Skúli þrýstir á kröfuhafa

Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Forstjóri WOW setur þrýsting á kröfuhafa að liðka fyrir kaupum Icelandair Group á öllu hlutafé félagsins. Leigusalar WOW air sýna vaxandi óþreyju.

Icelandair og WOW air
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­and­i WOW a­ir, sendi í gær bréf til þeirra fjár­festa sem tóku þátt í skulda­út­boð­i WOW a­ir í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Í bréf­inu þrýstir hann á fjár­fest­anna að liðka fyrir kaup­um Icelanda­ir Group á öllu hlutafé félags­ins. Til þess að Icelanda­ir Group ­geti keypt félagið og tekið eignir þess og skuldir inn á efna­hags­reikn­ing sam­stæðu sinnar þurfa kröfu­haf­ar WOW a­ir og leigusalar þess að gefa eftir til­teknar kröfur og eftir atvikum liðka fyrir breyttum skil­málum í samn­ingum sínum við félag­ið. Að öðrum kosti er afar ósenni­legt að hlut­haf­ar Icelanda­ir Group muni á hlut­hafa­fundi sem boð­aður hefur verið að morgni næst­kom­andi föstu­dags, sam­þykkja yfir­töku á félag­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Fjórar ástæður fyrir verri stöðu félags­ins

Í bréf­inu til­ fjár­festana ­fór Skúli yfir þá stöðu sem félagið er nú í en ítrek­aði jafn­framt að með breyt­ingum á skil­málum hinna nýút­gefnu skulda­bréfa væru það ekki aðeins við­tak­endur bréfs­ins sem þyrftu að gefa eftir kröfur sín­ar, heldur einnig hann sjálf­ur. Í bréf­inu til­kynnir Skúli fjár­fest­unum að hann hafi sjálfur keypt skulda­bréf í útgáf­unni fyrir 5,5 millj­ónir evra eða um 770 millj­ónir króna en það eru um 11 pró­sent af þeim 50 millj­ónum evra sem söfn­uð­ust í útboð­inu. Það gefur til kynna að áhug­inn á þátt­töku á meðal ann­arra fjár­festa hafi verið enn minni en áður hafði verið upp­lýst um.

Í bréf­inu útlistar Skúli þá þröngu stöðu sem félagið er í og und­ir­strikar um leið að rekstr­ar­horfur þess hafi versnað til muna frá því að útboðið fór fram. Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins segir að í bréf­inu nefnir Skúli sér­stak­lega fjórar ástæður fyrir verri stöðu nú en í sept­em­ber. Í fyrsta lagi hafi nei­kvæð umræða um fjár­hags­stöðu félags­ins, meðan á skulda­bréfa­út­boð­inu stóð og í kjöl­far þess, haft nei­kvæð­ari áhrif á sölu félags­ins og skulda­stöðu en gert hafi verið ráð fyrir og að fjórði árs­fjórð­ungur komi verr út en áætl­anir voru byggðar á. Í öðru lagi hafi Pri­mer­a a­ir orðið gjald­þrota í októ­ber sem hafi leitt aukna nei­kvæðni yfir mark­að­inn. Þá hafi félagið verið að því komið að ganga frá sölu og end­ur­leig­u á flug­vélum sem gengið hafi til baka en það bakslag hafi haft tæp­lega 3,2 millj­arða króna nei­kvæð áhrif á lausa­fjár­stöðu félags­ins. Í fjórða lagi hafi olíuverð hækkað gríð­ar­lega á vik­unum og mán­uð­unum eftir útboðið sem hafi einnig sett þrýst­ing á fjár­hags­stöðu félags­ins.

Auglýsing

Skúli segir í bréf­inu að þessar aðstæður hafi orðið þess vald­andi að nauð­syn­legt hafi reynst að leita frek­ari leiða til að tryggja fjár­mögnun félags­ins. „Það að skrifa þetta bréf er ekki gert af léttúð af neinu tagi og ég get full­vissað ykkur um að við erum að taka hvert það skref sem mögu­legt er til að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur WOW a­ir,“ segir Skúli í bréf­in­u. Aldrei fyrr hefur Skúli birt jafn hisp­urs­laus lýs­ingu á raun­veru­legri stöðu félags­ins á opin­berum vett­vangi.

Mörg mál enn óleyst

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í gær­morgun ítrek­að­i Icelanda­ir Group að enn hefði ekki tek­ist að upp­fylla alla fyr­ir­vara sem settir voru við kaup félags­ins á öllu hluta­fé WOW a­ir en samn­ingur þar að lút­andi var und­ir­rit­aður 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Aflétta verður öllum fyr­ir­vörum í tengslum við við­skiptin fyrir hlut­hafa­fund sem boð­aður hefur verið í Icelanda­ir Group á föstu­dags­morg­unn, 30. Nóv­em­ber. Kaup Icelandair voru m.a. gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir Group, sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. 

Í umfjöllun um málið í Mark­að­inum í dag er greint frá því að mikil óvissa sé um þau áform að greiða eig­endum skulda­bréfa WOW a­ir höf­ul­stól bréfa sinna á gjald­daga, eftir þrjú ár, auk þókn­unar sem nemur 20 pró­sentum af höf­uð­stólnum gegn því að ­kaup­rétt­ir þeirra í félag­inu verði felldir nið­ur. Í bréfi WOW a­ir til skulda­bréfa­eig­end­anna, dag­sett 9. nóv­em­ber, kom fram að það væri skil­yrði þess að yfir­taka Icelanda­ir Group á félag­inu nái fram að ganga að kaup­rétt­irnir falli nið­ur.

Aðrir fyr­ir­varar sem enn hefur ekki tek­ist að greiða úr tengj­ast samn­inga­við­ræðum við kröfu­hafa WOW a­ir og leigu­sala félags­ins. Það eru átta félög, m.a. á Írland­i, Bermúd­a og í Delaware í Banda­ríkj­un­um, sem leigja WOW a­ir-­vél­arnar 20 sem félagið hefur nú í förum milli Íslands og áfanga­staða í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

Þannig miða samn­inga­við­ræður að því að kröfu­haf­ar, leigusal­ar, og eftir atvikum birgjar WOW a­ir, sem eiga kröfur á hendur félag­inu, gefi eftir hluta skulda þess eða geri þær skil­mála­breyt­ingar sem greitt geta fyrir við­skipt­un­um. Þannig mun ekki koma til greina af hálf­u Icelanda­ir Group að taka við skuld­bind­ing­um WOW a­ir í óbreyttri mynd. Ljóst er að skuld­setn­ing félags­ins, sem um mitt ár nam tugum millj­arða króna, mun hafa veru­leg áhrif á efna­hags­reikn­ing sam­stæð­u Icelanda­ir Group, verði af yfir­tök­unni. Enn sem komið er munu kröfu­hafar og leigusal­ar WOW a­ir ekki hafa gefið skýrt svar um hvort orðið verði við beiðni um þær breyt­ingar sem liggja til grund­vallar fyrr­nefndum fyr­ir­vörum í kaup­um Icelanda­ir Group á félag­inu.

Mögu­legar við­ræður við aðra fjár­festa

Skúli Mog­en­sen sendi tölvu­póst til starfs­manna í fyrra­dag þar sem hann full­yrti að WOW a­ir ætti í við­ræðum við aðra fjár­festa en Icelanda­ir um mögu­lega aðkomu að félag­inu. Það er í beinni and­stöðu við þær upp­lýs­ingar sem settar voru fram í til­kynn­ing­u Icelanda­ir til Kaup­hallar Íslands 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins gæti þessi ummæli Skúla dregið dilk á eftir sér þar sem að til þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið fall­ist á að heim­ila kaup Icelanda­ir á Wow þurfa félögin að sýna fram á að engir raun­hæfir mögu­leikar hafi verið á ann­ari ­sölu WOW a­ir en til­ Icelanda­ir Group. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins gerði eft­ir­litið athuga­semdir við mála­til­bún­að ­fé­lag­anna að þessu ­leit­i á fundum full­trúa flug­fé­lag­anna með Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í lok síð­ustu viku, en ein athuga­semdin sneri að því að Skúli hefði aldrei sett WOW a­ir í form­legt sölu­ferli.

Fækka í flot­anum

WOW a­ir til­kynnti í gær að félag­ið hyggð­ist ­fækka í flot­anum sínum um fjórar vélar í sam­ráði við leigu­sala sín­u. WOW a­ir hefur haft tutt­ugu vélar á leigu, þar af sextán sam­kvæmt rekstr­ar­leigu­samn­ingi og fjórar sam­kvæmt kaup­leigu­samn­ingi. Fyr­ir­tæk­ið A­ir ­Le­a­se Cor­poration á stærstan hluta vél­anna, eða alls sjö vél­ar, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ing­u WOW a­ir. Í til­kynn­ingu í gær kom fram að fækkun vél­ana væri  að­gerð til að „auka hag­kvæmni, draga úr árs­tíða­sveiflu og hámarka arð­sem­i“. 

Ekki hefur enn­feng­ist nið­ur­staða um hvort að krafa Icelanda­ir um að for­gangs­rétt­ar­á­kvæði í samn­ingum félags­ins við Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) muni ekki gilda hjá lággjalda­flug­fé­lag­inu, í kjöl­far kaupanna nái þau fram að ganga segir í umfjöll­un ­Mark­að­ar­ins. ­Fé­lags­menn í FÍA sem starfa hjá Icelanda­ir hafa for­gang í flugi á flug­vélum í eigu félags­ins og dótt­ur­fé­laga. Með kaup­um Icelanda­ir á WOW a­ir yrðu því flug­menn síð­ar­nefnda félags­ins, að öðru óbreyttu, á sama kjara­samn­ingi og flug­menn Icelanda­ir. Því gæti launa­kostn­aður lággjalda­flug­fé­lags­ins hækka umtals­vert.

Skoða sölu lend­ing­ar­stæða

Í umfjöll­un ­Mark­að­ar­ins í dag er greint frá því að WOW a­ir ­leitar um þessar mundir allra leiða til þess að bæta lausa­fjár­stöðu sína og kanna í því sam­bandi ýmsa kosti, m.a. skoðar félagið að selja lend­ing­ar­stæði sín á Gatwick flug­vell. Sú stæði eru með þeim verð­mæt­ustu í eig­u WOW a­ir en ekki liggur þó fyrir hvað félagið getur fengið fyrir þau. Sam­kvæmt umfjöll­un ­Mark­að­ar­ins ótt­ast leigusal­ar WOW a­ir að sam­runi flug­fé­lags­ins og Icelanda­ir ­gangi ekki eftir og að WOW a­ir tak­ist ekki að standa í skilum um næstu mán­aða­mót. Skúli til­tók sér­stak­lega í bréf­inu til skulda­bréfa­eig­enda að umræddir leigusalar fylgd­ust náið með stöðu félags­ins og krefð­ust nú strang­ari greiðslu­skil­mála en áður með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á sjóðs­streymi ­fé­lags­ins. Í bréf­inu greindi Skúli einnig frá því að flug­fé­lagið hefði verið nálægt því að ganga frá samn­ingi um sölu og end­ur­leig­u á flug­vélum sem hefði tryggt félag­inu inn­spýt­ingu upp á 25 millj­ónir dala, jafn­virði um þriggja millj­arða króna en lokum hefði verið hætt við þau áform.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent