Sessions rekinn - Hvað verður um rannsóknina?

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er hættur. Nú eru spjótin sögð beinast að rannsókn Roberts Mueller, saksóknara.

Jeff Sessions
Auglýsing

Jeff Sessions er hættur sem dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Í umfjöllun New York Times segir að hann hafi í reynd verið rek­inn, það er þving­aður til að segja af sér. 

Mað­ur­inn sem hefur tekið við af Sessions, tíma­bund­ið, er þekktur fylg­is­maður Trumps, Matt­hew Whitta­ker, sem hefur starfað í dóms­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Auglýsing


Í umfjöllun New York Times segir að Trump hafi að und­an­förnu beitt vax­andi þrýst­ingu á Sessions, vegna rann­sóknar Roberts Muell­ers, sak­sókn­ara, sem nú er sögð teygja anga sína að per­sónu­legum fjár­málum Trumps og fjöl­skyldu  hans. 

Rann­sókn Muell­ers bein­ist meðal ann­ars að því hvort Rússar hafði haft ein­hver tengsl við fram­boð Trumps árið 2016, og hvort þeir hafi beitt sér með óeðli­legum hætti til að ýta undir mögu­leik­ann á sigri Trumps. Trump hefur kallað rann­sókn­ina norna­veið­ar, og hefur meðal ann­ars kennt Sessions um hversu umfangs­mikil hún er orð­in. Sessions hefur sagt að hann muni ekki hafa afskipti af rann­sókn­um, á meðan hann er dóms­mála­ráð­herra. 

Demókratar unnu meiri­hluta í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í kosn­ing­unum í gær, og eru meðal ann­ars í stöðu til að hefja rann­sóknir og krefj­ast gagna um for­set­ann og fjár­mál hans. 

Þá þarf sam­þykkti bæði full­trúa­deild­ar­innar og öld­unga­deild­ar­innar til að ná fram sam­þykki laga í þing­in­u. 

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent