Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greinir frá því á vef sínum í dag að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sé lokið og að hún hafi verið kynnt fyrir stjórn félagsins.

Samherji á Sjávarútvegssýningunni
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji greinir frá því á vef sínum í dag að rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein á starf­semi félags­ins í Namib­íu, sem unnin var að beiðni Sam­herja, sé lok­ið. Nið­ur­stöð­urnar hafi verið kynnt fyrir stjórn félags­ins.

Á vef Sam­herja er haft eftir Eiríki S. Jóhanns­syni stjórn­ar­for­manni félags­ins að á næstu dögum muni Sam­herji „fjalla nánar um nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar og hrekja þær ásak­anir sem vöktu hörð við­brögð hjá okkur strax þegar þær voru settar fram í fyrra.“

Sam­komu­lag um fund Wik­borg Rein og hér­aðs­sak­sókn­ara

Í til­kynn­ingu félags­ins segir að Sam­herji muni áfram eiga sam­skipti við þar til bær stjórn­völd sem sýnt hafi vilja til sam­vinnu, auk þess sem fyr­ir­tækið hafi boðið fram aðstoð sína vegna rann­sókna á ásök­unum tengdum starf­sem­inni í Namib­íu, sem fram komu í umfjöll­unum Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera í nóv­em­ber í fyrra.

Auglýsing

Að sögn Sam­herja liggur fyrir fyr­ir­ ­sam­komu­lag um að lög­menn Wik­borg Rein eigi fund með emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara með haustinu. Þá hafi nokkrir fundir verið haldnir með full­trúum namibískra stjórn­valda til að kanna grund­völl fyrir svip­uðu sam­starfi við þau.

Greint var frá því í Kjarn­anum í síð­ustu viku að nokkrir ein­stak­ling­ar, þeirra á meðal Jóhannes Stef­áns­son fyrr­ver­andi starfs­maður hjá Sam­herj­a­sam­stæð­unni í Namibíu og síðar upp­ljóstr­ari, væru með rétt­ar­stöðu grun­aðra hér á landi vegna rann­sóknar emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara.

Hafna því að stjórn­endur hafi hlut­ast til um vafa­sama við­skipta­hætti 

„Við höfum virt allt þetta ferli og leyft rann­sókn­inni að hafa sinn gang. Af þessum sökum höfum við ekki brugð­ist opin­ber­lega við öllum ásök­unum þrátt fyrir að full ástæða hafi verið til þess frá upp­hafi. Að sama skapi viljum við að rann­sóknir opin­berra aðila gangi eðli­lega fyrir sig.  Engu að síður munum við á næstu vikum taka skýr­ari afstöðu opin­ber­lega til ein­stakra mála og fjalla nánar um ein­stök atriði en við höfum gert hingað til. 

Þá ber að und­ir­strika að Sam­herji hafnar því alfarið að stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins hafi nokkru sinni hlut­ast til um að nokk­urt dótt­ur­fyr­ir­tækja þess stund­aði vafa­sama við­skipta­hætti, þar á meðal mútu­greiðslur eða pen­inga­þvætti, í því skyni að ná fram fjár­hags­legum ávinn­ingi og mun and­mæla kröft­ug­lega frek­ari ásök­unum í þá veru,“ er haft eftir Eiríki á vef Sam­herja.

Birt­ing nið­ur­staðna Wik­borg Rein ýmsu háð

Á vef Sam­herja segir að þegar Wik­borg Rein hafi fundað með full­trúum við­eig­andi stjórn­valda þurfi að taka afstöðu til fjöl­margra atriða, meðal ann­ars þess „hvaða nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar er hægt að birta opin­ber­lega og hvern­ig.“ 

„Í því sam­bandi þarf að meta hvort birt­ing kunni að hafa áhrif á rann­sóknir í öðrum ríkj­um. Þá þarf að meta hvort birt­ing á upp­lýs­ingum gangi í ber­högg við lög og reglur vegna þeirra ein­stak­linga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoð­unar í þessu sam­band­i,“ segir í til­kynn­ingu Sam­herja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fer með málefni lista og menningu
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent