Fyrsta svarta konan við hæstarétt – 232 árum eftir stofnun hans

Ketanji Brown Jackson veit að hún er fyrirmynd margra og að sú ábyrgð sé mikil. En hún er tilbúin að axla hana. Ég tekst á við þetta með gjöfum forfeðra minna. Ég er draumur og von þrælanna.“

Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Auglýsing

„Það liðu 232 ár og tók 115 aðrar til­nefn­ingar áður en kom að því að svört kona væri valin til að sitja í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna. En við höfum náð hing­að. Við höfum gert það. Við öll.“

Þetta sagði Ket­anji Brown Jackson í apríl er öld­unga­deild banda­ríska þings­ins hafði sam­þykkt til­nefn­ingu hennar í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Á fimmtu­dag sór hún emb­ætt­is­eið sinn. Hún er sjötta konan sem tekur sæti í dómn­um, tekur við af Stephen Breyer sem orð­inn er 83 ára og sest nú í helgan stein eftir tæpa þrjá ára­tugi við dóm­stól­inn.

Auglýsing

Joe Biden for­seti til­nefndi Jackson í emb­ættið í vetur er ljóst var að Breyer myndi senn láta að störf­um. Til­nefn­ingin var tekin til atkvæða­greiðslu í öld­unga­deild­inni í byrjun apríl og var sam­þykkt með 53 atkvæðum þing­mann­anna gegn 47.

Emb­ætt­is­taka Jackson er sögu­leg í ýmsum skiln­ingi. Hún er ekki aðeins aðeins sjötta konan sem tekur sæti í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna heldur fyrsta svarta kon­an. 116 dóm­arar hafa setið í rétt­inum frá stofnun hans.

Joe Biden forseti faðmar Ketanji Brown Jackson eftir að ljóst var að hún yrði hæstaréttardómari. Mynd: EPA

Jackson tók við emb­ætt­inu við lát­lausa og fámenna athöfn. Hún sór emb­ætt­is­eið sinn á biblíu í eigu fjöl­skyldu sinnar og aðra sem er í eigu dóm­stóls­ins. Eig­in­maður henn­ar, lækn­ir­inn Pat­rick, hélt á bók­unum er hún lagði hönd sína á þær og sór að sinna störfum sínum af heil­indum án þess að fara í mann­grein­ing­ar­á­lit. Við dóm­stól sem hefur svo sann­ar­lega verið umdeildur – ekki síst síð­ustu vikur eftir að meiri­hluti hans sneri við ríf­lega hálfrar aldar nið­ur­stöðu í máli Roe gegn Wade er tryggt hafði stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt til þung­un­ar­rofs.

Seta Jackson í hæsta­rétti mun ekki breyta því valda­hlut­falli milli þeirra tveggja blokka sem þykja ein­kenna hann; íhalds­samra dóm­ara ann­ars vegar og frjáls­lynd­ari hins veg­ar. Sex dóm­arar falla í fyrri flokk­inn og þrír áfram í þann seinni.

Margir söfnuðust saman fyrir utan byggingu Hæstaréttar í Washington er Ketanji Brown Jackson sór embættiseið sinn. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem komu til að fagna þessum sögulegu tímamótum. Mynd: EPA

„Á tímum þar sem hægri öfga­stefna eitrar hæsta dóm­stól lands­ins okkar mun hún hafa rödd – og atkvæði – sam­kennd­ar, virð­ingar fyrir mann­rétt­ind­um, lögum og regl­u­m,“ sagði Derrick John­son, for­seti N.A.A.C.P., sam­taka sem berj­ast rétt­indum fólks sem er dökkt á hör­und. „Þetta eru stærstu fréttir fyrir svart fólk í Banda­ríkj­unum í langan, langan tíma.“

Öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn úr röðum repúblik­ana sóttu hart að Jackson er hún kom fyrir þing­nefnd eftir til­nefn­ingu sína til að svara spurn­ing­um. Þeir reyndu að gera hana tor­tryggi­lega með ásök­unum um að hún tæki af lin­kind á kyn­ferð­is­brotum gegn börnum og reyndu að kveikja elda með því að spyrja hvernig hún skil­greindi orðið „kona“, svo dæmi séu tek­in.

Þrír þing­menn Repúblikana­flokks­ins greiddu hins vegar að lokum með til­nefn­ingu henn­ar, þau Mitt Rom­ney, Lisa Murkowski og Susan Coll­ins.

Ketanji Brown Jackson sver embættiseið á bíblíur sem eiginmaður hennar, Patrick, hélt á. Til hægri er Stephen Breyer. Mynd: EPA

Jackson fædd­ist í höf­uð­borg­inni Was­hington árið 1970 en ólst upp í Miami. Hún útskrif­að­ist úr Harvar­d-há­skóla. Hún starf­aði næstu árin m.a. sem aðstoð­ar­maður Breyers hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sak­sókn­ari og síðar dóm­ari við áfrýj­un­ar- og umdæm­is­dóm­stóla í Was­hington. Faðir henn­ar, Johnny Brown, er lög­fræð­ingur og var sak­sókn­ari í Miami-Dade sýslu og móðir henn­ar, Ell­ery, var skóla­stjóri í lista­skóla. Jackson-hjónin eiga tvær dæt­ur; Leilu og Taliu.

Eftir að Jackson sór sinn emb­ætt­is­eið við­ur­kenndi hún að til­hugs­unin um að vera fyr­ir­mynd svo margra væri nokkuð yfir­þyrm­andi en að hún væri til­búin í að taka þá ábyrgð. Hún gerði orð úr ljóði Mayu Ang­elou að sínu og sagði: „Ég tekst á við þetta með gjöfum for­feðra minna. Ég er draumur og von þræl­anna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar