Þrjár jákvæðar staðreyndir um bólusetningar til að peppa Felix Bergsson

Eikonomics hefur áhyggjur af bugun þjóðargersemar og gleðigjafa. Og reynir að hugga hann.

Auglýsing

Um dag­inn sá ég tíst sem þjóð­ar­ger­semin og gleði­gjaf­inn Felix Bergs­son sendi frá sér. Í því segir Fel­ix: „Æ hvað það væri nú gott að fá góðar fréttir um að bólu­efni sé á leið­inni. þetta gengur eitt­hvað svo hæææægt.” Í tíst­inu deilir hann svo mynd af covid.is sem sýnir hlut­fall bólu­settra eftir aldri. 

Felix Bergs­son, ég end­ur­tek Felix – jákvæðni hold­inu klædd – Bergs­son er að bug­ast á þessu heims­far­alds­á­standi. Felix – ég er alltaf í góðu skapi – Bergs­son hjólar á gjörð­inni. Felix – Gunni og Felix – Bergs­son er á síð­ustu metr­un­um, eins og við hin.

Bugun Felix er eitt­hvað sem þarf að laga. Ef ég á að vakna á morgn­ana og bursta tenn­urnar þá verð ég að vita að Felix Bergs­son sé ekki bug­að­ur. Ég þarf fólk eins og Felix til að halda sjálfum mér á flot­i. 

Felix og fólk sem deilir hans skap­gerð hefur haldið melónkól­ískara fólki eins og mér á floti í þessu ástandi. Og nú er hann hægt og smátt að bug­ast. Mín örlög eru sú að taka við róðr­in­um. Afbuga hann með einu afbug­un­ar­að­ferð­inni sem ég kann: Leið­rétt­ingu vænt­inga í gegnum tölur og töl­fræði.

Við erum í það minnsta ekki Nýja-­Sjá­land

Reyndar hefði ég alveg verið til í að Ísland hefði verið Nýja-­Sjá­land síð­ast­liðið ár. Það er nokkuð ljóst að þeir tóku rétta stefnu í að vernda heima­menn frá vírusnum, án þess að skerpa frelsi fólks of mik­ið. Sam­fé­lags­samn­ingur Íslands var annar og við völdum aðra leið, sem virt­ist alls ekki galin í mars á síð­asta ári og var það heldur ekki.

Við höfum þurft að þola smit, dauða, tak­mark­anir og almenn leið­indi tengd heims­far­aldr­inum og nú snýst allt um bólu­setn­ing­ar, einmitt hlut­inn sem er að buga Fel­ix.

Auglýsing
Rúmlega 11% íslensku þjóð­ar­innar hefur fengið í það minnsta eina sprautu. (Ein sprauta virð­ist gera heil­mikið gagn, þó betra sé að fá tvær.) 11% er því miður of lít­ið. Í Ísr­ael hafa um 60% fengið í það minnsta eina sprautu, rúm­lega fjórð­ungur Banda­ríkja­manna og um 42% allra Breta. 

Því má vel vera að Felix – eins og svo margir Íslend­ingar – hugsi með sér: „Af hverju getum við ekki verið Ísra­el? Banda­rík­in? Í það minnsta Bret­land?“

Við reyndum að vera Ísr­a­el. Kári gamli bretti upp á galla­ermarn­ar, tók upp far­síma og hringdi í félaga sína í Pfizer og spurði: „Megum við gera svona eins og Ísra­el?“. Og Pfizer sagði, „nei.“

Banda­ríkin fjár­festu um það bil einni íslenskri lands­fram­leiðslu í það að finna upp bólu­efni, auka fram­leiðslu­getu og koma bólu­efni á mark­að. Þannig gat rík­asta land í heimi komið sér upp nógu magni af bólu­efni á skömmum tíma. Til að tryggja að þetta gengi hratt fyrir sig settu Banda­ríkin líka algert bann við útflutn­ingi bólu­efn­is. Ísland býr hvorki yfir þeirri þekk­ingu, reynslu né fram­leiðslu­getu sem þarf til að finna upp bólu­efni og skella í spraut­ur. Því eru Banda­ríkin ekki bein­línis gott sam­an­burð­ar­land.

Svip­aða sögu er að segja af Bret­um. Þeir fjár­festu í sínum eig­in, nú þegar heimsklassa, lyfja­iðn­aði og pössuðu að inn­lend fram­leiðsla færi ekki úr landi. Módel sem ekki stóð Íslandi til boða.

Eina landið sem mér dettur í hug að sé í raun sam­bæri­legt Íslandi er gamla góða Nýja-­Sjá­land. Lítil eyja, lengst út í rass­gati, með eld­fjöll og jarð­skjálfta, nokkuð svip­aða menn­ingu, tak­mark­aðan lyfja­iðnað og svo gott sem algjör­lega upp á bólu­efna­inn­flutn­ing kom­in. Og þó þeir hafi staðið sig vel í að halda far­aldr­inum í skefj­um, þá er Nýja-­Sjá­land aðeins búið að bólu­setja um 0,5% þegna sinna. 

Þannig getur Felix kannski (von­and­i!) glaðst yfir því að við höfum þó fengið að vera með í sam­starfi Evr­ópu, sem hefur skilað sér þó í því að nú sé um 11% þjóð­ar­innar komin með vörn gegn þess­ari ömur­legu veiru.

Mynd 1: Fjöldi gef­inna bólu­efna­skammta á 100 íbúa á Íslandi og Nýja-­Sjá­landi

Mynd 1.

Heim­ild: Our World in Data

Ef COVID fer á flug þá höfum við nú þegar bjargað fullt af manns­lífum

Ég ætla aðeins að koma að graf­inu sem tók loftið úr Fel­ix. Grafið sýnir hlut­fall Íslend­inga sem eru bólu­settir eftir aldri. Grafið getur maður lesið á tvenna vegu.

Mynd 2: Hlut­fall bólu­settra Íslend­inga eftir aldri 

Mynd 2.

Heim­ild: covid.is

Með glasið hálft tómt getur maður lesið úr graf­inu að ofan að stærstur hluti þjóð­ar­innar sé enn ekki full­bólu­settur og langt sé í það að yngri hópar verði komnir með mótefni. Felix á fullan rétt á bugun sinni, aðeins um 7% Íslend­inga yfir 16 ára eru full­bólu­sett­ir. 

En ef glasið er hálf fullt þá má segja að fjöldi full­bólu­settra sem hlut­fall af mann­fjöld­anum sé kannski ekki það eina sem skiptir máli. Þess vegna ætla ég að doka aðeins við og segja ykkur frá Þýska­landi, sem eins og Ísland ein­beitti sér að bólu­setja eldri borg­ara á undan öðr­um. 

Rétt eins og Ísland hefur Þýska­land nú bólu­sett rúm­lega 80% á níræð­is­aldri og yfir, sem er aðeins lægra hlut­fall en á Íslandi. Grafið að neðan sýnir okkur viku­legan fjölda ein­stak­linga sem greinst hefur með COVID-19 á tíma­bil­inu 16. nóv­em­ber 2020 til 21. Mars 2021 í Þýska­land­i. 

  • Bláa línan sýnir þró­un­ina hjá ald­urs­hópnum 65-79 ára,
  • bleika línan sýnir þró­un­ina hjá þeim sem eru átta­tíu ára og eldri og 
  • svarta punkta­línan merkir þá viku sem bólu­setn­ing hófst í Þýska­landi.

Mynd 3: Viku­legur fjöldi greindra COVID-19 smita í Þýska­landi eftir ald­urs­hóp­um, fyrir og eftir að bólu­setn­ing hófst

Mynd 3.

Heim­ild: Robert Koch-Institut.

Ef bornar eru saman lín­urnar tvær þá er skýrt að sterk fylgni er á milli fjölda smita hópanna tveggja, framan af. Helsti mun­ur­inn var sá að fleiri greindust í eldri en yngri hópn­um. Þessi fylgni var afar sterk, þangað til að bólu­efnið fór að gera sitt. 

Í seinni hluta Jan­úar féll fjöldi greindra COVID-19 smita mikið hraðar í eldri hópn­um, sem byrjað var að bólu­setja, heldur en hjá unga fólk­inu (65-79 ára). Í febr­ú­ar, þegar fjöldi smita fór staðn­andi hjá óbólu­setta hópn­um, hélt fjölda greindra smita áfram að fækka í eldri hópnum og nú mars fer þeim ört fjölg­andi hjá 65-79 ára hópnum á meðan þau eru fá og fjölgar líti­lega hjá eldri borg­ur­um, sem flestir eru bólu­sett­ir.

Dán­ar­tíðni vegna COVID-19 í Þýska­landi hjá 80 ára og eldri er í kringum 23%. Í kringum 70% af öllum dauðs­föllum vegna COVID-19 áttu sér stað í hópi 80 ára og eldri. Nú er þriðja (fjórða? Fimmta? Ég er hættur að telja) bylgjan að skella á í Þýska­landi og vegna breska afbrigð­is­ins reikna sér­fræð­ingar með því að hún verði mikið verri en síð­asta bylgja. Og þó það sé eflaust rétt, þá mega Þjóð­verjar þakka fyrir það að hafa bólu­sett svo stóran hluta við­kvæm­asta hóps sam­fé­lags­ins. Því þó þeir séu stutt komnir á leið, þá þýður þetta að þrátt fyrir að rétt um 10% þjóð­ar­innar hafi fengið sína fyrstu sprautu þá munu lík­lega helm­ingi færri missa lífið í næstu bylgju en hefðu gert það ef ekk­ert bólu­efni væri til.

Á Íslandi hefur COVID-19 legið lengi í dvala en rumskar nú. Því getum við verið þakk­lát fyrir það að 97% allra ein­stak­linga yfir 79 ára (og 40% allra yfir sjö­tug­t!) hafa nú þegar verið bólu­sett­ir. Því er nokkuð ljóst að ef COVID-19 leggur landið undir sig þá mun mann­fallið í það minnsta vera helm­ingi – ef ekki marg­falt – minna en ef ekki hefði verið fyrir bólu­setn­ingu og vand­aða for­gangs­röðun henn­ar. 

Fel­ix, er farið að birta til? 

Í apríl hefst annar árs­fjórð­ungur

Í apríl komum við til með að ljúka því að bólu­setja þessa 14 þús­und ein­stak­linga yfir sjö­tugt sem enn ekki hafa fengið sprautu. Ef ég má draga á for­dæmi Þýska­lands, þá þýðir að sá hópur sem telur 90% allra dauðs­falla verði komin með ein­hverja vernd gegn COVID-19. 

Í apríl má einnig búast við því að um 100 milljón skammtar af bólu­efni verði afhentir í Evr­ópu. Í það minnsta 300 millj­ónir skammtar verða komnir í júní. Ef það gengur eftir þá ætti að vera hægt að gefa vel rúm­lega 70% allra Evr­ópu­búa sína fyrstu sprautu, þar á meðal Íslend­inga í sum­ar. Það hljómar fjar­stæðu­kennt í dag en þetta kem­ur. 

Ekki örvænta Fel­ix. Þrátt fyrir að leið­togar Evr­ópu hafi gert margt rangt, þá megum við þakka fyrir að fá að fljóta með. Ekki vildi ég vera einn á ára­bátnum í þessum ólgu­sjó bólu­efna sem stór­veldin berj­ast á. Við höfum einnig nú þegar bjargað fjölda manns­lífa, þökk sé skil­virkri úthlutun bólu­efna. Og einnig fer dag­inn að lengja fljót­lega. Stíflan fer að bresta og bólu­efni fer að flæða. Og von­andi verður lífið þá aftur eðli­legt.

En þangað til þarf ég Felix Bergs­son. Jákvæðan og pepp­að­an, því COVID-19 hefur nú þegar tekið of mikið frá okkur öllum og ég harð­neita að láta það líka taka góða skapið hans Fel­ix. Hækj­una sem við öll þurfum á þess­ari göngu­deild sem heim­ur­inn er orð­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics