Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði um fjórðung á síðasta ári

Samtals fékk 631 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2020 til samanburðar við 531 einstakling 2019.

Úr 1. maí göngu árið 2019.
Úr 1. maí göngu árið 2019.
Auglýsing

Umsóknir um alþjóð­lega vernd árið 2020 voru 654 og fækk­aði um fjórð­ung frá árinu 2019. Mestu sveifl­urnar á fjölda umsókna voru sam­fara útbreiðslu COVID-19 far­ald­urs­ins og þeim við­brögðum sem gripið var til á landa­mær­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum Útlend­inga­stofn­unar um umsóknir um alþjóð­lega vernd fyrir árið 2020.

Stofn­unin afgreiddi 685 umsóknir í efn­is­legri með­ferð, þar af fjórð­ung í for­gangs­með­ferð. Alls fengu 528 umsækj­endur jákvæða nið­ur­stöðu. Þar af fékk 121 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, 338 við­bót­ar­vernd og 69 dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. Til sam­an­burðar afgreiddi stofn­unin 376 umsóknir með veit­ingu árið 2019 og höfðu þær þá aldrei verið fleiri, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni.

Rúmur helm­ingur þeirra sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu kom frá Venes­ú­ela, Írak og Sýr­landi en sam­tals voru það ein­stak­lingar af 32 þjóð­ern­um.

Auglýsing

Til við­bótar við þá 528 umsækj­endur sem fengu jákvæða nið­ur­stöðu hjá Útlend­inga­stofnun á árinu, fengu 103 ein­stak­lingar alþjóð­lega vernd eða mann­úð­ar­leyfi hjá kæru­nefnd útlend­inga­mála eða vernd sem aðstand­endur flótta­manna. Sam­tals fékk því 631 ein­stak­lingur alþjóð­lega vernd, við­bót­ar­vernd eða dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum árið 2020 til sam­an­burðar við 531 ein­stak­ling 2019.

Umsóknir um vernd eftir vikum 2020 Mynd: Útlendingastofnun

Stærstu hópar umsækj­enda frá Palest­ínu, Írak og Venes­ú­ela

Fram kemur hjá Útlend­inga­stofnun að framan af ári hafi rík­is­borg­arar Venes­ú­ela verið fjöl­menn­asti hópur umsækj­enda en komum þeirra til lands­ins fækk­aði mjög í kjöl­far inn­leið­ingar ferða­tak­mark­ana í síð­ari hluta mars­mán­að­ar. Þegar litið er á árið í heild voru stærstu hópar umsækj­enda rík­is­borg­arar Palest­ínu, Írak og Venes­ú­ela.

End­ur­teknar umsóknir voru 25, níu umsóknir komu frá börnum sem fædd­ust hér á landi á meðan mál for­eldra þeirra voru til með­ferðar og tólf umsækj­endur sögð­ust vera fylgd­ar­laus ung­menni.

140 ein­stak­lingum synjað um efn­is­lega með­ferð

Útlend­inga­stofnun tók 825 ákvarð­anir vegna umsókna um alþjóð­lega vernd sem vörð­uðu 766 ein­stak­linga en í 56 málum var tekin fleiri en ein ákvörð­un. 79 ein­stak­lingar til við­bótar drógu umsókn sína um vernd til baka eða hurfu frá henni. 140 ein­stak­lingum var synjað um efn­is­lega með­ferð umsóknar um vernd, 52 á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar og 88 á grund­velli þess að njóta þegar verndar í öðru Evr­ópu­ríki.

Vegna áhrifa COVID-19 far­ald­urs­ins gerði Útlend­inga­stofnun tíma­bundnar breyt­ingar á mati sínu á því hvaða umsóknir skyldu fá efn­is­lega með­ferð og voru 62 ákvarð­anir um synjun á efn­is­legri með­ferð aft­ur­kall­aðar í kjöl­farið og málin tekin til efn­is­með­ferð­ar.

Tæp 40 pró­sent allra mála afgreidd á innan við þremur mán­uðum

Með­al­máls­með­ferð­ar­tími hjá Útlend­inga­stofnun stytt­ist milli áranna 2019 og 2020 í öllum teg­undum máls­með­ferðar nema for­gangs­með­ferð, að því er fram kemur hjá stofn­un­inni. Þegar litið er til allra afgreiddra mála stytt­ist með­al­af­greiðslu­tími umsókna úr 144 dögum í 130 daga. Mest stytt­ist með­al­af­greiðslu­tími í hefð­bund­inni efn­is­með­ferð, eða um 57 daga, og í máls­með­ferð á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, eða um 24 daga.

Tæp 40 pró­sent allra mála voru afgreidd á innan við þremur mán­uðum og tæp 40 pró­sent á þremur til sex mán­uð­um. Fimmt­ungur mála var afgreiddur á sex til tólf mán­uðum og þrjú pró­sent mála tók lengri tíma en eitt ár að afgreiða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent