„Ekkert hefur meira heyrst um málið, nú 5 mánuðum síðar“

Þingmaður Samfylkingarinnar spyr félagsmálaráðherra hvenær von sé á flóttafjölskyldum frá Lesbos sem boðað var að myndu koma í september síðastliðnum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur lagt fram fyr­ir­spurn til félags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, um hvenær von sé á fjöl­skyld­unum frá Les­bos, flótta­fólki sem rík­is­stjórnin sam­þykkti í sept­em­ber á síð­asta ári að Ísland myndi taka á móti.

Þetta kom fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Rósu Bjarkar í gær.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að eng­inn kvótaflótta­maður hefði komið hingað til lands á vegum stjórn­valda í fyrra. Til stóð að um 100 manns kæmu og segir í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að unnið sé „hörðum höndum að því að taka á móti hópnum á fyrri hluta þessa árs“.

Auglýsing

Rósa Björk bendir á í stöðu­upp­færslu sinni að fimm mán­uðir séu liðnir frá því að rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti að Ísland myndi taka á móti flótta­fólki frá Les­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­lenskar fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu eftir hræði­legan bruna í flótta­manna­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða í sept­em­ber 2020.

Eins og kom fram í frétt Kjarn­ans var um allt að 15 manns að ræða, við við­bótar við þau 85 sem áttu að koma á vegum stjórn­valda.

„Ekk­ert hefur meira heyrst um mál­ið, nú 5 mán­uðum síðar ...“ skrifar Rósa Björk og bætir því við að Þýska­land hafi strax tekið á móti 1.200 manns í sept­em­ber 2020 úr Mori­a-­búð­unum og að Portú­gal, Frakk­land og fleiri Evr­ópu­lönd hefðu brugð­ust strax við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent