Bakkavararbræður lánuðu sjálfum sér til að kaupa eign sem þeir þegar áttu

Félögin sem Ágúst og Lýður Guðmundssynir nýttu til að ferja fjármagn til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hafa verið í umfangsmiklum viðskiptum við hvort annað. Þau viðskipti hafa skilið eftir milljarða í bókfærðan söluhagnað.

bakkavör 3.11.2017
Auglýsing

Bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, oft­ast kenndir við Bakka­vör, seldu hluta­bréf í Bakka­vör Group sem voru í eigu íslensks félags þeirra, Korks Invest, til aflands­fé­lags­ins Alloa Fin­ance Ltd., skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og einnig í þeirra eigu, árið 2015. Kaupin voru fjár­mögnuð með selj­enda­láni upp á 11 millj­arða króna.

Bræð­urnir lán­uðu því sjálfur sér til að kaupa eign sem þeir þegar áttu, og gátu í kjöl­farið bæði bók­fært margra millj­arða króna sölu­hagnað og fært hluta­bréfin frá íslensku félagi og inn í aflands­fé­lag. Frá þessu er greint í nýj­ustu útgáfu Stund­ar­innar sem kom út síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Umrætt félag Alloa Fin­ance hafði áður lánað Korki Invest  fimm millj­arða króna til að kaupa hluta­bréfin á árinu 2012. Korkur Invest hefur ekk­ert greitt af því láni og gjald­fallnar afborg­anir eru nú um 1,2 millj­arðar króna.

Misstu yfir­ráð

Um er að ræða fléttu sem á sér rætur í því að bræð­urnir vildu, og náðu, aftur yfir­ráðum yfir Bakka­vör, fyr­ir­tækis sem þeir stofn­uðu á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þeir misstu yfir­ráð yfir því eftir banka­hrunið yfir til helstu kröfu­hafa.

Auglýsing
Það gerð­ist fyrst með nauða­samn­ingi sem gerður var í upp­hafi árs 2010. Í honum fólst að kröfu­haf­ar, að mestu leyti Arion banki og skulda­bréfa­eig­endur á borð við íslenska líf­eyr­is­sjóði, tóku yfir Bakka­vör en bræðr­unum var gefið tæki­færi til að greiða kröfu­höf­unum til baka fyrir mitt ár 2014. Gengi það eftir myndu bræð­urnir fá 25 pró­senta eign­ar­hlut í Bakka­vör.

Í upp­hafi árs 2012 var orðið aug­ljóst að for­sendur nauða­samn­ing­anna myndu ekki halda og á aðal­fundi Bakka­varar Group í maí sama ár var sam­þykkt að breyta kröfum kröfu­hafa Bakka­varar Group í hlutafé í breska rekstr­ar­fé­lagi sam­stæð­unn­ar, íslenska Bakka­vör Group yrði slitið og bræð­urnir myndu fá að kaupa fjórð­ungs­hlut í breska félag­inu og hlut­hafa­sam­komu­lag sem tryggði þeim meiri­hluta stjórn­ar­manna í Bakka­vör, sem gert hafði verið í aðdrag­anda nauða­samn­inga árið 2010, yrði fellt úr gildi.

Fjórð­ungs­hlut­inn fengu bræð­urnir að kaupa á fjóra millj­arða króna.

Náðu þeim aftur

Í kjöl­far aðal­fund­ar­ins fóru bræð­urnir á fullt í að kaupa hlutafé ann­arra hlut­hafa. Þeir virt­ust vera með mikið fé á milli hand­anna og fyrir lá að ekki var um að ræða lánsfé frá fjár­mála­stofn­un­um. Flestir töldu að þarna væru um að ræða það fé sem hol­lenskt félag þeirra, Bakka­bra­edur Hold­ings B.V., sem hélt á eign­ar­hlutum þeirra í Existu og Bakka­vör fyrir hrun, hafði greitt þeim í arð­greiðslur á upp­gangs­ár­un­um. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arð­greiðslur allra félaga í eigu Íslend­inga á þessum tíma. Alls fékk félagið tæpa níu millj­arða króna í arð­greiðslur á árunum 2005 til 2007.

Ágúst og Lýður nýttu sér leið sem Seðla­banki Íslands hafði sett upp til að koma þessu fé aftur til Íslands. Leiðin kall­að­ist fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans og virk­aði þannig að þeir sem áttu fjár­muni utan íslenskrar efna­hags­lög­sögu var boðið að koma með þá pen­inga hingað til lands og skipta þeim í íslenskar krónur með allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu. Þeir sem áttu krón­urn­ar, óþol­in­móðir aflandskrónu­eig­end­ur, þurftu að bera tapið af þessum  við­skiptum en Seðla­banki Íslands var í hlut­verki milli­göngu­að­ila. Með þessu gátu t.d. Íslend­ingar sem höfðu komið fjár­munum undan fyrir hrun leyst út allt að 50 pró­sent geng­is­hagn­að, fengið áður­nefnda virð­is­aukn­ingu í boði Seðla­banka Íslands og nýtt fjár­mun­ina í að kaupa eignir á Íslandi á bruna­út­sölu.

Auglýsing
Auk þess gátu þeir fengið heil­brigð­is­vott­orð á fjár­muni sem mögu­lega hafði verið komið undan skatti eða haldið frá rétt­mætum kröfu­höf­um, en Kjarn­inn hefur greint frá því að nær ekk­ert eft­ir­lit var til staðar með því hvort að þeir sem færðu fjár­muni til lands­ins með þessum hætti væru að stunda pen­inga­þvætti.

Á meðal rík­ustu manna Bret­lands

Bakka­var­ar­bræður not­uðu tvö félög í þessum til­gangi, ann­ars vegar aflands­fé­lagið Alloa Fin­ance og hins vegar íslenska félagið Kork Invest. Fyr­ir­komu­lagið var þannig að Alloa Fin­ance átti Kork Invest og lán­aði því síð­ar­nefnd fimm millj­arða króna. Korkur hefur aldrei greitt af því láni en not­aði það til að kaupa hluti í Bakka­vör Group af íslenskum aðil­um.

Á árinu 2015 lán­aði Korkur Invest síðan móð­ur­fé­lagi sínu, Alloa Fin­ance, alls 11 millj­arða króna til þess að kaupa hluta­bréfin af sér. Í Stund­inni er vitnað í árs­reikn­ing Korks Invest fyrir árið 2015 þar sem segir að „Þann 30. nóv­em­ber 2015 seldi félagið alla hluti sína í Bakka­vör Group Ltd fyrir 11 millj­arða kr. Tekju­færður sölu­hagn­aður af við­skipt­unum er færður í rekstr­ar­reikn­ing félags­ins að fjár­hæð 7,3 millj­arða kr., kaup­andi var Alloa Fin­ance Ltd., móð­ur­fé­lag Korks Invest ehf. Sölu­verð nam GBP 55.424.594 og var sölu­and­virði greitt með láni frá selj­anda. Lánið ber 5% vexti sem eru reikn­aðir skv. 30/360 daga reikni­reglu, gjald­dagi láns­ins er 1. des­em­ber 2020 en lán­taka er heim­ilt að greiða lánið fyrir gjald­daga.“

Ágúst og Lýður náðu á end­anum fullum yfir­ráðum yfir Bakka­vör Group að nýju. Síðan þá hefur virði fyr­ir­tæk­is­ins marg­fald­ast og eignir þeirra voru metnar á 700 millj­ónir punda, um 111 millj­arða króna, um síð­ustu ára­mót. Það skil­aði þeim í 197. sæti yfir rík­ustu íbúa Bret­lands, sam­kvæmt árlegum lista Sunday Times.

Í nýrri bók, Kaupt­hink­ing - Bank­inn sem átti sig sjálf­ur, kemur fram að íslensk yfir­völd telja bræð­urna hafa verið end­an­lega eig­endur félags­­ins Dek­hill Advis­ors Limited, aflands­­fé­lags skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju, sem hagn­að­ist um 5,8 millj­arða króna á núvirði á fléttu sem ofin var í kringum kaupin á Bún­að­ar­bank­anum í jan­úar 2003. Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar