Neyðaraðstoð til þeirra best settu!

Stefán Ólafsson spyr hvers vegna sé verið að lækka skatta á vel stætt efnafólk sem hefur aukið eignir sínar stórlega á síðustu árum.

Auglýsing

Þó stjórn­völd hafi gert sumt ágæt­lega til að bregð­ast við krepp­unni sem Kóvid hefur orsakað þá vekur annað furð­u. 

Þannig eru stjórn­völd nú að áforma umtals­verða lækkun fjár­magnstekju­skatts, sem einkum nýt­ist efna­fólki. Þau eru einnig að stór­auka skatt­frelsi hagn­aðar vegna nýt­ingar kaup­réttar á hluta­bréf­um, sem einkum gagn­ast æðstu stjórn­endum í einka­fyr­ir­tækj­um. Einnig er verið að létta skatt­byrði af þeim sem safna sparn­aði á gjald­eyr­is­reikn­ing­um, en þeir koma flestir úr sömu hóp­um. Þetta eru skatta­lækk­anir upp á hátt í 2 millj­arða króna á ári.

Loks hafa stjórn­völd þegar lækkað veiði­gjöld til útvegs­manna, sem hafa stór­aukið eignir sínar á liðnum árum (um hátt í 500 millj­arða frá 2010). Þær lækk­anir nema um 6,5 millj­örðum frá 2018.

Er þetta fólkið sem hefur orðið fyrir mestum áföllum vegna Kóvid-krepp­unn­ar? Nei, þarna er verið að lækka skatta á þá sem almennt standa best í sam­fé­lag­inu, hvað eignir og tekjur varð­ar. 

Árið 2019 juk­ust hreinar eignir rík­asta 0,1 pró­sents­ins um heila 22 millj­arða – 22 þús­und millj­ónir (sjá grein Kjarn­ans um það hér). 

Auglýsing
Þessi fámenni hópur átti um síð­ustu ára­mót 282,2 millj­arða króna í skuld­lausar eignir og hann mun nú njóta góðs af þessum nýju skatta­lækk­un­um. 

Maður hefði haldið að stjórn­völd teldu sig hafa nóg við að vera í að verja þá sem hafa orðið fyrir mesta tjón­inu af völdum krepp­unn­ar, en það eru einkum fólkið sem hefur misst vinn­una.

Atvinnu­lausir þurfa skatta­lækkun – en ekki þeir rík­ustu

Alls voru 20.906 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu í lok nóv­em­ber­mán­aðar og 5.448 í minnk­aða starfs­hlut­fall­inu, eða sam­tals 26.354 manns. Hátt í 10.000 manns hafa verið atvinnu­lausir í 6 mán­uði eða meira og þurfa nú að stóla á flatar atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Það fólk fær nú 289.500 krónur á mán­uði og greiðir tæpar 43.000 krónur af því í tekju­skatt. Eftir standa um 235.000 krónur til fram­færslu (eftir frá­drátt skatts og líf­eyr­is­ið­gjalda). Það er vel undir fram­færslu­kostn­aði.

Hvers vegna er verið að skatt­leggja sann­kall­aða neyð­ar­að­stoð til atvinnu­lausra, þegar flatar atvinnu­leys­is­bætur eru vel undir fram­færslu­kostn­aði?

Hvers vegna er verið að lækka skatta á vel stætt efna­fólk sem hefur aukið eignir sínar stór­lega á síð­ustu árum? Þurfa þau neyð­ar­að­stoð?

Kostn­að­ur­inn við lækkun fjár­magnstekna einna færi langt með að greiða fyrir fulla nið­ur­fell­ingu tekju­skatts af flötum atvinnu­leys­is­bótum næstu 6 mán­uð­ina. Ef stjórn­völd hefðu sleppt því að lækka veiði­gjöld hefði mátt nota það fé bæði til að greiða fyrir meiri hækkun flatra atvinnu­leys­is­bóta og fullt skatt­frelsi þeirra allt næsta árið. Pælið í því!

Stjórn­völd eru greini­lega með ranga for­gangs­röð­un. Þau eiga að hjálpa þeim sem á þurfa að halda – en ekki þeim sem best eru sett­ir.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar