„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan

Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Hagn­aður Arion banka af áfram­hald­andi starf­semi á öðrum árs­fjórð­ungi nam rúmum 4,95 millj­örðum króna og jókst um 76 pró­sent frá sama árs­fjórð­ungi í fyrra. Arð­semi eig­in­fjár var 10,5 pró­sent, í sam­an­burði við 4,3 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra. Óvissa vegna COVID-19 er sögð við­var­andi, í til­kynn­ingu frá bank­anum til Kaup­hallar í dag.

Bank­inn lýsir jákvæðum við­snún­ingi í rekstri sínum og segir Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri að það sé „sér­stak­lega ánægju­legt“ að mark­miðum um 10 pró­sent arð­semi hafi verið náð, þar sem eig­in­fjár­staða bank­ans sé afar sterk og langt umfram kröfur eft­ir­lits­að­ila.

„Reglu­leg starf­semi bank­ans þró­ast með jákvæðum hætti á fjórð­ungnum en óvenju­lega háar fjár­muna­tekj­ur, bæði af hluta- og skulda­bréf­um, hafa mjög jákvæð áhrif á afkom­una. Það er því áfram for­gangs­at­riði að bæta enn frekar okkar reglu­legu starf­sem­i,“ er haft eftir Bene­dikt í til­kynn­ingu bank­ans.

Auglýsing

Bank­inn hefur í heild­ina hagn­ast um rúma 2,7 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en tapið á fyrsta árs­fjórð­ungi nam um 2,2 millj­örðum króna og arð­semi eig­in­fjár var þá nei­kvæð um 4,6 pró­sent.

Far­ald­ur­inn muni setja mark sitt á starf­sem­ina

„Þrátt fyrir gott upp­gjör á öðrum árs­fjórð­ungi er mik­il­vægt að taka fram að enn er umtals­verð óvissa í starfs­um­hverfi bank­ans vegna Covid-19. Far­ald­ur­inn, þróun hans og áhrif á bæði inn­lent og alþjóð­legt efna­hags­líf mun áfram setja mark sitt á starf­sem­ina,“ segir Bene­dikt banka­stjóri í ávarpi sínu og bætir við að óvissan snú­ist fyrst og fremst að þróun eigna­safns bank­ans. 

„Veru­lega dró úr nið­ur­færslum útlána á öðrum árs­fjórð­ungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skap­ast getur þörf á frek­ari nið­ur­færslum á meðan við göngum í gegnum núver­andi efna­hags­örð­ug­leika. Fjár­hags­legur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mik­ill að bank­inn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru upp­i,“ segir Bene­dikt.

17 millj­arðar í ný íbúða­lán

Bene­dikt segir að umtals­verð eft­ir­spurn hafi verið íbúða­lán­um, bæði nýjum lánum og lánum í tengslum við end­ur­fjár­mögn­un, sem gera megi ráð fyrir að teng­ist lægra vaxta­stigi hér á landi. Hann segir bank­ann alls hafa lánað 17 millj­arða króna í ný íbúða­lán á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

„Jafn­framt fara stuðn­ings­lán til fyr­ir­tækja, sem eru hluti af úrræðum stjórn­valda og hafa rík­is­á­byrgð að hluta eða öllu leyti, vel af stað og gengur vel að afgreiða þau lán til við­skipta­vina,“ segir Bene­dikt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent