Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu

Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.

Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Auglýsing

Í lið­inni viku sendi Gallup út net­könnun á við­horfa­hóp sinn, þar sem meðal ann­ars var spurt hversu mikið traust fólk bæri til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja og hvort fólk væri ánægt eða óánægt með „að­gerðir Sam­herja í kjöl­far ásak­ana um mútur í Namib­íu“.

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið virð­ist þannig vera að mæla álit almenn­ings á sjálfu sér og við­brögð­unum við upp­ljóstr­unum um starf­semi félags­ins í Namib­íu, en síð­asta mið­viku­dag var einmitt til­kynnt að rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein á mál­inu væri lok­ið.

Sam­herji gaf það þá út að fyr­ir­tækið ætl­aði á næstu vikum að taka „skýr­ari afstöðu opin­ber­lega“ til þeirra ásak­ana sem fyr­ir­tækið hefur staðið frammi fyrir og eru til rann­sóknar bæði hér heima og í Namib­íu.

AuglýsingSkjáskot úr könnun Gallup.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gallup tekur púls­inn á því hver ímynd fyr­ir­tæk­is­ins í hugum lands­manna frá því að Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í nóv­em­ber í fyrra. Snemma í des­em­ber voru þeir sem eru í við­horfa­hópi Gallup meðal ann­ars spurðir út í það hvort þeir bæru traust til Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, sem þá hafði nýlega tekið við stjórn­ar­taumunum hjá félag­inu eftir að Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri steig til hlið­ar.Nokkrir með stöðu grun­aðra manna hér á landi

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í mán­uð­inum að Jóhannes Stef­áns­son fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja í Namibíu og fleiri ótil­greindir aðilar væru með rétt­ar­stöðu grun­aðra manna vegna rann­sóknar emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara á mál­inu hér­lend­is. 

Sam­herji sagði í til­kynn­ingu sinni á mið­viku­dag að búið væri að kom­ast að sam­komu­lagi um að full­trúar frá Wik­borg Rein myndu funda með emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara „með haustin­u“. Þar sagði einnig að starfs­menn lög­manns­stof­unnar hefðu farið yfir og greint meira en milljón skjöl á þeim átta mán­uðum sem þeir hafa skoðað mál­efni Sam­herja í Namib­íu.

„Við höfum varið miklum tíma og fjár­munum í þetta ferli,“ var haft eftir Eiríki S. Jóhanns­syni stjórn­ar­for­manni Sam­herja, sem einnig sagði að ásak­an­irnar sem komið hafa fram hefðu dregið upp „af­bak­aða mynd af starf­semi Sam­herj­a“.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent