Fyrsta svarta konan við hæstarétt – 232 árum eftir stofnun hans

Ketanji Brown Jackson veit að hún er fyrirmynd margra og að sú ábyrgð sé mikil. En hún er tilbúin að axla hana. Ég tekst á við þetta með gjöfum forfeðra minna. Ég er draumur og von þrælanna.“

Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Auglýsing

„Það liðu 232 ár og tók 115 aðrar til­nefn­ingar áður en kom að því að svört kona væri valin til að sitja í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna. En við höfum náð hing­að. Við höfum gert það. Við öll.“

Þetta sagði Ket­anji Brown Jackson í apríl er öld­unga­deild banda­ríska þings­ins hafði sam­þykkt til­nefn­ingu hennar í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Á fimmtu­dag sór hún emb­ætt­is­eið sinn. Hún er sjötta konan sem tekur sæti í dómn­um, tekur við af Stephen Breyer sem orð­inn er 83 ára og sest nú í helgan stein eftir tæpa þrjá ára­tugi við dóm­stól­inn.

Auglýsing

Joe Biden for­seti til­nefndi Jackson í emb­ættið í vetur er ljóst var að Breyer myndi senn láta að störf­um. Til­nefn­ingin var tekin til atkvæða­greiðslu í öld­unga­deild­inni í byrjun apríl og var sam­þykkt með 53 atkvæðum þing­mann­anna gegn 47.

Emb­ætt­is­taka Jackson er sögu­leg í ýmsum skiln­ingi. Hún er ekki aðeins aðeins sjötta konan sem tekur sæti í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna heldur fyrsta svarta kon­an. 116 dóm­arar hafa setið í rétt­inum frá stofnun hans.

Joe Biden forseti faðmar Ketanji Brown Jackson eftir að ljóst var að hún yrði hæstaréttardómari. Mynd: EPA

Jackson tók við emb­ætt­inu við lát­lausa og fámenna athöfn. Hún sór emb­ætt­is­eið sinn á biblíu í eigu fjöl­skyldu sinnar og aðra sem er í eigu dóm­stóls­ins. Eig­in­maður henn­ar, lækn­ir­inn Pat­rick, hélt á bók­unum er hún lagði hönd sína á þær og sór að sinna störfum sínum af heil­indum án þess að fara í mann­grein­ing­ar­á­lit. Við dóm­stól sem hefur svo sann­ar­lega verið umdeildur – ekki síst síð­ustu vikur eftir að meiri­hluti hans sneri við ríf­lega hálfrar aldar nið­ur­stöðu í máli Roe gegn Wade er tryggt hafði stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt til þung­un­ar­rofs.

Seta Jackson í hæsta­rétti mun ekki breyta því valda­hlut­falli milli þeirra tveggja blokka sem þykja ein­kenna hann; íhalds­samra dóm­ara ann­ars vegar og frjáls­lynd­ari hins veg­ar. Sex dóm­arar falla í fyrri flokk­inn og þrír áfram í þann seinni.

Margir söfnuðust saman fyrir utan byggingu Hæstaréttar í Washington er Ketanji Brown Jackson sór embættiseið sinn. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem komu til að fagna þessum sögulegu tímamótum. Mynd: EPA

„Á tímum þar sem hægri öfga­stefna eitrar hæsta dóm­stól lands­ins okkar mun hún hafa rödd – og atkvæði – sam­kennd­ar, virð­ingar fyrir mann­rétt­ind­um, lögum og regl­u­m,“ sagði Derrick John­son, for­seti N.A.A.C.P., sam­taka sem berj­ast rétt­indum fólks sem er dökkt á hör­und. „Þetta eru stærstu fréttir fyrir svart fólk í Banda­ríkj­unum í langan, langan tíma.“

Öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn úr röðum repúblik­ana sóttu hart að Jackson er hún kom fyrir þing­nefnd eftir til­nefn­ingu sína til að svara spurn­ing­um. Þeir reyndu að gera hana tor­tryggi­lega með ásök­unum um að hún tæki af lin­kind á kyn­ferð­is­brotum gegn börnum og reyndu að kveikja elda með því að spyrja hvernig hún skil­greindi orðið „kona“, svo dæmi séu tek­in.

Þrír þing­menn Repúblikana­flokks­ins greiddu hins vegar að lokum með til­nefn­ingu henn­ar, þau Mitt Rom­ney, Lisa Murkowski og Susan Coll­ins.

Ketanji Brown Jackson sver embættiseið á bíblíur sem eiginmaður hennar, Patrick, hélt á. Til hægri er Stephen Breyer. Mynd: EPA

Jackson fædd­ist í höf­uð­borg­inni Was­hington árið 1970 en ólst upp í Miami. Hún útskrif­að­ist úr Harvar­d-há­skóla. Hún starf­aði næstu árin m.a. sem aðstoð­ar­maður Breyers hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sak­sókn­ari og síðar dóm­ari við áfrýj­un­ar- og umdæm­is­dóm­stóla í Was­hington. Faðir henn­ar, Johnny Brown, er lög­fræð­ingur og var sak­sókn­ari í Miami-Dade sýslu og móðir henn­ar, Ell­ery, var skóla­stjóri í lista­skóla. Jackson-hjónin eiga tvær dæt­ur; Leilu og Taliu.

Eftir að Jackson sór sinn emb­ætt­is­eið við­ur­kenndi hún að til­hugs­unin um að vera fyr­ir­mynd svo margra væri nokkuð yfir­þyrm­andi en að hún væri til­búin í að taka þá ábyrgð. Hún gerði orð úr ljóði Mayu Ang­elou að sínu og sagði: „Ég tekst á við þetta með gjöfum for­feðra minna. Ég er draumur og von þræl­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar