Leiguverð á Hlemmi var metið af þremur fasteignasölum

Reykjavíkurborg segir að rekstur á Hlemmi hafi verið auglýstur, að fasteignasalar hafi verið fengnir til að meta hver leigan ætti að vera og að hún hafi hækkað í krónum, m.a. vegna þess að leigan er vísitölutryggð.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, ritar undir leigusamning vegna Hlemms Mathallar áður en framkvæmdir hófust.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, ritar undir leigusamning vegna Hlemms Mathallar áður en framkvæmdir hófust.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg segir að aug­lýst hafi verið erftir sam­starfað­ilum um rekstur Mat­hallar við Hlemm á sínum tíma og að fjögur teymi hafi sent inn hug­mynd­ir. Teymi frá Sjáv­ar­kla­s­anum hafi fengið hæstu ein­kunn eftir mat á þeim hug­myndum og því hafi verið samið við það um rekstur Hlemms.

Í tengslum við samn­inga sem gerðir voru við Sjáv­ar­kla­s­ann um þróun og rekstur Mat­hall­ar­innar hafi þrír lög­giltir fast­eigna­salar verið fengnir til að leggja mat á útleigu­verið fast­eign­ar­innar við Hlemm. Í til­kynn­ingu frá borg­inni segir að með því að byggja á mati þess­arra þriggja fast­eigna­sala, sem allir höfðu að sögn borg­ar­innar mikla þekk­ingu á fast­eigna­mark­aði atvinnu­hús­næðis í borg­inni, „var tryggt að húsið væri leigt út á mark­aðs­kjör­u­m.­Leigu­verðið tók þar mið af stöðu atvinnu­hús­næðis á svæð­inu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eign­ina.“

Húsa­leigan hafi í kvölfarið verið ákvörðuð 1.012.000 krónur í leigu­samn­ingi sem skrifað var undir í febr­úar 2016. Rúmu ári síð­ar, 26. maí 2017, var síðan gerður við­auki við samn­ing­inn þar sem leiga var hækkuð vegna þess að Reykja­vík­ur­borg féllst á að greiða raf­stýrðar grindur fyrir bása. Við það hafi leigu­verð hækkað upp í 1.143.179 krónur á mán­uði, og þar sem leigu­verðið er tryggt með vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar er það nú 1.209.254 krónur á mán­uði.

Auglýsing

Gagn­rýnd fyrir að einka­væða hagn­að­inn

Fram­kvæmd borg­ar­innar á útleigu á Hlemmi undir mat­höll hefur verið harð­lega gagn­rýnd und­an­far­ið. Viðar Freyr Guð­munds­son, sem var á lista Mið­flokks­ins fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, skrif­aði til að mynda grein í Kjarn­ann 25. októ­ber þar sem hann fjall­aði um umræður um Hlemm Mat­höll sem farið höfðu fram á borg­ar­stjórn­ar­fundi í vik­unni áður. Þar sagði Viðar m.a.: „Fram kom í umræðum að veit­inga­­menn í Hlemmi Mat­höll njóti ekki þessa lága leig­u­verðs, heldur er einn stór milli­­lið­­ur, Hlemmur Mat­höll ehf. sem leigir áfram hús­næðið til allra hinna og tekur vænt­an­­lega sinn hagnað af því. Maður gæti ímyndað sér að hið áfram­­selda leig­u­verð sé nálægt mark­aðsvirði. Leig­u­­samn­ing­­ur­inn gildir til 10 ára. Þarna er borgin búin að einka­væða allan hagn­að­inn af leig­unn­i.“

DV birti síðan frétt um liðna helgi þar sem kom fram að tvö fyr­ir­tæki í eigu Þórs Sig­fús­son­ar, for­svars­manns Sjáv­ar­kla­sans, væri að hagn­ast vel á leigu á Hlemm Mat­höll og áfram­leigu á öðru hús­næði í eigu borg­ar­inn­ar, þar sem Grandi Mat­höll er stað­sett.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent