„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan

Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Hagn­aður Arion banka af áfram­hald­andi starf­semi á öðrum árs­fjórð­ungi nam rúmum 4,95 millj­örðum króna og jókst um 76 pró­sent frá sama árs­fjórð­ungi í fyrra. Arð­semi eig­in­fjár var 10,5 pró­sent, í sam­an­burði við 4,3 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra. Óvissa vegna COVID-19 er sögð við­var­andi, í til­kynn­ingu frá bank­anum til Kaup­hallar í dag.

Bank­inn lýsir jákvæðum við­snún­ingi í rekstri sínum og segir Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri að það sé „sér­stak­lega ánægju­legt“ að mark­miðum um 10 pró­sent arð­semi hafi verið náð, þar sem eig­in­fjár­staða bank­ans sé afar sterk og langt umfram kröfur eft­ir­lits­að­ila.

„Reglu­leg starf­semi bank­ans þró­ast með jákvæðum hætti á fjórð­ungnum en óvenju­lega háar fjár­muna­tekj­ur, bæði af hluta- og skulda­bréf­um, hafa mjög jákvæð áhrif á afkom­una. Það er því áfram for­gangs­at­riði að bæta enn frekar okkar reglu­legu starf­sem­i,“ er haft eftir Bene­dikt í til­kynn­ingu bank­ans.

Auglýsing

Bank­inn hefur í heild­ina hagn­ast um rúma 2,7 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en tapið á fyrsta árs­fjórð­ungi nam um 2,2 millj­örðum króna og arð­semi eig­in­fjár var þá nei­kvæð um 4,6 pró­sent.

Far­ald­ur­inn muni setja mark sitt á starf­sem­ina

„Þrátt fyrir gott upp­gjör á öðrum árs­fjórð­ungi er mik­il­vægt að taka fram að enn er umtals­verð óvissa í starfs­um­hverfi bank­ans vegna Covid-19. Far­ald­ur­inn, þróun hans og áhrif á bæði inn­lent og alþjóð­legt efna­hags­líf mun áfram setja mark sitt á starf­sem­ina,“ segir Bene­dikt banka­stjóri í ávarpi sínu og bætir við að óvissan snú­ist fyrst og fremst að þróun eigna­safns bank­ans. 

„Veru­lega dró úr nið­ur­færslum útlána á öðrum árs­fjórð­ungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skap­ast getur þörf á frek­ari nið­ur­færslum á meðan við göngum í gegnum núver­andi efna­hags­örð­ug­leika. Fjár­hags­legur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mik­ill að bank­inn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru upp­i,“ segir Bene­dikt.

17 millj­arðar í ný íbúða­lán

Bene­dikt segir að umtals­verð eft­ir­spurn hafi verið íbúða­lán­um, bæði nýjum lánum og lánum í tengslum við end­ur­fjár­mögn­un, sem gera megi ráð fyrir að teng­ist lægra vaxta­stigi hér á landi. Hann segir bank­ann alls hafa lánað 17 millj­arða króna í ný íbúða­lán á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

„Jafn­framt fara stuðn­ings­lán til fyr­ir­tækja, sem eru hluti af úrræðum stjórn­valda og hafa rík­is­á­byrgð að hluta eða öllu leyti, vel af stað og gengur vel að afgreiða þau lán til við­skipta­vina,“ segir Bene­dikt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent