Kannski kemur glaður dagur

Úlfar Þormóðsson skrifar um viðbrögð miðaldra Sjálfstæðismanna við heræfingu.

Auglýsing

Það bár­ust fréttir af því í hljóð­varpi í nýverið (10.12.´20) að Rússar og Kín­verjar og fleiri óvina­þjóðir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins væru á sam­eig­in­legri her­æf­ingu með Nató í arab­íska haf­inu undan ströndum Pakist­an. 

Við­brögð mið­aldra Sjálf­stæð­is­manna á Íslandi létu ekki á sér standa. Þeir urðu hrædd­ir. Her­for­ingi þeirra, Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi eitt og annað birti ang­istar­fullan lang­hund í Morg­un­blað­inu þann 11.12.´20 og Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Mogg­ans birtir á bloggi sínu og einnig á mbl.is stuttan pistil undir fyr­ir­sögn­inni Norð­ur­slóð­ir: Vax­andi ógn frá Rússum. Þar seg­ir:

Norsk stjórn­völd líta svo á, að því er fram kemur á Barents Obser­ver, að Norð­mönnum og banda­lags­þjóðum þeirra stafi vax­andi ógn af hern­að­ar­legri upp­bygg­ingu Rússa. Þetta er kjarn­inn í nýrri Norð­ur­slóða­stefnu, sem Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs hefur kynnt.

Meðal þeirra banda­lags­þjóða Norð­manna, sem hljóta að taka þessar ábend­ingar til sín erum við Íslend­ingar. Þetta er okkar umhverfi. Það sem ger­ist á Norð­ur­slóðum hefur bein áhrif á okkar eigið öryggi.

Í dag er það aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin, sem er okkar eina trygg­ing. 

Til við­bótar við þá ógn frá Rússum, sem Norð­menn telja nú vax­andi, kemur svo aug­ljós áhugi Kína á þessum heims­hluta.

Auglýsing
Gerir rík­is­stjórnin sér grein fyrir þess­ari stöðu?

Má búast við ein­hverjum við­brögð­um? (Feitt letur er Styrm­is.)

Hræðsla mið­aldra Sjálf­stæð­is­manna við Rússa er athygl­is­verð í ljósi þess að þar eru ekki lengur þeir hrylli­legu komm­ún­istar sem þessir menn töldu að ætl­uðu að inn­lima Ísland í Sov­ét­ið; þeir eru harð­vít­ugir frjáls­hyggju­menn, Rússar dags­ins, hug­sjóna­bræður hræddu karl­anna. 

Ef þeir róuðu sig, hræddu karl­arnir og leiddu hug­ann að því af hverju Rússar og Kín­verjar og aðrir „óvin­ir” eru að æfa sjóorr­ustur með Nató austur í höf­um, kæmust þeir kannski að þeirri nið­ur­stöðu að þarna séu her­veldin að sýna hvert öðru fram­leiðslu sína, nýj­ustu og áhrifa­rík­ustu dráp­stólin og efna til kaup­skar í sam­eig­in­legri frjáls­hyggju svo hag­kerfi heims­ins eflist og ótti okkar óbreyttu magn­ist. Her­veldin austan hafs og vestan þurfa nefni­lega á honum að halda, ótt­an­um, til að næra lífi í iðn­að­in­um. 

Þegar þeir hafa með­tekið þetta, hræddu karl­arnir í Fljóts­hlíð­inni, ætti að draga úr hræðslu þeirra, og þá er aldrei að vita nema þeir sjái glaðan dag. Ótta­laus­an. Því varla eiga þeir hags­muna að gæta í vopna­fram­leiðslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar