Mynd: Birgir Þór Harðarson img_4575_raw_0710130528_10191472326_o.jpg
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir 5,3 prósent allra íbúða – Í Garðabæ eru þær 0,7 prósent

Áfram sem áður er Reykjavíkurborg, og skattgreiðendur sem í henni búa, í sérflokki þegar kemur að því að bjóða upp á félagslegt húsnæði. Þrjár af hverjum fjórum slíkum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eru þar á meðan að eitt prósent þeirra er í Garðabæ. Fleiri almennar íbúðir eru á Akranesi en í öllum Kraganum og níu af hverjum tíu slíkum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík.

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru 4.016 íbúðir sem skil­greindar eru sem félags­leg­ar. Meg­in­þorri þeirra, alls 2.969 íbúð­ir, eru í höf­uð­borg­inni Reykja­vík, eða 74 pró­sent allra félags­legra íbúða. Það sveit­ar­fé­lag sem kemur næst í því að draga þennan vagn á svæð­inu er Kópa­vogur með 477 íbúðir og þar á eftir Hafn­ar­fjörður með 334 íbúð­ir. Verst standa Sel­tjarn­ar­nes, með 44 félags­legar íbúð­ir, og Garða­bær, með 43, sig. Mos­fells­bær kemur þarna á milli með 149 félags­legar íbúð­ir.

Þetta má lesa út úr svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um fjölda félags­legra íbúða sem birt var í gær. Upp­lýs­ingar um fjölda félags­legra íbúða eru sóttar í hús­næð­is­á­ætlun sveit­ar­fé­laga sem skilað er til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Um er að ræða félags­legt leigu­hús­næði í eigu sveit­ar­fé­lags eða hús­næði sem sveit­ar­fé­lag fram­leigir til skjól­stæð­inga félags­þjón­ustu, leigu­hús­næði fyrir eldri borg­ara og sér­tæk búsetu­úr­ræð­i. 

Ein­ungis 0,67 pró­sent íbúa í Garðabæ

Myndin af því hvernig skatt­greið­endur sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sinna félags­legri þörf fyrir hús­næði með útsvars- og fast­eigna­skatts­greiðslum sínum með mis­mun­andi hætti verður enn skýr­ari þegar horft er á félags­legar íbúðir sem hlut­fall af heild­ar­fjölda íbúða í hverju sveit­ar­fé­lagi fyrir sig. 

Í Reykja­vík eru slíkar íbúðir 5,26 pró­sent allra íbúða. Í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Mos­fellsbæ eru þær yfir þrjú pró­sent. Tvö sveit­ar­fé­lög skera sig áfram sem áður út. Ein­ungis 2,54 pró­sent íbúða á Sel­tjarn­ar­nesi eru félags­leg­ar. Í Garðabæ eru þær hlut­falls­lega enn færri, eða 0,67 pró­sent. Ekk­ert annað sveit­ar­fé­lag á land­inu sem hefur yfir eitt þús­und íbúðir innan sinna vébanda er með svo lágt hlut­fall allra íbúða helg­aðar félags­lega kerf­inu, en í Garðabæ eru alls 6.447 íbúð­ir. 

Almennar íbúðir fyrir tekju­lága

Til við­bótar við ofan­greindar upp­lýs­ingar svar­aði Sig­urður Ingi því hversu margar almennar íbúðir hafa verið byggðar í sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Lög um bygg­ingu slíkra íbúða voru sam­­­þykkt sum­­­­­arið 2016. Hið nýja íbúða­­­­kerfi er til­­­­raun til að end­­­­ur­reisa ein­hvern vísi að rík­is­rekna félags­­­­­­­lega hús­næð­is­­­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­­­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­­­­­legum íbúðum fækk­­­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­­ar­­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig yrði stuðlað að því að hús­næð­is­­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­­aði ekki yfir 25 pró­­­sent af tekjum þeirra. 

Lögin byggðu á yfir­­­lýs­ingu sem þáver­andi rík­­­is­­­stjórn Sig­­­mundar Dav­­­íðs Gunn­laugs­­­sonar gaf út í tengslum við kjara­­­samn­inga sem voru und­ir­­­rit­aðir í maí 2015. Í henni var gert ráð fyrir að 2.300 íbúðir yrðu byggðar á árunum 2015 til 2018.

Lengri tíma tók hins vegar að klára lögin og fyrstu úthlut­­­anir á grund­velli þeirra fóru ekki fram fyrr en á árinu 2016.

Um 90 pró­sent almennra íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Reykja­vík

Íbúð­­­irnar sem hafa fengið stofn­fram­lög eru ætl­­­aðar fyrir allskyns hópa sem eru með lágar tekj­­­ur. Þar ber fyrst að nefna þá félags­­­hópa sem eru undir skil­­­greindum tekju- og eign­­­ar­við­mið­­­um. 

Stór hluti þess­­­arar upp­­­­­bygg­ing­­­ar, sem er afar umfangs­­­mik­il, er á vegum Bjargs íbúða­­­fé­lags, sem var stofnað af ASÍ og BSRB fyrir nokkrum árum síð­­­an, og er rekið án hagn­að­­­ar­­­mark­miða.

Ýmsar íbúðir sem eru ekki innan almenna íbúða­kerf­is­ins eða eru ekki í eigu sveit­ar­fé­laga falla þó ekki undir þessa upp­taln­ingu líkt og allar íbúðir Félags­stofn­unar stúd­enta og hluti íbúða Bygg­ing­ar­fé­lags náms­manna, hluti íbúða Brynju – Hús­sjóðs ÖBÍ, íbúðir Leigu­fé­lags­ins Brí­etar og fleiri.

Almenna ibúða­kerfið er fjár­­­­­magnað þannig að ríkið veitir stofn­fram­lag sem nemur 18 pró­­­sent af stofn­virði almennra íbúða. Stofn­virði er kostn­að­­­ar­verð íbúð­­­ar­inn­­­ar, sama hvort það er við bygg­ingu hennar eða vegna kaupa á henn­i. 

Reykja­vík hefur tekið á sig meg­in­þorra ábyrgðar á upp­­­bygg­ingu á almenna íbúð­­ar­­kerf­inu fyrir lág­­tekju­­fólk sem eru í vand­ræðum með að taka þátt á hefð­bundnum íbúða­­mark­að­i. Alls 89,4 pró­sent allra almennra íbúða sem hafa risið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á und­an­förnum árum eru í Reykja­vík.

Það er ekki án kostn­aðar fyrir höf­uð­­borg­ina, eða íbúa henn­­ar, sem greiða fyrir rekst­­ur­inn með útsvari  og fast­­eigna­­gjöld­­um. Sveit­­­ar­­­fé­lög veita nefn­i­­lega 12 til 16 pró­­­sent stofn­fram­lag til verk­efn­anna. Þau geta falist í beinu fjár­­­fram­lagi en eru oftar en ekki í formi úthlut­unar á lóðum eða lækk­­­unar eða nið­­­ur­­­fell­ingar á gjöldum sem þyrfti ann­­­ars að greiða til sveit­­­ar­­­fé­lags­ins. 

Fleiri almennar íbúðir í útjaðr­inum en í Krag­anum

Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hefur meðal ann­­­ars úthlutað Bjargi íbúð­­­ar­­­fé­lagi lóðir undir mörg hund­ruð íbúðir á stöðum eins í Úlf­­­arsár­dal, Bryggju­hverf­inu og Hraun­bæ, en líka á þétt­ing­­areitum í gamla hluta borg­­­ar­innar á borð við Kirkju­sand, Voga­­­byggð og Skerja­­­byggð.

Í svari Sig­urðar Inga kemur fram að alls 446 almennar leigu­í­búðir fyrir tekju‐ og eigna­lága hafi risið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls 399 þeirra eru í Reykja­vík. Í Garðabæ hafa risið 22 slíkar íbúð­ir, 15 í Kópa­vogi og tíu í Hafn­ar­firði. Ekki ein ein­asta almenna leigu­í­búð hefur risið í Mos­fellsbæ eða á Sel­tjarn­ar­nesi enn sem komið er. 

Athygli vekur að þrjú sveit­ar­fé­lög fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið hafa byggt meira magn af almennum íbúðum en öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, utan Reykja­vík­ur. Þar fer Akra­nes fremst í flokki með 51 almenna íbúð og annað sveit­ar­fé­lag á suð­vest­ur­horn­inu, Árborg, er með 28 slíkar íbúðir innan sinna vébanda. Á Akra­nesi, þar sem búa 7.810 manns, eru því fleiri almennar íbúðir en í Krag­anum svo­kall­aða, öllum öðrum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins utan Reykja­vík­ur, þar sem búa 105.570 manns.

Í höf­uð­stað Norð­ur­lands, Akur­eyri, hefur svo verið byggð 31 almenn íbúð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar