Íslensk fyrirtæki erlendis söfnuðu milljörðum króna í fyrra

Fjögur nýsköpunarfyrirtæki sem rekin eru af Íslendingum erlendis frá náðu að fjármagna sig fyrir meira en 15 milljarða króna í fyrra.

Áslaug Magnúsdóttir stofnandi KATLA og Brjánn Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Thunderful Group
Áslaug Magnúsdóttir stofnandi KATLA og Brjánn Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Thunderful Group
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin KATLA, Gar­den, Lockwood Publ­is­hing og Thund­erful Group, sem eru öll rekin af Íslend­ingum sem búa erlend­is, fengu sam­tals hluta­fjár­aukn­ingu að and­virði rúm­lega 15 millj­arða króna í fyrra. Á meðal fjár­festa var íslenski fram­taks­sjóð­ur­inn Crowberry Capi­tal og kín­verski tækniris­inn Tencent. Þetta kemur fram í frétt sem birt­ist á vef Northstack í gær

KATLA fékk 168 millj­ónir

Fyrir rúmu ári síðan til­kynnti Áslaug Magn­ús­dótt­ir, með­stofn­andi og fyrrum fram­kvæmda­stjóri tísku­vef­versl­un­ar­innar Moda Oper­andi, útgáfu nýs fata­merkis undir nafn­inu KATLA. Sam­kvæmt heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins sér­hæfir það sig í fram­leiðslu á sjálf­bærum og umhverf­is­vænum kven­fatn­aði. Crowberry Capi­tal tryggði fata­merk­inu 1,3 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sem jafn­gildir 168 millj­ónir íslenskra króna, í fyrstu fjár­mögnun hennar síð­ast­lið­inn des­em­ber.  

Gar­den fékk 485 millj­ónir

Crowberry leiddi einnig hluta­fjár­út­boð tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Gar­den í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, en með því náði fyr­ir­tækið að auka hlutafé sitt um 3,8 millj­ónir Banda­ríkja­dala, sem jafn­gildir tæpum hálfum millj­arði króna. Fyr­ir­tæk­ið, sem er rekið af Jóni Eðvaldi Vign­is­syni, fékk var einnig fjár­magnað af Renaud Visa­ge, stofn­anda miða­sölu­vef­síð­unnar Event­brite, og Davíð Helga­syni, stofn­anda fyr­ir­tæk­is­ins Unity, sem þróar tölvu­leikja­hug­bún­að. 

Auglýsing

Lockwood Publ­is­hing fékk 3,2 millj­arða

Davíð fjár­festi einnig í leikja­fram­leið­and­anum Lockwood Publ­is­hing, sem Har­aldur Þór Björns­son stýrir og er stað­settur í Nott­ing­ham í Bret­landi í hluta­fjár­út­boði síð­ast­lið­inn nóv­em­ber. Sam­kvæmt heima­síð­unni Pocket­Gamer leiddi kín­verski tækniris­inn Tencent fjár­mögn­un­ina, en hún nam sam­tals um 25 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða um 3,2 millj­örðum króna. Lockwood er fram­leið­andi tölvu­leiks­ins Avakin Life, sem yfir 200 millj­ónir manna nota. 

Thund­erful Group með 11,7 millj­arða

Langstærsti hluti fjár­mögn­un­ar­innar kom þó frá sænska tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Thund­erful Group, sem er rek­inn af Brjáni Sig­ur­geirs­syni og er með höf­uð­stöðvar í Gauta­borg í Sví­þjóð. Fyr­ir­tækið var skráð í First North Premier kaup­höll­ina í Sví­þjóð byrjun des­em­ber á síð­asta ári og gaf á sama tíma út 15 milljón nýja hluti í fyr­ir­tæk­inu. Hver hlutur kost­aði þá 50 sænskar krón­ur, sem jafn­gildir um 777 íslenskum krón­um, þannig að fyr­ir­tækið náði að auka hlutafé sitt um 11,7 millj­arða króna með skrán­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent