„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan

Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.

Benedikt Gislason
Auglýsing

Hagn­aður Arion banka af áfram­hald­andi starf­semi á öðrum árs­fjórð­ungi nam rúmum 4,95 millj­örðum króna og jókst um 76 pró­sent frá sama árs­fjórð­ungi í fyrra. Arð­semi eig­in­fjár var 10,5 pró­sent, í sam­an­burði við 4,3 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra. Óvissa vegna COVID-19 er sögð við­var­andi, í til­kynn­ingu frá bank­anum til Kaup­hallar í dag.

Bank­inn lýsir jákvæðum við­snún­ingi í rekstri sínum og segir Bene­dikt Gísla­son banka­stjóri að það sé „sér­stak­lega ánægju­legt“ að mark­miðum um 10 pró­sent arð­semi hafi verið náð, þar sem eig­in­fjár­staða bank­ans sé afar sterk og langt umfram kröfur eft­ir­lits­að­ila.

„Reglu­leg starf­semi bank­ans þró­ast með jákvæðum hætti á fjórð­ungnum en óvenju­lega háar fjár­muna­tekj­ur, bæði af hluta- og skulda­bréf­um, hafa mjög jákvæð áhrif á afkom­una. Það er því áfram for­gangs­at­riði að bæta enn frekar okkar reglu­legu starf­sem­i,“ er haft eftir Bene­dikt í til­kynn­ingu bank­ans.

Auglýsing

Bank­inn hefur í heild­ina hagn­ast um rúma 2,7 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en tapið á fyrsta árs­fjórð­ungi nam um 2,2 millj­örðum króna og arð­semi eig­in­fjár var þá nei­kvæð um 4,6 pró­sent.

Far­ald­ur­inn muni setja mark sitt á starf­sem­ina

„Þrátt fyrir gott upp­gjör á öðrum árs­fjórð­ungi er mik­il­vægt að taka fram að enn er umtals­verð óvissa í starfs­um­hverfi bank­ans vegna Covid-19. Far­ald­ur­inn, þróun hans og áhrif á bæði inn­lent og alþjóð­legt efna­hags­líf mun áfram setja mark sitt á starf­sem­ina,“ segir Bene­dikt banka­stjóri í ávarpi sínu og bætir við að óvissan snú­ist fyrst og fremst að þróun eigna­safns bank­ans. 

„Veru­lega dró úr nið­ur­færslum útlána á öðrum árs­fjórð­ungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skap­ast getur þörf á frek­ari nið­ur­færslum á meðan við göngum í gegnum núver­andi efna­hags­örð­ug­leika. Fjár­hags­legur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mik­ill að bank­inn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru upp­i,“ segir Bene­dikt.

17 millj­arðar í ný íbúða­lán

Bene­dikt segir að umtals­verð eft­ir­spurn hafi verið íbúða­lán­um, bæði nýjum lánum og lánum í tengslum við end­ur­fjár­mögn­un, sem gera megi ráð fyrir að teng­ist lægra vaxta­stigi hér á landi. Hann segir bank­ann alls hafa lánað 17 millj­arða króna í ný íbúða­lán á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

„Jafn­framt fara stuðn­ings­lán til fyr­ir­tækja, sem eru hluti af úrræðum stjórn­valda og hafa rík­is­á­byrgð að hluta eða öllu leyti, vel af stað og gengur vel að afgreiða þau lán til við­skipta­vina,“ segir Bene­dikt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent