Óánægja með stýrivaxtahækkun Seðlabankans

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hefur verið harðlega gagnrýnd af aðilum vinnumarkaðarins, bæði af verkalýðsfélögunum og Samtökum atvinnulífsins. Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að frekari vaxtahækkanir séu í kortunum.

seðlabankinn
Auglýsing

Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í gær hafa vakið furðu og verið harð­lega gagn­rýnd af aðil­u­m vinnu­mark­að­ar­ins. Í yfir­lýs­ingu mið­stjórnar ASÍ í gær segir að hún muni ekki auð­velda að sátt náist í kom­andi kjara­við­ræðum og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins sagði að hún hefði ekki jákvæð áhrif á við­ræð­urn­ar. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

­Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans ákvað að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig en í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar sagði að aukin verð­bólga og hærri verð­bólgu­vænt­ingar hefðu lækkað raun­vexti Seðla­bank­ans umfram það sem æski­legt væri.

Óánægja frá báðum hliðum

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir hækk­an­irnar vera kaldar kveðjur inn í kjara­við­ræður vetr­ar­ins. Kröf­ur VR­ hafa m.a. verið að vextir lækki og böndum verði komið á verð­trygg­ing­una. „Þetta er algjör­lega á skjön við þær leiðir sem við viljum fara og er mjög eld­fimt útspil inn í mjög við­kvæmt ástand á vinnu­mark­að­in­um. Þetta sýnir líka og und­ir­strikar að það þarf að fara í algjöra og gagn­gera end­ur­skoðun á pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans og þeim sem henni stjórna. Þetta eru ískaldar kveðjur og mikil von­brigð­i,“ sagði Ragnar Þór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Halldór Benjamín ÞorbergssonHall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir hækkun vaxta ótíma­bæra:  „Við hefðum kosið að Seðla­bank­inn hefði haldið stýri­vöxtum óbreyttum en verið með í stað­inn sterk varn­að­ar­orð varð­andi kom­andi kjara­samn­inga og ekki síður varð­andi þró­un­ina á vinnu­mark­að­i“.

Hall­dór telur hækk­un­ina ekki hafa jákvæð áhrif á kom­andi Kjara­við­ræð­ur: „Seðla­bank­inn seg­ist vera að bregð­ast við hækk­andi verð­bólgu­vænt­ingum en gerir of lítið úr óvissu á vinnu­mark­aði. Það er einnig að renna upp fyrir sífellt fleiri Íslend­ingum að hag­kerfið er að kólna hratt. Benda má á nýlegar svipt­ingar í flug­heim­in­um. Seðla­bank­inn lítur hins vegar í bak­sýn­is­speg­il­inn og er að bregð­ast við meiri hag­vexti á fyrri hluta árs­ins en reiknað var með,“ segir Hall­dór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Lík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi

Aðal­hag­fræð­ingur Kviku fjár­fest­inga­banka, Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, segir ekki ólík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­farið á vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í gær. Kristrún segir það hafa komið á óvart að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands skuli hafa hækkað stýri­vexti bank­ans í stað þess að hinkra og sjá hvort verð­bólgu­vænt­ingar færu að gefa sig. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Seðla­bank­inn hefur nýverið létt á inn­flæð­is­höft­unum sem gæti stutt við krón­una og þar með ýtt vænt­ing­unum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bank­inn er ef til vill að falla á tíma með vaxta­hækk­anir þar sem verð­bólgu­horfur fara nú hratt versn­and­i,“ segir hún í sam­tali við Mark­að­inn.

„Ein af for­send­unum fyrir því var minnk­andi vaxta­munur og því er áhuga­vert að bank­inn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bank­inn sé að ein­hverju leyti á eftir kúrf­unni þegar kemur að vaxta­hækk­un­um. Raun­vaxta­stig er orðið lágt og fer lækk­andi með auk­inni verð­bólgu, auk þess sem spennan í hag­kerf­inu mælist meiri en þeir upp­runa­lega héldu. Bank­inn á að ein­hverju leyti að vera fram­sýnn og hafa þegar brugð­ist við því að verð­bólgan sé að fara upp í rúm­lega þrjú pró­sent í þessum mán­uð­i,“ nefnir Kristrún

Aðspurð segir Kristrún ekki ólík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­far­ið, hvort sem það ger­ist í næsta mán­uði eða eftir ára­mót. „Mark­að­ur­inn er svart­sýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verð­lagt rúm­lega hund­rað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árin­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent