Óánægja með stýrivaxtahækkun Seðlabankans

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hefur verið harðlega gagnrýnd af aðilum vinnumarkaðarins, bæði af verkalýðsfélögunum og Samtökum atvinnulífsins. Aðalhagfræðingur Kviku segir ekki ólíklegt að frekari vaxtahækkanir séu í kortunum.

seðlabankinn
Auglýsing

Stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í gær hafa vakið furðu og verið harð­lega gagn­rýnd af aðil­u­m vinnu­mark­að­ar­ins. Í yfir­lýs­ingu mið­stjórnar ASÍ í gær segir að hún muni ekki auð­velda að sátt náist í kom­andi kjara­við­ræðum og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins sagði að hún hefði ekki jákvæð áhrif á við­ræð­urn­ar. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

­Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans ákvað að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sentu­stig en í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar sagði að aukin verð­bólga og hærri verð­bólgu­vænt­ingar hefðu lækkað raun­vexti Seðla­bank­ans umfram það sem æski­legt væri.

Óánægja frá báðum hliðum

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir hækk­an­irnar vera kaldar kveðjur inn í kjara­við­ræður vetr­ar­ins. Kröf­ur VR­ hafa m.a. verið að vextir lækki og böndum verði komið á verð­trygg­ing­una. „Þetta er algjör­lega á skjön við þær leiðir sem við viljum fara og er mjög eld­fimt útspil inn í mjög við­kvæmt ástand á vinnu­mark­að­in­um. Þetta sýnir líka og und­ir­strikar að það þarf að fara í algjöra og gagn­gera end­ur­skoðun á pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans og þeim sem henni stjórna. Þetta eru ískaldar kveðjur og mikil von­brigð­i,“ sagði Ragnar Þór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Auglýsing

Halldór Benjamín ÞorbergssonHall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir hækkun vaxta ótíma­bæra:  „Við hefðum kosið að Seðla­bank­inn hefði haldið stýri­vöxtum óbreyttum en verið með í stað­inn sterk varn­að­ar­orð varð­andi kom­andi kjara­samn­inga og ekki síður varð­andi þró­un­ina á vinnu­mark­að­i“.

Hall­dór telur hækk­un­ina ekki hafa jákvæð áhrif á kom­andi Kjara­við­ræð­ur: „Seðla­bank­inn seg­ist vera að bregð­ast við hækk­andi verð­bólgu­vænt­ingum en gerir of lítið úr óvissu á vinnu­mark­aði. Það er einnig að renna upp fyrir sífellt fleiri Íslend­ingum að hag­kerfið er að kólna hratt. Benda má á nýlegar svipt­ingar í flug­heim­in­um. Seðla­bank­inn lítur hins vegar í bak­sýn­is­speg­il­inn og er að bregð­ast við meiri hag­vexti á fyrri hluta árs­ins en reiknað var með,“ segir Hall­dór í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Lík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi

Aðal­hag­fræð­ingur Kviku fjár­fest­inga­banka, Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, segir ekki ólík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­farið á vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í gær. Kristrún segir það hafa komið á óvart að pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands skuli hafa hækkað stýri­vexti bank­ans í stað þess að hinkra og sjá hvort verð­bólgu­vænt­ingar færu að gefa sig. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Seðla­bank­inn hefur nýverið létt á inn­flæð­is­höft­unum sem gæti stutt við krón­una og þar með ýtt vænt­ing­unum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bank­inn er ef til vill að falla á tíma með vaxta­hækk­anir þar sem verð­bólgu­horfur fara nú hratt versn­and­i,“ segir hún í sam­tali við Mark­að­inn.

„Ein af for­send­unum fyrir því var minnk­andi vaxta­munur og því er áhuga­vert að bank­inn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bank­inn sé að ein­hverju leyti á eftir kúrf­unni þegar kemur að vaxta­hækk­un­um. Raun­vaxta­stig er orðið lágt og fer lækk­andi með auk­inni verð­bólgu, auk þess sem spennan í hag­kerf­inu mælist meiri en þeir upp­runa­lega héldu. Bank­inn á að ein­hverju leyti að vera fram­sýnn og hafa þegar brugð­ist við því að verð­bólgan sé að fara upp í rúm­lega þrjú pró­sent í þessum mán­uð­i,“ nefnir Kristrún

Aðspurð segir Kristrún ekki ólík­legt að fleiri vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­far­ið, hvort sem það ger­ist í næsta mán­uði eða eftir ára­mót. „Mark­að­ur­inn er svart­sýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verð­lagt rúm­lega hund­rað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árin­u.“

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent