Sessions rekinn - Hvað verður um rannsóknina?

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er hættur. Nú eru spjótin sögð beinast að rannsókn Roberts Mueller, saksóknara.

Jeff Sessions
Auglýsing

Jeff Sessions er hættur sem dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Í umfjöllun New York Times segir að hann hafi í reynd verið rek­inn, það er þving­aður til að segja af sér. 

Mað­ur­inn sem hefur tekið við af Sessions, tíma­bund­ið, er þekktur fylg­is­maður Trumps, Matt­hew Whitta­ker, sem hefur starfað í dóms­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing


Í umfjöllun New York Times segir að Trump hafi að und­an­förnu beitt vax­andi þrýst­ingu á Sessions, vegna rann­sóknar Roberts Muell­ers, sak­sókn­ara, sem nú er sögð teygja anga sína að per­sónu­legum fjár­málum Trumps og fjöl­skyldu  hans. 

Rann­sókn Muell­ers bein­ist meðal ann­ars að því hvort Rússar hafði haft ein­hver tengsl við fram­boð Trumps árið 2016, og hvort þeir hafi beitt sér með óeðli­legum hætti til að ýta undir mögu­leik­ann á sigri Trumps. Trump hefur kallað rann­sókn­ina norna­veið­ar, og hefur meðal ann­ars kennt Sessions um hversu umfangs­mikil hún er orð­in. Sessions hefur sagt að hann muni ekki hafa afskipti af rann­sókn­um, á meðan hann er dóms­mála­ráð­herra. 

Demókratar unnu meiri­hluta í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í kosn­ing­unum í gær, og eru meðal ann­ars í stöðu til að hefja rann­sóknir og krefj­ast gagna um for­set­ann og fjár­mál hans. 

Þá þarf sam­þykkti bæði full­trúa­deild­ar­innar og öld­unga­deild­ar­innar til að ná fram sam­þykki laga í þing­in­u. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiErlent