Þrjár jákvæðar staðreyndir um bólusetningar til að peppa Felix Bergsson

Eikonomics hefur áhyggjur af bugun þjóðargersemar og gleðigjafa. Og reynir að hugga hann.

Auglýsing

Um daginn sá ég tíst sem þjóðargersemin og gleðigjafinn Felix Bergsson sendi frá sér. Í því segir Felix: „Æ hvað það væri nú gott að fá góðar fréttir um að bóluefni sé á leiðinni. þetta gengur eitthvað svo hæææægt.” Í tístinu deilir hann svo mynd af covid.is sem sýnir hlutfall bólusettra eftir aldri. 

Felix Bergsson, ég endurtek Felix – jákvæðni holdinu klædd – Bergsson er að bugast á þessu heimsfaraldsástandi. Felix – ég er alltaf í góðu skapi – Bergsson hjólar á gjörðinni. Felix – Gunni og Felix – Bergsson er á síðustu metrunum, eins og við hin.

Bugun Felix er eitthvað sem þarf að laga. Ef ég á að vakna á morgnana og bursta tennurnar þá verð ég að vita að Felix Bergsson sé ekki bugaður. Ég þarf fólk eins og Felix til að halda sjálfum mér á floti. 

Felix og fólk sem deilir hans skapgerð hefur haldið melónkólískara fólki eins og mér á floti í þessu ástandi. Og nú er hann hægt og smátt að bugast. Mín örlög eru sú að taka við róðrinum. Afbuga hann með einu afbugunaraðferðinni sem ég kann: Leiðréttingu væntinga í gegnum tölur og tölfræði.

Við erum í það minnsta ekki Nýja-Sjáland

Reyndar hefði ég alveg verið til í að Ísland hefði verið Nýja-Sjáland síðastliðið ár. Það er nokkuð ljóst að þeir tóku rétta stefnu í að vernda heimamenn frá vírusnum, án þess að skerpa frelsi fólks of mikið. Samfélagssamningur Íslands var annar og við völdum aðra leið, sem virtist alls ekki galin í mars á síðasta ári og var það heldur ekki.

Við höfum þurft að þola smit, dauða, takmarkanir og almenn leiðindi tengd heimsfaraldrinum og nú snýst allt um bólusetningar, einmitt hlutinn sem er að buga Felix.

Auglýsing
Rúmlega 11% íslensku þjóðarinnar hefur fengið í það minnsta eina sprautu. (Ein sprauta virðist gera heilmikið gagn, þó betra sé að fá tvær.) 11% er því miður of lítið. Í Ísrael hafa um 60% fengið í það minnsta eina sprautu, rúmlega fjórðungur Bandaríkjamanna og um 42% allra Breta. 

Því má vel vera að Felix – eins og svo margir Íslendingar – hugsi með sér: „Af hverju getum við ekki verið Ísrael? Bandaríkin? Í það minnsta Bretland?“

Við reyndum að vera Ísrael. Kári gamli bretti upp á gallaermarnar, tók upp farsíma og hringdi í félaga sína í Pfizer og spurði: „Megum við gera svona eins og Ísrael?“. Og Pfizer sagði, „nei.“

Bandaríkin fjárfestu um það bil einni íslenskri landsframleiðslu í það að finna upp bóluefni, auka framleiðslugetu og koma bóluefni á markað. Þannig gat ríkasta land í heimi komið sér upp nógu magni af bóluefni á skömmum tíma. Til að tryggja að þetta gengi hratt fyrir sig settu Bandaríkin líka algert bann við útflutningi bóluefnis. Ísland býr hvorki yfir þeirri þekkingu, reynslu né framleiðslugetu sem þarf til að finna upp bóluefni og skella í sprautur. Því eru Bandaríkin ekki beinlínis gott samanburðarland.

Svipaða sögu er að segja af Bretum. Þeir fjárfestu í sínum eigin, nú þegar heimsklassa, lyfjaiðnaði og pössuðu að innlend framleiðsla færi ekki úr landi. Módel sem ekki stóð Íslandi til boða.

Eina landið sem mér dettur í hug að sé í raun sambærilegt Íslandi er gamla góða Nýja-Sjáland. Lítil eyja, lengst út í rassgati, með eldfjöll og jarðskjálfta, nokkuð svipaða menningu, takmarkaðan lyfjaiðnað og svo gott sem algjörlega upp á bóluefnainnflutning komin. Og þó þeir hafi staðið sig vel í að halda faraldrinum í skefjum, þá er Nýja-Sjáland aðeins búið að bólusetja um 0,5% þegna sinna. 

Þannig getur Felix kannski (vonandi!) glaðst yfir því að við höfum þó fengið að vera með í samstarfi Evrópu, sem hefur skilað sér þó í því að nú sé um 11% þjóðarinnar komin með vörn gegn þessari ömurlegu veiru.

Mynd 1: Fjöldi gefinna bóluefnaskammta á 100 íbúa á Íslandi og Nýja-Sjálandi

Mynd 1.

Heimild: Our World in Data

Ef COVID fer á flug þá höfum við nú þegar bjargað fullt af mannslífum

Ég ætla aðeins að koma að grafinu sem tók loftið úr Felix. Grafið sýnir hlutfall Íslendinga sem eru bólusettir eftir aldri. Grafið getur maður lesið á tvenna vegu.

Mynd 2: Hlutfall bólusettra Íslendinga eftir aldri 

Mynd 2.

Heimild: covid.is

Með glasið hálft tómt getur maður lesið úr grafinu að ofan að stærstur hluti þjóðarinnar sé enn ekki fullbólusettur og langt sé í það að yngri hópar verði komnir með mótefni. Felix á fullan rétt á bugun sinni, aðeins um 7% Íslendinga yfir 16 ára eru fullbólusettir. 

En ef glasið er hálf fullt þá má segja að fjöldi fullbólusettra sem hlutfall af mannfjöldanum sé kannski ekki það eina sem skiptir máli. Þess vegna ætla ég að doka aðeins við og segja ykkur frá Þýskalandi, sem eins og Ísland einbeitti sér að bólusetja eldri borgara á undan öðrum. 

Rétt eins og Ísland hefur Þýskaland nú bólusett rúmlega 80% á níræðisaldri og yfir, sem er aðeins lægra hlutfall en á Íslandi. Grafið að neðan sýnir okkur vikulegan fjölda einstaklinga sem greinst hefur með COVID-19 á tímabilinu 16. nóvember 2020 til 21. Mars 2021 í Þýskalandi. 

  • Bláa línan sýnir þróunina hjá aldurshópnum 65-79 ára,
  • bleika línan sýnir þróunina hjá þeim sem eru áttatíu ára og eldri og 
  • svarta punktalínan merkir þá viku sem bólusetning hófst í Þýskalandi.

Mynd 3: Vikulegur fjöldi greindra COVID-19 smita í Þýskalandi eftir aldurshópum, fyrir og eftir að bólusetning hófst

Mynd 3.

Heimild: Robert Koch-Institut.

Ef bornar eru saman línurnar tvær þá er skýrt að sterk fylgni er á milli fjölda smita hópanna tveggja, framan af. Helsti munurinn var sá að fleiri greindust í eldri en yngri hópnum. Þessi fylgni var afar sterk, þangað til að bóluefnið fór að gera sitt. 

Í seinni hluta Janúar féll fjöldi greindra COVID-19 smita mikið hraðar í eldri hópnum, sem byrjað var að bólusetja, heldur en hjá unga fólkinu (65-79 ára). Í febrúar, þegar fjöldi smita fór staðnandi hjá óbólusetta hópnum, hélt fjölda greindra smita áfram að fækka í eldri hópnum og nú mars fer þeim ört fjölgandi hjá 65-79 ára hópnum á meðan þau eru fá og fjölgar lítilega hjá eldri borgurum, sem flestir eru bólusettir.

Dánartíðni vegna COVID-19 í Þýskalandi hjá 80 ára og eldri er í kringum 23%. Í kringum 70% af öllum dauðsföllum vegna COVID-19 áttu sér stað í hópi 80 ára og eldri. Nú er þriðja (fjórða? Fimmta? Ég er hættur að telja) bylgjan að skella á í Þýskalandi og vegna breska afbrigðisins reikna sérfræðingar með því að hún verði mikið verri en síðasta bylgja. Og þó það sé eflaust rétt, þá mega Þjóðverjar þakka fyrir það að hafa bólusett svo stóran hluta viðkvæmasta hóps samfélagsins. Því þó þeir séu stutt komnir á leið, þá þýður þetta að þrátt fyrir að rétt um 10% þjóðarinnar hafi fengið sína fyrstu sprautu þá munu líklega helmingi færri missa lífið í næstu bylgju en hefðu gert það ef ekkert bóluefni væri til.

Á Íslandi hefur COVID-19 legið lengi í dvala en rumskar nú. Því getum við verið þakklát fyrir það að 97% allra einstaklinga yfir 79 ára (og 40% allra yfir sjötugt!) hafa nú þegar verið bólusettir. Því er nokkuð ljóst að ef COVID-19 leggur landið undir sig þá mun mannfallið í það minnsta vera helmingi – ef ekki margfalt – minna en ef ekki hefði verið fyrir bólusetningu og vandaða forgangsröðun hennar. 

Felix, er farið að birta til? 

Í apríl hefst annar ársfjórðungur

Í apríl komum við til með að ljúka því að bólusetja þessa 14 þúsund einstaklinga yfir sjötugt sem enn ekki hafa fengið sprautu. Ef ég má draga á fordæmi Þýskalands, þá þýðir að sá hópur sem telur 90% allra dauðsfalla verði komin með einhverja vernd gegn COVID-19. 

Í apríl má einnig búast við því að um 100 milljón skammtar af bóluefni verði afhentir í Evrópu. Í það minnsta 300 milljónir skammtar verða komnir í júní. Ef það gengur eftir þá ætti að vera hægt að gefa vel rúmlega 70% allra Evrópubúa sína fyrstu sprautu, þar á meðal Íslendinga í sumar. Það hljómar fjarstæðukennt í dag en þetta kemur. 

Ekki örvænta Felix. Þrátt fyrir að leiðtogar Evrópu hafi gert margt rangt, þá megum við þakka fyrir að fá að fljóta með. Ekki vildi ég vera einn á árabátnum í þessum ólgusjó bóluefna sem stórveldin berjast á. Við höfum einnig nú þegar bjargað fjölda mannslífa, þökk sé skilvirkri úthlutun bóluefna. Og einnig fer daginn að lengja fljótlega. Stíflan fer að bresta og bóluefni fer að flæða. Og vonandi verður lífið þá aftur eðlilegt.

En þangað til þarf ég Felix Bergsson. Jákvæðan og peppaðan, því COVID-19 hefur nú þegar tekið of mikið frá okkur öllum og ég harðneita að láta það líka taka góða skapið hans Felix. Hækjuna sem við öll þurfum á þessari göngudeild sem heimurinn er orðin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics