Ísland tók ekki á móti neinum kvótaflóttamanni í fyrra

Til stóð að um 100 flóttamenn kæmu hingað til lands á vegum íslenskra stjórnvalda á síðasta ári. Samkvæmt félagsmálaráðuneytinu var ekki unnt að taka á móti flóttafólkinu vegna COVID-19 faraldurs.

Flóttafólk mótmælti á Austurvelli og bað um áheyrn dómsmálaráðherra.
Flóttafólk mótmælti á Austurvelli og bað um áheyrn dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Ekki var mögu­legt að taka á móti kvótaflótta­fólki á síð­asta ári vegna COVID-19 far­ald­urs­ins en unnið er „hörðum höndum að því að taka á móti hópnum á fyrri hluta þessa árs“.

Þetta kemur fram í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Fé­lags­mála­ráðu­neytið hefur end­ur­nýjað samn­ing sinn við International Org­an­ization for Migration, sem mun veita stjórn­völdum aðstoð við að taka á móti hópnum en samn­ing­ur­inn snýr bæði að flutn­ingi, aðstoð við sam­fé­lags­fræðslu og mögu­leik­anum á að taka við­töl í gegnum fjar­funda­bún­að. Um er að ræða fjöl­skyldur og ein­stak­linga sem eru staddir í Ken­ía, Íran og Líbanon,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Fram kemur hjá ráðu­neyt­inu að unnið sé að því að taka á móti 15 ein­stak­ling­um, barna­fjöl­skyldum sem séu upp­runa­lega frá Sýr­landi og staddar á Grikk­landi – og séu umsækj­endur þar um alþjóð­lega vernd. Líkt og með hóp kvótaflótta­fólks sé unnið að því að taka á móti hóp­unum sem fyrst.

Sam­tals er því um að ræða 100 ein­stak­linga sem fyr­ir­hugað er að taka á móti, að því er fram kemur hjá ráðu­neyt­inu.

Sam­þykktu í sept­em­ber að taka á móti allt að 15 manns í við­bót

Rík­­is­­stjórn Íslands sam­­þykkti þann 25. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn að Ísland tæki á móti flótta­­fólki frá Les­­bos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­­lenskar fjöl­­skyldur í við­­kvæmri stöðu. Fram kom í til­­kynn­ingu á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins að fjöl­­skyld­­urnar hefðu áður búið í flótta­­manna­­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða fyrr í mán­uð­in­­um.

Í til­­kynn­ingu stjórn­­­valda frá því í sept­­em­ber sagði að flótta­­fólkið frá Les­­bos, sem yrði allt að 15 manns, myndi bæt­­ast í hóp þeirra 85 sem rík­­is­­stjórnin hygð­ist taka á móti á þessu ári og væri það lang­­fjöl­­menn­asta mót­­taka flótta­­fólks á einu ári hingað til lands.

„Flótta­­manna­­nefnd mun ann­­ast und­ir­­bún­­ing á mót­­töku fjöl­­skyldn­anna og verður mót­­taka þeirra unnin í sam­vinnu við Evr­­ópu­­sam­­bandið og grísk stjórn­­völd. Evr­­ópu­­sam­­bandið hafði áður sent frá sér ákall um nauð­­syn á flutn­ingi barna og barna­­fjöl­­skyldna vegna bruna Moria flótta­­manna­­búð­anna. Þá mun Flótta­­manna­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna vera íslenskum stjórn­­völdum innan handar varð­andi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­­skyld­unum til lands­ins,“ sagði í til­­kynn­ing­unni.

Á árinu 2019 var tekið á móti 74 flótta­­mönnum á Íslandi, en fram kom fréttum í lok árs­ins að íslensk stjórn­­völd myndu bjóð­­ast til að taka á móti 85 manns. Einkum væri um að ræða Sýr­­lend­inga og hópa við­­kvæmra flótta­­manna vegna kyn­­ferðis eða fjöl­s­kyld­u­að­­stæðna frá Ken­ía.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent