Isavia veitir ekki upplýsingar um vanskil flugfélaga eða tekjur vegna þeirra

Isavia greinir ekki frá því hvernig tekjur félagsins skiptast eftir viðskiptavinum né hvort, og þá hversu mikil, vanskil séu til staðar á lendingargjöldum. Uppbygging Keflavíkurflugvallar er unnin út frá ýmsum sviðsmyndum.

Keflavíkurflugvöllur
Auglýsing

Isa­via veitir ekki upp­lýs­ingar um það hverjar tekjur félags­ins eru af við­skiptum við ein­stök flug­fé­lög. Það veitir heldur ekki upp­lýs­ingar um hvort ein­hver flug­fé­lög séu í van­skilum með lend­ing­ar­gjöld sín við Isa­via en tekur fram að félagið vinni „með við­kom­andi félögum að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöldum með hags­muni Isa­via að leið­ar­ljósi.“

Félagið gefur enn fremur ekki upp hversu stór hluti tekna þess er til­komin vegna ein­stakra við­skipta­vina, t.d. Icelandair eða WOW air. Þetta kemur fram í svörum Isa­via við fyr­ir­spurn frá Kjarn­an­um.

Morg­un­blaðið greindi frá því í morgun að WOW air skuld­aði Isa­via um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Þar af er um helm­ingur skuld­ar­innar þegar gjald­fall­inn sam­kvæmt frétt­inni. Í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingi Isa­via kemur fram að við­skipta­skuldir félags­ins hafi hækkað um rúm­lega 1,2 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, hefur síðan sagt í stöðu­upp­færslu á Face­book að frétt Morg­un­blaðs­ins sé röng. WOW air hafi aldrei skulda Isa­via um tvo millj­arða króna.

Isa­via er opin­bert hluta­­­fé­lag og að öllu leyti í eigu íslenska rík­­­is­ins. Félagið ann­­­ast rekstur og upp­­­­­bygg­ingu allra flug­­­valla á Íslandi auk þess sem það stýrir flug­um­ferð á íslenska flug­­­­­stjórn­­­­­ar­­­svæð­inu. Isa­via á fjögur dótt­­­ur­­­fé­lög. Þau eru Frí­höfnin ehf., Tern­Sy­stems ehf., Dom­a­via ehf. og Suluk APS. Sam­­­stæðan velti 38 millj­­­örðum króna í fyrra og skil­aði tæp­­­lega fjög­­­urra millj­­­arða króna hagn­aði.

Á fyrri hluta árs­ins 2018 voru rekstr­ar­tekjur Isa­via um 19 millj­arðar króna sem var um 12 pró­sent meira en á sama tíma­bili í fyrra. Hagn­aður af rekstri eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins var tæp­lega 1,6 millj­arðar króna.

Íslensku flug­fé­lögin glíma við erf­ið­leika

Mikið hefur verið fjallað um stöðu íslensku flug­fé­lag­anna, Icelandair og WOW air, und­an­farnar vik­ur. Þau hafa bæði glímt við erf­ið­leika, þótt þeir séu að sitt­hvorum toga. Icelandair glímir við tap­rekst­ur, meðal ann­ars vegna slakra ákvarð­ana um breyt­ingar á leiða­kerfi og sölu- og mark­aðs­starfi félags­ins sem teknar voru í fyrra. Þá hefur olíu­verð hækk­að, krónan styrkst og laun hækkað á sama tíma og verð á flug­ferðum hefur ekki þró­ast upp á við með þeim hætti sem búist var við. Icelandair á samt sem áður umtals­vert eigið fé til að takast á við sína stöðu. Það var 57 millj­arðar króna um mitt þetta ár.

WOW air á hins vegar afar lítið eigið fé – eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins var komið niður í 4,5 pró­sent í júní – og hefur und­an­farið gert dauða­leit að fjár­festum til að taka þátt í skulda­bréfa­út­boði félags­ins, þar sem stefnt var að ná í að minnsta kosti 50 millj­ónir evra, en allt að 100 millj­ónum evra, eða rúm­lega 13 millj­arða króna. Allar fréttir sem sagðar hafa verið af gangi þess benda til að ferlið hafi verið erf­ið­ara en reiknað var með og að kjörin sem WOW air bjóð­ast væru í öllum sam­an­burði afar há.

Í gær var svo til­kynnt um að WOW air hefði náð að tryggja sér lág­marks­upp­hæð­ina sem það sótt­ist eftir í útboð­inu, 50 millj­ónir dali. Vext­irnir eru níu pró­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti. Áður hafði verið greint frá því að þátt­tak­endur myndu einnig fá 20-25 pró­sent afslátt í hluta­fjár­út­boði WOW air í fram­tíð­inn­i. 

Greint verður frá nið­ur­stöðu útboðs­ins og frek­ari upp­lýs­ingum um stöðu WOW air á þriðju­dag. Við­mæl­endur Kjarn­ans í atvinnu­líf­inu eru þess full­vissir að hlutafé verði einnig aukið þannig að fleiri hlut­hafar komi inn í hlut­hafa­hóp­inn hjá WOW air. Skúli Mog­en­sen er í dag eini eig­andi félags­ins.

Unnið út frá ýmsum sviðs­myndum

Isa­via stendur í miklum fjár­fest­ingum á Kefla­vík­ur­flug­velli, sem byggja á áætl­unum um mikla aukn­ingu á komu ferða­manna til lands­ins, og um völl­inn. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Isa­via þess efnis hvort gert hafi verið ráð fyrir þeirri sviðs­mynd í áætl­unum að annað eða bæði íslensku flug­fé­lög­in, sem bera ábyrgð á að flytja 80-85 pró­sent allra far­þegar til lands­ins sem það heim­sækja, myndu hætta rekstri?

Í svari Isa­via segir að upp­haf­leg áætl­un, sem var gefin út 2015, hafi gert ráð fyrir tíu milljón far­þegum árið 2030. Miðað við spár verði fari hins vegar um tíu millj­ónir far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl í ár, eða tólf árum á undan áætl­un. „Isa­via hefur unnið út frá sviðs­myndum þar sem gert er ráð fyrir hæg­ari og hrað­ari fjölgun far­þega en þess má einnig geta að í spám Isa­via hefur verið gert ráð fyrir veru­legri minni hlut­falls­legri fjölgun far­þega á kom­andi árum. Raunar er það svo að í lang­tíma­spám er gert ráð fyrir að fjölgun verði í takt við spár frá Alþjóða­ferða­mála­stofn­un­inni (UNWTO) upp á 3,5 pró­sent.

Þá hefur Isa­via einnig unnið út frá nei­kvæðum sviðs­myndum sem mið­aðar eru við að ytri aðstæður geta skap­ast sem haft geta nei­kvæð áhrif á rekst­ur­inn. Í sög­unni eru ýmis dæmi um slíkar ytri aðstæður – hvort sem það eru t.d. hryðju­verkin í Banda­ríkj­unum 11. sept­em­ber 2001 eða banka­hrunið 2008.“

Í svar­inu segir enn fremur að þró­un­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar sé áfanga­skipt og því sé hægt að bregð­ast við ef breyt­ingar verða á spám um fjölda far­þega. „Upp­bygg­ing­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar er safn af verk­efnum sem er hvert fyrir sig ákveðið og fjár­magnað sem ein­stakt verk­efni og því auð­velt að hæga á stækk­unar­á­formum ger­ist þess þörf án þess að hafa áhrif á fjár­hags­legar skuld­bind­ingar félags­ins. En það er ljóst miðað við núver­andi stöðu að þá þarf að ráð­ast í fram­kvæmdir á Kefla­vík­ur­flug­velli enda fjölgun far­þega til þessa verið langt umfram spár. Flug­völl­ur­inn er í harðri sam­keppni við aðra velli og þarf því stöðugt að bæta aðstöðu sína og þjón­ust­u.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar