Lánveitingarheimild til Íslandspósts dregin til baka

Lánveitingarheimild til Íslandspósts var felld út úr breytingartillögum til fjárlaga í gær en meirihluti fjárlaganefndar hafði lagt til að veita Íslandspósti 1.500 milljón króna lán. Fjárlaganefnd vill skoða málið betur fyrir þriðju umræðu fjárlaga.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Lán­veit­ing­ar­heim­ild til Íslands­pósts var felld út úr breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar en ann­ari um­ræðu um fjár­laga­frum­varp næsta árs lauk í gær. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heim­ild rík­is­sjóðs til að lána Íslands­póst 1,5 millj­arða króna en sú breyt­ing­ar­til­laga var dregin til baka áður en greitt voru atkvæði um mál­ið. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

­Meiri­hlut­i fjár­laga­nefnd­ar hafði lagt til að hækkað yrði lán rík­is­ins til Íslands­póst um einn millj­arð króna en fyr­ir­tækið hafði þegar fengið vil­yrði fyrir láni upp á 500 millj­ón­ir. Lánið átti að hjálpa Íslands­pósti að mæta lausa­fjár­vanda félags­ins en ekki lá fyrir um hvort að það sé eina orsök ­rekstr­ar­vanda­fé­lags­ins. Sú breyt­ing­ar­til­laga var hins vegar dregin til baka.

Íslands­­­póstur tap­aði 161,2 millj­­ónum króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2018. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá sama tíma­bili í fyrra þegar fyr­ir­tækið skil­aði 99,1 milljón króna hagn­aði. Sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins reiknar Íslands­­­póstur með því að tekjur sínar muni drag­­ast saman um hátt í 400 millj­­ónir króna á árinu 2018 vegna fækk­­unar á bréfa­send­ing­um. Í til­­kynn­ingu frá Íslands­­­pósti í ágúst vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins segir að stjórn­­endur fyr­ir­tæk­is­ins vinni nú að því „í sam­vinnu við stjórn­­völd að leita leiða til að tryggja fjár­­­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­­send­­um. Nauð­­syn­­legt er að nið­­ur­­staða liggi fyrir í þeim efnum á næstu mán­uð­u­m.“

Auglýsing

Fjár­laga­nefnd vill skoða málið betur

Páll Magnússon„Meiri­hluti fjár­laga­nefndar tók þá ákvörðun í [gær­morg­un] að draga breyt­ing­ar­til­lög­una til baka og skoða málið bet­ur. Það er til skoð­unar hvort ein­hver frek­ari skil­yrði verði sett fyrir þess­ari heim­ild til lán­veit­ing­ar. Þá kæmi breytt breyt­ing­ar­til­laga inn á milli ann­arrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frek­ari skýr­ingum áður en þessi heim­ild yrði veitt,“ segir Páll Magn­ús­son, nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp, sem er nú til með­ferðar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, til nýrrar heild­ar­lög­gjafar um póst­þjón­ustu. Þar stendur meðal ann­ars til að afnema einka­rétt Ís­lands­póst á almennum bréf­um. Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að það frum­varp spili rullu í mál­inu auk þess að mik­illi óvissu sé háð hvort Íslands­póst­ur ­geti með nokkru móti end­ur­greitt lán­ið. Fjár­lög fara nú fyrir fjár­laga­nefnd áður en þriðja umræða um það hefst.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent