Tölvuleikjahönnun næsti vaxtargeiri á Íslandi

Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú og framkvæmdastjóri Keilis skrifa um tölvuleikjaiðnaðinn og þá möguleika sem í honum liggja.

Jóhann friðrik
Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur mikið verið talað um nauð­syn þess að á Íslandi bygg­ist upp fleiri stoðir undir hag­kerfið og ljóst að mennta­kerfið gegnir þar lyk­il­hlut­verki. Tölvu­leikja­hönnun er mörgum ofar­lega í huga enda mik­ill vöxtur í tölvu­leikja­gerð hér á landi og um allan heim. 

Fyrir skömmu fór fram áhuga­verð ráð­stefna um tölvu­leikja­iðn­að­inn sem haldin var á vegum Félags við­skipta- og hag­fræð­inga. Vignir Örn Guð­munds­son frá tölvu­leikja­fram­leið­and­anum CCP fór þar yfir helstu atriðin úr skýrslu um stöðu og fram­tíð­ar­horfur íslensks tölvu­leikja­iðn­að­ar. Í máli hans kom fram að 95% af tekjum iðn­að­ar­ins eru gjald­eyr­is­tekjur og um 380 manns starfa nú í fullu starfi hér á landi í tölvu­leikja­gerð, þar af um 86 kon­ur. Mjög fjöl­breyttur hópur starfar í iðn­að­inum allt frá for­rit­urum yfir í hönn­uði og lög­fræð­inga. Það end­ur­speglar ekki síst marg­breyti­leika þeirra starfa sem sinna þarf við hönnun og gerð tölvu­leikja auk upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja í kringum þá. 

Fjár­fest­ing til fram­tíð­ar 

Góður stuðn­ingur frá tækni­þró­un­ar­sjóði er grein­inni mik­il­vægur enda mörg þeirra félaga sem hafa náð að festa sig í sessi sprota­fyr­ir­tæki sem vaxa upp með stuðn­ingi sem slík­um. Mikil fjár­fest­ing hefur átt sér stað á und­an­förnum árum í tölvu­leikja­gerð og sýna sviðs­myndir veru­lega aukn­ingu starfs­fólks ef fram heldur sem horf­ir. 

Þörf fyrir inn­lenda og erlenda sér­fræð­inga er því stað­reynd enda óx iðn­að­ur­inn þrátt fyrir krepp­una 2008 og gerir áfram ráð fyrir vexti þrátt fyrir núver­andi COVID nið­ur­sveiflu. Tölvu­leikja­gerð stendur því vel af sér efna­hagslægðir sem ætti að auka traust á fram­tíð henn­ar  hér á land­i. 

Auglýsing
Á ráð­stefn­unni fóru fram pall­borðsum­ræður þar sem Þor­steinn Gunn­ars­son frá Main­frame Industries, Sig­ur­lína Ingv­ars­dóttir frá Bon­fire Studios og Þor­steinn Frið­riks­son frá Teatime Games ræddu stöð­una, tæki­færin og skýrsl­una. Í máli þeirra kom m.a. fram að tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn sé lest sem sé á fullri ferð inn í fram­tíð­ina. Huga þurfi því að sam­keppn­isum­hverf­inu hér á landi þar sem tæki­færin eru mik­il. Mik­il­vægt sé að horfa raun­hæft á vöxt­inn framundan og áfram verði virkur stuðn­ingur við grein­ina sér í lagi í ljósi aðstæðna og vegur menntun þar þung­t. 

Mennta­kerfið mæti þörfum atvinnu­lífs­ins

Mennta­skóli Keilis á Ásbrú var sér­stak­lega nefndur sem mik­il­vægur hlekkur í þeirri veg­ferð, en sam­starfið við iðn­að­inn hefur einmitt eflt starf skól­ans og veitt nem­endum góða inn­sýn inn í fram­tíð­ar­mögu­leika í grein­inni og almennt í hug­verka­iðn­að­i. Keilir á Ásbrú. Mynd: Aðsend

Nem­endur upp­lifa það hvernig færnin sem þeir vinna að í stúd­ents­námi sínu nýt­ist þeim í atvinnu­líf­inu og eflir sjálfs­traust þess unga fólks sem er að leggja lín­urnar að eigin fram­tíð. Mennta­kerfið verður að mæta þörfum atvinnu­lífs­ins enda er tölvu­leikja­gerð alvöru iðn­aður sem kallar á alvöru nám og þekk­ingu á mjög víðum grunni.

Fyrsti árgangur nem­enda í stúd­ents­námi með sér­hæf­ingu í tölvu­leikja­gerð hóf nám við Keili á haustönn 2019 og leggja nú á sjö­unda tug nem­enda stund á  tölvu­leikja­gerð við Mennta­skól­ann á Ásbrú. Við hjá Keili höfum lagt mikið upp úr sam­starfi við atvinnu­lífið og leit­ast við að mæta áherslum og þörfum í síbreyti­legu sam­fé­lagi 21. ald­ar­inn­ar. Fram­sýni og sterkt inn­sæi hvað varðar nútíma­legar leiðir og náms­fram­boð sem mætir fram­tíð­ar­þörf­um, verður því ávallt að vera leið­ar­stef í starfi Keilis sem mið­stöðvar vís­inda fræða og atvinnu­lífs. 

Nanna Krist­jana Trausta­dóttir er skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Ásbrú og Jóhann Frið­rik Frið­riks­son er fram­kvæmda­stjóri Keil­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar