Auglýsing

Stundum virð­ist sem að Reykja­vík, höf­uð­borg lands­ins, eigi enga þing­menn. Samt eru þeir 22 tals­ins, rúm­lega þriðj­ungur allra sem sitja á þing­i. 

Ástæða þess er sú að það virð­ist eng­inn tala máli íbúa hennar á Alþingi þegar kemur að málum þar sem við­bótar skatt­byrði er velt af íbúum nágranna­sveit­ar­fé­laga og yfir á íbúa höf­uð­borg­ar­inn­ar. Ekki einu sinni stjórn­mála­menn, kosnir af Reyk­vík­ing­um, í flokkum sem gefa sig út fyrir að vera flokkar lægri skatta og ein­fald­ara skatt­kerf­is, láta í sér heyra vegna þess­ara mála.

Þess í stað umturn­ast þeir og taka oftar en ekki hinn pól­inn í hæð­ina. Velja að þegja eða tala jafn­vel fyrir hags­munum ann­arra en skjól­stæð­inga sinna.

Reyk­vík­ingar borga meira fyrir veitta félags­þjón­ustu

Kjarn­inn hefur und­an­farið fjallað um nokkur dæmi þar sem skatt­byrði er velt yfir á íbúa Reyk­vík­inga. Sá aukni kostn­aður leiðir til þess að borg­ar­búar greiða hærri skatta og verða fyrir þjón­ustu­skerð­ingu, þar sem fram­lög í aðra mála­flokka drag­ast sam­an.

­Fyrst skal nefna þá stað­reynd, studda gögnum frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, að hin sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa kom­ist upp með það árum og ára­tugum saman að láta íbúa Reykja­víkur greiða hærri skatta svo þau geti sloppið við að halda úti við­un­andi félags­þjón­ustu. Í umfjöllun Kjarn­ans kom fram að á árinu 2019 fóru 26 pró­sent af þeim skatt­tekjum sem Reykja­vík­ur­borg inn­heimti í að standa undir ýmis­konar félags­þjón­ustu. Ekk­ert hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kemst nálægt því að nota jafn mikið af inn­heimtum skatt­tekjum sínum í þann mála­flokk. Í Kópa­vogi (14 pró­sent) og Garðabæ (15 pró­sent) var hlut­fallið lægst. 

Þar kom einnig fram að hver íbúi í Reykja­vík greiddi 256 þús­und krónur í fyrra í kostnað vegna félags­þjón­ustu sem borg­inn veitti. Um er að ræða fjár­hags­að­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda, þjón­ustu við börn og ung­linga, þjón­ustu við fatlað fólk og aldr­aða og ýmis­legt annað sem fellur undir mála­flokk­inn. Hver íbúi í Kópa­vogi borgar um helm­ing þess sem íbúi í Reykja­vík borgar í félags­þjón­ust­una, eða 130 þús­und krónur á ári. Íbúi í Garðabæ borgar litlu meira, eða 136 þús­und krón­ur. 

Reyk­vík­ingar borga þorra þess sem fer í fjár­hags­að­stoð

Það er ekk­ert val að halda úti kostn­að­ar­samri þjón­ustu fyrir við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. Annað hvort er það gert, eða þeir eru skildir eftir til að visna upp og deyja. Sið­legt sam­fé­lag gerir það ekki. Íbúar Reykja­víkur sjá að mestu til þess að það sé gert á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með skött­unum sín­um. Það sést til að mynda á því að smá­hýsa­byggð fyrir utan­garðs­fólk og ýmis önnur úrræði fyrir þá sem lifa í útjaðri til­ver­unnar eru að uppi­stöðu í Reykja­vík. Varla ætla nágranna­sveit­ar­fé­lögin að halda því fram að það séu ein­ungis Reyk­vík­ingar sem lendi á því­líkum glap­stigum í líf­inu að þeir þurfi að sækja sér slíka þjón­ustu?

Auglýsing
Mest slá­andi er mun­ur­inn þegar kemur að fjár­hags­að­stoð sem sveit­ar­fé­lögin veita íbúum. Sveit­ar­fé­lögum er skylt að veita fjár­hags­að­stoð til fram­færslu ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem ekki geta séð sér og sínum far­borða án aðstoð­ar. Þar greiða íbúar Reykja­víkur næstum jafn mikið hver á ári til að hjálpa okkar við­kvæm­ustu bræðrum og systrum og íbúar allra hinna höf­uð­borg­ar­svæð­is­sveit­ar­fé­lag­anna gera sam­an­lagt. Mest munar á þeim og íbúum Sel­tjarn­ar­ness, sem er auð­vitað ekk­ert annað en hverfi í Reykja­vík með íbúa sem vilja ekki greiða fyrir þá þjón­ustu sem þeir þurfa eða vilja að sækja. Þess í stað nýta þeir að það er inn­an­gengt inn í íbúð nágrann­ans og borða úr ísskápnum hans. Hver íbúi í Reykja­vík greiðir enda sjö sinnum meira vegna fjár­hags­að­stoðar við íbúa sína en íbúi á Sel­tjarn­ar­nes­i. 

Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem inn­heimtir hámarks­út­svar, 14,52 pró­sent. Það þýðir á manna­máli að íbúar í Reykja­vík borga hærra hlut­fall af launum sínum í skatta til að standa undir rekstri sveit­ar­fé­lags­ins en þeir sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Hinir íbú­arnir á svæð­inu fá að borga lægri skatta og geta beint meiri fjár­munum í ýmis­konar aðra þjón­ustu en félags­lega, vit­andi það að höf­uð­borg­ar­bú­arnir borga fyrir þá. Þessu er leyft að við­gang­ast ár eftir ár.

Reyk­vík­ingar borga fyrir hús­næði fyrir lág­tekju­hópa

Annað dæmi sem Kjarn­inn hefur nýverið fjallað um er upp­bygg­ing almenna íbúða­kerf­is­ins. Það kerfi hefur verið í upp­bygg­ingu frá árinu 2016 og mark­mið þess er að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­ar­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig á að stuðla að því að hús­næð­is­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­aði ekki yfir 25 pró­­sent af tekjum þeirra. Fyrir voru þrjár af hverjum fjórum félags­legum íbúðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í Reykja­vík.

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun nóv­em­ber að íslenska ríkið hafi alls úthlutað 15,3 millj­örðum króna í stofn­fram­lög vegna almennra íbúða á land­inu öllu frá árinu 2016, þegar lög um slík fram­lög voru sett. 

Þar af hafa 11,2 millj­arðar króna farið í fram­lög vegna upp­bygg­ingar á íbúðum í Reykja­vík sem nýtt hafa verið til annað hvort að kaupa eða byggja alls 1.923 íbúð­ir.

Allt í allt þá hafa verið veitt stofn­fram­lög úr rík­is­sjóði til að byggja 2.625 íbúðir á land­inu öllu, sem þýðir að 73 pró­sent af almennu íbúð­unum sem hafa annað hvort verið keyptar, byggðar eða eru í bygg­ingu á Íslandi öllu, eru í Reykja­vík. Íbúar hér fá að borga þessa upp­bygg­ingu lík­a. 

Með öðrum orðum þá draga íbúar Reykja­víkur nán­ast einir vagn­inn þegar kemur að því að byggja upp hús­næði fyrir lág­tekju­hópa á land­inu.

Reyk­vík­ingar borga millj­arða í Jöfn­un­ar­sjóð

Í lok síð­asta mán­aðar var líka greint frá því að Reykja­vík­ur­borg sé að skoða að höfða mál á hendur íslenska rík­inu. Ástæðan er sú að dómur sem féll í Hæsta­rétti í fyrra sýn­ir, að mati borg­ar­lög­manns, að borgin hafi verið úti­lokuð með ólög­mætum hætti frá því að eiga mögu­leika á að fá ákveðin fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga sem borgin fær ekki í dag. 

Um er að ræða tekju­jöfn­un­ar­fram­lög, jöfn­un­ar­fram­lög vegna rekst­urs grunn­skóla og fram­lög til nýbúa­fræðslu. Deil­urnar snúa að uppi­stöðu að reglum sem úti­loka borg­ina frá fram­lögum í skóla­mál­um, t.d. vegna barna af erlendum upp­runa, en þau eru lang­flest í Reykja­vík (43,4 pró­sent erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi búa í Reykja­vík­). 

Sam­an­lagt metur borgin þá upp­hæð sem hún inni á 8,7 millj­arða króna auk vaxta vegna tíma­bils­ins 2015-2019. Borgin er ekki að biðja um sér­regl­ur, heldur að það sama gildi fyrir hana og um önnur sveit­ar­fé­lög.

Auglýsing
Jöfnunarsjóður sveit­ar­fé­laga hefur það hlut­verk að jafna mis­mun­andi útgjalda­þörf og skatt­tekjur sveit­ar­fé­laga með fram­lög­um. Honum eru tryggðar fastar tekjur á ári hverju með fram­lagi úr rík­is­sjóði, hlut­deild í útsvars­tekjum sveit­ar­fé­laga og vaxta­tekj­um. Á manna­máli þýðir þetta að sum sveit­ar­fé­lög borga meira en þau fá út úr honum og sum borga miklu minna en þau fá til baka.

Reykja­vík er langstærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins og greiðir lang­mest allra sveit­ar­fé­laga í Jöfn­un­ar­sjóð­inn, en um 12 pró­sent af útsvari borg­ar­innar fer í hann árlega. Það gera rúm­lega ell­efu millj­arðar króna. Borgin fær til baka um átta millj­arða króna. Því greiða íbúar Reykja­víkur þrjá millj­arða króna á ári til að „jafna“ stöðu ann­arra sveit­ar­fé­laga.

Sér­reglur fyrir Reykja­vík

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra sveit­ar­stjórn­ar­mála, tók málið upp í ávarpi sínu á árs­fundi Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga seint í nóv­em­ber. Þar sagði hann kröfu Reykja­víkur vera vera frá­leita og hélt því fram að krafa Reykja­víkur yrði á Jöfn­un­ar­sjóð­inn, og þar með þau sveit­ar­fé­lög sem fá úr hon­um. Þessu hefur borgin hafnað og sagt að krafan sé gerð á rík­is­sjóð.

Eftir að áður­nefndur dómur í Hæsta­rétti féll í fyrra lagði Sig­urður Ingi fram frum­varp um breyt­ingu á lögum um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­stjórn­ar­lög­um, og sér­stak­lega um for­sendur úthlut­ana úr Jöfn­un­ar­sjóði.

Í því fólst meðal ann­ars að úthlut­un­ar­reglum var breytt þannig að bætt var við sér­stökum við­mið­un­ar­flokki fyrir sveit­ar­fé­lög sem hafa 70.000 íbúa eða fleiri, sem hægt væri að skerða jöfn­un­ar­fram­lag til. Eitt sveit­ar­fé­lag er nægi­lega stórt til að falla í þann flokk, Reykja­vík­ur­borg. 

Þessi mál­flutn­ingur á ekki að koma mikið á óvart. Sig­urður Ingi er þing­maður lands­byggð­ar­kjör­dæmis fyrir flokk sem sækir fylgi sitt að mestu út fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið og er þekktur fyrir að beita sér á stundum fyrir sér­hags­munum heima­sveita með harð­ari hætti en heild­ar­hags­mun­um. 

Einn þing­maður steig upp

Það sem kom hins vegar á óvart var hversu fáir þing­menn Reykja­víkur tóku upp hansk­ann fyrir sína skjól­stæð­inga. Eini þing­maður borg­ar­innar sem það gerði með eft­ir­tekt­ar­verðum hætti var Hanna Katrín Frið­­riks­­son, þing­­flokks­­for­­maður Við­reisn­­­ar. Hún sagði í óund­ir­­búnum fyr­ir­­spurna­­tíma á Alþingi í síð­ustu viku það liti „út fyrir að á vakt þess­­arar rík­­is­­stjórnar og allt þar til lög­­unum var breytt að gefnu til­­efni á síð­­asta ári hafi Reykja­vík­­­ur­­borg verið úti­­lokuð með ólög­­mætum hætti frá fram­an­­greindum jöfn­un­­ar­­sjóðs­greiðsl­u­m.“ Hanna Katrín fór líka yfir að óum­­deilt væri að Reykja­vík drægi vagn­inn þegar kemur að mál­efnum félags­­­þjón­­ustu ýmiss kon­­ar, líkt og rakið var hér að ofan.

Hún spurði Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, vara­for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og eina þing­manns hans úr Reykja­vík, um afstöðu hennar til þess­ara. Lilja vildi ekki gera þá afstöðu ljósa og sagð­ist ekki kunna að meta mál­­flutn­ing sem aðgreindi fólk í Reykja­vík frá íbúum lands­­byggð­­ar­inn­­ar. Við værum öll í þessu sam­­an. 

Þess í stað tal­aði ráð­herr­ann í löngu máli um fram­lög til mennta­mála, sem komu fyr­ir­spurn Hönnu Katrínar lítið við.

Borg­ar­full­trúar sem gæta ekki hags­muna borg­ar­búa

Þótt þing­menn Reyk­vík­inga stígi flestir ekki upp og gæti hags­muna þeirra sem kusu þá til starfa, þá ætti að vera ein­boðið þeir full­trúar sem sitja í borg­ar­stjórn geri það í máli þar sem skatt­greið­endur í Reykja­vík eru taldir hafa verið snið­gengnir um 8,7 millj­arða króna. Þannig hefur staðan verið í meg­in­at­rið­um, að minnsta kosti opin­ber­lega og sam­kvæmt fund­ar­gerðum borg­ar­ráðs. Með einni skýrri und­an­tekn­ingu.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, setti stöðu­upp­færslu á Face­book á full­veld­is­dag­inn 1. des­em­ber þar sem sagði eft­ir­far­andi: „Undir stjórn borg­ar­stjóra er Reykja­vík­ur­borg komin í stríð við önnur sveit­ar­fé­lög í land­inu 

Ekki ein­asta í flug­vall­ar­mál­inu - heldur boðar borgin mála­ferli upp á marga millj­arða gagn­vart Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga sem myndi rústa sjóðnum eins og ráð­herra hefur marg oft farið yfir.“

Borg­ar­full­trúi Reykja­víkur kallar það stríð þegar borg­ar­yf­ir­völd eru að reyna að sækja fé sem þau telja að með réttu til­heyri borg­ar­bú­um, með vísun í dóm Hæsta­réttar og lög­fræði­á­lit sem unnin voru í kjöl­far­ið. Það er ekki hægt að skilja mál­flutn­ing hennar á annan hátt en að borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins sé að gæta hags­muna ann­arra en íbúa Reykja­víkur í störfum sín­um.

Og vaknar þá sú spurn­ing: hvað er hún eig­in­lega að gera í borg­ar­stjórn?

Þing­menn Reyk­vík­inga vilja svipta borg­ina skipu­lags­valdi

Í stöðu­upp­færslu Vig­dísar er líka minnst á Reykja­vík­ur­flug­völl. Nú liggur fyr­ir, enn og aft­ur, þings­á­lykt­un­ar­til­laga um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð hans. Vart er til meira lýð­skrum­s­mál en þetta, enda snýst það um að ráð­ast í ráð­gef­andi atkvæða­greiðslu til að svipta höf­uð­borg lands­ins skipu­lags­valdi yfir land­svæði innan henn­ar, sem er þó varið í stjórn­ar­skrá. 

Flutn­ings­menn þess­arar fjar­stæðu­kenndu til­lögu eru alls 25 þing­menn. Þar af nokkrir þing­menn Reykja­vík­ur. Þau eru: Inga Sæland frá Flokki fólks­ins, Þor­steinn Sæmunds­son og Ólafur Ísleifs­son úr Mið­flokknum og Brynjar Níels­son úr Sjálf­stæð­is­flokki. Þessir fjórir þing­menn vilja að skipu­lags­valdið verði tekið af því stjórn­valdi sem íbú­arnir sem kusu þau á þing, kusu til að taka ákvarð­anir fyrir sig í skipu­lags­mál­u­m. 

Sá síð­ast­nefndi, Brynjar Níels­son, hefur reyndar lýst algjör­lega önd­verðri skoðun í öðru máli, sem er þó gríð­ar­lega mik­il­vægt mál fyrir skjól­stæð­inga hans í Reykja­vík: lög­þvinguð sam­ein­ing sveit­ar­fé­laga.

Auglýsing
Í lengri tíma hefur verið unnið að því að fækka sveit­ar­fé­lögum hér­lendis úr nú 68 í eitt­hvað vit­rænna, svo sterk­ari sveit­ar­fé­lög geti staðið undir því að veita íbúum sínum boð­lega þjón­ustu. Það mun kosta að ansi mikið af fitu verði skorið í burtu úr stjórn­enda­lagi sveit­ar­fé­laga, að ansi margir leik­endur í sveit­ar­stjórnum missi áhrif sín og að ansi mörg við­hengi þeirra missi mat­ar­hol­urnar sín­ar. Mark­miðið er að breyta sveit­ar­fé­lögum í alvöru þjón­ustu­ein­ing­ar, íbúum þeirra til heilla. Um er að ræða gríð­ar­lega hags­muni fyrir íbúa þeirra sveit­ar­fé­laga sem draga vagn­inn í veit­ingu þjón­ustu víða um land. Þar er ekki bara Reykja­vík undir heldur þétt­býl­iskjarnar eins og Akur­eyri, en íbúar hennar greiða mest allra hver fyrir veitta félags­þjón­ustu á land­inu.

Í atkvæða­greiðslu um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­ar­fé­laga á þingi í jan­úar á þessu ári fór Brynjar í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu. Meg­in­inn­tak áætl­un­ar­innar var að þvinga sveit­ar­fé­lög til að sam­ein­ast og að frá árinu 2026 verði ekk­ert sveit­ar­fé­lag með færri en eitt þús­und íbúa. Í ræðu Brynjars sagði hann meðal ann­ars að lög­þving­unin vefð­ist fyrir sér. „Í prinsipp­inu vefst þetta mjög mikið fyrir mér og þess vegna greiði ég ekki atkvæð­i.“ 

Þing­mað­ur­inn átti erfitt með að lög­þvinga sveit­ar­fé­lög til að sam­ein­ast en hann er ekki í neinum vand­ræðum með að styðja til­lögu um atkvæða­greiðslu um hvort það eigi að svipta borg­ina sem kaus hann á þing skipu­lags­vald­i. 

Gætið hags­muna ykkar skjól­stæð­inga

Þing­menn ýmissa kjör­dæma hitt­ast reglu­lega, þvert á flokka, til að ræða hags­muni sinna heima­byggða. Þeir ferð­ast líka saman um þau í kjör­dæma­vik­um. Þannig hefur málum verið háttað lengi. Fyrir vikið eru þeir eru vel inn í hags­munum íbúa kjör­dæma sinna. Og gæta hags­muna þeirra, jafn­vel á kostnað ann­arra íbúa lands­ins, með stundum allt að óskamm­feilnum hætt­i. 

Sama má segja um sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa víðs­vegar um land­ið. Á meðan að hér eru 68 sveit­ar­fé­lög fyrir 368 þús­und manna þjóð þá munu þeir sem njóta kerf­is­ins berj­ast fyrir áfram­hald­andi til­vist þess. Lang­tíma­lausnin á þessum vanda er að gera landið að einu kjör­dæmi og fækka sveit­ar­fé­lögum i um tíu pró­sent af þeim fjölda sem þau eru í dag. 

Afleið­ing þess yrði millj­arða króna sparn­aður í yfir­bygg­ingu á ári, minna karp um bit­linga milli svæða, meira gegn­sæi, miklu betri nýt­ing fjár­muna og stór­bætt geta nær-­stjórn­sýsl­unnar til að veita íbúum sínum skap­lega þjón­ustu.

Þangað til að þetta ger­ist mun það tíðkast áfram að láta íbúa í stærstu þétt­býl­is­kjörnum lands­ins á hverju svæði (t.d. Ísa­fjörð­ur, Skaga­fjörð­ur, Akur­eyri, Fljóts­dals­hér­að/Norð­ur­þing og Reykja­vík) borgi hærri skatta hver til að við­halda félags­legri þjón­ustu sem íbúar í nágranna­sveit­ar­fé­lögum þeirra vilja ekki taka þátt í að borga. 

Og þangað til að þessi risa­stóru sann­girn­is- og rétt­læt­is­mál ná fram að ganga eiga Reyk­vík­ingar að gera þá kröfu á þing­menn sína og borg­ar­full­trúa að þeir gæti hags­muna sinna, líkt og kjörnir full­trúar ann­arra svæða gera mis­kunn­ar­laust. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari