Kostnaður íbúa í Reykjavík jókst um þrefalt hærri upphæð en íbúa í Kópavogi

Íbúar Reykjavíkur borga mun meira í veitta félagslega þjónustu hver en íbúar nágrannasveitafélaganna. Sum þeirra hafa aukið framlög í málaflokkinn síðust ár en önnur hafa hlutfallslega setið eftir. Eftir sem áður er munurinn milli sveitarfélaga sláandi.

Á meðal þess sem fellur undir veitta félagslega þjónustu sveitarfélaga er þjónusta þeirra við aldraða.
Á meðal þess sem fellur undir veitta félagslega þjónustu sveitarfélaga er þjónusta þeirra við aldraða.
Auglýsing

Frá árs­lokum 2016 og fram að síð­ustu ára­mótum jókst kostn­aður sem hver íbúi í Reykja­vík greiðir fyrir veitta félags­þjón­ustu í borg­inni úr 211 þús­und krónum í 256 þús­und krón­ur, eða um 45 þús­und krón­ur. Það þýðir að kostn­að­ur­inn jókst um 21,3 pró­sent.

Á fyrra árinu greiddu íbúar í Reykja­vík alls 50 þús­und krónum meira en aðrir íbúar lands­ins að með­al­tali í veitta félags­þjón­ustu. Árið 2019 var sú upp­hæð komin í 66 þús­und krón­ur. 

Um er að ræða fjár­hags­að­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda, þjón­ustu við börn og ung­linga, þjón­ustu við fatlað fólk og aldr­aða og ýmis­legt annað sem fellur undir mála­flokk­inn. 

Þetta má lesa út úr lyk­il­tölum úr rekstri sveit­ar­fé­laga á árinu 2019 sem Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga birti í lok nóv­em­ber. 

Þegar horft er til nágranna­sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­innar kemur í ljós að kostn­aður við veitta félags­lega þjón­ustu í Kópa­vogi jókst minnst í Kópa­vogi þessu þriggja ára tíma­bili, eða um 15 þús­und krónur (13 pró­sent aukn­ing). Fyrir hverjar nýjar þrjár krónur sem íbúar í Reykja­vík settu í félags­þjón­ustu á þessum þremur árum settu íbúar í Kópa­vogi eina krónu í mála­flokk­inn.

Íbúar í Kópa­vogi eru þeir sem greiddu minnst allra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til félags­þjón­ustu hver á síð­asta ári, eða 130 þús­und krón­ur. Íbúar í Reykja­vík borga nán­ast tvö­falda þá upp­hæð hver árlega. 

Garða­bær og Sel­tjarn­ar­nes bættu í en eiga langt í land

Í Garðabæ jókst kostn­að­ur­inn um 31 þús­und krónur á hvern íbúa á tíma­bil­inu, eða um 29,5 pró­sent og á Sel­tjarn­ar­nesi um 61 þús­und krónur (70 pró­sent). Þess má þó geta að íbúar beggja sveit­ar­fé­lag­anna Garða­bæjar hafa alltaf greitt, og greiða enn, mun minna vegna veit­ingu félags­þjón­ustu en Reykja­vík­ur­borg. Í fyrra greiddi hver íbúi í Reykja­vík 72 pró­sent meira í félags­lega þjón­ustu en íbúi á Sel­tjarn­ar­nesi og 88 pró­sent meira en íbúi í Garða­bæ. 

Auglýsing
Þau sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem kom­ast næst því að láta íbúa sína deila kostn­aði af félags­legri þjón­ustu með íbúum Reykja­víkur eru Mos­fells­bær og Hafn­ar­fjörð­ur. Í fyrr­nefnda sveit­ar­fé­lag­inu jókst kostn­aður á hvern íbúa vegna veittrar félags­þjón­ustu um 26 þús­und krónur frá 2016 til 2019, eða um 13,4 pró­sent. Mos­fells­bær er það sveit­ar­fé­lag á svæð­inu þar sem íbúar greiða næst mest fyrir veitta félags­þjón­ustu, eða 219 þús­und krónur hver. Það er samt sem áður 17 pró­sent minna en hver íbúi í Reykja­vík greið­ir. 

Í Hafn­ar­firði hefur fram­lag hvers íbúa auk­ist um 45 þús­und krónur á ári, eða 36,2 pró­sent. Það er þó enn 51 pró­sent lægra en það sem hver íbúi í Reykja­vík greið­ir. 

Reykja­vík er eina sveit­ar­fé­lagið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem inn­heimtir hámarks­út­svar, 14,52 pró­sent. Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vogur og Mos­fells­bær eru ekki langt und­an, þau rukka 14,48 pró­sent í útsvar, en í Garðabæ og á Sel­tjarn­ar­nesi er útsvarspró­sentan 13,7 pró­sent. 

Það þýðir á manna­máli að íbúar í Reykja­vík borga hærra hlut­fall af launum sínum í skatta til að standa undir rekstri sveit­ar­fé­lags­ins en þeir sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Stór ástæða þess er sú að Reykja­vík axlar langstærstan hluta þess kostn­aðar sem fellur til vegna félags­legrar þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lögum er gert að veita. 

Reyk­vík­ingar borga næstum jafn mikið og allir hinir til sam­ans

Þegar horft er til þess hversu stóru hlut­falli af skatt­tekjum hvert sveit­ar­fé­lag á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eyðir í veitta félags­þjón­ustu kemur í ljós að það hlut­fall jókst úr 25 í 26 pró­sent hjá Reykja­vík­ur­borg milli 2016 og 2019. Hlut­fallið stóð í stað í Mos­fellsbæ á tíma­bil­inu, var 20 pró­sent. Í Hafn­ar­firði fór það úr 15 í 18 pró­sent og hjá Sel­tjarn­ar­nes­bær úr 10 í 17 pró­sent. Í Garðabæ jókst hlut­fallið úr 13 í 15 pró­sent en hjá Kópa­vogi, sem greiðir lægsta hlut­fall allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í félags­þjón­ustu, fór það úr 13 í 14 pró­sent. 

Ein stoðin í veittri félags­legri þjón­ustu er fjár­hags­að­stoð til íbúa. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í byrjun síð­ustu viku þá er Reykja­vík­ur­borg í sér­flokki þegar kemur að veit­ingu á slíkri aðstoð. Hver íbúi höf­uð­borg­ar­innar greiðir 21 þús­und krónur í slíka aðstoð á ári, eða tvö þús­und krónum meira en þeir gerðu árið 2016. Til að setja málið í annað sam­hengi þá greiðir hver íbúi í Reykja­vík sex þús­und krónum minna í fjár­hags­að­stoð en fram­lag allra íbúa hinna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er sam­an­lagt. Íbúar í Reykja­vík greiða 21 þús­und krónur hver en ein­stakir íbúar í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði, Garða­bæ, Mos­fellsbæ og á Sel­tjarn­ar­nesi greiða sam­tals 27 þús­und krónur í veitta félags­þjón­ustu.

Í Reykja­vík getur fjár­hags­að­stoð til ein­stak­lings verið allt að 207.709 krónur á mán­uði og hjón eða sam­búð­ar­fólk getur fengið sam­tals allt að 332.333 krónur á mán­uði. Í öðrum sveit­ar­fé­lögum eru greiðslur að jafn­aði lægri. Það þýðir að það borgar sig bein­línis fyrir þá sem þurfa á fjár­hags­að­stoð að halda að flytja sig til Reykja­vík­ur. Þar af leið­andi eru mun fleiri sem þurfa á henni að halda búsettir þar en í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar.

Kostn­aður vegna fjár­hags­að­stoðar á hvern íbúa Kópa­vogs stóð í stað á tíma­bil­inu og var átta þús­und krón­ur, eða 38 pró­sent af því sem hann er á hvern íbúa í Reykja­vík. Í Hafn­ar­firði stóð hann líka í stað í sjö þús­und krón­um, eða þriðj­ungi af því þeim kostn­aði sem hver íbúi í Reykja­vík greið­ir. Í Mos­fellsbæ hækk­aði hann um þús­und krónur á hvern íbúa, fór úr fjögur þús­und krónum í fimm þús­und krón­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar