Lánveitingarheimild til Íslandspósts dregin til baka

Lánveitingarheimild til Íslandspósts var felld út úr breytingartillögum til fjárlaga í gær en meirihluti fjárlaganefndar hafði lagt til að veita Íslandspósti 1.500 milljón króna lán. Fjárlaganefnd vill skoða málið betur fyrir þriðju umræðu fjárlaga.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Lán­veit­ing­ar­heim­ild til Íslands­pósts var felld út úr breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar en ann­ari um­ræðu um fjár­laga­frum­varp næsta árs lauk í gær. Til stóð að greidd yrðu atkvæði um heim­ild rík­is­sjóðs til að lána Íslands­póst 1,5 millj­arða króna en sú breyt­ing­ar­til­laga var dregin til baka áður en greitt voru atkvæði um mál­ið. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

­Meiri­hlut­i fjár­laga­nefnd­ar hafði lagt til að hækkað yrði lán rík­is­ins til Íslands­póst um einn millj­arð króna en fyr­ir­tækið hafði þegar fengið vil­yrði fyrir láni upp á 500 millj­ón­ir. Lánið átti að hjálpa Íslands­pósti að mæta lausa­fjár­vanda félags­ins en ekki lá fyrir um hvort að það sé eina orsök ­rekstr­ar­vanda­fé­lags­ins. Sú breyt­ing­ar­til­laga var hins vegar dregin til baka.

Íslands­­­póstur tap­aði 161,2 millj­­ónum króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2018. Það er mik­ill við­­snún­­ingur frá sama tíma­bili í fyrra þegar fyr­ir­tækið skil­aði 99,1 milljón króna hagn­aði. Sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri félags­ins reiknar Íslands­­­póstur með því að tekjur sínar muni drag­­ast saman um hátt í 400 millj­­ónir króna á árinu 2018 vegna fækk­­unar á bréfa­send­ing­um. Í til­­kynn­ingu frá Íslands­­­pósti í ágúst vegna afkomu fyr­ir­tæk­is­ins á fyrstu sex mán­uðum árs­ins segir að stjórn­­endur fyr­ir­tæk­is­ins vinni nú að því „í sam­vinnu við stjórn­­völd að leita leiða til að tryggja fjár­­­mögnun alþjón­ust­unnar og laga hana að breyttum for­­send­­um. Nauð­­syn­­legt er að nið­­ur­­staða liggi fyrir í þeim efnum á næstu mán­uð­u­m.“

Auglýsing

Fjár­laga­nefnd vill skoða málið betur

Páll Magnússon„Meiri­hluti fjár­laga­nefndar tók þá ákvörðun í [gær­morg­un] að draga breyt­ing­ar­til­lög­una til baka og skoða málið bet­ur. Það er til skoð­unar hvort ein­hver frek­ari skil­yrði verði sett fyrir þess­ari heim­ild til lán­veit­ing­ar. Þá kæmi breytt breyt­ing­ar­til­laga inn á milli ann­arrar og þriðju umræðu. Nefndin vildi skoða málið betur og kalla eftir frek­ari skýr­ingum áður en þessi heim­ild yrði veitt,“ segir Páll Magn­ús­son, nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Á Alþingi liggur fyrir frum­varp, sem er nú til með­ferðar í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, til nýrrar heild­ar­lög­gjafar um póst­þjón­ustu. Þar stendur meðal ann­ars til að afnema einka­rétt Ís­lands­póst á almennum bréf­um. Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að það frum­varp spili rullu í mál­inu auk þess að mik­illi óvissu sé háð hvort Íslands­póst­ur ­geti með nokkru móti end­ur­greitt lán­ið. Fjár­lög fara nú fyrir fjár­laga­nefnd áður en þriðja umræða um það hefst.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent