Isavia veitir ekki upplýsingar um vanskil flugfélaga eða tekjur vegna þeirra

Isavia greinir ekki frá því hvernig tekjur félagsins skiptast eftir viðskiptavinum né hvort, og þá hversu mikil, vanskil séu til staðar á lendingargjöldum. Uppbygging Keflavíkurflugvallar er unnin út frá ýmsum sviðsmyndum.

Keflavíkurflugvöllur
Auglýsing

Isavia veitir ekki upplýsingar um það hverjar tekjur félagsins eru af viðskiptum við einstök flugfélög. Það veitir heldur ekki upplýsingar um hvort einhver flugfélög séu í vanskilum með lendingargjöld sín við Isavia en tekur fram að félagið vinni „með viðkomandi félögum að lausn mála ef upp koma tilvik þar sem vanskil verða á lendingargjöldum með hagsmuni Isavia að leiðarljósi.“

Félagið gefur enn fremur ekki upp hversu stór hluti tekna þess er tilkomin vegna einstakra viðskiptavina, t.d. Icelandair eða WOW air. Þetta kemur fram í svörum Isavia við fyrirspurn frá Kjarnanum.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að WOW air skuldaði Isavia um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þar af er um helmingur skuldarinnar þegar gjaldfallinn samkvæmt fréttinni. Í nýbirtum árshlutareikningi Isavia kemur fram að viðskiptaskuldir félagsins hafi hækkað um rúmlega 1,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Auglýsing

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, hefur síðan sagt í stöðuuppfærslu á Facebook að frétt Morgunblaðsins sé röng. WOW air hafi aldrei skulda Isavia um tvo milljarða króna.

Isavia er opin­bert hluta­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins. Félagið ann­­ast rekstur og upp­­­bygg­ingu allra flug­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flugumferð á íslenska flug­­­stjórn­­­ar­­svæð­inu. Isavia á fjögur dótt­­ur­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., TernSystems ehf., Domavia ehf. og Suluk APS. Sam­­stæðan velti 38 millj­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­lega fjög­­urra millj­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta ársins 2018 voru rekstrartekjur Isavia um 19 milljarðar króna sem var um 12 prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af rekstri eftir fyrstu sex mánuði ársins var tæplega 1,6 milljarðar króna.

Íslensku flugfélögin glíma við erfiðleika

Mikið hefur verið fjallað um stöðu íslensku flugfélaganna, Icelandair og WOW air, undanfarnar vikur. Þau hafa bæði glímt við erfiðleika, þótt þeir séu að sitthvorum toga. Icelandair glímir við taprekstur, meðal annars vegna slakra ákvarðana um breytingar á leiðakerfi og sölu- og markaðsstarfi félagsins sem teknar voru í fyrra. Þá hefur olíuverð hækkað, krónan styrkst og laun hækkað á sama tíma og verð á flugferðum hefur ekki þróast upp á við með þeim hætti sem búist var við. Icelandair á samt sem áður umtalsvert eigið fé til að takast á við sína stöðu. Það var 57 milljarðar króna um mitt þetta ár.

WOW air á hins vegar afar lítið eigið fé – eiginfjárhlutfall félagsins var komið niður í 4,5 prósent í júní – og hefur undanfarið gert dauðaleit að fjárfestum til að taka þátt í skuldabréfaútboði félagsins, þar sem stefnt var að ná í að minnsta kosti 50 milljónir evra, en allt að 100 milljónum evra, eða rúmlega 13 milljarða króna. Allar fréttir sem sagðar hafa verið af gangi þess benda til að ferlið hafi verið erfiðara en reiknað var með og að kjörin sem WOW air bjóðast væru í öllum samanburði afar há.

Í gær var svo tilkynnt um að WOW air hefði náð að tryggja sér lágmarksupphæðina sem það sóttist eftir í útboðinu, 50 milljónir dali. Vextirnir eru níu prósent ofan á þriggja mánaða Euribor vexti. Áður hafði verið greint frá því að þátttakendur myndu einnig fá 20-25 prósent afslátt í hlutafjárútboði WOW air í framtíðinni. 

Greint verður frá niðurstöðu útboðsins og frekari upplýsingum um stöðu WOW air á þriðjudag. Viðmælendur Kjarnans í atvinnulífinu eru þess fullvissir að hlutafé verði einnig aukið þannig að fleiri hluthafar komi inn í hluthafahópinn hjá WOW air. Skúli Mogensen er í dag eini eigandi félagsins.

Unnið út frá ýmsum sviðsmyndum

Isavia stendur í miklum fjárfestingum á Keflavíkurflugvelli, sem byggja á áætlunum um mikla aukningu á komu ferðamanna til landsins, og um völlinn. Kjarninn beindi fyrirspurn til Isavia þess efnis hvort gert hafi verið ráð fyrir þeirri sviðsmynd í áætlunum að annað eða bæði íslensku flugfélögin, sem bera ábyrgð á að flytja 80-85 prósent allra farþegar til landsins sem það heimsækja, myndu hætta rekstri?

Í svari Isavia segir að upphafleg áætlun, sem var gefin út 2015, hafi gert ráð fyrir tíu milljón farþegum árið 2030. Miðað við spár verði fari hins vegar um tíu milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll í ár, eða tólf árum á undan áætlun. „Isavia hefur unnið út frá sviðsmyndum þar sem gert er ráð fyrir hægari og hraðari fjölgun farþega en þess má einnig geta að í spám Isavia hefur verið gert ráð fyrir verulegri minni hlutfallslegri fjölgun farþega á komandi árum. Raunar er það svo að í langtímaspám er gert ráð fyrir að fjölgun verði í takt við spár frá Alþjóðaferðamálastofnuninni (UNWTO) upp á 3,5 prósent.

Þá hefur Isavia einnig unnið út frá neikvæðum sviðsmyndum sem miðaðar eru við að ytri aðstæður geta skapast sem haft geta neikvæð áhrif á reksturinn. Í sögunni eru ýmis dæmi um slíkar ytri aðstæður – hvort sem það eru t.d. hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 eða bankahrunið 2008.“

Í svarinu segir enn fremur að þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar sé áfangaskipt og því sé hægt að bregðast við ef breytingar verða á spám um fjölda farþega. „Uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar er safn af verkefnum sem er hvert fyrir sig ákveðið og fjármagnað sem einstakt verkefni og því auðvelt að hæga á stækkunaráformum gerist þess þörf án þess að hafa áhrif á fjárhagslegar skuldbindingar félagsins. En það er ljóst miðað við núverandi stöðu að þá þarf að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli enda fjölgun farþega til þessa verið langt umfram spár. Flugvöllurinn er í harðri samkeppni við aðra velli og þarf því stöðugt að bæta aðstöðu sína og þjónustu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar