Peningstefnunefnd rekur gengissig til óvissu um fjármögnun WOW air

Gengi krónunnar hefur veikst töluvert upp á síðkastið. Það var til umfjöllunar á síðasta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands.

WOW air
Auglýsing

Nefnd­ar­menn í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands voru sam­mála um það á fundi sín­um, þegar ákveðið var að hækka vexti úr 4,25 pró­sent í 4,5 pró­sent, að ein ástæðan fyrir tölu­verðri veik­ingu krón­unnar að und­an­förnu, væri óvissa um fjár­mögnun flug­fé­lags­ins WOW air. 

Þetta kemur fram í fund­ar­gerð pen­ings­tefnu­nefnd­ar­innar sem birt var í dag á vef Seðla­banka Íslands.

Allir fund­ar­menn voru sam­mála um hækki ætti vexti, en einn nefnd­ar­maður vildi hækka vexti meira, um 0,5 pró­sent­ur. 

Auglýsing

„Nefndin tók einnig mið af því að gengi krón­unnar hefð­i ­lækkað frá því í ágúst. Nokkur umræða varð um helstu ástæður fyrir því og voru nefnd­ar­menn ­sam­mála um að upp­haf þess­arar lækk­un­ar­hr­inu mætti að nokkru leyti rekja til tíma­bund­inn­ar ó­vissu um fjár­mögnun flug­fé­lags­ins Wow Air í byrjun sept­em­ber sl. Töldu þeir að það gæti hafa sett af stað ákveðið end­ur­mat á stöðu og horfum enda virt­ust þeir þjóð­hags­legu þættir sem höfðu verið meg­in­drif­kraftar geng­is­hækk­unar krón­unnar und­an­farin miss­eri hafa gefið eft­ir. Þar var helst nefnt að við­skipta­kjör hefðu rýrn­að, hægt hefði á útflutn­ings­vexti og útlit væri ­fyrir að hægt hefði á hag­vexti á seinni hluta árs­ins. Á móti var bent á að lægra raun­gengi gæt­i verið jákvætt fyrir rekstur fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu. Gengi krón­unnar gæti einnig verið að ­gefa eftir í kjöl­far mik­illar lækk­unar raun­vaxta að und­an­förnu. Geng­is­sveiflur höfðu aukist und­anfarna mán­uði og kom fram að það gæti tengst laus­ari kjöl­fest­u lang­tíma­verð­bólgu­vænt­inga. Einnig var bent á að órói á fjár­mála­mörk­uðum hér á landi færi ­saman við aukna óvissu á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­u­m,“ segir í fund­ar­gerð­inn­i. 

Eins og fram hefur kom­ið, þá hefur Icelandair keypt WOW air en fyr­ir­vörum vegna kaupanna hefur þó ekki verið aflétt. Hlut­hafa­fundur þarf að sam­þykkja kaup­in, en boðað hefur verið til hans 30. nóv­em­ber næst­kom­andi. Auk þess er Sam­keppn­is­eft­ir­litið með kaupin til athug­un­ar.

Í pen­inga­­stefn­u­­nefnd­inni sitja auk Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra, sem er for­­mað­­ur, Gylfi Zoëga, Katrín Ólafs­dótt­ir, Rann­veig Sig­­urð­­ar­dóttir og Þór­­ar­inn G. Pét­­ur­s­­son.

Banda­ríkja­dalur kostar nú 124 krónur og evran rúm­lega 141 krónu, og hefur krónan veikst um rúm­lega 10 pró­sent gagn­vart þessum tveimur myntum á um tveimur mán­uð­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent