Svíþjóð: Ný stjórn í fæðingu – eða nýjar kosningar

Kosið var til þings í Svíþjóð 9. september. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn úr þeim niðurstöðu þeirra. Af hverju er það? Hvað veldur því að Svíar geta ekki „hugsað út fyrir boxið“?

Svíþjóð kosningar
Auglýsing

Mörgum Íslend­ingum þykir stjórn­ar­kreppan í Sví­þjóð bein­línis furðu­leg. Við eigum erfitt með að skilja að sænskir stjórn­mála­menn skuli ekki bara geta „hugsað aðeins út fyrir box­ið“, talað sig saman og myndað stjórn. Þótt stjórnin sem nú ræður á Íslandi hafi þótt ólík­leg fyrir kosn­ing­ar, er eng­inn til­tak­an­lega hneyksl­aður á því að flokk­arnir yst til hægri og vinstri hafi fundið leið til að vinna sam­an. Af hverju er þetta ekki alveg eins hægt í Sví­þjóð? Af hverju sitja Svíar svona pikk­fastir í blokkapóli­tík­inni?Jón Daníelsson.

Svarið er vissu­lega að hluta til að finna í blokkapóli­tík­inni og þeirri hefð sem ríkt hefur óslitið í sex­tíu og fimm ár. Svo langur tími er nefni­lega lið­inn síðan síð­ustu sam­steypu­stjórn yfir miðj­una var slitið árið 1957. Tage Erlander var þá for­sæt­is­ráð­herra og með Sós­í­alde­mókrötum í stjórn var Bondeför­bundet undir for­ystu Gunn­ars Hedlund, sem klauf stjórn­ina 1957 og sama ár var nafni flokks­ins breytt í Center­partiet eða „Mið­flokk­ur­inn“. Þeim flokki stýrir nú Annie Lööf.

Alla tíð síðan hafa póli­tísku blokk­irnar verið tvær og nokkuð skýrt afmark­að­ar. Frá því er þó ein skýr und­an­tekn­ing, því á árunum 1995-1998 studdi Center­partiet rík­is­stjórn Sós­í­alde­mókrata. Þess ber þó að geta að Center­partiet er almennt talið hafa færst tals­vert til hægri frá þessum tíma, fyrst þegar Maud Olofs­son leiddi flokk­inn inn í Alli­an­sen og síðan hefur Annie Lööf hall­ast enn frekar í sömu átt.

Erfitt að svíkja gefin lof­orð

Blokkapóli­tíkin er þó alls ekki eina ástæðan fyrir því hve treg­lega gengur að mynda stjórn í Sví­þjóð. Þótt vel megi tína til fleiri sam­verk­andi ástæður má hik­laust full­yrða að orð­heldni stjórn­mála­leið­toga vegi hér mjög þungt. „Kúlt­úr­inn“ (hvort sem menn vilja kalla hann menn­ingu eða hefð) er tals­vert öðru­vísi þar en hér. Ráð­herrar neyð­ast vafn­inga­laust til að segja af sér eftir víxl­spor, sem hér þættu varla frétt­næm nema kannski daglangt og flokks­leið­togi sem hefur gefið yfir­lýs­ingu fyrir kosn­ing­ar, á afar erfitt með að víkja frá henni eftir kosn­ing­ar.

Auglýsing
Leiðtogar frjáls­lyndu flokk­anna tveggja, Center­partiet og Liberal­erna, þau Annie Lööf og Jan Björk­lund, gáfu afdrátt­ar­laust til kynna að þau myndu hvorki starfa með Sví­þjóð­ar­demókrötum né Vinstri­flokknum eftir kosn­ingar og gengu reyndar lengra, því þau aftóku líka með öllu að styðja rík­is­stjórn, sem þyrfti stuðn­ing ann­ars hvors þess­ara flokka. Ofan á allt saman kváð­ust þau heldur ekki myndu styðja stjórn undir for­sæti Sós­í­alde­mókrata.

Íslenskir flokks­for­ingjar lenda ekki í slíkri klemmu. Flokk­arnir „ganga óbundnir til kosn­inga“ segja menn hér. Það væri alger­lega óhugs­andi í Sví­þjóð, þar sem bæði þykir sjálf­sagt og eðli­legt að kjós­endur hafi skýra val­kosti.

Sví­þjóð­ar­demókratar

Til­koma Sví­þjóð­ar­demókrata gjör­breytti hinu póli­tíska lands­lagi. Rætur flokks­ins liggja m.a. í nýnas­ista­sam­tökum og hann fer ekki í felur með kyn­þátta- og þjóð­ern­is­hyggju sína. Flokk­ur­inn á sér þannig ekk­ert ósvip­aðar rætur og Dansk fol­ke­parti í Dan­mörku eða Fremskrids­partiet í Nor­egi. Þeir flokkar eru hins vegar fyrir löngu orðnir full­gildir þátt­tak­endur í stjórn­mál­unum og engum dettur í hug að úti­loka þá frá áhrifum af prinsipp­á­stæð­um, eins og gert hefur verið í Sví­þjóð.

Að öllum lík­indum má gera ráð fyrir að þró­unin verði á end­anum svipuð í Sví­þjóð, en til þess þarf senni­lega lengri tíma en enn hefur gef­ist. Sví­þjóð­ar­demókratar náðu ekki inn á þing fyrr en 2010, en hafa síðan vaxið mjög hratt. Segja má að þeim hafi hrein­lega ekki unn­ist tími til að snurfusa og mýkja ásýnd sína á sama hátt og gerst hefur í Dan­mörku og Nor­egi og á sama hátt hefur hvorki almenn­ingi né stjórn­mála­mönnum unn­ist tími til að sætta sig við þessa bylt­ingu á stjórn­mála­svið­inu.

Hinn hraði vöxtur Sví­þjóð­ar­demókrata stafar að hluta til af vax­andi and­stöðu við straum inn­flytj­enda, ekki síst eftir flótta­manna­bylgj­una 2015. En sú and­lits­lyft­ing sem Jimmy Åkeson gerði á flokknum 2011 hafði trú­lega engu minni áhrif. Sví­þjóð­ar­demókratar skil­greina sig nú ekki sem flokk þjóð­ern­is­sinna heldur sem „íhalds­saman félags­hyggju­flokk á þjóð­legum grunn­i“. Hug­takið „soci­alconservati­vism“ er sótt aftur á 19. öld og felur sér við­ur­kenn­ingu íhalds­manna á skyldu sam­fé­lags­ins til að sjá öllum fyrir við­un­andi lífs­við­ur­væri.

Það er ekki síst á þessum grund­velli sem Sví­þjóð­ar­demókratar hafa sótt mik­inn fjölda kjós­enda til Sós­í­alde­mókrata og viss áhersla á vel­ferð­ar­sam­fé­lagið er nokkuð áber­andi í mál­flutn­ingi þeirra. Sé litið til kosn­inga­úr­slita virð­ist einmitt sem Sós­í­alde­mókratar hafi tapað einna mestu fylgi til þessa nýja flokks. Síð­ast en ekki síst ber svo að geta þess að Sví­þjóð­ar­demókratar hafa sópað til sín óánægju­fylgi fjöl­margra kjós­enda, sem ekki bera lengur traust til stjórn­mála­manna og vilja bara fá „eitt­hvað nýtt“.

En þrátt fyrir vissar félags­legar áherslur standa Sví­þjóð­ar­demókratar ákveðið hægra megin á lang­flestum svið­um. Það er helst afstaða þeirra til aldr­aðra og öryrkja sem gæti skipað þeim til vinstri og þeir leggja vel að merkja ekki áherslu á lækkun skatta. En meðan þeim er haldið alveg áhrifa­lausum reynir auð­vitað ekki á mögu­legan mun á orðum og athöfn­um.

Des­em­ber­sam­komu­lagið

Í kosn­ing­unum 2014 fengu Sví­þjóð­ar­demókratar nærri 13% atkvæða og nógu marga þing­menn til þess að hvorug blokkin hafði meiri­hluta án stuðn­ings þeirra. Eng­inn hinna flokk­anna tók þó í mál að starfa með þeim. Fjór­flokka­banda­lagið Alli­an­sen, sem flokk­arnir í bláu blokk­inni mynd­uðu form­lega fyrir kosn­ing­arnar 2006 og setið hafði að völdum í tvö kjör­tíma­bil, fékk nú færri þing­menn en rauð­græna blokkin og hinn nýi leið­togi Sós­í­alde­mókrata, Stefan Löf­ven, var kos­inn for­sæt­is­ráð­herra. Þing­menn borg­ara­flokk­anna sátu hjá við atkvæða­greiðsl­una og Sví­þjóð­ar­demókratar voru því áhrifa­lausir þótt þeir greiddu atkvæði á móti.Hraður vöxtur Svíþjóðardemókrata, undir stjórn Jimmy Åkesson, hefur spilað stórt hlutverk í að skapa þá stöðu sem er uppi í sænskum stjórnmálum. MYND/EPA

En í des­em­ber hitn­aði í kol­un­um. Alli­ans­flokk­arnir lögðu fram sam­eig­in­legt fjár­laga­frum­varp gegn frum­varpi stjórn­ar­innar  og fengu það sam­þykkt með til­styrk Sví­þjóð­ar­demókrata. Stefan Löf­ven hugð­ist taf­ar­laust boða til nýrra kosn­inga, en úr því varð ekki, heldur var gert sam­komu­lag, sem átti að tryggja áhrifa­leysi Sví­þjóð­ar­demókrata. Sú blokk, sem hafði fleiri þing­menn, skyldi fá kjör­inn for­sæt­is­ráð­herra og hlut­leysi í atkvæða­greiðslu um fjár­laga­frum­varp sitt. Þessu sam­komu­lagi var ætlað að standa til kosn­inga 2022 eða í tvö kjör­tíma­bil.

Sam­komu­lagið varð ekki lang­líft. Flokks­þing Krist­demokra­terna hafn­aði því í októ­ber 2015 og Anna Kin­berg Batra, nýr leið­togi Modera­terna, gekk skref­inu lengra og gaf þeirri hug­mynd undir fót­inn síðla árs 2016 að vinna með Sví­þjóð­ar­demókrötum í þeim mál­um, þar sem flokk­arnir ættu sam­leið, ásamt því að fella stjórn Löf­vens með stuðn­ingi Sví­þjóð­ar­demókrata. Svo langt voru flokks­fé­lagar hennar ekki til­búnir að ganga og haustið 2017 sagði Kin­berg Batra af sér for­mennsku og Ulf Kristers­son tók við.

Des­em­ber­sam­komu­lagið var engu að síður virt út kjör­tíma­bilið og frjáls­lyndu flokk­arn­ir, C og L, höfn­uðu því aldrei form­lega. Það gerðu rauð­grænu flokk­arnir ekki heldur og þess vegna má gera ráð fyrir að Stefan Löf­ven hefði vikið kurt­eis­lega fyrir nýrri Alli­ans­stjórn og veitt henni sam­svar­andi hlut­leysi, ef bláa blokkin hefði orðið stærri en sú rauða.

Lok lok og læs

Þessi  til­gáta getur líka skýrt yfir­lýs­inga­gleði flokks­leið­toga C og L fyrir kosn­ing­ar. Fylgi Sóí­alde­mókrata í kosn­ing­unum í sept­em­ber kom nokkuð á óvart og varð tals­vert meira en kann­anir höfðu sýnt. Þegar upp var staðið fékk sitj­andi stjórn einu þing­sæti meira en Alli­ans­flokk­arn­ir. Um leið sátu Annie Lööf og Jan Björk­lund pikk­föst í þeim læs­ingum sem hingað til hafa alveg komið í veg fyrir myndun nýrrar stjórn­ar.

Auglýsing
Ulf Kristers­son hefur stigið gæti­lega til jarðar afstöð­unni til Sví­þjóða­demókrata. Hann hefur aldrei bein­línis ljáð máls á beinu sam­starfi, en á hinn bóg­inn ekki heldur afneitað stuðn­ingi þeirra. Í þessu efni hefur Ebba Busch Thor, sem tók við for­ystu Krist­demokra­terna 2015, verið honum alveg sam­stiga. Þau tvö úti­lok­uðu aldrei ótví­rætt í kosn­inga­bar­átt­unni að þiggja stuðn­ing Sví­þjóð­ar­demókrata í ein­hverju formi, þótt þau héldu sig við þá afstöðu að beint sam­starf kæmi ekki til greina. Hvor­ugt þeirra var í for­manns­stöðu 2014 og það kann að hafa auð­veldað þeim að mýkja afstöð­una að þessu leyti.

Um Center­partiet og Liberal­erna gildir allt öðru máli. Annie Lööf og Jan Björk­lund voru bæði for­menn flokka sinna fyrir síð­ustu kosn­ingar og til við­bótar eru kjós­endur þess­ara flokka stórum mun and­snún­ari Sví­þjóð­ar­demókrötum en kjós­endur hinna Alli­ans­flokk­anna tveggja. Lööf og Björk­lund hvik­uðu aldrei frá því í kosn­inga­bar­átt­unni að úti­loka alger­lega allt sam­starf við Sví­þjóð­ar­demókrata, þar með talið að sætta sig við stuðn­ing þeirra. Þetta hefur í reynd úti­lokað nýja Alli­ans­stjórn og til vinstri hafa Lööf og Björk­lund neitað að sætta sig við Löf­ven sem for­sæt­is­ráð­herra.

Tím­inn vinnur gegn læs­ingum

Nú hefur þing­for­set­inn, Andr­eas Nor­lén, lýst því yfir að hann muni leggja fram form­lega til­lögu um Stefan Löf­ven sem for­sæt­is­ráð­herra mánu­dag­inn 3. des­em­ber og að kosið verði 5. des­em­ber, nema Löf­ven biðji um frest. Í raun jafn­gildir þetta því að fela Löf­ven stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð í annað sinn, en þó með nokkru strang­ari tíma­mörk­um.

Mögu­leik­inn á slíkri stjórn­ar­myndun er aðeins einn, sem sé sam­steypu­stjórn Sós­í­alde­mókrata og C-L-­flokk­anna með þát­töku eða stuðn­ingi Umhverf­is­flokks­ins (MP). Það er ekki alveg óhugs­andi að þessi langi frestur sé til vitnis um að slíkar þreif­ingar séu þegar byrj­að­ar. Bæði Lööf og Björk­lund hafa forð­ast fjöl­miðla eftir þessa nýju yfir­lýs­ingu þing­for­set­ans og það bendir ákveðið til að slík stjórn sé nú í kort­un­um.

Alli­ans­banda­lagið er klofið í herðar niður eftir til­raun Ulfs Kristers­son til að mynda minni­hluta­stjórn með KD og stuðn­ingi hinna Alli­ans­flokk­anna tveggja og ein­hvers konar „óvirk­um“ stuðn­ingi Sví­þjóð­ar­demókrata. Annie Lööf og Jan Björk­lund hafa þess vegna örlítið frjáls­ari hendur en áður. Að auki eru tveir og hálfur mán­uður frá kosn­ingum og óþol­in­mæði almenn­ings fer vax­andi og svo langur tími auð­veldar þeim að opna glufu yfir miðj­una.

Ekki sopið kálið

Bæði Lööf og Björk­lund þurfa að kalla saman flokks­ráð og fá sam­þykki fyrir slíkri kúvend­ingu. Annie Lööf er alger­lega óum­deildur leið­togi í sínum flokki og sænskir frétta­skýrendur eru á einu máli um að flokks­menn fylgi henni hik­laust. Um Jan Björk­lund gildir öðru máli. Staða hans þykir bein­línis veik og fari svo að flokks­ráðið hafni sam­starfi til vinstri, gerir það Annie Lööf mjög erfitt fyr­ir. Sam­starfið yfir miðj­una bygg­ist að stórum hluta á því að flokk­arnir tveir standi sam­an.

Það er einmitt flokkur Björk­lunds hefur einna mest að ótt­ast ef boðað verður til nýrra kosn­inga og gæti jafn­vel þurrkast út af þingi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un­um. En reyndar hefur eng­inn áhuga á nýjum kosn­ing­um, nema helst Sví­þjóð­ar­demókrat­ar, sem trú­lega myndu enn bæta við sig. Í borg­ara­flokk­unum fjórum dregur það enn úr kosn­inga­á­hug­anum að kann­anir benda til að rauð­græna blokkin fái nú tals­vert meira fylgi en sú bláa.

Auglýsing
En jafn­vel þótt báðir þessir flokkar reyn­ist til í tusk­ið, er málið ekki þar með afgreitt. Stefan Löf­ven hefur vissu­lega biðlað til þeirra allt frá kosn­ing­unum 2014, en í samn­inga­við­ræðum þarf að gefa eft­ir. Bæði Center­partiet og Liberal­erna eru tals­vert hægra megin við miðj­una og Sós­í­alde­mókratar kynnu að þurfa að fall­ast á skatta­lækk­an­ir, lög­fest­ingu lægri launa við nýráðn­ingar ásamt því að leyfa ótak­mark­aðar arð­greiðslur einka­fyr­ir­tækja í grunn­þjón­ustu. Hið síð­ast­talda er mikið hita­mál og trú­lega óger­legt fyrir Löf­ven að gefa það alveg eft­ir.

Þess má líka geta að flokk­arnir þurfa að semja um stefnu í inn­flytj­enda­mál­um. Þar eru það Sós­í­alde­mókratar sem tóku upp upp harð­ari stefnu vegna mik­ils atkvæða­flótta til SD, en hinir þrír flokk­arnir sem nú gætu verið á leið í stjórn­ar­mynd­una­við­ræður (MP, C og L) vilja hins vegar afnema tak­mark­an­ir, sem settar voru 2016. Það er líka langt milli flokk­anna á fleiri sviðum og fjarri því að hægt sé að gefa sér að samn­ingar náist. Tak­ist það ekki eru nýjar kosn­ingar vænt­an­lega óum­flýj­an­leg­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar