Isavia veitir ekki upplýsingar um vanskil flugfélaga eða tekjur vegna þeirra

Isavia greinir ekki frá því hvernig tekjur félagsins skiptast eftir viðskiptavinum né hvort, og þá hversu mikil, vanskil séu til staðar á lendingargjöldum. Uppbygging Keflavíkurflugvallar er unnin út frá ýmsum sviðsmyndum.

Keflavíkurflugvöllur
Auglýsing

Isa­via veitir ekki upp­lýs­ingar um það hverjar tekjur félags­ins eru af við­skiptum við ein­stök flug­fé­lög. Það veitir heldur ekki upp­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­ar­gjöld sín við Isa­via en tekur fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöldum með hags­muni Isa­via að leið­ar­ljósi.“

Félagið gefur enn fremur ekki upp hversu stór hluti tekna þess er til­komin vegna ein­stakra við­skipta­vina, t.d. Icelandair eða WOW air. Þetta kemur fram í svörum Isa­via við fyr­ir­spurn frá Kjarn­an­um.

Morg­un­blaðið greindi frá því í morgun að WOW air skuld­aði Isa­via um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Þar af er um helm­ingur skuld­ar­innar þegar gjald­fall­inn sam­kvæmt frétt­inni. Í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingi Isa­via kemur fram að við­skipta­skuldir félags­ins hafi hækkað um rúm­lega 1,2 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, hefur síðan sagt í stöðu­upp­færslu á Face­book að frétt Morg­un­blaðs­ins sé röng. WOW air hafi aldrei skulda Isa­via um tvo millj­arða króna.

Isa­via er opin­bert hluta­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins. Félagið ann­­­ast rekstur og upp­­­­­bygg­ingu allra flug­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­um­ferð á íslenska flug­­­­­stjórn­­­­­ar­­­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­­­ur­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern­Sy­stems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­­­stæðan velti 38 millj­­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­­lega fjög­­­urra millj­­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta árs­ins 2018 voru rekstr­ar­tekjur Isa­via um 19 millj­arðar króna sem var um 12 pró­sent meira en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­aður af rekstri eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins var tæp­lega 1,6 millj­arðar króna.

Íslensku flug­fé­lögin glíma við erf­ið­leika

Mikið hefur verið fjallað um stöðu íslensku flug­fé­lag­anna, Icelandair og WOW air, und­an­farnar vik­ur. Þau hafa bæði glímt við erf­ið­leika, þótt þeir séu að sitt­hvorum toga. Icelandair glímir við tap­rekst­ur, meðal ann­ars vegna slakra ákvarð­ana um breyt­ingar á leiða­kerfi og sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins sem teknar voru í fyrra. Þá hefur olíu­verð hækk­að, krónan styrkst og laun hækkað á sama tíma og verð á flug­ferðum hefur ekki þró­ast upp á við með þeim hætti sem búist var við. Icelandair á samt sem áður umtals­vert eigið fé til að takast á við sína stöðu. Það var 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

WOW air á hins vegar afar lítið eigið fé – eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins var komið niður í 4,5 pró­sent í júní – og hefur und­an­farið gert dauða­leit að fjár­festum til að taka þátt í skulda­bréfa­út­boði félags­ins, þar sem stefnt var að ná í að minnsta kosti 50 millj­ónir evra, en allt að 100 millj­ónum evra, eða rúm­lega 13 millj­arða króna. Allar fréttir sem sagðar hafa verið af gangi þess benda til að ferlið hafi verið erf­ið­ara en reiknað var með og að kjörin sem WOW air bjóð­ast væru í öllum sam­an­burði afar há.

Í gær var svo til­kynnt um að WOW air hefði náð að tryggja sér lág­marks­upp­hæð­ina sem það sótt­ist eftir í útboð­inu, 50 millj­ónir dali. Vext­irnir eru níu pró­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti. Áður hafði verið greint frá því að þátt­tak­endur myndu einnig fá 20-25 pró­sent afslátt í hluta­fjár­út­boði WOW air í fram­tíð­inn­i. 

Greint verður frá nið­ur­stöðu útboðs­ins og frek­ari upp­lýs­ingum um stöðu WOW air á þriðju­dag. Við­mæl­endur Kjarn­ans í atvinnu­líf­inu eru þess full­vissir að hlutafé verði einnig aukið þannig að fleiri hlut­hafar komi inn í hlut­hafa­hóp­inn hjá WOW air. Skúli Mog­en­sen er í dag eini eig­andi félags­ins.

Unnið út frá ýmsum sviðs­myndum

Isa­via stendur í miklum fjár­fest­ingum á Kefla­vík­ur­flug­velli, sem byggja á áætl­unum um mikla aukn­ingu á komu ferða­manna til lands­ins, og um völl­inn. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Isa­via þess efnis hvort gert hafi verið ráð fyrir þeirri sviðs­mynd í áætl­unum að annað eða bæði íslensku flug­fé­lög­in, sem bera ábyrgð á að flytja 80-85 pró­sent allra far­þegar til lands­ins sem það heim­sækja, myndu hætta rekstri?

Í svari Isa­via segir að upp­haf­leg áætl­un, sem var gefin út 2015, hafi gert ráð fyrir tíu milljón far­þegum árið 2030. Miðað við spár verði fari hins vegar um tíu millj­ónir far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl í ár, eða tólf árum á undan áætl­un. „Isa­via hefur unnið út frá sviðs­myndum þar sem gert er ráð fyrir hæg­ari og hrað­ari fjölgun far­þega en þess má einnig geta að í spám Isa­via hefur verið gert ráð fyrir veru­legri minni hlut­falls­legri fjölgun far­þega á kom­andi árum. Raunar er það svo að í lang­tíma­spám er gert ráð fyrir að fjölgun verði í takt við spár frá Alþjóða­ferða­mála­stofn­un­inni (UNWTO) upp á 3,5 pró­sent.

Þá hefur Isa­via einnig unnið út frá nei­kvæðum sviðs­myndum sem mið­aðar eru við að ytri aðstæður geta skap­ast sem haft geta nei­kvæð áhrif á rekst­ur­inn. Í sög­unni eru ýmis dæmi um slíkar ytri aðstæður – hvort sem það eru t.d. hryðju­verkin í Banda­ríkj­unum 11. sept­em­ber 2001 eða banka­hrunið 2008.“

Í svar­inu segir enn fremur að þró­un­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar sé áfanga­skipt og því sé hægt að bregð­ast við ef breyt­ingar verða á spám um fjölda far­þega. „Upp­bygg­ing­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar er safn af verk­efnum sem er hvert fyrir sig ákveðið og fjár­magnað sem ein­stakt verk­efni og því auð­velt að hæga á stækk­unar­á­formum ger­ist þess þörf án þess að hafa áhrif á fjár­hags­legar skuld­bind­ingar félags­ins. En það er ljóst miðað við núver­andi stöðu að þá þarf að ráð­ast í fram­kvæmdir á Kefla­vík­ur­flug­velli enda fjölgun far­þega til þessa verið langt umfram spár. Flug­völl­ur­inn er í harðri sam­keppni við aðra velli og þarf því stöðugt að bæta aðstöðu sína og þjón­ust­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar