gerir of lítið úr óvissu á vinnu­mark­aði. Það er einnig að renna upp fyrir sífellt fleiri Íslend­ingum að hag­kerfið er að kólna hratt. Benda má á nýlegar svipt­ingar í flug­heim­in­um. Seðla­bank­inn lítur hins vegar í bak­sýn­is­speg­il­inn og er að bregð­ast við meiri hag­vexti á fyrri hluta árs­ins en reiknað var með,“ segir Hall­dór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Lík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi

Aðal­hag­fræð­ingur Kviku fjár­fest­inga­banka, Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, segir ekki ólík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­farið á vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í gær. Kristrún segir það hafa komið á óvart að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands skuli hafa hækkað stýri­vexti bank­ans í stað þess að hinkra og sjá hvort verð­bólgu­vænt­ingar færu að gefa sig. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Seðla­bank­inn hefur nýverið létt á inn­flæð­is­höft­unum sem gæti stutt við krón­una og þar með ýtt vænt­ing­unum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bank­inn er ef til vill að falla á tíma með vaxta­hækk­anir þar sem verð­bólgu­horfur fara nú hratt versn­and­i,“ segir hún í sam­tali við Mark­að­inn.

„Ein af for­send­unum fyrir því var minnk­andi vaxta­munur og því er áhuga­vert að bank­inn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bank­inn sé að ein­hverju leyti á eftir kúrf­unni þegar kemur að vaxta­hækk­un­um. Raun­vaxta­stig er orðið lágt og fer lækk­andi með auk­inni verð­bólgu, auk þess sem spennan í hag­kerf­inu mælist meiri en þeir upp­runa­lega héldu. Bank­inn á að ein­hverju leyti að vera fram­sýnn og hafa þegar brugð­ist við því að verð­bólgan sé að fara upp í rúm­lega þrjú pró­sent í þessum mán­uð­i,“ nefnir Kristrún

Aðspurð segir Kristrún ekki ólík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­far­ið, hvort sem það ger­ist í næsta mán­uði eða eftir ára­mót. „Mark­að­ur­inn er svart­sýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verð­lagt rúm­lega hund­rað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árin­u.“

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent