Leiguverð á Hlemmi var metið af þremur fasteignasölum

Reykjavíkurborg segir að rekstur á Hlemmi hafi verið auglýstur, að fasteignasalar hafi verið fengnir til að meta hver leigan ætti að vera og að hún hafi hækkað í krónum, m.a. vegna þess að leigan er vísitölutryggð.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, ritar undir leigusamning vegna Hlemms Mathallar áður en framkvæmdir hófust.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, ritar undir leigusamning vegna Hlemms Mathallar áður en framkvæmdir hófust.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg segir að aug­lýst hafi verið erftir sam­starfað­ilum um rekstur Mat­hallar við Hlemm á sínum tíma og að fjögur teymi hafi sent inn hug­mynd­ir. Teymi frá Sjáv­ar­kla­s­anum hafi fengið hæstu ein­kunn eftir mat á þeim hug­myndum og því hafi verið samið við það um rekstur Hlemms.

Í tengslum við samn­inga sem gerðir voru við Sjáv­ar­kla­s­ann um þróun og rekstur Mat­hall­ar­innar hafi þrír lög­giltir fast­eigna­salar verið fengnir til að leggja mat á útleigu­verið fast­eign­ar­innar við Hlemm. Í til­kynn­ingu frá borg­inni segir að með því að byggja á mati þess­arra þriggja fast­eigna­sala, sem allir höfðu að sögn borg­ar­innar mikla þekk­ingu á fast­eigna­mark­aði atvinnu­hús­næðis í borg­inni, „var tryggt að húsið væri leigt út á mark­aðs­kjör­u­m.­Leigu­verðið tók þar mið af stöðu atvinnu­hús­næðis á svæð­inu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eign­ina.“

Húsa­leigan hafi í kvölfarið verið ákvörðuð 1.012.000 krónur í leigu­samn­ingi sem skrifað var undir í febr­úar 2016. Rúmu ári síð­ar, 26. maí 2017, var síðan gerður við­auki við samn­ing­inn þar sem leiga var hækkuð vegna þess að Reykja­vík­ur­borg féllst á að greiða raf­stýrðar grindur fyrir bása. Við það hafi leigu­verð hækkað upp í 1.143.179 krónur á mán­uði, og þar sem leigu­verðið er tryggt með vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar er það nú 1.209.254 krónur á mán­uði.

Auglýsing

Gagn­rýnd fyrir að einka­væða hagn­að­inn

Fram­kvæmd borg­ar­innar á útleigu á Hlemmi undir mat­höll hefur verið harð­lega gagn­rýnd und­an­far­ið. Viðar Freyr Guð­munds­son, sem var á lista Mið­flokks­ins fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, skrif­aði til að mynda grein í Kjarn­ann 25. októ­ber þar sem hann fjall­aði um umræður um Hlemm Mat­höll sem farið höfðu fram á borg­ar­stjórn­ar­fundi í vik­unni áður. Þar sagði Viðar m.a.: „Fram kom í umræðum að veit­inga­­menn í Hlemmi Mat­höll njóti ekki þessa lága leig­u­verðs, heldur er einn stór milli­­lið­­ur, Hlemmur Mat­höll ehf. sem leigir áfram hús­næðið til allra hinna og tekur vænt­an­­lega sinn hagnað af því. Maður gæti ímyndað sér að hið áfram­­selda leig­u­verð sé nálægt mark­aðsvirði. Leig­u­­samn­ing­­ur­inn gildir til 10 ára. Þarna er borgin búin að einka­væða allan hagn­að­inn af leig­unn­i.“

DV birti síðan frétt um liðna helgi þar sem kom fram að tvö fyr­ir­tæki í eigu Þórs Sig­fús­son­ar, for­svars­manns Sjáv­ar­kla­sans, væri að hagn­ast vel á leigu á Hlemm Mat­höll og áfram­leigu á öðru hús­næði í eigu borg­ar­inn­ar, þar sem Grandi Mat­höll er stað­sett.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent