Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði um fjórðung á síðasta ári

Samtals fékk 631 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2020 til samanburðar við 531 einstakling 2019.

Úr 1. maí göngu árið 2019.
Úr 1. maí göngu árið 2019.
Auglýsing

Umsóknir um alþjóð­lega vernd árið 2020 voru 654 og fækk­aði um fjórð­ung frá árinu 2019. Mestu sveifl­urnar á fjölda umsókna voru sam­fara útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins og þeim við­brögðum sem gripið var til á landa­mær­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum Útlend­inga­stofn­unar um umsóknir um alþjóð­lega vernd fyrir árið 2020.

Stofn­unin afgreiddi 685 umsóknir í efn­is­legri með­ferð, þar af fjórð­ung í for­gangs­með­ferð. Alls fengu 528 umsækj­endur jákvæða nið­ur­stöðu. Þar af fékk 121 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, 338 við­bót­ar­vernd og 69 dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Til sam­an­burðar afgreiddi stofn­unin 376 umsóknir með veit­ingu árið 2019 og höfðu þær þá aldrei verið fleiri, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni.

Rúmur helm­ingur þeirra sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu kom frá Venes­ú­ela, Írak og Sýr­landi en sam­tals voru það ein­stak­lingar af 32 þjóð­ern­um.

Auglýsing

Til við­bótar við þá 528 umsækj­endur sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu hjá Útlend­inga­stofnun á árinu, fengu 103 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála eða vernd sem aðstand­endur flótta­manna. Sam­tals fékk því 631 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum árið 2020 til sam­an­burðar við 531 ein­stak­ling 2019.

Umsóknir um vernd eftir vikum 2020 Mynd: Útlendingastofnun

Stærstu hópar umsækj­enda frá Palest­ínu, Írak og Venes­ú­ela

Fram kemur hjá Útlend­inga­stofnun að framan af ári hafi rík­is­borg­arar Venes­ú­ela verið fjöl­menn­asti hópur umsækj­enda en komum þeirra til lands­ins fækk­aði mjög í kjöl­far inn­leið­ingar ferða­tak­mark­ana í síð­ari hluta mars­mán­að­ar. Þegar litið er á árið í heild voru stærstu hópar umsækj­enda rík­is­borg­arar Palest­ínu, Írak og Venes­ú­ela.

End­ur­teknar umsóknir voru 25, níu umsóknir komu frá börnum sem fædd­ust hér á landi á meðan mál for­eldra þeirra voru til með­ferðar og tólf umsækj­endur sögð­ust vera fylgd­ar­laus ung­menni.

140 ein­stak­lingum synjað um efn­is­lega með­ferð

Útlend­inga­stofnun tók 825 ákvarð­anir vegna umsókna um alþjóð­lega vernd sem vörð­uðu 766 ein­stak­linga en í 56 málum var tekin fleiri en ein ákvörð­un. 79 ein­stak­lingar til við­bótar drógu umsókn sína um vernd til baka eða hurfu frá henni. 140 ein­stak­lingum var synjað um efn­is­lega með­ferð umsóknar um vernd, 52 á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 88 á grund­velli þess að njóta þegar verndar í öðru Evr­ópu­ríki.

Vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins gerði Útlend­inga­stofnun tíma­bundnar breyt­ingar á mati sínu á því hvaða umsóknir skyldu fá efn­is­lega með­ferð og voru 62 ákvarð­anir um synjun á efn­is­legri með­ferð aft­ur­kall­aðar í kjöl­farið og málin tekin til efn­is­með­ferð­ar.

Tæp 40 pró­sent allra mála afgreidd á innan við þremur mán­uðum

Með­al­máls­með­ferð­ar­tími hjá Útlend­inga­stofnun stytt­ist milli áranna 2019 og 2020 í öllum teg­undum máls­með­ferðar nema for­gangs­með­ferð, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni. Þegar litið er til allra afgreiddra mála stytt­ist með­al­af­greiðslu­tími umsókna úr 144 dögum í 130 daga. Mest stytt­ist með­al­af­greiðslu­tími í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð, eða um 57 daga, og í máls­með­ferð á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, eða um 24 daga.

Tæp 40 pró­sent allra mála voru afgreidd á innan við þremur mán­uðum og tæp 40 pró­sent á þremur til sex mán­uð­um. Fimmt­ungur mála var afgreiddur á sex til tólf mán­uðum og þrjú pró­sent mála tók lengri tíma en eitt ár að afgreiða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent