Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði um fjórðung á síðasta ári

Samtals fékk 631 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2020 til samanburðar við 531 einstakling 2019.

Úr 1. maí göngu árið 2019.
Úr 1. maí göngu árið 2019.
Auglýsing

Umsóknir um alþjóð­lega vernd árið 2020 voru 654 og fækk­aði um fjórð­ung frá árinu 2019. Mestu sveifl­urnar á fjölda umsókna voru sam­fara útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins og þeim við­brögðum sem gripið var til á landa­mær­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum Útlend­inga­stofn­unar um umsóknir um alþjóð­lega vernd fyrir árið 2020.

Stofn­unin afgreiddi 685 umsóknir í efn­is­legri með­ferð, þar af fjórð­ung í for­gangs­með­ferð. Alls fengu 528 umsækj­endur jákvæða nið­ur­stöðu. Þar af fékk 121 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, 338 við­bót­ar­vernd og 69 dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Til sam­an­burðar afgreiddi stofn­unin 376 umsóknir með veit­ingu árið 2019 og höfðu þær þá aldrei verið fleiri, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni.

Rúmur helm­ingur þeirra sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu kom frá Venes­ú­ela, Írak og Sýr­landi en sam­tals voru það ein­stak­lingar af 32 þjóð­ern­um.

Auglýsing

Til við­bótar við þá 528 umsækj­endur sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu hjá Útlend­inga­stofnun á árinu, fengu 103 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála eða vernd sem aðstand­endur flótta­manna. Sam­tals fékk því 631 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum árið 2020 til sam­an­burðar við 531 ein­stak­ling 2019.

Umsóknir um vernd eftir vikum 2020 Mynd: Útlendingastofnun

Stærstu hópar umsækj­enda frá Palest­ínu, Írak og Venes­ú­ela

Fram kemur hjá Útlend­inga­stofnun að framan af ári hafi rík­is­borg­arar Venes­ú­ela verið fjöl­menn­asti hópur umsækj­enda en komum þeirra til lands­ins fækk­aði mjög í kjöl­far inn­leið­ingar ferða­tak­mark­ana í síð­ari hluta mars­mán­að­ar. Þegar litið er á árið í heild voru stærstu hópar umsækj­enda rík­is­borg­arar Palest­ínu, Írak og Venes­ú­ela.

End­ur­teknar umsóknir voru 25, níu umsóknir komu frá börnum sem fædd­ust hér á landi á meðan mál for­eldra þeirra voru til með­ferðar og tólf umsækj­endur sögð­ust vera fylgd­ar­laus ung­menni.

140 ein­stak­lingum synjað um efn­is­lega með­ferð

Útlend­inga­stofnun tók 825 ákvarð­anir vegna umsókna um alþjóð­lega vernd sem vörð­uðu 766 ein­stak­linga en í 56 málum var tekin fleiri en ein ákvörð­un. 79 ein­stak­lingar til við­bótar drógu umsókn sína um vernd til baka eða hurfu frá henni. 140 ein­stak­lingum var synjað um efn­is­lega með­ferð umsóknar um vernd, 52 á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 88 á grund­velli þess að njóta þegar verndar í öðru Evr­ópu­ríki.

Vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins gerði Útlend­inga­stofnun tíma­bundnar breyt­ingar á mati sínu á því hvaða umsóknir skyldu fá efn­is­lega með­ferð og voru 62 ákvarð­anir um synjun á efn­is­legri með­ferð aft­ur­kall­aðar í kjöl­farið og málin tekin til efn­is­með­ferð­ar.

Tæp 40 pró­sent allra mála afgreidd á innan við þremur mán­uðum

Með­al­máls­með­ferð­ar­tími hjá Útlend­inga­stofnun stytt­ist milli áranna 2019 og 2020 í öllum teg­undum máls­með­ferðar nema for­gangs­með­ferð, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni. Þegar litið er til allra afgreiddra mála stytt­ist með­al­af­greiðslu­tími umsókna úr 144 dögum í 130 daga. Mest stytt­ist með­al­af­greiðslu­tími í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð, eða um 57 daga, og í máls­með­ferð á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, eða um 24 daga.

Tæp 40 pró­sent allra mála voru afgreidd á innan við þremur mán­uðum og tæp 40 pró­sent á þremur til sex mán­uð­um. Fimmt­ungur mála var afgreiddur á sex til tólf mán­uðum og þrjú pró­sent mála tók lengri tíma en eitt ár að afgreiða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent