Lánveitingarheimild til Íslandspósts dregin til baka

Lánveitingarheimild til Íslandspósts var felld út úr breytingartillögum til fjárlaga í gær en meirihluti fjárlaganefndar hafði lagt til að veita Íslandspósti 1.500 milljón króna lán. Fjárlaganefnd vill skoða málið betur fyrir þriðju umræðu fjárlaga.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Lán­veit­ing­ar­heim­ild til Íslands­pósts var felld út úr breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar en ann­ari um­ræðu um fjár­laga­frum­varp næsta árs lauk í gær. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heim­ild rík­is­sjóðs til að lána Íslands­póst 1,5 millj­arða króna en sú breyt­ing­ar­til­laga var dregin til baka áður en greitt voru atkvæði um mál­ið. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

­Meiri­hlut­i fjár­laga­nefnd­ar hafði lagt til að hækkað yrði lán rík­is­ins til Íslands­póst um einn millj­arð króna en fyr­ir­tækið hafði þegar fengið vil­yrði fyrir láni upp á 500 millj­ón­ir. Lánið átti að hjálpa Íslands­pósti að mæta lausa­fjár­vanda félags­ins en ekki lá fyrir um hvort að það sé eina orsök ­rekstr­ar­vanda­fé­lags­ins. Sú breyt­ing­ar­til­laga var hins vegar dregin til baka.

Íslands­­­póstur tap­aði 161,2 millj­­ónum króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2018. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá sama tíma­bili í fyrra þegar fyr­ir­tækið skil­aði 99,1 milljón króna hagn­aði. Sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins reiknar Íslands­­­póstur með því að tekjur sínar muni drag­­ast saman um hátt í 400 millj­­ónir króna á árinu 2018 vegna fækk­­unar á bréfa­send­ing­um. Í til­­kynn­ingu frá Íslands­­­pósti í ágúst vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins segir að stjórn­­endur fyr­ir­tæk­is­ins vinni nú að því „í sam­vinnu við stjórn­­völd að leita leiða til að tryggja fjár­­­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­­send­­um. Nauð­­syn­­legt er að nið­­ur­­staða liggi fyrir í þeim efnum á næstu mán­uð­u­m.“

Auglýsing

Fjár­laga­nefnd vill skoða málið betur

Páll Magnússon„Meiri­hluti fjár­laga­nefndar tók þá ákvörðun í [gær­morg­un] að draga breyt­ing­ar­til­lög­una til baka og skoða málið bet­ur. Það er til skoð­unar hvort ein­hver frek­ari skil­yrði verði sett fyrir þess­ari heim­ild til lán­veit­ing­ar. Þá kæmi breytt breyt­ing­ar­til­laga inn á milli ann­arrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frek­ari skýr­ingum áður en þessi heim­ild yrði veitt,“ segir Páll Magn­ús­son, nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp, sem er nú til með­ferðar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, til nýrrar heild­ar­lög­gjafar um póst­þjón­ustu. Þar stendur meðal ann­ars til að afnema einka­rétt Ís­lands­póst á almennum bréf­um. Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að það frum­varp spili rullu í mál­inu auk þess að mik­illi óvissu sé háð hvort Íslands­póst­ur ­geti með nokkru móti end­ur­greitt lán­ið. Fjár­lög fara nú fyrir fjár­laga­nefnd áður en þriðja umræða um það hefst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent