Lánveitingarheimild til Íslandspósts dregin til baka

Lánveitingarheimild til Íslandspósts var felld út úr breytingartillögum til fjárlaga í gær en meirihluti fjárlaganefndar hafði lagt til að veita Íslandspósti 1.500 milljón króna lán. Fjárlaganefnd vill skoða málið betur fyrir þriðju umræðu fjárlaga.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Lán­veit­ing­ar­heim­ild til Íslands­pósts var felld út úr breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar en ann­ari um­ræðu um fjár­laga­frum­varp næsta árs lauk í gær. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heim­ild rík­is­sjóðs til að lána Íslands­póst 1,5 millj­arða króna en sú breyt­ing­ar­til­laga var dregin til baka áður en greitt voru atkvæði um mál­ið. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

­Meiri­hlut­i fjár­laga­nefnd­ar hafði lagt til að hækkað yrði lán rík­is­ins til Íslands­póst um einn millj­arð króna en fyr­ir­tækið hafði þegar fengið vil­yrði fyrir láni upp á 500 millj­ón­ir. Lánið átti að hjálpa Íslands­pósti að mæta lausa­fjár­vanda félags­ins en ekki lá fyrir um hvort að það sé eina orsök ­rekstr­ar­vanda­fé­lags­ins. Sú breyt­ing­ar­til­laga var hins vegar dregin til baka.

Íslands­­­póstur tap­aði 161,2 millj­­ónum króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2018. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá sama tíma­bili í fyrra þegar fyr­ir­tækið skil­aði 99,1 milljón króna hagn­aði. Sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins reiknar Íslands­­­póstur með því að tekjur sínar muni drag­­ast saman um hátt í 400 millj­­ónir króna á árinu 2018 vegna fækk­­unar á bréfa­send­ing­um. Í til­­kynn­ingu frá Íslands­­­pósti í ágúst vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins segir að stjórn­­endur fyr­ir­tæk­is­ins vinni nú að því „í sam­vinnu við stjórn­­völd að leita leiða til að tryggja fjár­­­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­­send­­um. Nauð­­syn­­legt er að nið­­ur­­staða liggi fyrir í þeim efnum á næstu mán­uð­u­m.“

Auglýsing

Fjár­laga­nefnd vill skoða málið betur

Páll Magnússon„Meiri­hluti fjár­laga­nefndar tók þá ákvörðun í [gær­morg­un] að draga breyt­ing­ar­til­lög­una til baka og skoða málið bet­ur. Það er til skoð­unar hvort ein­hver frek­ari skil­yrði verði sett fyrir þess­ari heim­ild til lán­veit­ing­ar. Þá kæmi breytt breyt­ing­ar­til­laga inn á milli ann­arrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frek­ari skýr­ingum áður en þessi heim­ild yrði veitt,“ segir Páll Magn­ús­son, nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp, sem er nú til með­ferðar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, til nýrrar heild­ar­lög­gjafar um póst­þjón­ustu. Þar stendur meðal ann­ars til að afnema einka­rétt Ís­lands­póst á almennum bréf­um. Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að það frum­varp spili rullu í mál­inu auk þess að mik­illi óvissu sé háð hvort Íslands­póst­ur ­geti með nokkru móti end­ur­greitt lán­ið. Fjár­lög fara nú fyrir fjár­laga­nefnd áður en þriðja umræða um það hefst.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent