Sjö af tíu hafa verra álit á Samherja og 92 prósent telja að mútur hafi verið greiddar

Íbúar á Akureyri og Dalvík trúa því síður að Samherji hafi greitt mútur fyrir aðgang að kvóta en aðrir landsmenn. Samherji hefur líka látið kanna viðhorf almennings en ekki birt þær niðurstöður.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Mark­tækur munur er á því hvort fólk trúi því að Sam­herji hafi greitt mútur til stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna í Namibíu eftir því hvort fólk býr ann­ars vegar á Akur­eyri eða Dal­vík eða hins vegar ann­ars­staðar á land­inu. Á Akur­eyri og Dal­vík, þar sem starf­semi Sam­herja er umfangs­mikil og áhrif fyr­ir­tæk­is­ins á nær­sam­fé­lag sömu­leið­is, segj­ast 71 pró­sent íbúa trúa því að Sam­herji hafi greitt mútur til að fá kvóta í Namib­íu. Á lands­vísu er það hlut­fall hins vegar 92 pró­sent. 

Þetta kemur fram í könnun sem Stundin fékk MMR til að gera vegna umfjöll­unar blaðs­ins um heima­vígi Sam­herja, sem birt var í dag. Alls svör­uðu 1.127 manns könn­un­inni og þar af voru 908 búsettir utan Akur­eyrar og Dal­vík­ur. 

Í könn­un­inni voru þátt­tak­endur líka spurðir hvort álit þeirra á útgerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja hefði verið óbreytt síð­ast­lið­inn tvö ár eða hvort það hefði breyst til hins betra eða verra. Alls sögð­ust 69 pró­sent aðspurðra á lands­vísu að álit þeirra á Sam­herja hefði versnað og ein­ungis fjögur pró­sent að það hefði batn­að. Á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu var nið­ur­staðan önn­ur. Alls 36 pró­sent aðspurðra á Akur­eyri og Dal­vík sögðu að álit þeirra á Sam­herja hefði versnað en tíu pró­sent að það hefði batn­að. Tæpur helm­ingur svar­enda þar, 47 pró­sent, sögðu að við­horfið væri óbreytt. Á lands­vísu var það hlut­fall 28 pró­sent. 

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í ágúst í fyrra þá hefur Sam­herji sjálfur einnig mælt traust fólks til sín. Í net­könnun sem Gallup sendi út á við­horfs­hóp sinn í lok júlí 2020 var fólk meðal ann­ars spurt hvort það væri ánægt eða óánægt með „að­­gerðir Sam­herja í kjöl­far ásak­ana um mútur í Namib­­íu“. Þetta er ekki eina skiptið sem Gallup hefur mælt hver ímynd fyr­ir­tæk­is­ins er í hugum lands­manna und­an­farið rúmt ár. Nið­ur­stöður þess­ara mæl­inga hafa ekki verið gerðar opin­ber­ar. 

Vilja vita hvernig ákvarð­anir voru teknar

Sam­herji hefur verið mikið til umfjöll­unar síð­ast­liðið rúmt ár. Þann 12. nóv­­­em­ber 2019 birt­ist umfjöllun Kveiks, Stund­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um meintar mút­­­­­­u­greiðsl­­­­­­­ur,  pen­inga­þvætti og skattsnið­­­­­­­göngu Sam­herja, sem byggði að mestu á tug­­­­­­­þús­undum gagna og upp­­­­­­­­­­­­­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­­­­­­­son­­­­­­­ar, fyrr­ver­andi starfs­­­­­­­manns Sam­herja í Namib­­­­­­­íu. 

Angar af því máli eru nú til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og hjá fjár­mála­eft­ir­lit­inu í Nor­egi. Þegar hafa verið lagðar fram ákærur í Namibíu á hendur félögum tengdum Sam­herja og þremur íslenskum stjórn­endum þeirra. Á Íslandi eru sex manns með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á Sam­herj­a­mál­um. Um er að ræða núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn og stjórn­endur Sam­herja. Á meðal þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herj­a. 

Auglýsing
Í mál­inu er grunur er að um mút­u­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­­ars til erlendra opin­berra starfs­­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auð­g­un­­ar­brot. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í þessum mán­uði að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG, sem vann lengi fyrir Sam­herja, hafi verið gert að  láta emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara í té upp­­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­­aðs­sak­­sókn­­ara hafa upp­­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­­­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014 í tengslum við rann­sókn­ina. 

Lesa má í úrskurði hér­­aðs­­dóms vegna þessa  að hér­­aðs­sak­­sókn­­ari telji nauð­­syn­­legt að upp­­lýsa um atriði sem varði fjár­­hag- og rekstr­­ar­af­komu félaga innan sam­­stæðu Sam­herja vegna rann­­sóknar máls­ins. Söm­u­­leiðis að það hafi þýð­ingu fyrir rann­­sókn emb­ætt­is­ins að upp­­lýsa eins og hægt er hvernig töku ákvarð­ana var háttað innan sam­­stæðu Sam­herja.

Athyglin bein­ist að Kýpur

Kveik­ur, frétta­skýr­inga­þáttur RÚV sem ásamt Stund­inni, Wiki­leaks og Al Jazeera stóð að upp­runa­legu umfjöll­un­inni um Sam­herj­a­skjölin í nóv­em­ber 2019, birti fram­halds­um­fjöllun um málið í gær­kvöldi.

Þar kom meðal ann­ars fram að grunur sé um frek­ari mútu­greiðslur til stjórn­mála­manns í Namibíu en áður hefur verið greint frá hér­lendis og kafað ofan í Kýp­ur­starf­semi Sam­herj­a. 

Kýpur hefur verið nokk­urs konar heima­höfn alþjóð­legrar starf­semi Sam­herja um margra ára skeið. Í umfjöllun Kveiks var vitnað til tölvu­pósts frá árinu 2009 sem Stundin birti fyrir nokkrum árum síð­an, frá Bald­vini Þor­steins­syni, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Afr­íku­út­gerðar Sam­herja og núver­andi for­stjóra Sam­herja í Evr­ópu, þar sem stóð: „„Til­gang­ur­inn er eft­ir­far­andi: Að búa til hagnað innan sölu­fyr­ir­tæk­is­ins þar sem eng­inn skattur er á hagnað fyr­ir­tæk­is­ins. Við teljum Kýpur vera rétta land­ið. Með því að búa til hagnað innan sölu­fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood getum við lækkað skipta­hlut sjó­manna og stjórnað betur á hvaða verðum við myndum gera upp. […] Með því að draga úr hagn­aði þar og láta hagn­að­inn mynd­ast hjá sölu­fyr­ir­tæk­inu þá tæk­ist okkur að auka hagnað heild­ar­inn­ar. Þetta teljum við nokkuð snyrti­lega leið til að draga úr skatt­greiðsl­u­m.“

Ári síðar færði Sam­herji umfangs­mikla fisk­sölu til Kýpur og hefur haft mikla starf­semi þar alla tíð síð­an, en skattar á fyr­ir­tæki þar í landi eru mun lægri en t.d. á Ísland­i. 

Í Kveik voru umsvif Kýp­ur­fé­laga Sam­herja, Esju Seafood og Esju Shipp­ing, og fjöl­margra dótt­ur­fé­laga þeirra rak­in. Félög­in  tvö eru með umsvif og tuga millj­arða króna eignir út um allan heim. Þegar Kveikur bank­aði upp á skrif­stofu þeirra í Limassol á Kýpur var hins vegar eng­inn þar. Og skrif­stof­an, sem líkt­ist frekar her­bergi, virð­ist að mestu vera til mála­mynda sam­kvæmt því sem fram kom í Kveik. Grunur rann­sókn­ar­að­ila á Íslandi bein­ist að því að raun­veru­leg stjórnun Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hafi öll verið á Íslandi.

Þá kom einnig fram í Kveik að í skýrslu rann­sókn­ar­end­ur­skoð­enda sem ráðnir voru af sam­starfs­fólki Sam­herja í Namibíu komi fram að þeir telji útgerð­ina hafa svikið fé af fólk­inu. Í rann­sókn­ar­skýrslu þeirra er lagt til að málið verði kært til lög­reglu og krafa gerð á Sam­herja um að greiða fyrr­ver­andi sam­starfs­fólk­inu millj­arða króna. 

Í við­tali í Morg­un­blað­inu

Sam­herji vildi ekki svara spurn­ingum Kveiks vegna umfjöll­un­ar­innar og óskum um við­tal við þá starfs­menn og stjórn­endur sem tengd­ust umfjöll­un­inni var hafn­að. Þess í stað birti fyr­ir­tækið efni á heima­síðu sinni sem bar fyr­ir­sögn­ina „Óljósar aðdrótt­anir Rík­is­út­varps­ins“. Í því efni birti fyr­ir­tækið mynd af þremur blaða­mönnum Kveiks og sagði að svo virt­ist „sem frétta­menn Rík­is­út­varps­ins ætli að freista þess enn á ný að end­ur­vinna gamlar upp­lýs­ingar um útgerð­ina í Namibíu í þeim til­gangi að koma höggi á Sam­herj­a.“ Engin til­raun er gerð í efn­inu til að svara efn­is­lega því sem fram kom í umfjöllun Kveiks í gær. 

Þor­steinn Már, sem var einn þeirra sem Kveikur óskaði eftir við­tali við, var svo til við­tals í Morg­un­blað­inu á síðu 2 í morg­un. Í þeirri frétt er haft eftir honum að hann muni ekki missa svefn yfir umfjöllun Kveiks. Hún sé áfram­hald­andi aðför Rík­is­út­varps­ins að Sam­herja og starfs­mönnum hans. „»Þarna kemur ekk­ert fram sem ekki er hægt að hrekja. Veru­legar skatt­greiðslur voru greiddar til Íslands vegna skipa sem aldrei komu til Íslands,“ er haft eftir Þor­steini Má. Ekki kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins hvernig það sem sett var fram í Kveik verði hrak­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent