Svona verða jólin: Helstu breytingar á samkomutakmörkunum

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á fimmtudag. Börn fá meiri tilslakanir og sundlaugar mega opna á ný. Íþróttaæfingar afreksfólks fá að hefjast, stórar verslanir mega taka á móti allt að 100 manns og veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Fjölda­tak­mörkun mun áfram mið­ast við 10 manns þar til 12. jan­úar næst­kom­andi, með ákveðnum und­an­tekn­ing­um, sam­kvæmt vænt­an­legri reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra varð­andi sótt­varna­ráð­staf­anir í sam­fé­lag­inu sem tekur gildi á fimmtu­dag, 10. des­em­ber. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Rík­is­stjórnin fund­aði um til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á fundi sínum í morgun og sam­þykkti ákveðnar til­slak­anir á gild­andi sótt­varna­ráð­stöf­unum í sam­fé­lag­inu.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is, sem er dag­sett 6. des­em­ber, segir að sæmi­leg tök hafi náðst á far­aldr­inum en jafn­framt megi segja að staðan sé við­kvæm, þar sem brugðið geti til beggja vona. Fram kemur að nýjasta mat vís­inda­manna við Háskóla Íslands bendi til þess að svo­kall­aður smit­stuð­ull veirunnar hér á landi sé um 1,5. 

„Þetta styður þá skoðun að staðan á þess­ari stundu er við­kvæm og lítið þarf til að hleypa far­aldr­inum aftur í upp­sveiflu,“ segir Þórólfur í minn­is­blað­inu. Einnig segir hann að þær sótt­varna­að­gerðir sem hafi verið í gangi hafi að hans mati skilað góðum árangri sem auð­veld­lega gæti tap­ast verði slakað yrði of mikið á yfir jóla­há­tíð­ina. 

Sund, verslun og veit­inga­þjón­usta

Á meðal helstu breyt­inga er það að sund- og bað­staðir mega hafa opið. Rétt eins og þegar sund­laugar opn­uðu í fyrsta sinn eftir lokun í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins verður þeim heim­ilt að taka við 50 pró­sent af hámarks­gesta­fjölda.

Veit­inga­staðir mega taka á móti 15 manns í hvert rými og fá að hafa opið til kl. 22, en mega þó ekki taka á móti nýjum gestum eftir kl. 21 á kvöld­in.

Allar versl­anir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 fer­metra, en þó að hámarki 100 manns.

Börn á grunn­skóla­aldri und­an­þegin tak­mörk­unum

Ákvæði í reglu­gerð­inni sem snúa að fjölda­tak­mörk­un, nálægð­ar­tak­mörkun og grímu­skyldu munu ekki taka til barna sem fædd eru 2005 og síð­ar.

Þetta er tölu­vert mikil breyt­ing frá því sem nú er. 

Sam­kvæmt þeirri reglu­gerð sem rennur út á morgun eru ein­ungis börn fædd 2015 eða síðar und­an­þegin fjölda­tak­mörkun og nálægð­ar­mörkum og ein­ungis börn fædd 2011 eða síðar und­an­þegin grímu­skyldu úti í sam­fé­lag­inu.

Afreks­fólk má æfa á ný en lík­ams­rækt­ar­stöðvar áfram lok­aðar

Íþrótta­æf­ingar full­orð­inna íþrótta­manna, sem stunda íþróttir innan vébanda ÍSÍ í efstu deild­um, verða heim­ilar á ný á fimmtu­dag, bæði með og án snert­ingu. Æfingar afreks­fólks í ein­stak­lings­bundnum íþróttum verða sömu­leiðis heim­il­ar. 

Áfram verða æfingar sem krefj­ast snert­ingar innan bar­daga­í­þrótta þó óheim­il­ar. Lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða áfram lok­að­ar.

Auglýsing

Varð­andi íþróttir almenn­ings, þá verður öllum heim­ilt að stunda skipu­lagðar æfingar utandyra sem krefj­ast ekki snert­ing­ar.

Sviðs­listir heim­ilar á ný

Sviðs­list­ir, bíó­sýn­ingar og aðrir menn­ing­ar­við­burðir verða heim­ilir með allt að 30 manns á sviði, bæði æfingar og sýn­ing­ar. Heim­ilt verður að taka á móti allt að 50 sitj­andi gestum og þeim skylt að nota grímu og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síð­ar. Hvorki hlé né áfeng­is­sala verður heim­il. Sæti skulu núm­eruð og skráð á nafn.

Fimm­tíu manns mega koma til jarð­ar­fara

Hámarks­fjöldi í jarð­ar­farir verður 50 manns á tíma­bil­inu, frá 10. des­em­ber til 12. jan­ú­ar.

Skóla­starf að mestu óbreytt

Reglu­gerð um tak­mark­anir á skóla­haldi vegna far­sóttar verður að mestu óbreytt til ára­móta, sam­kvæmt til­kynn­ingu yfir­valda, en nýjar reglur um skóla­starf eiga að taka gildi 1. jan­úar 2021 og verða þær kynntar fljót­lega.

Þó hefur verið ákveðið að frá og með 10. des­em­ber verði ákvæði um bæði blöndun og hámarks­fjölda leik­skóla­barna felld brott. ­Með þessu móti eru leik­skólar sagðir geta aðlagað starf­semi sína betur yfir hátíð­irnar þar sem barna­hópar eru gjarna sam­ein­aðir milli deilda eða jafn­vel leik­skóla.

Einnig er sú breyt­ing gerð nú að lestr­ar­rými í fram­halds­skólum og háskólum geta opnað fyrir allt að 30 nem­end­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Arnalds
Loftslag og landnýting: Yfirdrifin viðbrögð við sjónvarpsþætti
Kjarninn 14. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent