Saga byrjar

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Annar pistill Jóns fjallar um landnámið en Jón efast um að það hafi atvikast með sama hætti og okkur hefur alltaf verið kennt.

Auglýsing

Því hefur verið haldið fram að Ísland hafi fyrst byggst upp af sterk­efn­uðum norskum bænd­um, með vík­inga­blóð í æðum sem hafi séð Ísland sem ein­hverja land­bún­að­ar­para­dís og hafi flutt hingað með allt sitt haf­urtask og aldrei horft til baka. Það held ég að sé að mestu leyti skáld­skapur og ósk­hyggja.

Það er erfitt að segja með vissu nákvæm­lega hvenær Ísland upp­götv­að­ist sem land­svæði á heimskort­inu. Eftir því sem ég kemst næst þá eru elstu heim­ild­ir, sem okkur varða, úr frá­sögnum gríska land­könn­uð­ar­ins Pýþe­asar frá Massal­íu, sem uppi var á 4. öld fyrir Krist. Í ferða­sögu hans er lýs­ing á landi sem mörgum gæti fund­ist eiga vel við Ísland. Hann minn­ist þar á haf­ís, sem var flestum vest­rænum mönnum fram­andi á þessum tíma. Hann minn­ist líka á mið­næt­ur­sól­ina. En hún er nátt­úr­lega ekki neitt eins­dæmi hér.

Upp­runa­leg ferða­saga Pýþe­asar er víst löngu glötuð og ein­ungis varð­veitt í brota­kenndri end­ur­frá­sögn ann­ars manns. Það var Pýþeas sem fyrstur talar um Thule og margir hafa viljað meina að þar væri hann að tala um Ísland og því hefur jafn­vel verið haldið fram af sum­um, jafn­vel fræða­fólki. Það er samt álit flestra fræð­inga að svo sé ekki og Thule eigi frekar við um Noreg eða jafn­vel Orkn­eyj­ar.

Auglýsing

Við vitum ósköp lítið um ferðir Pýþe­asar og hvort hann fór yfir höfuð í þær sjálfur eða hvort hann rit­aði þær ein­ungis upp eftir öðrum yfir vín­glasi, sitj­andi í sól­baði í góða veðr­inu á Asor­eyj­um. Það er nátt­úr­lega ómögu­legt að segja. En ferða­saga hans er að minnsta kosti talin fyrsta skráða til­raunin til að kort­leggja Norð­ur­-Atl­ants­hafið og upp­lýs­ingar um mis­mun­andi aðstæður þar.

Brendan frá Klon­fert og flakk írskra munka

Næstur til að koma hugs­an­lega til Íslands sýn­ist mér vera írski munk­ur­inn og land­könn­uð­ur­inn Brendan frá Klon­fert sem uppi var á fimmtu öld eftir Krist. Elstu varð­veittu heim­ild­irnar eru samt miklu yngri, skrif­aðar mörg­hund­ruð árum síð­ar. Brendan þessi gæti því allt eins verið til­búin skáld­sagna­per­sóna. Hann ku hafa flækst víða um Atl­ants­haf­ið, ásamt fleiri munkum, á léttum skinn­bát­um.

Mjög lík­legt er talið að hann hafi komið til Fær­eyja. Af lýs­ingum hans má ætla að hann hafi líka komið til Íslands því hann minn­ist á eld­virkni. Það eru engin eld­fjöll í Fær­eyj­um. Margir vilja líka meina að Brendan hafi fyrstur manna siglt yfir Atlands­hafið og alla leið til Amer­íku og er því víða haldið fram á Írlandi með svip­uðum hætti og sann­fær­ingu við gerum með Leif okkar Eiríks­son.

Ferða­sögur Brend­ans eru varð­veittar í yfir 100 mis­mun­andi hand­ritum og á ólíkum tungu­mál­um. Lýs­ingar hans eru upp­fullar af ýkj­um, mynd­lík­ingum og trú­ar­legum til­vís­unum sem erfitt getur verið að henda reiður á.

Það eru litlar og frekar óljósar og vafa­samar heim­ildir um að írskir ein­setumunkar hafi komið hér að sum­ar­lagi og dvalist hér til að sækja sér ein­veru og yfir­bót. Þetta er hug­mynd sem reglu­lega skýtur upp koll­in­um. Höf­undur Land­náma­bókar segir frá munkum sem eiga að hafa verið hér við land­námið en mér að vit­andi hafa aldrei fund­ist hér neinar forn­minjar sem styðja við þessa kenn­ingu.

Eins og við þekkjum úr sög­unni af Jesú þá tók það hann frekar langan tíma að deyja og hann dó og vakn­aði aftur til lífs­ins til skipt­is. En í þess­ari lang­dregnu bana­legu boð­aði hann end­ur­komu sína og ætl­aði í þeirri ferð að standa fyrir og taka þátt í heimsendi. Ein­hverjir hafa velt upp þeirri hug­mynd að hugs­an­lega hefðu jarð­hrær­ingar hér og eldsum­brot verið hinum heit­trú­uðu munkum inn­blástur og skýrt tákn um að heimsendir væri runn­inn upp og það hafi verið atburður sem þeir vildu alls ekki missa af og helst taka þátt í alveg frá upp­hafi.

Þessir menn voru nátt­úr­lega bók­stafs­trú­ar­menn sem efuð­ust ekki um það að heimsendir væri bara að detta inn á hverri stundu og öll þeirra til­vera gekk út á mein­læta­líf, ein­semd, yfir­bót og þján­ingu. Ísland hefur alltaf verið kjör­inn staður fyrir alls konar þján­ingu. En um þetta er ekk­ert vit­að.

Skáld­sagna­per­són­urnar Ingólfur Arn­ar­son og Hrafna-Flóki

Ísland kemst samt ekki almenni­lega á kortið fyrr en nor­rænir menn byrja að sigla hingað nokkrum öldum eftir téðan Brendan eða um 8-900 árum eftir fæð­ingu Jesú og þetta svo­kall­aða „land­nám” hefst. Því hefur jafnan verið haldið fram að ástæðan fyrir því að nors­arar hafi byrjað að flykkj­ast hingað hafi verið sú að þau hafi viljað flýja ofríki Har­aldar hárfagra Nor­egs­kon­ungs.

Mér hefur aldrei fund­ist þetta sann­fær­andi saga og því meira sem ég les mér til því meira efast ég um sann­leiks­gildi henn­ar. Ég veit ekki alveg hver var að ljúga og af hverju eða til hvers en það er bara svo margt sem gengur ekki upp. Getur verið að Har­aldur þessi hafi ekki verið raun­veru­legur maður heldur skáld­sagna­per­sóna? Mig grunar það. Ég er líka hræddur um að þeir Ingólfur Arn­ar­son og Hrafna-Flóki séu frekar skáld­aðir per­sónu­gerv­ingar en raun­veru­legir menn af holdi og blóði.

Ísland var lang­síð­asta land Evr­ópu til að vera numið af fólki. Fólk hafði búið í Nor­egi í 10-15.000 ár áður en því datt í hug að flytja hing­að.

Eng­inn veit því alveg fyrir víst hvaða fólk það var sem nam hér land og af hverju það ákvað að koma hing­að. Það eina sem við vitum með nokk­urri vissu er að flest kom þetta fólk frá Nor­egi. Þetta styðja bæði heim­ildir og vís­inda­legar rann­sókn­ir. Það er ekki vitað með vissu hvenær nákvæm­lega í sög­unni þetta gerð­ist.

Forn­leifa­fræð­ingar eru sífellt að upp­götva minjar og vís­bend­ingar um manna­ferðir og búsetu hér löngu fyrir hið „eig­in­lega” land­nám. En það tekur okkur nátt­úr­lega tíma að með­taka og melta það. Við stönd­um, á ákveð­inn hátt, í svip­uðum sporum og bók­stafs­trú­ar­hreyf­ing bibl­íu­fólks þegar forn­leifa­fræð­ingar byrj­uðu að grafa upp stein­gerv­inga af dynósár­um. Sköp­un­ar­saga Bibl­í­unn­ar, sem fram að því hafði verið tekið nokkuð trú­an­lega, minn­ist ekk­ert á dynósára.

Forn­sög­urnar eru okkar Bibl­íu­sögur

Það er margt líkt með sköp­un­ar­sögu Bibl­í­unnar og sög­unni um land­nám Íslands. Þar er margt sagt og ýmsu ævin­týra­legu haldið fram sem engar beinar sann­anir eru fyr­ir. Almennt hef­ur, hér á landi, verið litið á forn­sög­urnar okkar sem sagn­fræði­legar heim­ildir um upp­haf og sögu lands­ins. Þótt sú skoðun hafi minna fylgi en áður þá virð­ast flestir Íslend­ingar samt trúa því að þótt þarna sé kannski ekki alveg hár­rétt sagt frá öllu þá hafi þetta lík­lega í aðal­at­riðum gerst nokkurn veg­inn svona einsog segir í sög­un­um. Fyrir sumum er þetta jafn­vel heil­agur sann­leikur sem aðeins villu­trú­ar­fólk vogar sér að efast um.

Við kennum börnum okkar þessa sögu með nákvæm­lega sama hætti og krist­in­fræði var kennd í eina tíð. Í kennslu­bókum og fræðslu­efni er sjaldn­ast nokkur fyr­ir­vari um sann­leiks­gildi upp­lýs­ing­anna heldur eru þær settar fram sem við­tek­inn sann­leik­ur, og ekki nóg með það heldur líka eitt­hvað sem sé bæði göf­ugt og merki­legt og okkur sé bara hollt og gott að trúa á.

Í þess­ari sögu tekur Ingólfur Arn­ar­son að sér hlut­verk Adams og verður „fyrsti mað­ur­inn.” En ólíkt Adam, sem var alltaf alls­ber er Ingólfur alltaf sýndur í fullum her­klæð­um, með hjálm á hausnum og sverð í slíðri. Við hvern ætl­aði hann að skylm­ast hér? Var hann aldrei hræddur um að detta útbyrðis og sökkva til botns?

Þetta er ákveð­inn heila­þvottur sem við íslend­ingar fæð­umst inn í og ölumst upp í. Íslenskar skóla­bækur eru upp­fullar af þessu og þar er alhæft um alls­kon­ar. Sama er upp á ten­ingnum í almennri umræðu, ræðum og riti.

Veiði­stöðin Ísland

Það er mín skoð­un, eftir tals­verðan lest­ur, umræður og heila­brot að Ísland hafi verið verð­mæt veiði­stöð í fornöld. Að eiga haf­fært skip á mið­öldum hefur ekki verið á færi hvers sem er nema kónga og mjög ríkra höfð­ingja. Það var ekki nóg að byggja skipið heldur þurfti líka að halda því við og verja það fyrir öðr­um. Það þurfti fjöl­menna áhöfn sem hafði kunn­áttu og reynslu til að sigla skipum slysa­laust um úthöf­in. Þetta hefur verið alveg gríð­ar­lega vanda­söm og dýr útgerð.

Ég held að fyrsta fólkið sem hingað kom hafi verið vinnu­flokkar á vegum valda­mik­illa höfð­ingja í Evr­ópu sem var flutt hingað aðal­lega til að starfa við veiðar og járn­fram­leiðslu og skapa afurðir sem síðan voru seldar á mörk­uðum Evr­ópu. Mig grunar að flest verka­fólkið hafi verið frekar rétt­laust fólk, húskar­lar og þræl­ar. Með tím­anum byggð­ust smátt og smátt upp veiði­stöðvar í kringum landið og fólk sem lifði þar í kring.

Með vax­andi þekk­ingu, bættum aðstæðum og reynslu jókst fram­leiðslu­getan og um leið þörfin fyrir vinnu­afl. Og þar held ég að liggi hin raun­veru­lega ástæða fyrir fólks­flutn­ingum hing­að; gul­rótin sem helst fær fátækt fólk til að flytja búferlum á milli landa: Lof­orð um vinnu.

Skipa­kóng­arn­ir, eins og þeirra er sið­ur, hafa fengið vel borgað fyrir að flytja fólk­ið. Þeir hafa auð­vitað haldið áfram að stjórna og fylgj­ast með eignum sínum og arði en heima­hafnir þeirra voru ólík­lega hér. Vel getur hugs­ast að einn og einn vel settur kall hafi sest hér að um ótil­greindan tíma, eins og margir danskir kaup­menn gerðu síðar en uppi­staðan í fólk­inu var samt fátækt verka­fólk.

Ég á mjög bágt með að trúa því að norskir bændur hafi séð tæki­færi til stór­bú­skapar hér upp við Norð­ur­heim­skaut­ið. Land­nem­arnir voru veiði­menn og safn­arar áður en þau urðu bænd­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit