Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna

Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands var 183,4 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Það er 11,7 millj­örðum króna minni veð­setn­ing en var ári áður, í lok árs 2019. Mark­aðsvirði veð­settra bréfa náði eft­ir­hruns­há­marki þá, þegar það var 195,1 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina. 

Framan af síð­asta ári lækk­aði mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa skarpt, og um mitt síð­asta ár var heild­ar­virði þeirra orðið 157,2 millj­arðar króna. Það hafði þá lækkað um næstum fimmt­ung á hálfu ári. Heild­ar­mark­aðsvirði allra skráðra bréfa hafði þá jafnað sig eftir mikla dýfu í vor – úrvals­vísi­talan lækk­aði um 22,5 pró­sent frá 21. febr­úar til 9. mars – og var nálægt því það sama og í lok árs 2019. 

Mark­að­ur­inn bragg­að­ist hins vegar hratt þegar leið á árið og þegar það var gert upp hafði mark­aðsvirði skráðra fyr­ir­tækja auk­ist um 312 millj­arða króna og var 1.562,8 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Auglýsing
Þá var hlut­fall veð­settra hluta­bréfa af mark­aðsvirði skráðra bréfa á báðum mörk­uðum Kaup­hall­ar­innar – Aðal­mark­að­inum og First North – 11,73 pró­sent. Eftir end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­aðar eftir banka­hrun hefur það hæst farið í 15,86 pró­sent í febr­úar 2020 en hefur ekki verið lægra en um síð­ustu mán­aða­mót frá því í júlí 2018. 

Laga­breyt­ingar hafa girt fyrir mark­aðs­mis­notk­un­ina

Það að taka lán fyrir stórum hluta af hluta­bréfa­kaupum er kallað að „gíra sig upp“. Gíruð hluta­bréfa­kaup voru mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­­­­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­­­­­­­lend­­­­is. Stór fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­fé­lög, sem áttu meðal ann­­­­ars stóra hluti í bönk­­­­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­­­­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­­­­eign­­­­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­­­­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­­­­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­­­­unum sjálfum ef illa færi. Til­­­­­­­gang­­­­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­­­­leg eft­ir­­­­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­­­­lega verð­­­­mynd­un. Hæst­i­­­­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­­­­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­­­­­not­k­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­­­­förnum árum. 

Lík­legt að veð­köll hafi átt sér stað

Eftir að einka­fjár­festar fóru að gera sig meira gild­andi á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði á síð­ustu árum varð breyt­ing á umfangi gíraðra hluta­bréfa­kaupa. Frá því í lok sept­­­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­­­settra hluta­bréfa um 72 millj­­­arð króna. 

Á árinu 2019 einu saman jókst hún um 66 millj­­­arða króna og ef síð­­­­­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­­­arða króna, eða um 15 pró­­­sent.  

Lík­legt er að eitt­hvað hafi verið um veð­köll þegar hluta­bréf, veðin fyrir gír­uðu lán­un­um, féllu skarpt í verði í fyrra­vor. Þá ályktun má meðal ann­ars draga út frá því að hlut­fall af heild­ar­mark­aðsvirði hluta­bréfa sem voru veð­sett dróst saman úr 15,6 pró­sent í lok árs 2019 í 12,87 pró­sent um mitt síð­asta ár þrátt fyrir að heild­ar­mark­aðsvirðið hafi verið nán­ast það sama. 

Mikil hækkun á hluta­bréfa­verði síð­ustu mán­uði árs­ins lækk­aði þetta hlut­fall svo enn frek­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent