Fyrsta svarta konan við hæstarétt – 232 árum eftir stofnun hans

Ketanji Brown Jackson veit að hún er fyrirmynd margra og að sú ábyrgð sé mikil. En hún er tilbúin að axla hana. Ég tekst á við þetta með gjöfum forfeðra minna. Ég er draumur og von þrælanna.“

Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Ketanji Brown Jackson er 51 árs, fædd í Washington en uppalin í Miami.
Auglýsing

„Það liðu 232 ár og tók 115 aðrar til­nefn­ingar áður en kom að því að svört kona væri valin til að sitja í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna. En við höfum náð hing­að. Við höfum gert það. Við öll.“

Þetta sagði Ket­anji Brown Jackson í apríl er öld­unga­deild banda­ríska þings­ins hafði sam­þykkt til­nefn­ingu hennar í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Á fimmtu­dag sór hún emb­ætt­is­eið sinn. Hún er sjötta konan sem tekur sæti í dómn­um, tekur við af Stephen Breyer sem orð­inn er 83 ára og sest nú í helgan stein eftir tæpa þrjá ára­tugi við dóm­stól­inn.

Auglýsing

Joe Biden for­seti til­nefndi Jackson í emb­ættið í vetur er ljóst var að Breyer myndi senn láta að störf­um. Til­nefn­ingin var tekin til atkvæða­greiðslu í öld­unga­deild­inni í byrjun apríl og var sam­þykkt með 53 atkvæðum þing­mann­anna gegn 47.

Emb­ætt­is­taka Jackson er sögu­leg í ýmsum skiln­ingi. Hún er ekki aðeins aðeins sjötta konan sem tekur sæti í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna heldur fyrsta svarta kon­an. 116 dóm­arar hafa setið í rétt­inum frá stofnun hans.

Joe Biden forseti faðmar Ketanji Brown Jackson eftir að ljóst var að hún yrði hæstaréttardómari. Mynd: EPA

Jackson tók við emb­ætt­inu við lát­lausa og fámenna athöfn. Hún sór emb­ætt­is­eið sinn á biblíu í eigu fjöl­skyldu sinnar og aðra sem er í eigu dóm­stóls­ins. Eig­in­maður henn­ar, lækn­ir­inn Pat­rick, hélt á bók­unum er hún lagði hönd sína á þær og sór að sinna störfum sínum af heil­indum án þess að fara í mann­grein­ing­ar­á­lit. Við dóm­stól sem hefur svo sann­ar­lega verið umdeildur – ekki síst síð­ustu vikur eftir að meiri­hluti hans sneri við ríf­lega hálfrar aldar nið­ur­stöðu í máli Roe gegn Wade er tryggt hafði stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt til þung­un­ar­rofs.

Seta Jackson í hæsta­rétti mun ekki breyta því valda­hlut­falli milli þeirra tveggja blokka sem þykja ein­kenna hann; íhalds­samra dóm­ara ann­ars vegar og frjáls­lynd­ari hins veg­ar. Sex dóm­arar falla í fyrri flokk­inn og þrír áfram í þann seinni.

Margir söfnuðust saman fyrir utan byggingu Hæstaréttar í Washington er Ketanji Brown Jackson sór embættiseið sinn. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem komu til að fagna þessum sögulegu tímamótum. Mynd: EPA

„Á tímum þar sem hægri öfga­stefna eitrar hæsta dóm­stól lands­ins okkar mun hún hafa rödd – og atkvæði – sam­kennd­ar, virð­ingar fyrir mann­rétt­ind­um, lögum og regl­u­m,“ sagði Derrick John­son, for­seti N.A.A.C.P., sam­taka sem berj­ast rétt­indum fólks sem er dökkt á hör­und. „Þetta eru stærstu fréttir fyrir svart fólk í Banda­ríkj­unum í langan, langan tíma.“

Öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn úr röðum repúblik­ana sóttu hart að Jackson er hún kom fyrir þing­nefnd eftir til­nefn­ingu sína til að svara spurn­ing­um. Þeir reyndu að gera hana tor­tryggi­lega með ásök­unum um að hún tæki af lin­kind á kyn­ferð­is­brotum gegn börnum og reyndu að kveikja elda með því að spyrja hvernig hún skil­greindi orðið „kona“, svo dæmi séu tek­in.

Þrír þing­menn Repúblikana­flokks­ins greiddu hins vegar að lokum með til­nefn­ingu henn­ar, þau Mitt Rom­ney, Lisa Murkowski og Susan Coll­ins.

Ketanji Brown Jackson sver embættiseið á bíblíur sem eiginmaður hennar, Patrick, hélt á. Til hægri er Stephen Breyer. Mynd: EPA

Jackson fædd­ist í höf­uð­borg­inni Was­hington árið 1970 en ólst upp í Miami. Hún útskrif­að­ist úr Harvar­d-há­skóla. Hún starf­aði næstu árin m.a. sem aðstoð­ar­maður Breyers hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sak­sókn­ari og síðar dóm­ari við áfrýj­un­ar- og umdæm­is­dóm­stóla í Was­hington. Faðir henn­ar, Johnny Brown, er lög­fræð­ingur og var sak­sókn­ari í Miami-Dade sýslu og móðir henn­ar, Ell­ery, var skóla­stjóri í lista­skóla. Jackson-hjónin eiga tvær dæt­ur; Leilu og Taliu.

Eftir að Jackson sór sinn emb­ætt­is­eið við­ur­kenndi hún að til­hugs­unin um að vera fyr­ir­mynd svo margra væri nokkuð yfir­þyrm­andi en að hún væri til­búin í að taka þá ábyrgð. Hún gerði orð úr ljóði Mayu Ang­elou að sínu og sagði: „Ég tekst á við þetta með gjöfum for­feðra minna. Ég er draumur og von þræl­anna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar