Tölvuleikjahönnun næsti vaxtargeiri á Íslandi

Skólameistari Menntaskólans á Ásbrú og framkvæmdastjóri Keilis skrifa um tölvuleikjaiðnaðinn og þá möguleika sem í honum liggja.

Jóhann friðrik
Auglýsing

Á síðustu árum hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að á Íslandi byggist upp fleiri stoðir undir hagkerfið og ljóst að menntakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Tölvuleikjahönnun er mörgum ofarlega í huga enda mikill vöxtur í tölvuleikjagerð hér á landi og um allan heim. 

Fyrir skömmu fór fram áhugaverð ráðstefna um tölvuleikjaiðnaðinn sem haldin var á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga. Vignir Örn Guðmundsson frá tölvuleikjaframleiðandanum CCP fór þar yfir helstu atriðin úr skýrslu um stöðu og framtíðarhorfur íslensks tölvuleikjaiðnaðar. Í máli hans kom fram að 95% af tekjum iðnaðarins eru gjaldeyristekjur og um 380 manns starfa nú í fullu starfi hér á landi í tölvuleikjagerð, þar af um 86 konur. Mjög fjölbreyttur hópur starfar í iðnaðinum allt frá forriturum yfir í hönnuði og lögfræðinga. Það endurspeglar ekki síst margbreytileika þeirra starfa sem sinna þarf við hönnun og gerð tölvuleikja auk uppbyggingu fyrirtækja í kringum þá. 

Fjárfesting til framtíðar 

Góður stuðningur frá tækniþróunarsjóði er greininni mikilvægur enda mörg þeirra félaga sem hafa náð að festa sig í sessi sprotafyrirtæki sem vaxa upp með stuðningi sem slíkum. Mikil fjárfesting hefur átt sér stað á undanförnum árum í tölvuleikjagerð og sýna sviðsmyndir verulega aukningu starfsfólks ef fram heldur sem horfir. 

Þörf fyrir innlenda og erlenda sérfræðinga er því staðreynd enda óx iðnaðurinn þrátt fyrir kreppuna 2008 og gerir áfram ráð fyrir vexti þrátt fyrir núverandi COVID niðursveiflu. Tölvuleikjagerð stendur því vel af sér efnahagslægðir sem ætti að auka traust á framtíð hennar  hér á landi. 

Auglýsing
Á ráðstefnunni fóru fram pallborðsumræður þar sem Þorsteinn Gunnarsson frá Mainframe Industries, Sigurlína Ingvarsdóttir frá Bonfire Studios og Þorsteinn Friðriksson frá Teatime Games ræddu stöðuna, tækifærin og skýrsluna. Í máli þeirra kom m.a. fram að tölvuleikjaiðnaðurinn sé lest sem sé á fullri ferð inn í framtíðina. Huga þurfi því að samkeppnisumhverfinu hér á landi þar sem tækifærin eru mikil. Mikilvægt sé að horfa raunhæft á vöxtinn framundan og áfram verði virkur stuðningur við greinina sér í lagi í ljósi aðstæðna og vegur menntun þar þungt. 

Menntakerfið mæti þörfum atvinnulífsins

Menntaskóli Keilis á Ásbrú var sérstaklega nefndur sem mikilvægur hlekkur í þeirri vegferð, en samstarfið við iðnaðinn hefur einmitt eflt starf skólans og veitt nemendum góða innsýn inn í framtíðarmöguleika í greininni og almennt í hugverkaiðnaði. Keilir á Ásbrú. Mynd: Aðsend

Nemendur upplifa það hvernig færnin sem þeir vinna að í stúdentsnámi sínu nýtist þeim í atvinnulífinu og eflir sjálfstraust þess unga fólks sem er að leggja línurnar að eigin framtíð. Menntakerfið verður að mæta þörfum atvinnulífsins enda er tölvuleikjagerð alvöru iðnaður sem kallar á alvöru nám og þekkingu á mjög víðum grunni.

Fyrsti árgangur nemenda í stúdentsnámi með sérhæfingu í tölvuleikjagerð hóf nám við Keili á haustönn 2019 og leggja nú á sjöunda tug nemenda stund á  tölvuleikjagerð við Menntaskólann á Ásbrú. Við hjá Keili höfum lagt mikið upp úr samstarfi við atvinnulífið og leitast við að mæta áherslum og þörfum í síbreytilegu samfélagi 21. aldarinnar. Framsýni og sterkt innsæi hvað varðar nútímalegar leiðir og námsframboð sem mætir framtíðarþörfum, verður því ávallt að vera leiðarstef í starfi Keilis sem miðstöðvar vísinda fræða og atvinnulífs. 

Nanna Kristjana Traustadóttir er skólameistari Menntaskólans á Ásbrú og Jóhann Friðrik Friðriksson er framkvæmdastjóri Keilis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar