Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna

Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands var 183,4 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Það er 11,7 millj­örðum króna minni veð­setn­ing en var ári áður, í lok árs 2019. Mark­aðsvirði veð­settra bréfa náði eft­ir­hruns­há­marki þá, þegar það var 195,1 millj­arðar króna. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina. 

Framan af síð­asta ári lækk­aði mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa skarpt, og um mitt síð­asta ár var heild­ar­virði þeirra orðið 157,2 millj­arðar króna. Það hafði þá lækkað um næstum fimmt­ung á hálfu ári. Heild­ar­mark­aðsvirði allra skráðra bréfa hafði þá jafnað sig eftir mikla dýfu í vor – úrvals­vísi­talan lækk­aði um 22,5 pró­sent frá 21. febr­úar til 9. mars – og var nálægt því það sama og í lok árs 2019. 

Mark­að­ur­inn bragg­að­ist hins vegar hratt þegar leið á árið og þegar það var gert upp hafði mark­aðsvirði skráðra fyr­ir­tækja auk­ist um 312 millj­arða króna og var 1.562,8 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót.

Auglýsing
Þá var hlut­fall veð­settra hluta­bréfa af mark­aðsvirði skráðra bréfa á báðum mörk­uðum Kaup­hall­ar­innar – Aðal­mark­að­inum og First North – 11,73 pró­sent. Eftir end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­aðar eftir banka­hrun hefur það hæst farið í 15,86 pró­sent í febr­úar 2020 en hefur ekki verið lægra en um síð­ustu mán­aða­mót frá því í júlí 2018. 

Laga­breyt­ingar hafa girt fyrir mark­aðs­mis­notk­un­ina

Það að taka lán fyrir stórum hluta af hluta­bréfa­kaupum er kallað að „gíra sig upp“. Gíruð hluta­bréfa­kaup voru mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­­­­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­­­­­­­lend­­­­is. Stór fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­fé­lög, sem áttu meðal ann­­­­ars stóra hluti í bönk­­­­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­­­­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­­­­eign­­­­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­­­­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­­­­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­­­­unum sjálfum ef illa færi. Til­­­­­­­gang­­­­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­­­­leg eft­ir­­­­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­­­­lega verð­­­­mynd­un. Hæst­i­­­­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­­­­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­­­­­not­k­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­­­­förnum árum. 

Lík­legt að veð­köll hafi átt sér stað

Eftir að einka­fjár­festar fóru að gera sig meira gild­andi á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði á síð­ustu árum varð breyt­ing á umfangi gíraðra hluta­bréfa­kaupa. Frá því í lok sept­­­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­­­settra hluta­bréfa um 72 millj­­­arð króna. 

Á árinu 2019 einu saman jókst hún um 66 millj­­­arða króna og ef síð­­­­­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­­­arða króna, eða um 15 pró­­­sent.  

Lík­legt er að eitt­hvað hafi verið um veð­köll þegar hluta­bréf, veðin fyrir gír­uðu lán­un­um, féllu skarpt í verði í fyrra­vor. Þá ályktun má meðal ann­ars draga út frá því að hlut­fall af heild­ar­mark­aðsvirði hluta­bréfa sem voru veð­sett dróst saman úr 15,6 pró­sent í lok árs 2019 í 12,87 pró­sent um mitt síð­asta ár þrátt fyrir að heild­ar­mark­aðsvirðið hafi verið nán­ast það sama. 

Mikil hækkun á hluta­bréfa­verði síð­ustu mán­uði árs­ins lækk­aði þetta hlut­fall svo enn frek­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent