Við og hinir erum við öll

„Ég vara sterklega við því að gera erlenda atvinnuleitendur að blórabögglum fyrir mögulegri nýrri bylgju faraldursins eða að stimpla þá sem hafa sýkst. Það smitast enginn að gamni sínu,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ.

Auglýsing

Heims­far­aldur kór­ónu­veiru hefur nú staðið í meira en ár. Hann hefur tekið af fólki lífs­við­ur­væri, heils­una og jafn­vel líf­ið. Hann hefur líka tekið frá okkur dag­legt líf, góðar stundir með vinum og ætt­ingj­um, ferða­lög og tóm­stund­ir. Við erum öll orðin lang­eyg eftir eðli­legu lífi og viljum að stjórn­völd geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að sýk­ingar brjót­ist út að nýju.

Við slíkar kring­um­stæður er eðli­legt að huga að því hvernig veiran berst inn í landið og milli manna. En leit að söku­dólgum getur líka verið hættu­leg, því að oft er auð­veld­ara að finna blóra­böggla meðal þeirra sem standa okkur fjær. Það er stutt í „við og hin­ir“ hugs­un­ina. Minn­is­stætt er þegar bæj­ar­stjóri sagði sitt fólk fara vel eftir reglum og því væru smit þar fátíð. Þessi orð voru vel mein­andi, en af þeim mátti skilja að öðru máli gegndi um utan­bæj­ar­fólk, sem væri þá orðið ógn við líf og heilsu bæj­ar­búa. Þetta eru kunn­ug­leg stef, þau hafa valdið átökum milli fólks; allt frá slags­málum á sveita­böllum til stríðs­á­taka.

Á sama tíma og við gerum allt til að sporna gegn útbreiðslu far­ald­urs­ins getum við ekki látið eins og Ísland geti eitt landa heims­ins orðið eyland. Veiran kom upp­haf­lega með íslensku skíða­fólki til lands­ins. Ef hún hefði ekki komið með þeim hefði hún komið síð­ar. Fólk ferð­ast milli landa af ýmsum ástæðum á þessum und­ar­legu tím­um. Sumir þurfa að ferð­ast til að kveðja ætt­ingja hinsta sinni, aðrir til að vera nærri fjöl­skyldu og vinum á erf­iðum tím­um. Höfum hug­fast að við getum aldrei vitað að fullu hverjar aðstæður fólks eru.

Auglýsing

Ég vara sterk­lega við því að gera erlenda atvinnu­leit­endur að blóra­bögglum fyrir mögu­legri nýrri bylgju far­ald­urs­ins eða að stimpla þá sem hafa sýkst. Það smit­ast eng­inn að gamni sínu og smit eru ekki borin á milli manna að ráðnum hug. Þetta er heims­far­aldur sem hegðar sér með ófyr­ir­séðum hætti.

ASÍ var­aði við opnun landamær­anna sem er áformuð voru 1. maí og að keyra ferða­þjón­ust­una af stað áður en mark­miðum um bólu­setn­ingar hefur verið náð. Það eru rétt­mæt varn­að­ar­orð. Hins vegar er ekki þar með sagt að loka eigi landa­mær­unum alfar­ið. Og það vekur upp hættu­legar til­hneig­ingar að ætla að Ísland eitt geti verið ósnert á sama tíma og heims­far­aldur blossar í öllum löndum í kringum okk­ur. Þrátt fyrir bakslag höfum við marga styrk­leika í þess­ari bar­áttu: sótt­varn­ir, upp­lýs­ingar og sam­stöðu.

Við skulum virkja þess þætti, en leggja til hliðar þörf­ina fyrir að leita að söku­dólg­um.

Höf­undur er for­seti ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar