Morgunblaðið: WOW air skuldar Isavia milljarða

WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld samkvæmt Morgunblaðinu. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn.

WOW air
Auglýsing

WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn.

Í frétt Morgunblaðsins segir að WOW hafi ekki greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og hafa innlendar viðskiptakröfur Isavia hækkað um 1.220 milljónir króna frá áramótum samkvæmt nýbirtum ársreikningi Isavia.

Ekki ligg­ur enn ljóst fyr­ir með hvaða hætti Isa­via hyggst inn­heimta skuld flug­fé­lags­ins.

Auglýsing

Þegar Morg­un­blaðið leitaði viðbragða Isa­via feng­ust þau svör að fyr­ir­tækið tjáði sig ekki um mál­efni ein­staka viðskipta­vina sinna. Þegar spurt var út í al­mennt verklag við úr­lausn mála þegar flug­fé­lög lentu í van­skil­um með lend­ing­ar­gjöld var svarið á þá leið að „Isa­via vinn­ur með viðkom­andi fé­lög­um að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöld­um með hags­muni Isa­via að leiðarljósi.“

Greint var frá því í gær að skulda­bréfa­út­boði WOW air ljúki á þriðju­dag­inn og að útgáfan verði að lág­marki 50 millj­ónir evra. Skulda­bréfin eru til þriggja ára og vextir eru níu pró­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti, sem eru milli­banka­vextir á evru­mark­aði.

Skúli Mogensen segir í stöðuuppfærslu á Facebook að frétt Morgunblaðsins sé röng. Þar segir:

„Ég get ekki orða bundist lengur að sjá hvernig sumir fjölmiðlar keppast um að tortryggja WOW air og það sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Ég hreinlega trúi ekki að nokkur blaðamaður eða fjölmiðill sé svo skammsýnn að vilja vísvitandi skemma fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Nýjasta "fréttin" er að við eigum að skulda Isavia yfir tvo milljarða. Þessu er slegið upp með stórri fyrirsögn í æsifréttastíl á forsíðu Morgunblaðsins í dag og er vitnað í nafnlausan heimildarmann. Við leggjum ekki í vana að tjá okkur um einstaka birgja eða þjónustusamninga en þetta er einfaldlega rangt. Við eigum mjög gott samstarf við Ísavía og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda.

Svo í ofanálag kemur tímabundinn forstjóri Icelandair og fer að kvarta yfir mismunun og að við séum að selja flugmiða of lágu verði. (þá vitum við hver staðan væri ef WOW hefði ekki komið til sögunnar!) Við getum og munum halda áfram að selja flugmiða á frábærum verðum einfaldlega af því að við erum með mun lægri rekstrar kostnað en Icelandair. Afkoma WOW air á þriðja ársfjórðungi verður góð og útlit fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. 
Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins.

Ég hlakka til að klára útboðið okkar á þriðjudaginn og fá frið til að halda áfram að byggja upp WOW air með okkar frábæra teymi, öllum til hagsbóta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent