Sagan sem aldrei var sögð

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Hann hefur þá skoðun að sú saga eigi meira sameiginlegt með biblíusögum en raunverulegri sagnfræði. Þetta er fyrsti pistillinn í þeirri röð.

Auglýsing

Við Íslend­ingar erum bók­stafs­trú­ar­þjóð. Við trúum á skáld­skap. Það kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að saga okkar og tunga eru sam­ofin bæði skáld­skap og krist­inni trú. Það var kaþ­ólska kirkjan sem kom með bók­staf­ina til Íslands og kynnti þá fyrir lands­fólki. Biblían var lengi mest lesna bókin hér á landi og sálma­bækur eins og Pass­íu­sálmar Hall­gríms Pét­urs­son­ar. Við hrein­lega dýrkum lestur og gleðj­umst reglu­lega yfir árangri okkar í bóka­út­gáfu en höfum líka áhyggjur af því að lestur sé hugs­an­lega eitt­hvað að breyt­ast eða minnka. Við stærum okkur af því hvað við lesum mikið og trúum því að engin önnur þjóð kom­ist með tærnar þar sem við séum með hæl­ana þegar kemur að bóka­lestri. Og skiptir þá engu máli hvað lesið er.

Færri gera sér grein fyrir eða hafa áhyggjur af því að þjóðin er haldin mjög alvar­legri skáld­sagnafíkn og rit­höf­undar hafa vart undan að moka út nýjum skáld­sögum í lestr­ar­þyrstan lýð­inn. Eins og allir alvöru dópistar þá viljum við eitt ákveðið efni. Það er ekki heróín eða metam­fetamín, fjár­hættu­spil eða til­tekin teg­und af kyn­lífi sem við erum á hött­unum eft­ir. Nei, okkar drug of choice eru skáld­sög­ur. Við höldum auð­vitað áfram að glugga í Bibl­í­una en hún er samt bara orðin eins og meta­donið er fyrir heróín­fíkil­inn, veitir örlitla stund­ar­fró en alls ekki þann unað og alsælu-kikk sem fæst úr skáld­sögu. Skáld­skap­ur­inn er sam­ofin í sjálfs­mynd okkar og sögu. Við erum þjóð sem á margt sam­eig­in­legt með sér­trú­ar­söfn­uð­um; hópur fólks sem trúir á skáld­skap og stað­lausa stafi. Íslend­ingar eru ákveðið költ.

Við hikum ekki við að taka alþjóð­lega við­ur­kennd hug­tök, tálga þau til og laga að okkar tungu­máli og þröng­sýnu heims­mynd. Litt­er­a­túr kall­ast á íslensku bók-­mennt­ir. Litt­er­a­túr er vítt hug­tak sem nær yfir skrifuð orð en líka munn­lega geymd. (Þetta er grund­vall­ar­at­rið­i).  Leik­rit er litt­er­a­túr en það getur seint kall­ast bók­menntir vegna þess að það kemur sjaldn­ast út á bók. Enda stendur leik­ritun á brauð­fótum hér á landi. Vin­sæl­ustu leik­ritin eru leik­gerðir uppúr bókum og vin­sæl­ustu barna­leik­ritin und­an­tekn­ing­ar­laust eftir norskt leik­skáld. 

Eins og með annað bók­stafs­trú­ar­fólk þá trúum við öllu því sem skrifað er og helst ef það er í bók á meðan við höfum eðl­is­læga til­hneig­ingu til að efast um sann­leiks­gildi þess sem við heyrum og trúum oft ekki okkar eigin eyr­um. 

Íslend­ingar hafa aldrei almenni­lega kunnað að tala saman og aldrei gert mikið af því enda býður tungu­málið ekki sér­stak­lega upp á það. Við þekkjum ekki hug­tök eins og día­lek­tík; tveir aðilar eða hópar, sem eru á önd­verðum meiði, rök­ræða en í þeim sam­eig­in­lega til­gangi að kom­ast að rök­réttum sann­leika. Þetta orð er hrein­lega bannað í íslenskri tungu og skrítna fólkið sem vinnur við það að búa til nýyrði kallar día­lek­tík „þrætu­bók.” Það er eftir öllu og sam­ræðu­list dregin niður á þrætuplan­ið. Við kunnum að þjarka og þræta og helst að skipt­ast á alhæf­ing­um. Við kunnum bara illa að tala sam­an. Reyndar breytt­ust sam­skipti mikið með til­komu Face­book því hún gerði okkur kleift að byrja að skrif­ast á. Íslend­ingar hafa lík­lega aldrei átt eins mikil sam­skipti á neinum stað eins og á Face­book. Sam­ræður hafa aldrei verið hátt skrif­aðar á Íslandi og frekar þótt tefja fyrir vinnu eða ýta fólki út í laus­læti. Blaður og þvaður leiðir ekki til neins nema geð­veiki. Fólk getur hrein­lega talað frá sér allt vit. En það er ekki hægt að skrifa það frá sér. Ekki einu sinni á Face­book.

Auglýsing
Það er krefj­andi verk­efni að reyna að tala við bók­stafs­trú­ar­fólk. Það er lýj­andi til lengdar og getur auð­veld­lega leitt fólk í örvingl­an. Trú og rök eiga sjaldn­ast sam­leið. Trú byggir ekki á rökum heldur til­finn­inga­legri sann­fær­ingu. Fólk kýs að trúa ein­hverju, ekki vegna þess að það sé endi­lega satt, heldur af því að það veitir því fró og falskt örygg­i. 

Að ætla sér að tala um fyrir Íslend­ingum er ekki ósvipað því og fara til Utah og reyna að tala um fyrir strang­trú­uðum morm­ónum og reyna að leiða þeim fyrir sjónir að Morm­óns­bók sé nú auð­vitað bara hlægi­leg della og þau lifi í kjána­legri blekk­ingu um lífið og til­ver­una. Það er ólík­legt til árang­urs en leiðir lík­lega frekar til aðkasts og útskúf­un­ar.

En ég ætla samt að gera til­raun til þess. Ég lít svo á að íslenska þjóðin sé nokk­urs­konar sér­trú­ar­söfn­uð­ur, sem trúir á alls­konar hluti, sem varða sjálfs­mynd hennar og sögu. Við fæð­umst inn í þennan heim eins og börn sem fæð­ast inn í söfnuð Votta Jehóva eða í Norð­ur­-Kóreu og það er byrjað að bulla í okkur alveg frá upp­hafi og okkur eru kenndir hlutir sem byggja ekki á neinum raun­veru­leika. Alveg eins og Norð­ur­-Kórea þá erum við költ sem er líka við­ur­kennt þjóð­ríki. Við erum það sem vís­inda­kirkjan þráir að verða einn dag­inn. 

Í þessum pistlum mínum hér ætla ég að taka fyrir hina svoköll­uðu Íslands­sögu. Það er skoðun mín að hún eigi margt meira sam­eig­in­legt með bibl­íu­sögum en raun­veru­legri sagn­fræði. Reyndar erum við ein fárra þjóða sem á ekki orðið historíu í orða­forða sín­um. Fyrir okkur er allt bara saga, þar sem sann­leik­ur, trú og skáld­skapur rennur saman í eitt. Þetta er svona svipað og ef enska ætti ekki orðið history en bara story. En samt eru historía og saga í eðli sínu and­stæður bara eins og sann­leikur og lygi. Á meðan histor­ían hefur það mark­mið að reyna að draga saman lík­indi og stað­reyndir eftir vís­inda­legum aðferðum er saga yfir­leitt bara það sem betur hljómar og mark­miðið fyrst og fremst að segja góða sögu og sem fólk vill heyra.

Íslands­sagan á margt sam­eig­in­legt með Bibl­í­unni. Það er margt líkt með Forn­sög­unum íslensku og bókum gamla testa­ment­is­ins. Báðir bóka­flokk­arnir fela í sér upp­hafs-­mýtur sem segja sög­una af „Upp­haf­in­u.” Land­námu­bók og Íslend­inga­bók eru okkar Mósebæk­ur. Eins og gamla testa­mentið erum við með mikið af hetj­um, ofur­mennum og kon­ung­um. Við erum með speki­rit og Óðinn eng­inn eft­ir­bátur Salómóns í þeim efn­um. Báðir bóka­flokkar gera svo auð­vitað góða grein fyrir heimsendi. Og þetta eru meira og minna drengja­sögur eins og flestallar forn­ald­ar­sögur og kven­fólk yfir­leitt í auka­hlut­verki áhorf­enda og aðdá­enda. 

Það er vert að hafa það í huga að forn­sög­urnar íslensku voru skrif­aðar þegar Ísland var ramm-kaþ­ólskt land, af kaþ­ólskum köllum sem lifðu og hrærð­ust í mjög kristi­legum hug­ar­heimi og það var kaþ­ólska kirkjan sem stóð fyrir öllum skrifum og bóka­út­gáfu hér. 

Það er öllum í sjálfs­vald sett hverju þau vilja trúa um hluti sem þau vita ekki.. En mér finn­ast samt kall­arnir sem vappa um Mos­fells­dal­inn með málm­leit­ar­tæki og leita að gulli Egils Skalla­gríms­sonar í raun ekk­ert mikið frá­brugðnir köll­unum sem klöngr­ast um hlíðar Ararat­fjalls í þeirri von að rekast á örk­ina hans Nóa. 

Forn­ritin eru okkar Gamla testa­menti. Nýja testa­mentið okkar er Sjálf­stæð­is­hreyf­ingin og sjálf­stæðið og Jón Sig­urðs­son okkar Jesús. Í þess­ari sögu eru Danir í hlut­verki Róm­verja og Trampe greifi sjálfur Pontíus Pílat­u­s. 

Ég vil svo, áður en ég byrja allt skít­kastið og dóna­skap­inn, ítreka að ég er eng­inn fræði­mað­ur. Ég er bara sjálf­mennt­aður íslenskur aum­ingi, sem er bara nýbú­inn að átta sig á að hann er fæddur og alinn upp í sér­trú­ar­söfn­uð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiÁlit