Íbúar Akureyrar greiða mest allra fyrir veitta félagsþjónustu

Þeir íbúar á landinu sem greiða hæstu upphæðina hver fyrir veitta félagsþjónustu eru íbúar höfuðstaðar Norðurlands. Nágrannasveitarfélög Akureyrar, sem greiða mun minna fyrir félagsþjónustu, eru öll andvíg þvingaðri sameiningu sveitarfélaga.

Akureyri.
Akureyri.
Auglýsing

Kostn­aður vegna veittrar félags­þjón­ustu á hvern íbúa er hvergi hærri en á Akur­eyri, þar sem hver íbúi greiðir 267 þús­und krónur fyrir þá þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lagið veit­ir. Til sam­an­burðar má nefna að vegið með­al­tal kostn­aðar sveit­ar­fé­laga vegna veittrar félags­þjón­ustu er 190 þús­und krónur á íbúa. Kostn­aður íbúa á Akur­eyri er því 40 pró­sent meiri en með­al­tals­greiðsla allra íbú­a. 

Um er að ræða fjár­hags­að­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda, þjón­ustu við börn og ung­linga, þjón­ustu við fatlað fólk og aldr­aða og ýmis­legt annað sem fellur undir mála­flokk­inn. 

Þetta má lesa út úr lyk­il­tölum úr rekstri sveit­ar­fé­laga á árinu 2019 sem Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga birti í lok nóv­em­ber.  

Akur­eyr­ar­bær þjón­ustar einnig nokkur sveit­ar­fé­lög í kringum sig með félags­þjón­ustu gegn vægu gjaldi. Um er að ræða Hörg­ár­sveit (íbúar þar greiða 60 þús­und krónur hver fyrir félags­þjón­ustu á ári), Eyja­fjarð­ar­sveit (íbúar þar greiða 65 þús­und krónur hver fyrir félags­þjón­ustu á ári), Grýtu­bakka­hrepp (íbúar þar greiða 75 þús­und krónur hver fyrir félags­þjón­ustu á ári) og Sval­barðs­strand­ar­hrepp (íbúar þar greiða 46 þús­und krónur hver fyrir félags­þjón­ustu á ári). Öll fjögur sveit­ar­fé­lögin eru á meðal þeirra 20 sveit­ar­fé­laga sem hafa lagt fram til­lög­u til lands­þing Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga sem haldið verður 18. des­em­ber sem felur meðal ann­ars í sér að fallið verði frá hug­myndum um lög­fest­ingu 1.000 íbúa lág­marks­stærðar sveit­ar­fé­laga, en frum­varp um það efni liggur nú fyrir Alþingi.

Auglýsing
Því má ljóst vera að íbúar á Akur­eyri greiða fyrir stóran hluta þeirrar félags­þjón­ustu sem veitt er á svæð­inu í kringum sveit­ar­fé­lag­ið. 

Á Akur­eyri búa 19.217 manns. Í Eyja­fjarð­ar­sveit búa 1.090 mans, Í Hörg­ár­sveit 648, Í Sval­barðs­strand­ar­hreppi 435 og í Grýtu­bakka­hreppi 371.

Sveit­ar­fé­lög sem skera sig úr

Þegar horft er á útgjöld félags­þjón­ustu sem hlut­fall af skatt­tekjum er ein­ungis eitt sveit­ar­fé­lag sem greiðir hærra hlut­fall en Akur­eyri í félags­þjón­ustu. Það er Reykja­vík, en höf­uð­borgin greiðir 26 pró­sent af skatt­tekjum sínum í veitta félags­þjón­ustu á meðan að það hlut­fall er 24 pró­sent á Akur­eyri. Með­al­tals­hlut­fallið á land­inu er 18 pró­sent. 

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun viku að íbúar í Reykja­vík eru að borga sjö sinnum hærri fjár­hæð í fjár­hags­að­stoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda en íbúar nágranna­sveit­ar­fé­lags­ins Sel­tjarn­ar­ness. Þeir greiða tvö­falt meira fyrir alla veitta félags­þjón­ustu en íbúar í Kópa­vogi og Garðabæ og draga líka vagn­inn þegar kemur að upp­bygg­ingu á hús­næði fyrir lág­tekju­hópa. 

Mikil kostn­aður við fatl­aða

Sveit­ar­fé­lögum er skylt að veita fjár­hags­að­stoð til fram­færslu ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem ekki geta séð sér og sínum far­borða án aðstoð­ar. Á Akur­eyri getur fjár­hags­að­stoð til ein­stak­lings verið allt að 184.208 krónur á mán­uði og hjón eða sam­búð­ar­fólk getur fengið sam­tals allt að 294.732 krónur á mán­uð­i. 

Hver Akur­eyr­ingur greiðir níu þús­und krónur í fjár­hags­að­stoð á ári hverju, sem er tæpur helm­ingur þess sem hver íbúi í Reykja­vík greiðir vegna hennar og þrjú þús­und krónum minna en sveit­ar­fé­lög greiða að með­al­tali í slík­a. 

Þegar kemur að kostn­aði við fatl­aða, sem tekur til útgjalda vegna stuðn­ings­þjón­ustu, ferða­þjón­ustu fatl­aðra, frek­ari lið­veislu, búsetu, skamm­tíma­vist­unar fyrir fatl­aða, dag­þjón­ustu og ann­arrar þjón­ustu fyrir fatl­aða, stendur Akur­eyri hins vegar upp úr meðal stærri sveit­ar­fé­laga á land­inu þegar kemur að kostn­aði. Hver íbúi í höf­uð­stað Norð­ur­lands greiðir 178 þús­und krónur á ári vegna þjón­ustu við fatlað fólk á meðan að með­al­tals­greiðsla allra íbúa lands­ins er 93 þús­und krón­ur, eða rúmur helm­ingur þess sem hver íbúi á Akur­eyri greið­ir. Til sam­an­burðar greiða nágranna­sveita­fé­lög Akur­eyrar Hörg­ár­sveit (16 þús­und krónur á íbú­a), Eyja­fjarð­ar­sveit (15 þús­und krónur á íbú­a), Sval­barð­ar­strand­ar­hreppur (11 þús­und krónur á íbúa) og Grýtu­bakka­hreppur (eitt þús­und krónur á íbúa) brot af því sem íbúar Akur­eyrar greiða hver og einn. 

Þegar kemur að kostn­aði vegna þjón­ustu við aldrað fólk, sem felur í sér útgjöld vegna  dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ila, dagdval­ar, stuðn­ings­þjón­ustu, tóm­stunda­starf og ann­arrar þjón­ustu við aldr­aða íbúa er Akur­eyri nán­ast á pari við það sem íbúar lands­ins greiða að með­al­tali fyrir að uppi­hald á slíkri þjón­ustu. Öll nágranna­sveit­ar­fé­lög Akur­eyr­ar, að Grýtu­bakka­hreppi und­an­skild­um, greiða minna á hvern íbúa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent