„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“

Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.

Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
Auglýsing

„Þó að það gangi vel þessa dag­ana er ekki ástæða til þess að mínu mati að slaka frekar á inn­an­land­s­tak­mörk­unum á þess­ari stundu. Við viljum ekki taka áhætt­una á því að fá hér frek­ari útbreiðslu eins og sakir standa.“



Þetta sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Hann sagði að nú yrði farið hægar í til­slak­anir en áður og Alma Möller land­læknir sagði að reynslan hefði kennt okkur að það þurfi lítið til að far­ald­ur­inn gjósi upp aftur líkt og gerð­ist hér inn­an­lands í þriðju bylgj­unni.



Í gær greind­ist einn ein­stak­lingur með COVID-19 inn­an­lands og var hann í sótt­kví. Fjórir greindust á landa­mær­un­um. Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu daga en oft áður og var hvatt til þess á upp­lýs­inga­fund­inum að fólk sem hefði minnstu ein­kenni færi í sýna­töku. „Það er algjör­lega þunga­miðjan í því sem við erum að ger­a,“ sagði sótt­varna­lækn­ir.

Auglýsing


Síð­ustu upp­lýs­ingar úr rað­grein­ingum eru þær að 43 hafa greinst með breska afbrigði veirunnar hér á landi, þar af sjö inn­an­lands.  Allir tengj­ast þeir fólki sem greind­ist með afbrigðið á landa­mær­un­um. Hlut­fall smita á landa­mærum er núna í kringum eitt pró­sent, sem er mun hærra en í haust og end­ur­speglar stöðu far­ald­urs­ins erlend­is.

Ekki fara til útlanda að óþörfu



 „Staðan er almennt séð nokkuð góð,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, „en ég minni á það að ein­stak­lingar sem eru að grein­ast á landa­mær­unum eru að veikj­ast og sumir að leggj­ast inn á sjúkra­hús.“



Hann hvetur fólk til að vera ekki að fara erlendis að óþörfu. Hann minnir á að þó að fáir liggi á Land­spít­ala vegna COVID-19 er ástandið á spít­al­anum erfitt vegna ann­arra sjúk­dóma.  



Rúm­lega 4.500 manns hafa fengið báðar sprautur bólu­efnis og eru því full­bólu­sett­ir. Í þess­ari viku er von á 1.200 skömmtum af bólu­efni Moderna til lands­ins og um 2.000 skömmtum af bólu­efni Pfiz­er. Með þeim verður haldið áfram að bólu­setja eldra fólk og fram­línu­starfs­menn.

Nýju afbrigðin valda áhyggjum



Land­læknir sagði að vissu­lega værum við í góðri stöðu inn­an­lands, sér­stak­lega ef litið væri til nágranna­landan­anna þar sem smitum væri að fjölga, inn­lögnum á gjör­gæslu­deildir sömu­leiðis sem og dauðs­föll­um. Að hluta til skýrist það ástand af nýjum og meira smit­andi afbrigðum veirunn­ar.



Evr­ópska sótt­varna­stofn­unin fjall­aði um þrjú afbrigði veirunnar sem menn hafa áhyggjur af í skýrslu sem kom út á föstu­dag. Alma fór yfir hvert afbrigði fyrir sig á fund­in­um.



Breska afbrigðið komst á flug í suð­ur­hluta Bret­lands í des­em­ber þrátt fyrir þær miklu tak­mark­anir sem þar voru í gangi. Það hefur nú fund­ist í sex­tíu öðrum lönd­um, þar af í 23 Evr­ópu­ríkj­um. Útbreiðslan er t.d. hröð í Dan­mörku, á Írlandi og í Hollandi.



Alma sagði að afbrigðið væri meira smit­andi en eldri afbrigði en að ekki hefði verið sýnt fram á að það sé hættu­legra og valdi meiri veik­ind­um. Hins vegar hafi fjöldi dauðs­falla í Bret­landi aldrei verið meiri. Í fyrstu var talið að það smit­aði meira börn en önnur afbrigði en það hefur ekki verið stað­fest. Talið er að bólu­efnin virki gegn því en mjög vel er fylgst með smitum hjá fólki sem fengið hefur bólu­setn­ingu.



­Suð­ur­a­fríska afbrigðið greind­ist fyrst í októ­ber og hefur breiðst hratt út um sunn­an­verða Afr­íku. Það er líkt og hið breska meira smit­andi en ekki er vitað hvort að það veldur alvar­legri veik­ind­um. Það hefur nú greinst í tíu Evr­ópu­löndum og á öllum hinum Norð­ur­lönd­un­um. Alma sagði að menn hefðu áhyggjur af því að fólk sem fengið hefði COVID-19 gæti smit­ast aftur af hinu suð­ur­a­fríska afbrigði. Einnig væru vís­bend­ingar um að bólu­efnin kunni að virka verr á það en önn­ur.



Þriðja afbrigðið greind­ist í Bras­ilíu og hefur borist með ferða­löngum þaðan til að minnsta kosti tveggja landa. Það er nú talið útbreitt á Amazon-­svæðum Bras­ilíu og hefur valdið álagi á heil­brigð­is­kerfið þar. Frek­ari upp­lýs­ingar um afbrigðið liggja ekki enn fyr­ir.

Alma Möller fór yfir ný afbrigði kórónuveirunnar. Mynd: Lögreglan



Evr­ópska sótt­varna­stofnin hvetur ríki til að vera á varð­bergi og auka hlut­fall rað­grein­inga. Alma sagði á að hér á landi væri hvert ein­asta smit rað­greint og að Íslenskri erfða­grein­ingu yrði seint full­þakkað fyrir það.



Alma minnti á að aðgerðir á landa­mærum væru m.a. til þess að lág­marka hætt­una á því að smit af þessum afbrigðum ber­ist hingað til lands. „Því verðum við að halda vöku okkar og fylgja reglum vel, hér inn­an­lands lík­a.“ Alma sagði svo að „snemm­grein­ing“ væri áfram horn­steinn í bar­átt­unni við veiruna. „Gleymum því ekki.“

Getur læðst aftan að okkur



Þórólfur var spurður af hverju ekki væri tíma­bært að slaka á aðgerðum inn­an­lands, ef ekki nú þá hvenær? Hann sagði reynsl­una hafa sýnt okkur að þegar slakað er á aðgerðum auk­ist hættan ná bakslagi og að það væri aug­ljós­asta ástæðan fyrir því að yfir­völd væru hrædd við að slaka of mikið á. „Þetta getur læðst aftan að okkur og getur orðið erfitt að ná nið­ur“.



Hann sagði ljóst að margir væru „dá­lítið óþol­in­móð­ir“ en að það væri aðeins ein og hálf vika síðan til­slak­anir voru gerðar síð­ast. Líða þurfi um 1-2 vikur til að sjá afleið­ingar af því. „Ég held að það sé ekki nein ástæða til að flýta sér núna. Við verðum að sjá hvað ger­ist. Valið snýst ekki um að slaka á núna eða ein­hvern tím­ann í haust eða sumar – við getum klár­lega skoðað hvað ger­ist núna næstu dagar og vikur og þetta er alltaf í sífelldu mati – hvort við eigum að slaka á.“

Rögnvaldur Ólafsson Mynd: Lögreglan



Rögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn sagði vís­bend­ingar um að fólk væri að slaka meira á en til­efni væri til. Af sam­fé­lags­miðlum mætti sjá að fólk væri mikið á ferð­inni og að meiri hópa­mynd­anir væru að eiga sér stað en „við hefðum kosið að sjá“. Hann sagði fólk fylgj­ast með smit­töl­unum og fari svo að leggja út frá því sjálft hvað það þýði fyrir sig.



Hann hvatti fólk til að hugsa: „Hvar varst þú um helg­ina? Er það eitt­hvað sem við erum stolt af?“  Rögn­valdur minnti á að hættan væri ekki liðin hjá. Allir yrðu að halda áfram að gera sitt til að hefta útbreiðsl­una.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent