Undirbúa lögsókn gegn The Guardian

Kristinn Hrafnsson segir ekkert til í þeim fréttum að forsprakki WikiLeaks hafi átt leynifundi með Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trumps.

kristinnhrafnsson
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son, blaða­mað­ur, sem meðal ann­ars hefur unnið fyrir Wiki­Leaks, segir ekk­ert til í þeim fréttum sem sagðar hafa verið um allan heim í dag, að Paul Mana­fort, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, hafi átt leyni­lega fundi með Julian Assange, for­sprakka Wiki­Leaks. Greint var frá þessum fundum í The Guar­dian, en á Face­book segir Krist­inn ekki vera neitt til í þessum umfjöll­un­um. 

„Það eru þung skref fyrir blaða­mann að þurfa að und­ir­búa lög­sókn gegn fjöl­miðli fyrir skað­legan frétta­flutn­ing. Árum saman hefur Guar­dian flutt rangar fréttir af Wiki­Leaks og Julian Assange, án þess að við því hafi verið brugð­ist af hörku. Fremstur í flokki ger­enda er maður að nafni Luke Harding. Í dag birti hann frétt sem var drop­inn sem fyllti mæl­inn. Þar er rang­lega full­yrt að Paul Mana­fort, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri Trumps, hafi átt leyni­fundi með Julian Assange í sendi­ráði Ekvadors í Lundunún­um. Það er eng­inn fótur fyrir frétt­inni. Ekki flugu­fót­ur. Guar­dian fékk að vita það fyr­ir­fram en kaus engu að síður að keyra frétt­ina út. Hún var rétt áðan helsta frétt flestra miðla í heim­in­um. Topp­aði meðal ann­ars á google.­news. Það gefur auga­leið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera ein­hver sönnun um sam­særi WL með rúss­um. Þetta kemur nokkrum dögum eftir að ljóst er að ákæra gegn Assange liggur fyrir (undir leynd) og fram­sal­skrafa er á borð­inu. Á sama tíma er ljóst að nýir stjórn­ar­herrar í Ekvador eru komnir í fangið á Banda­ríkja­stjórn og leita nú að rétt­læt­ingu fyrir því að ota Julian út úr sendi­ráð­inu og í fangið á Banda­rískum sak­sóknurum sem munu lög­sækja hann fyrir að gera það sem blaða­menn eiga að gera: Birta sann­leik­ann. Gu­ar­dian steig gróf­lega yfir strik í dag. Nú er kallað eftir hóp­fjár­mögnun til þess að lög­sækja dag­blað­ið. Það kostar allt að $300 þús­und. Rétt­lætið er dýrt í London. Á fyrsta klukku­tíma söfn­uðstu $12 þús­und. 

Ekk­ert skaðar blaða­mennsku meira en óvand­aðir og auð­virðu­legir blaða­menn,“ segir Krist­inn á Face­book síðu sinn­i. 

Mana­fort er nú í fang­elsi að sitja af sér refs­ingu, en hann við­ur­kenndi að hafa sagt banda­rísku alrík­is­lög­regl­unni FBI ósatt við rann­sókn. 

Auglýsing

Hann var fund­inn sekur um að hafa haldið eftir tekjum á aflands­reikn­ing­um, sem hann fék meðal ann­ars greitt frá erlendum yfir­völd­um, meðal ann­ars í Úkra­ínu.

Í umfjöllun The Guar­dian er full­yrt að Mana­fort hafi hitt Assange á fundum í mars 2016, en þessu neitar Mana­fort sjálf­ur, sem sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna máls­ins í dag. Hann seg­ist ekki hafa hitt Aassange, eða nokkurn annan frá Wiki­Leaks. 

Í umfjöllun The Guar­dian segir að fund­irnir hafi átt sér stað skömmu áður en það birt­ust umfjall­anir á vef Wiki­Leaks, meðal ann­ars um tölvu­pósta Demókra­ta­flokks­ins og Hill­ary Clint­on, sem komu sér illa fyrir Demókrata í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber 2016.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent