Morgunblaðið: WOW air skuldar Isavia milljarða

WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld samkvæmt Morgunblaðinu. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn.

WOW air
Auglýsing

WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Af þeirri skuld er um helm­ing­ur­inn nú þegar gjald­fall­inn.

Í frétt Morgunblaðsins segir að WOW hafi ekki greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og hafa innlendar viðskiptakröfur Isavia hækkað um 1.220 milljónir króna frá áramótum samkvæmt nýbirtum ársreikningi Isavia.

Ekki ligg­ur enn ljóst fyr­ir með hvaða hætti Isa­via hyggst inn­heimta skuld flug­fé­lags­ins.

Auglýsing

Þegar Morg­un­blaðið leitaði viðbragða Isa­via feng­ust þau svör að fyr­ir­tækið tjáði sig ekki um mál­efni ein­staka viðskipta­vina sinna. Þegar spurt var út í al­mennt verklag við úr­lausn mála þegar flug­fé­lög lentu í van­skil­um með lend­ing­ar­gjöld var svarið á þá leið að „Isa­via vinn­ur með viðkom­andi fé­lög­um að lausn mála ef upp koma til­vik þar sem van­skil verða á lend­ing­ar­gjöld­um með hags­muni Isa­via að leiðarljósi.“

Greint var frá því í gær að skulda­bréfa­út­boði WOW air ljúki á þriðju­dag­inn og að útgáfan verði að lág­marki 50 millj­ónir evra. Skulda­bréfin eru til þriggja ára og vextir eru níu pró­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti, sem eru milli­banka­vextir á evru­mark­aði.

Skúli Mogensen segir í stöðuuppfærslu á Facebook að frétt Morgunblaðsins sé röng. Þar segir:

„Ég get ekki orða bundist lengur að sjá hvernig sumir fjölmiðlar keppast um að tortryggja WOW air og það sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Ég hreinlega trúi ekki að nokkur blaðamaður eða fjölmiðill sé svo skammsýnn að vilja vísvitandi skemma fyrir áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Nýjasta "fréttin" er að við eigum að skulda Isavia yfir tvo milljarða. Þessu er slegið upp með stórri fyrirsögn í æsifréttastíl á forsíðu Morgunblaðsins í dag og er vitnað í nafnlausan heimildarmann. Við leggjum ekki í vana að tjá okkur um einstaka birgja eða þjónustusamninga en þetta er einfaldlega rangt. Við eigum mjög gott samstarf við Ísavía og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda.

Svo í ofanálag kemur tímabundinn forstjóri Icelandair og fer að kvarta yfir mismunun og að við séum að selja flugmiða of lágu verði. (þá vitum við hver staðan væri ef WOW hefði ekki komið til sögunnar!) Við getum og munum halda áfram að selja flugmiða á frábærum verðum einfaldlega af því að við erum með mun lægri rekstrar kostnað en Icelandair. Afkoma WOW air á þriðja ársfjórðungi verður góð og útlit fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. 
Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins.

Ég hlakka til að klára útboðið okkar á þriðjudaginn og fá frið til að halda áfram að byggja upp WOW air með okkar frábæra teymi, öllum til hagsbóta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent