Sagan sem aldrei var sögð

Jón Gnarr tekur fyrir hina svokölluðu Íslandssögu í pistlaröð. Hann hefur þá skoðun að sú saga eigi meira sameiginlegt með biblíusögum en raunverulegri sagnfræði. Þetta er fyrsti pistillinn í þeirri röð.

Auglýsing

Við Íslend­ingar erum bók­stafs­trú­ar­þjóð. Við trúum á skáld­skap. Það kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að saga okkar og tunga eru sam­ofin bæði skáld­skap og krist­inni trú. Það var kaþ­ólska kirkjan sem kom með bók­staf­ina til Íslands og kynnti þá fyrir lands­fólki. Biblían var lengi mest lesna bókin hér á landi og sálma­bækur eins og Pass­íu­sálmar Hall­gríms Pét­urs­son­ar. Við hrein­lega dýrkum lestur og gleðj­umst reglu­lega yfir árangri okkar í bóka­út­gáfu en höfum líka áhyggjur af því að lestur sé hugs­an­lega eitt­hvað að breyt­ast eða minnka. Við stærum okkur af því hvað við lesum mikið og trúum því að engin önnur þjóð kom­ist með tærnar þar sem við séum með hæl­ana þegar kemur að bóka­lestri. Og skiptir þá engu máli hvað lesið er.

Færri gera sér grein fyrir eða hafa áhyggjur af því að þjóðin er haldin mjög alvar­legri skáld­sagnafíkn og rit­höf­undar hafa vart undan að moka út nýjum skáld­sögum í lestr­ar­þyrstan lýð­inn. Eins og allir alvöru dópistar þá viljum við eitt ákveðið efni. Það er ekki heróín eða metam­fetamín, fjár­hættu­spil eða til­tekin teg­und af kyn­lífi sem við erum á hött­unum eft­ir. Nei, okkar drug of choice eru skáld­sög­ur. Við höldum auð­vitað áfram að glugga í Bibl­í­una en hún er samt bara orðin eins og meta­donið er fyrir heróín­fíkil­inn, veitir örlitla stund­ar­fró en alls ekki þann unað og alsælu-kikk sem fæst úr skáld­sögu. Skáld­skap­ur­inn er sam­ofin í sjálfs­mynd okkar og sögu. Við erum þjóð sem á margt sam­eig­in­legt með sér­trú­ar­söfn­uð­um; hópur fólks sem trúir á skáld­skap og stað­lausa stafi. Íslend­ingar eru ákveðið költ.

Við hikum ekki við að taka alþjóð­lega við­ur­kennd hug­tök, tálga þau til og laga að okkar tungu­máli og þröng­sýnu heims­mynd. Litt­er­a­túr kall­ast á íslensku bók-­mennt­ir. Litt­er­a­túr er vítt hug­tak sem nær yfir skrifuð orð en líka munn­lega geymd. (Þetta er grund­vall­ar­at­rið­i).  Leik­rit er litt­er­a­túr en það getur seint kall­ast bók­menntir vegna þess að það kemur sjaldn­ast út á bók. Enda stendur leik­ritun á brauð­fótum hér á landi. Vin­sæl­ustu leik­ritin eru leik­gerðir uppúr bókum og vin­sæl­ustu barna­leik­ritin und­an­tekn­ing­ar­laust eftir norskt leik­skáld. 

Eins og með annað bók­stafs­trú­ar­fólk þá trúum við öllu því sem skrifað er og helst ef það er í bók á meðan við höfum eðl­is­læga til­hneig­ingu til að efast um sann­leiks­gildi þess sem við heyrum og trúum oft ekki okkar eigin eyr­um. 

Íslend­ingar hafa aldrei almenni­lega kunnað að tala saman og aldrei gert mikið af því enda býður tungu­málið ekki sér­stak­lega upp á það. Við þekkjum ekki hug­tök eins og día­lek­tík; tveir aðilar eða hópar, sem eru á önd­verðum meiði, rök­ræða en í þeim sam­eig­in­lega til­gangi að kom­ast að rök­réttum sann­leika. Þetta orð er hrein­lega bannað í íslenskri tungu og skrítna fólkið sem vinnur við það að búa til nýyrði kallar día­lek­tík „þrætu­bók.” Það er eftir öllu og sam­ræðu­list dregin niður á þrætuplan­ið. Við kunnum að þjarka og þræta og helst að skipt­ast á alhæf­ing­um. Við kunnum bara illa að tala sam­an. Reyndar breytt­ust sam­skipti mikið með til­komu Face­book því hún gerði okkur kleift að byrja að skrif­ast á. Íslend­ingar hafa lík­lega aldrei átt eins mikil sam­skipti á neinum stað eins og á Face­book. Sam­ræður hafa aldrei verið hátt skrif­aðar á Íslandi og frekar þótt tefja fyrir vinnu eða ýta fólki út í laus­læti. Blaður og þvaður leiðir ekki til neins nema geð­veiki. Fólk getur hrein­lega talað frá sér allt vit. En það er ekki hægt að skrifa það frá sér. Ekki einu sinni á Face­book.

Auglýsing
Það er krefj­andi verk­efni að reyna að tala við bók­stafs­trú­ar­fólk. Það er lýj­andi til lengdar og getur auð­veld­lega leitt fólk í örvingl­an. Trú og rök eiga sjaldn­ast sam­leið. Trú byggir ekki á rökum heldur til­finn­inga­legri sann­fær­ingu. Fólk kýs að trúa ein­hverju, ekki vegna þess að það sé endi­lega satt, heldur af því að það veitir því fró og falskt örygg­i. 

Að ætla sér að tala um fyrir Íslend­ingum er ekki ósvipað því og fara til Utah og reyna að tala um fyrir strang­trú­uðum morm­ónum og reyna að leiða þeim fyrir sjónir að Morm­óns­bók sé nú auð­vitað bara hlægi­leg della og þau lifi í kjána­legri blekk­ingu um lífið og til­ver­una. Það er ólík­legt til árang­urs en leiðir lík­lega frekar til aðkasts og útskúf­un­ar.

En ég ætla samt að gera til­raun til þess. Ég lít svo á að íslenska þjóðin sé nokk­urs­konar sér­trú­ar­söfn­uð­ur, sem trúir á alls­konar hluti, sem varða sjálfs­mynd hennar og sögu. Við fæð­umst inn í þennan heim eins og börn sem fæð­ast inn í söfnuð Votta Jehóva eða í Norð­ur­-Kóreu og það er byrjað að bulla í okkur alveg frá upp­hafi og okkur eru kenndir hlutir sem byggja ekki á neinum raun­veru­leika. Alveg eins og Norð­ur­-Kórea þá erum við költ sem er líka við­ur­kennt þjóð­ríki. Við erum það sem vís­inda­kirkjan þráir að verða einn dag­inn. 

Í þessum pistlum mínum hér ætla ég að taka fyrir hina svoköll­uðu Íslands­sögu. Það er skoðun mín að hún eigi margt meira sam­eig­in­legt með bibl­íu­sögum en raun­veru­legri sagn­fræði. Reyndar erum við ein fárra þjóða sem á ekki orðið historíu í orða­forða sín­um. Fyrir okkur er allt bara saga, þar sem sann­leik­ur, trú og skáld­skapur rennur saman í eitt. Þetta er svona svipað og ef enska ætti ekki orðið history en bara story. En samt eru historía og saga í eðli sínu and­stæður bara eins og sann­leikur og lygi. Á meðan histor­ían hefur það mark­mið að reyna að draga saman lík­indi og stað­reyndir eftir vís­inda­legum aðferðum er saga yfir­leitt bara það sem betur hljómar og mark­miðið fyrst og fremst að segja góða sögu og sem fólk vill heyra.

Íslands­sagan á margt sam­eig­in­legt með Bibl­í­unni. Það er margt líkt með Forn­sög­unum íslensku og bókum gamla testa­ment­is­ins. Báðir bóka­flokk­arnir fela í sér upp­hafs-­mýtur sem segja sög­una af „Upp­haf­in­u.” Land­námu­bók og Íslend­inga­bók eru okkar Mósebæk­ur. Eins og gamla testa­mentið erum við með mikið af hetj­um, ofur­mennum og kon­ung­um. Við erum með speki­rit og Óðinn eng­inn eft­ir­bátur Salómóns í þeim efn­um. Báðir bóka­flokkar gera svo auð­vitað góða grein fyrir heimsendi. Og þetta eru meira og minna drengja­sögur eins og flestallar forn­ald­ar­sögur og kven­fólk yfir­leitt í auka­hlut­verki áhorf­enda og aðdá­enda. 

Það er vert að hafa það í huga að forn­sög­urnar íslensku voru skrif­aðar þegar Ísland var ramm-kaþ­ólskt land, af kaþ­ólskum köllum sem lifðu og hrærð­ust í mjög kristi­legum hug­ar­heimi og það var kaþ­ólska kirkjan sem stóð fyrir öllum skrifum og bóka­út­gáfu hér. 

Það er öllum í sjálfs­vald sett hverju þau vilja trúa um hluti sem þau vita ekki.. En mér finn­ast samt kall­arnir sem vappa um Mos­fells­dal­inn með málm­leit­ar­tæki og leita að gulli Egils Skalla­gríms­sonar í raun ekk­ert mikið frá­brugðnir köll­unum sem klöngr­ast um hlíðar Ararat­fjalls í þeirri von að rekast á örk­ina hans Nóa. 

Forn­ritin eru okkar Gamla testa­menti. Nýja testa­mentið okkar er Sjálf­stæð­is­hreyf­ingin og sjálf­stæðið og Jón Sig­urðs­son okkar Jesús. Í þess­ari sögu eru Danir í hlut­verki Róm­verja og Trampe greifi sjálfur Pontíus Pílat­u­s. 

Ég vil svo, áður en ég byrja allt skít­kastið og dóna­skap­inn, ítreka að ég er eng­inn fræði­mað­ur. Ég er bara sjálf­mennt­aður íslenskur aum­ingi, sem er bara nýbú­inn að átta sig á að hann er fæddur og alinn upp í sér­trú­ar­söfn­uð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit