Átta sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt

Átta lögfræðingar sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt Íslands. Í hópi umsækjenda eru fjórir dómarar við Landsrétt.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Átta umsækj­endur eru um tvö emb­ætti dóm­ara við Hæsta­rétt Íslands, sem aug­lýst voru til umsóknar 10. júlí síð­ast­lið­inn. Þor­geir Örlygs­son og Greta Bald­urs­dóttir báð­ust lausnar frá dóm­stólnum fyrr í sum­ar.

Umsókn­ar­frestur um emb­ættin tvö rann út í fyrra­dag, 27. júlí. Eft­ir­far­andi ein­stak­lingar sækj­ast eftir þeim:

  • Aðal­steinn E. Jón­as­son, dóm­ari við Lands­rétt
  • Ása Ólafs­dótt­ir, pró­fessor
  • Ástríður Gríms­dótt­ir, hér­aðs­dóm­ari
  • Björg Thoraren­sen, pró­fessor
  • Davíð Þór Björg­vins­son, dóm­ari við Lands­rétt
  • Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, lög­maður
  • Oddný Mjöll Arn­ar­dótt­ir, dóm­ari við Lands­rétt
  • Þor­geir Ingi Njáls­son, dóm­ari við Lands­rétt.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að skipað verði í emb­ættin hið fyrsta eftir að dóm­nefnd um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætti hafi lokið störf­um. 

Miklar breyt­ingar eru að verða á sam­setn­ingu æðsta dóm­stóls Íslands, en þegar búið verður að skipa í emb­ættin tvö sem nú eru laus munu fjórir af sjö dóm­urum rétt­ar­ins hafa verið skip­aðir frá því í des­em­ber 2019, þar af þrír á þessu ári. 

Auglýsing

Fimm dóm­arar hafa í heild­ina hætt störf­um, en í fyrra var ákveðið að fækka dóm­urum úr átta í sjö eins og staðið hafði til frá því að Lands­réttur tók til starfa. 

Á mánu­dag var greint frá því að Bene­dikt Boga­son hefði verið kjör­inn for­seti Hæsta­réttar og Ing­veldur Ein­ars­dóttir vara­for­seti dóm­stóls­ins á fundi dóm­ara sem þá fór fram. Þau taka við stöð­unum 1. sept­em­ber. 

Aðrir dóm­arar við rétt­inn, sem sitja munu áfram, eru Sig­urður Tómas Magn­ús­son, Ólafur Börkur Þor­valds­son og Karl Axels­son. Ólafur Börkur er sá dóm­ari við Hæsta­rétt sem setið hefur lengst, en hann var skip­aður í emb­ætti árið 2003. Næstur honum í reynslu af dóm­störfum við rétt­inn er Bene­dikt Boga­son, sem skip­aður var árið 2012.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent