Auglýsing

Umfjöllun Kveiks og ann­arra fjöl­miðla um meintar mútu­greiðsl­ur, skattsvik, pen­inga­þvætti og mögu­lega önnur brot Sam­herja í tengslum við umsvif fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu og víðar fór í loftið 12. nóv­em­ber 2019. Fyrir 503 dögum síð­an. 

Síðan þáttur Kveiks var sýnd­ur, og umfjöllun Stund­ar­innar var birt, hefur margt gerst. Strax eftir umfjöll­un­ina 2019 sögðu hátt­settir ráð­herrar í Namibíu af sér vegna máls­ins. Skömmu síðar voru þeir ásamt helstu sam­verka­mönnum sínum hnepptir í gæslu­varð­hald. Í febr­úar 2021 var hóp­ur­inn ákærður ásamt þremur Íslend­ingum sem starfa, eða störf­uðu, hjá Sam­herj­a. 

Norskur stór­banki sleit við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok árs 2019 vegna þess að stjórn­endur dótt­ur­fé­laga sjáv­ar­út­vegs­risans, sem áttu reikn­inga í bank­an­um, svör­uðu ekki kröfu bank­ans um frek­ari upp­lýs­ingar um starf­semi þess, milli­færslur sem það fram­kvæmdi og tengda aðila, með full­nægj­andi hætti. Þar eru banka­við­skipti Sam­herja enn til skoð­unar hjá norska fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Á Íslandi er í gangi ein víð­tæk­asta rann­sókn sem fram­kvæmd hefur verið á efna­hags­broti hér­lend­is. Í mál­inu er grunur um að mút­u­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­­ars til erlendra opin­berra starfs­­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auð­g­un­­ar­brot. ­Rann­sóknin á sér stað innan emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara og innan emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem ráða­menn reyna nú að leggja nið­ur.

Fjöldi með rétt­ar­stöðu sak­born­ings

Í byrjun sept­­em­ber 2020 var greint frá því á Kjarn­­anum að Þor­­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, væri á meðal ein­stak­l­inga sem eru með rétt­­­ar­­­stöðu sak­­­born­ings í rann­­­sókn hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara á starf­­­semi Sam­herj­i­­ ásamt fimm öðrum núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins. Hóp­ur­inn var yfir­heyrður í fyrra­sumar og þá gerð grein fyrir rétt­ar­stöðu sinni. Hinir eru Ingvar Júl­í­us­­­son, fjár­­­­­mála­­­stjóri Sam­herja á Kýp­­­ur, Arna McClure, yfir­­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, Aðal­­­­­steinn Helga­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, og Jóhannes Stef­áns­­­son, sem gerð­ist upp­ljóstr­ari og lék lyk­il­hlut­verk í að koma mál­inu fyrir augu almenn­ings.

Auglýsing
Í febr­úar 2021 greindi Kjarn­inn frá því að KPMG, fyrr­ver­andi end­ur­skoð­andi Sam­herja, hafi verið gert að láta emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara í té upp­­­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara hafa upp­­­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­­­­­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­­­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014. 

Umrædd skýrsla KPMG fyrir Sam­herja, eða öllu heldur drög að henni, hafa verið til umfjöll­unar áður. Sam­­kvæmt mati sér­­fræð­inga KPMG, sem byggði m.a. á við­­tölum við starfs­­fólk Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, var for­­stjór­inn Þor­­steinn Már nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér. Engin for­m­­leg fram­­kvæmda­­stjórn var sögð innan Sam­herja hf., sam­­kvæmt þessum drögum sér­­fræð­inga KPMG. Þetta skiptir miklu máli vegna þess að sam­kvæmt lögum á að greiða alla skatta þar sem raun­veru­leg stjórn fyr­ir­tækis er. Sá úrskurður var síðar ómerktur vegna form­galla á máls­með­ferð og því þarf að sækja heim­ild til að fá upp­lýs­ing­arnar að nýju. 

Frek­ari mútu­greiðslur og Kýp­ur­starf­semi

Í febr­úar birti Kveikur líka fram­halds­um­fjöllun um Namib­íu­um­svif Sam­herja. Þar kom meðal ann­­ars fram að grunur sé um frek­­ari mút­u­greiðslur til stjórn­­­mála­­manna í Namibíu en áður hefur verið greint frá hér­­­lendis og kafað var ofan í Kýp­­ur­­starf­­semi Sam­herj­­a. 

Þá kom einnig fram í Kveik að í skýrslu rann­­sókn­­ar­end­­ur­­skoð­enda sem ráðnir voru af sam­­starfs­­fólki Sam­herja í Namibíu komi fram að þeir telji útgerð­ina hafa svikið fé af fólk­inu. Í rann­­sókn­­ar­­skýrslu þeirra er lagt til að málið verði kært til lög­­­reglu og krafa gerð á Sam­herja um að greiða fyrr­ver­andi sam­­starfs­­fólk­inu millj­­arða króna. 

Í mars 2021 var sýndur fyrri þáttur af tveimur um umsvif Sam­herja í Fær­eyj­um. Þar kom meðal ann­ars fram upp­lýs­ingar sem bentu til mögu­legra skattsvika félags tengt Sam­herja þar í landi. Fær­eyski skatt­stjór­inn kall­aði málið „skíta­mál“ og hefur stað­fest með stöðu­upp­færslu á Face­book að það sé til athug­unar þar í land­i. 

End­ur­nýtt aðferð­ar­fræði

Allt sem talið er upp hér að ofan eru stað­reynd­ir. Þær sýna hversu alvar­leg mál eru hér á ferð­inn­i. 

Við­brögð stjórn­enda Sam­herja við mál­inu hafa að uppi­stöðu verið að ráð­ast á fólk sem sagði frá því. Vörn þeirra í mútu­hluta þess eru að Jóhannes Stef­áns­son, sem átti ekk­ert í Sam­herja og hagn­að­ist ekki beint af mútu­greiðsl­un­um, hafi fram­kvæmt þær sjálfur og án þeirra atbeina. Að Jóhannes sé ofbeld­is­maður og fíkni­efna­neyt­andi. Í engu er þó reynt að takast á við fyr­ir­liggj­andi stað­reynd­ir, sem eru til að mynda þær að stór­tækar meintar mútu­greiðslur voru greiddar árum saman eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Sam­herj­a. 

Í öðrum öngum eru blaða­menn sem eiga engra hags­muna að gæta ann­arra en þeirra að upp­lýsa almenn­ing, skot­spónn fyr­ir­tæk­is­ins.

Þessi aðferð­ar­fræði er sú sama og Sam­herji beitti í hinu svo­kall­aða Seðla­banka­máli, með gríð­ar­lega góðum árangri. Þann stríðs­rekstur má meðal ann­ars lesa um hér en í stuttu máli voru meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lögum eftir banka­hrunið kærð til sér­­staks sak­­sókn­­ara. Í ljós kom að ekki væri laga­­­stoð fyrir því að kæra fyr­ir­tæki í saka­­­máli fyrir gjald­eyr­is­brot. Und­ir­­skrift ráð­herra hafði vantað á reglu­­gerð um gjald­eyr­is­­­mál sem gefin var út í des­em­ber 2008 sem gerði þetta að verk­­um. Sam­herj­­a­­málið var því á end­­anum fellt niður á þessum grund­velli. Dóm­stólar tóku það aldrei til efn­is­­legrar með­­­ferðar eða skáru úr um hvort Sam­herji hefði gert það sem Seðla­­bank­inn taldi að fyr­ir­tækið hefði gert.

Sam­herja hefur hins vegar tek­ist að selja þá hug­mynd, með gríð­ar­legum til­kostn­aði, að fyr­ir­tækið hafi verið fórn­ar­lamb per­sónu­legrar óvildar starfs­manna Seðla­banka Íslands. Fólks sem var bara að vinna vinn­una sína og taldi sig alla tíð gera það í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þetta fólk var árum saman fyrir stans­lausum árásum úr hendi for­svars­manna Sam­herja sem tóku á sig sína tær­­ustu birt­ing­­ar­­mynd ann­­ars vegar þegar for­­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins krafð­ist þess að stjórn­­­mála­­menn myndu láta seðla­­banka­­stjóra, og aðra lyk­il­­starfs­­menn, víkja og opin­ber­aði að hann ætl­aði sér að koma seðla­banka­stjóra í fang­elsi. Hins vegar þegar sonur hans ógn­aði Má Guð­­munds­­syni, þáver­andi seðla­banka­stjóra, og hreytti í hann orðum eftir fund í stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd vorið 2019. 

Blaða­menn hræð­ast að lenda í hakka­vél­inni

Í októ­ber 2019 bætt­ust nýir ger­endur við í Seðla­banka­mál­inu að mati for­svars­manna Sam­herja, blaða­mað­ur­inn Helgi Seljan og vinnu­staður hans RÚV. Tveimur dögum áður en að Þor­steinn Már færði fókus sinn yfir á hann í við­tali hafði Kveikur sett sig í sam­band við hann vegna Namib­íu­rann­sóknar sinn­ar. 

Síðan þá hefur Helgi verið helsta skot­mark Sam­herja. Ara­grúi greina hafa birst á heima­síðu þessa alþjóð­lega stór­fyr­ir­tækis um hversu óheið­ar­legur hann sé. Fyr­ir­tækið réðst í stór­tæka fram­leiðslu á ákaf­lega lélegum mynd­böndum sem höfðu samt sem áður fag­lega áferð í þeim til­gangi að rægja Helga, sam­starfs­menn hans, RÚV og eftir atvikum aðra blaða­menn. Keypt birt­ing á þessum mynd­böndum gerði það að verkum að vart er til barn á Íslandi sem gerði til­raun til að horfa á Tel­etubbies á Youtube um tíma sem fékk ekki reiðan Þor­stein Má í kaup­bæt­i. 

Eng­inn vafi er um að þetta er alvar­leg­asta aðför stór­fyr­ir­tækis að blaða­mönnum sem átt hefur sér stað á Íslandi. Afleið­ingin er meðal ann­ars sú að ýmsir í stétt­inni eru nú farnir að veigra sér við að birta sannar og réttar fréttir um Sam­herja. Þeir vilja ekki lenda í hakka­vél­inni. Að því leyti til hefur hin ofsa­kennda, van­stillta, umfangs­mikla en inni­halds­rýra her­ferð Sam­herja þegar skilað til­ætl­uðum árangri, því mið­ur. 

Óhætt er að full­yrða, miðað við þann fjölda sem vinnur við að herja á þetta fólk nán­ast dag­lega, að kostn­aður Sam­herja við þennan stríðs­rekstur hafi lík­ast til hlaupið á hund­ruðum millj­óna króna síð­ast­liðna rúma 500 daga. 

Maður fyrir utan heim­ilið

Maður í vinnu hjá fyr­ir­tæk­inu, einka­spæj­ar­inn Jón Óttar Ólafs­son, stund­aði það mán­uðum saman að sitja fyrir Helga Seljan á kaffi­húsi sem hann sækir á morgn­anna, hvísla stundum að honum vafasömum hlutum og sýna af sér aðra ógn­andi til­burði. Sam­kvæmt nágrönnum Helga hélt Jón Óttar líka til um skeið, oft tímunum sam­an, í námunda við heim­ili hans við ein­hvers­konar eft­ir­lit.

Auglýsing
Umræddur maður hafði starfað fyrir Sam­herja í mörg ár, meðal ann­ars í Namib­íu. Í nýlegu skaða­­bóta­­máli sem Sam­herji höfð­aði gegn Seðla­­banka Íslands, og tap­aði, gerði Sam­herji alls skaða­­bóta­­kröfu upp á 306 millj­­ónir króna. Tæpur helm­ingur þeirrar upp­­hæð­­ar, alls 135 millj­­ónir króna, var vegna kostn­aðar við störf Jóns Ótt­­ars fyrir fyr­ir­tæk­ið.

Kjarn­inn upp­lýsti um það í fyrra að Jón Óttar hefði auk þess ítrekað sent Helga skila­­­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­­­reikn­ing eig­in­­­konu sinn­­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­­son, blaða­­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­­boð þar sem honum var hótað „um­­­fjöll­un“.

Þá hefur Jón Óttar komið fram í áður­nefndum mynd­­böndum sem Sam­herji hefur látið vinna.

Siða­regl­urnar sem eng­inn kann­ast við að hafa samið

Í lok ágúst 2020 kærði Sam­herja ell­efu frétta- og dag­skrár­gerð­ar­menn RÚV til siða­nefndar fyr­ir­tæk­is­ins vegna ummæla sem þeir höfðu látið falla á sam­fé­lags­miðlum fyrir brot á siða­regl­um. Þraut­reyndur fjöl­miðla­maður, sem Sam­herji réð sér til ráð­gjafar eftir að Sam­herj­a­málið kom upp, tók að minnsta kosti hluta ummæla fyrr­ver­andi kollega sinna sam­an. 

Alls kærði Sam­herji 45 ummæli. Flest þeirra sner­ust um við­brögð við þeim árásum sem Sam­herji hafði stundað gegn sam­starfs­mönnum þeirra og sá sem lét þau flest falla var Helgi Selj­an.

Umræddar siða­reglur tóku gildi snemma árs 2016, nán­ast á sama tíma og Panama­skjölin svoköll­uðu voru opin­beruð en birt­ing þeirra leiddi til afsagnar þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þess að kosn­ingum var flýtt. Siða­regl­urnar áttu að setja tján­ing­ar­frelsi starfs­manna RÚV veru­legar skorður og almennt mat þeirra sem til þekkja er að sum ákvæði regln­anna gangi gegn stjórn­ar­skrár­vörðum rétt fólks til tján­ing­ar. Sér­stak­lega er réttur starfs­manna til að tjá sig á sam­fé­lags­miðlum skert­ur.

Auglýsing
Í aðdrag­anda þess að siða­regl­urnar voru settar var skip­aður starfs­hópur starfs­manna til að vinna að und­ir­bún­ingi þeirra. Einn þeirra sem sat í starfs­hópnum var Jóhann Hlíðar Harð­ar­son, fyrr­ver­andi frétta­maður á RÚV. Hann segir í umræðum á Face­book um til­urð siða­regln­anna: „Eftir að starfs­hóp­ur­inn hafði fundað nokkrum sinnum lauk starfi okk­ar, og stuttu síðar leit þessi óskapn­aður ljós. Hann er ekki verk starfs­hóps­ins. Höf­und­anna þarf að leita ann­ars stað­ar.“ Síðar í umræð­unum er bent á að í nýlega birtum úrskurði siða­nefndar RÚV segi að starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins hafi sjálft sett regl­urn­ar. Jóhann Hlíðar svarar því til að „þetta er gert til þess að gefa þessu eitt­hvert yfir­bragð þess að “við” höfum sett okkur okkar eigin starfs­regl­ur. Svo var ekki, umræður okkar og skoð­anir voru teknar og svo var annað fólk sem samdi hinar eig­in­legu siða­regl­ur.“

Mörður Árna­son, sem sat í stjórn RÚV þegar regl­urnar voru settar og situr þar enn, sagði í áður­nefndum umræðum á Face­book að „út­varps­stjórn var sagt að þetta væru reglur frá starfs­mönnum og kæmu okkur ekki við.“

Miðað við þetta þá liggur ekki fyrir hver ber ábyrgð á umræddu ákvæði í siða­reglum RÚV. Það var að minnsta kosti ekki starfs­hópur starfs­manna og ekki stjórn RÚV. Það vill raunar eng­inn kann­ast við að hafa samið ákvæðið eða kraf­ist þess að það yrði í siða­regl­un­um!

Til að gera málið enn galn­ara þá hafa stjórn­endur RÚV aldrei gefið út nein leið­bein­andi til­mæli til starfs­manna um hvernig eigi að fram­fylgja regl­un­um. Þeir áttu bara að finna það út hjá sjálfum sér.

Þessa stöðu nýttu lög­menn og greiddir fót­göngu­liðar Sam­herja sér til að reyna að gera frétta­stofu rík­is­mið­ils­ins, og þá rann­sókn­ar­blaða­menn sem höfðu afhjúpað mögu­leg lög­brot fyr­ir­tæk­is­ins víða um heim, van­hæfa til að fjalla um sig.

Sumir mega verja starfs­heiður sinn

Nið­ur­staða siða­nefnd­ar­innar var loks birt í lok síð­ustu viku, tæpum sjö mán­uðum eftir að kæran barst. Í nið­ur­stöðukafl­anum segir að siða­reglur RÚV hafi verið settar „af starfs­fólki RÚV“ þrátt fyrir að ofan­greint sýni svart á hvítu að svo sé ekki. Þetta var í fyrsta sinn sem siða­nefndin fjall­aði um tján­ingu á sam­fé­lags­miðl­um.

Sam­kvæmt upp­haf­lega úrskurð­inum var 40 ummælum vísað frá eða þau talin þess eðlis að þau brytu ekki í bága við regl­urn­ar. Þar á meðal voru nær öll ummæli sem snér­ust um frétta­flutn­ing RÚV af Sam­herja, og voru í flestum tillfellum sett fram í kjöl­far for­dæma­lausra árása fyr­ir­tæk­is­ins á Helga Seljan og sam­starfs­menn hans.

Tíu af ell­efu ein­stak­lingum sem Sam­herji kærði voru hreins­aðir af sök. Rök­stuðn­ingur siða­nefnd­ar­innar var sá að fólkið mætti stíga fram að verja starfs­heiður sinn eða frétta­stof­unnar ef að honum er veg­ið. 

Fimm ummæli Helga Seljan þóttu hins vegar „al­var­legt“ brot á siða­regl­um. Ummælin eru sögð hafa beinst gegn fyr­ir­svar­s­­mönnum Sam­herja per­­són­u­­lega. Í nið­­ur­­stöðu siða­­nefnd­­ar­inn­ar segir að ummælin séu „á köflum í formi sam­tals, þar sem talað er beint, og stundum niður til for­svar­s­­manna kærenda eða eru sett fram í aug­­ljósri hæðn­­i.“

Ekki kalla for­stjóra „gæsk“

Nú verður farið yfir þau ummæli. Fyrstu ummælin sner­ust um frétt Morg­un­blaðs­ins sem birt­ist í des­em­ber 2019, og voru að uppi­stöðu gagn­rýni á þá blaða­menn sem hana skrif­uðu. Í nið­ur­lagi þeirra segir svo: „Von­andi er þessi árétt­ing ekki of ein­hliða fyrir hinn ball­anser­aða for­stjóra Sam­herj­a.“ Þessi setn­ing er að mati siða­nefndar RÚV brot á siða­regl­um, vænt­an­lega vegna þess að þar sé talað niður til Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, þáver­andi for­stjóra Sam­herja, eða vegna þess að þau séu sett fram í „aug­ljósri hæðn­i“. Það er ekki tekið fram sér­stak­lega hvort er, en Helgi mátti að mati nefnd­ar­innar ekki í þessu til­felli verja starfs­heiður sinn með árétt­ingu.

Auglýsing
Næstu ummæli voru svar Helga við mál­flutn­ingi sem áður­nefndur Björgólfur hafði sett fram opin­ber­lega og gaf til kynna að frétta­flutn­ingur Kveiks af málum Sam­herja hefði verið rang­ur. Í þeim sagði Helgi að Björgólfur ætti í vand­ræðum með að „höndla ein­faldar stað­reynd­ir“ og benti svo á grein sem hann gæti „byrjað á því að lesa gæskur“. Í lok ummæl­anna skrif­aði Helgi: „Þú þarft ekk­ert að biðja mig afsök­unar sam­t“. Helgi mátti ekki í þessu til­felli verja starfs­heiður sinn með því að leið­rétta það sem hann taldi vera rang­færsl­ur. Og alls ekki kalla for­stjóra stór­fyr­ir­tækis „gæskur“. Með þvi var hann að mati nefnd­ar­innar að tala niður til Björg­ólfs. Eða hæð­ast að hon­um.

Þriðju ummælin sem Helgi er sagður hafa brotið siða­reglur með að við­hafa voru eft­ir­far­andi: „Rosa­lega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „and­lit­un­um“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ Umrædd ummæli snertu ekki Sam­herja á neinn hátt heldur voru sett fram í tengslum við umfjöllun um fyr­ir­tækið Eldum rétt. Þetta lá fyrir við máls­með­ferð máls­ins og Sam­herji vissi það, enda til­tók lög­maður fyr­ir­tæk­is­ins að það þyrfti ekki að vera þol­andi ummæl­anna til að geta kært þau. Sam­herji mætti móðg­ast fyrir hönd ann­arra. Siða­nefndin hefur ákveðið að draga nið­ur­stöðu sína um að þessi ummæli séu brot á siða­reglum til baka og hafa þau verið fjar­lægð úr úrskurð­inum

Má ekki tjá sig um frétta­mál sem hann er ekki að fjalla um sjálfur

Fjórðu ummælin voru sett fram þegar Fjár­mála­eft­ir­litið heim­il­aði Sam­herja að sleppa við yfir­töku­skyldu í Eim­skip. Þá deildi Helgi frétt og skrif­aði við: „Hér er hún þá lík­lega kom­in, stærsta efna­hags­að­gerð íslenskra stjórn­valda vegna Covid-19“. Þessi skoðun hans, á máli sem Helgi var sjálfur ekki að fjalla um í sinni vinnu, var talin brot á siða­reglum RÚV.

Fimmtu ummælin sner­ust um sama mál, yfir­töku­skyldu Sam­herja í Eim­skip, en voru sett fram síð­ar. Þá skrif­aði Helgi: „Húrra fyrir seðla­banka­stjór­anum sem lét spila með sig...what a joke!“ Í umræðum um ummælin við hag­fræð­ing Við­skipta­ráðs, sagði Helgi svo: „Það að þeim hafi verið heim­ilað að sleppa undan yfir­töku­skyldu í mars, vegna Covid, var galið, og sýnir sig núna að var hreinn fyr­ir­slátt­ur.“ 

Sam­an­dregið þá er Helgi Seljan tal­inn hafa brotið alvar­lega gegn siða­reglum RÚV fyrir að tjá sig á sam­fé­lags­miðlum um frétt Morg­un­blaðs­ins og árétta að hún byggi á rang­færsl­um, fyrir að verja starfs­heiður sinn og kalla for­stjóra Sam­herja „gæsk“, fyrir að lýsa skoðun á fréttum um yfir­töku­skyldu í Eim­skip sem hann var sjálfur ekk­ert að fjalla um og, um tíma, fyrir að gagn­rýna frægt fólk fyrir að leika í aug­lýs­ingum fyrir Eldum rétt. Nið­ur­staðan er ekk­ert rök­studd sér­tækt heldur ein­ungis almennt með áður­greindum hætti. Að Helgi hafi verið að hæð­ast að eða tala niður ein­hverra.

Fyrir vikið er þessi hroð­virkn­is­lega nið­ur­staða með öllu ómark­tæk, til skammar fyrir siða­nefnd­ina og fyrir RÚV sem fjöl­miðla­fyr­ir­tæki.

Reynt að gera fjöl­miðil van­hæfan

Það má alveg hafa þá skoðun að Helgi Seljan eigi ekki að tjá sig með þeim hætti sem hann gerir stundum á sam­fé­lags­miðl­um. Það er þá stjórn­enda í fyr­ir­tæk­inu hans að leggja honum línur sem Helgi getur ákveðið hvort þess virði sé að fylgja til að starfa innan RÚV. Það hefur aldrei verið gert. Raunar hefur vantað veru­lega upp á það að stjórn­endur þess fyr­ir­tækis verji starfs­menn sína þegar á þá er herjað vegna vinnu sem þeir eru ráðnir til að vinna, svo vægt sé til orða tek­ið. Sá skortur á skjóli nær yfir marga aðra en Helga Selj­an.

Það blasir við öllu sæmi­lega skyn­sömu fólki hver til­gangur Sam­herja með kæru sinni var. Í fyrsta lagi vildi fyr­ir­tækið gera helstu blaða­menn RÚV van­hæfa um að fjalla um sig. Í öðru lagi vildi það senda skýr skila­boð til ann­arra fjöl­miðla­manna um hvað þeir gætu átt í vændum ef þeir segðu óþægi­legar fréttir um Sam­herja. Í þriðja lagi var kæran liður í þeirri veg­ferð að hafa æruna, lífs­við­ur­værið og mögu­lega vitið af þeim rann­sókn­ar­blaða­mönnum sem staðið hafa í stafni umfjöll­unar um mál­efni Sam­herja. Þetta má meðal ann­ars lesa úr nafn­lausu yfir­lýs­ing­unni sem fyr­ir­tækið birti á heima­síðu sinni á föstu­dag, og hefur líka verið birt á ensku og send á erlenda fjöl­miðla svo áhrifin verði alveg örugg­lega alþjóð­leg.

Almenn­ingur sér í gegnum gas­lýs­ing­una

Svona aðför má auð­vitað ekki takast. Sam­herj­a­málið snýst ekk­ert um Helga Selj­an. Það snýst ekki um RÚV eða aðra starfs­menn þess. Það snýst ekki um blaða­menn­ina sem vinna á hverjum degi við að reyna að segja almenn­ingi satt og rétt frá við gjör­sam­lega óboð­legar aðstæður í þessu sam­ansúrraða stroku­spill­ing­ar­sam­fé­lagi okkar þar sem hags­munir val­inna við­skipta­blokka og stjórn­mál renna á mörgum stöðum saman í eitt.

Sam­herj­a­málið snýst um að eitt stærsta fyr­ir­tæki á Íslandi er grunað um efna­hags­brot af áður óþekktri stærð­argráðu víða um heim. Það er grunað um að hafa sleppt því að greiða rétta skatta. Það er grunað um að hafa mútað stjórn­mála­mönnum og eftir atvikum framið önnur efna­hags­brot. Það er grunað um að hafa valdið miklum sam­fé­lags­legum skaða með athæfi sínu. Í mál­inu liggja fyrir gögn og vitn­is­burðir sem styðja við þessar ásak­an­ir. 

Almenn­ingur í land­inu sér bless­un­ar­lega í gegnum gas­lýs­ing­ar­til­raunir Sam­herja og mála­liða þeirra til að beina athygl­inni að sendi­boð­an­um. Í nýlegri könnun kom í ljós að 92 pró­sent lands­manna trúir því að Sam­herji hafi greitt mútur og 69 pró­sent sögðu að álit þeirra á Sam­herja hefði versn­að. Það bendir skýrt til þess að fólk treysti því að íslenskir blaða­menn hafi það mark­mið að segja satt og rétt frá, ekki að finna ein­hverju ímynd­uðu hatri á fyr­ir­tæki far­veg. Og það treystir því að málið fái við­eig­andi afgreiðslu í kerf­inu eftir sann­gjörnum reglum rétt­ar­rík­is­ins.

Mun­að­ar­lausar siða­reglur og illa áttuð siða­nefnd breyta engu um það. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari