Enginn borgarfulltrúi með minna en 1.179 þúsund krónur í mánaðarlaun

Á kjörtímabilinu sem er nýhafið mun fastur mánaðarlegur launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa að lágmarki nema 37,6 milljónum króna. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru flestir með 911 þúsund krónur í laun.

Frá blaðamannafundi í aðdraganda myndunar nýs meirihluta í Reykjavík.
Frá blaðamannafundi í aðdraganda myndunar nýs meirihluta í Reykjavík.
Auglýsing

Reglu­legur kostn­aður Reykja­vík­ur­borgar við laun borg­ar­full­trúa, vara­borg­ar­full­trúa og borg­ar­stjóra verður að lág­marki 451,5 millj­ónir króna á ári á kjör­tíma­bil­inu sem er nýhaf­ið, sam­kvæmt upp­lýs­ingum um laun kjör­inna full­trúa sem finna má á vef borg­ar­inn­ar.

Við þennan kostnað bæt­ist svo auka­kostn­aður ef kalla þarf þá vara­borg­ar­full­trúa sem ekki eru fyrstu vara­borg­ar­full­trúar sinna flokka á fundi vegna fjar­vista ann­arra full­trúa. Fastur mán­að­ar­legur launa­kostn­aður borg­ar­stjórn­ar­innar nemur 37,6 millj­ónum króna.

Grunn­laun borg­ar­full­trúa eru 892 þús­und krónur og grunn­laun fyrsta vara­borg­ar­full­trúa hvers þeirra átta flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn eru 624 þús­und krón­ur. Laun Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra sam­kvæmt ráðn­ing­ar­bréfi eru 2,3 millj­ónir króna. Hann þiggur ekki laun sem borg­ar­full­trúi, þrátt fyrir að hafa verið kjör­inn sem slík­ur.

Borg­ar­full­trú­arnir í Reykja­víkur eru 23 tals­ins og hafa verið það frá því í upp­hafi síð­asta kjör­tíma­bils. Sam­kvæmt lögum mega þeir ekki vera færri, en í sveit­ar­stjórn­ar­lögum frá 2011 er kveðið á um að aðal­menn í sveit­ar­stjórnum þar sem íbúar eru 100 þús­und eða fleiri skuli vera á bil­inu 23-31 tals­ins.

Eng­inn aðal­maður með undir 1.179 þús­und krónur á mán­uði

Til við­bótar við grunn­laun borg­ar­full­trúa og vara­borg­ar­full­trúa þeir allir ein­hvers­konar álags­greiðslur ofan á laun sín, af mis­mun­andi til­efnum þó. Sumir fá álag fyrir að gegna for­mennsku í ráðum, auk þess sem odd­vit­ar, þau sem sitja í borg­ar­ráði og þau sem sitja í þremur nefndum fá einnig álags­greiðsl­ur.

Allir borg­ar­full­trú­arnir fá að minnsta kosti 287.464 kr., sem sam­svarar einni álags­greiðslu upp á 223.034 krónur og svo föst greiðsla starfs­kostn­að­ar, sem nemur 64.430 krón­um.

Eng­inn borg­ar­full­trúi er þannig með reglu­leg heild­ar­laun frá Reykja­vík­ur­borg sem eru lægri en 1.179.598 krón­ur, en alls eru 9 af 22 borg­ar­full­trúum með þessa launa­út­komu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Aðrir fá fleiri auka­greiðslur fyrir störf sín. Hjá sex borg­ar­full­trúum bæt­ast 53.528 krónur við sökum þess að þau eru vara­menn í borg­ar­ráði og hífast laun þess­ara full­trúa upp í 1.233.126 krón­ur.

Mynd: Bára Huld Beck

Fimm borg­ar­full­trúar fá svo tvær heilar álags­greiðslur ofan á laun sín, en það eru þær Ragn­hildur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, Hildur Björns­dótt­ir, Heiða Björg Hilm­is­dóttir og Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir. Launa­út­koma þeirra nemur 1.456.160 krón­um.

Sér­stakt auka­á­lag fyrir for­seta borg­ar­stjórnar og for­mann borg­ar­ráðs

Þau tvö sem eftir standa fá enn frek­ari álags­greiðslur fyrir sín störf. Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sóknar er for­maður borg­ar­ráðs og fær fyrir það 356.854 króna álags­greiðslu ofan á odd­vita­á­lag­ið. Heild­ar­laun Ein­ars frá borg­inni nema því 1.589.980 krón­um.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórnar og odd­viti Við­reisn­ar, fær svo hæstu álags­greiðsl­urnar fyrir störf sín, en for­seti borg­ar­stjórnar fær tvö­falt álag fyrir það hlut­verk, 446.067 krónur og auk þess situr Þór­dís Lóa í borg­ar­ráði. Heild­ar­laun Þór­dísar Lóu frá borg­inni nema því 1.679.193 krón­um.

Vert er að taka fram að inni í þessum tölum eru ekki þær greiðslur sem sumir borg­ar­full­trúar fá fyrir að taka sæti í stjórnum fyr­ir­tækja borg­ar­innar eða byggða­sam­lögum á borð við Sorpu eða Strætó.

Sjö af átta fyrstu vara­borg­ar­full­trúum fá álags­greiðslur

Sem áður segir eru reglu­leg grunn­laun fyrstu vara­borg­ar­full­trúa, eins frá hverjum flokki, rúmar 624 þús­und krón­um. Ofan á það bæt­ast svo 64.430 króna greiðsla vegna starfs­kostn­að­ar. Hjá öllum nema Helgu Þórð­ars­dóttur vara­borg­ar­full­trúa Flokks fólks­ins fylgir einnig ein heil álags­greiðsla laun­un­um, í flestum til­fellum vegna þess að vara­borg­ar­full­trú­arnir sitja í þremur nefnd­um.

Pawel Bartoszek er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Hjá sjö af átta fyrstu vara­borg­ar­full­trúum eru reglu­leg laun frá Reykja­vík­ur­borg því 911.958 krón­ur, eða meira – en raunar á það bara við Pawel Bar­toszek vara­borg­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Hann fær 53.528 krónur ofan á þessa upp­hæð fyrir setu sína sem vara­maður flokks­ins í borg­ar­ráði.

Launin gætu verið enn hærri

Laun borg­ar­full­trúa voru lengst af bein­tengd við þing­far­ar­kaup alþing­is­manna, en strípað þing­far­ar­kaup þeirra er í dag 1.285.411 krón­ur.

Við ákvörðun kjara­ráðs, sem hækk­aði laun þing­manna og ráð­herra all­hressi­lega árið 2016, var ákveðið í borg­ar­stjórn að afnema teng­ingu launa borg­ar­full­trúa frá þing­far­ar­kaup­inu.

Í fram­hald­inu var svo skipt um aðferð við að ákvarða laun kjör­inna full­trúa í Reykja­vík og tekin upp teng­ing við launa­vísi­tölu, en miðað er við þróun vísi­töl­unnar frá mars­mán­uði 2013.

Launin upp­fær­ast í jan­úar og júlí ár hvert og mega kjörnir full­trúar í Reykja­vík því eiga von á hærri launum í lok þessa mán­aðar en hér hefur verið fjallað um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent