Kannski kemur glaður dagur

Úlfar Þormóðsson skrifar um viðbrögð miðaldra Sjálfstæðismanna við heræfingu.

Auglýsing

Það bár­ust fréttir af því í hljóð­varpi í nýverið (10.12.´20) að Rússar og Kín­verjar og fleiri óvina­þjóðir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins væru á sam­eig­in­legri her­æf­ingu með Nató í arab­íska haf­inu undan ströndum Pakist­an. 

Við­brögð mið­aldra Sjálf­stæð­is­manna á Íslandi létu ekki á sér standa. Þeir urðu hrædd­ir. Her­for­ingi þeirra, Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi eitt og annað birti ang­istar­fullan lang­hund í Morg­un­blað­inu þann 11.12.´20 og Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Mogg­ans birtir á bloggi sínu og einnig á mbl.is stuttan pistil undir fyr­ir­sögn­inni Norð­ur­slóð­ir: Vax­andi ógn frá Rússum. Þar seg­ir:

Norsk stjórn­völd líta svo á, að því er fram kemur á Barents Obser­ver, að Norð­mönnum og banda­lags­þjóðum þeirra stafi vax­andi ógn af hern­að­ar­legri upp­bygg­ingu Rússa. Þetta er kjarn­inn í nýrri Norð­ur­slóða­stefnu, sem Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs hefur kynnt.

Meðal þeirra banda­lags­þjóða Norð­manna, sem hljóta að taka þessar ábend­ingar til sín erum við Íslend­ingar. Þetta er okkar umhverfi. Það sem ger­ist á Norð­ur­slóðum hefur bein áhrif á okkar eigið öryggi.

Í dag er það aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin, sem er okkar eina trygg­ing. 

Til við­bótar við þá ógn frá Rússum, sem Norð­menn telja nú vax­andi, kemur svo aug­ljós áhugi Kína á þessum heims­hluta.

Auglýsing
Gerir rík­is­stjórnin sér grein fyrir þess­ari stöðu?

Má búast við ein­hverjum við­brögð­um? (Feitt letur er Styrm­is.)

Hræðsla mið­aldra Sjálf­stæð­is­manna við Rússa er athygl­is­verð í ljósi þess að þar eru ekki lengur þeir hrylli­legu komm­ún­istar sem þessir menn töldu að ætl­uðu að inn­lima Ísland í Sov­ét­ið; þeir eru harð­vít­ugir frjáls­hyggju­menn, Rússar dags­ins, hug­sjóna­bræður hræddu karl­anna. 

Ef þeir róuðu sig, hræddu karl­arnir og leiddu hug­ann að því af hverju Rússar og Kín­verjar og aðrir „óvin­ir” eru að æfa sjóorr­ustur með Nató austur í höf­um, kæmust þeir kannski að þeirri nið­ur­stöðu að þarna séu her­veldin að sýna hvert öðru fram­leiðslu sína, nýj­ustu og áhrifa­rík­ustu dráp­stólin og efna til kaup­skar í sam­eig­in­legri frjáls­hyggju svo hag­kerfi heims­ins eflist og ótti okkar óbreyttu magn­ist. Her­veldin austan hafs og vestan þurfa nefni­lega á honum að halda, ótt­an­um, til að næra lífi í iðn­að­in­um. 

Þegar þeir hafa með­tekið þetta, hræddu karl­arnir í Fljóts­hlíð­inni, ætti að draga úr hræðslu þeirra, og þá er aldrei að vita nema þeir sjái glaðan dag. Ótta­laus­an. Því varla eiga þeir hags­muna að gæta í vopna­fram­leiðslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar