„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýndi undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni útfærslu á úrræði stjórn­valda í formi sér­staks styrks til íþrótta- og tóm­stunda­starfs barna sem koma frá tekju­lágum heim­il­um.

„At­vinnu­leysi er í sögu­legu hámarki og á ákveðnum svæðum er einn af hverjum fjórum ein­stak­lingum án atvinnu. Inni á heim­ilum atvinnu­leit­enda búa börn og það er stjórn­valda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda þau og mögu­lega fjöl­skyldu þeirra vegna fram­færslu. Ætl­unin var að tryggja að öll börn óháð efna­hag gætu stundað íþróttir og aðrar tóm­stundir síð­ast­liðið sum­ar,“ sagði hún.

Benti Helga Vala á að þau í vel­ferð­ar­nefnd hefðu við upp­haf haust­þings fjallað um stöðu mála á Suð­ur­nesjum og fengið þau svör að lítið væri um að umsóknir um þessa styrki væru að ber­ast. Ástæðan hafi verið sögð ókunn.

Auglýsing

Níu pró­sent hafa nýtt sér úrræðið

Stundin fjall­aði um málið í vik­unni en í frétt mið­ils­ins kom fram að aðeins 430 umsóknir hefðu borist Reykja­vík­ur­borg vegna þess­ara sér­stöku styrkja til íþrótta- og tóm­stunda­starfs barna frá tekju­lágum heim­il­um. Tæp­lega 4.800 börn ættu hins vegar rétt á slíkum styrk.

Vís­aði þing­mað­ur­inn í frétt Stund­ar­innar og sagði að ein­ungis 9 pró­sent þeirra barna sem búa á tekju­lágum heim­ilum hefðu sótt um þennan styrk. „Ástæðan virð­ist vera alger for­sendu­brestur við útfærslu þessa úrræðis af hálfu stjórn­valda. Það er nefni­lega þannig að hæst­virtur félags- og barna­mála­ráð­herra virð­ist hafa tek­ist að gera flækju­stigið svo hátt að þau börn sem búa við fátækt geta ekki nýtt sér þetta.

Sú aðferð ráð­herra að gera fátæku fólki að greiða æfinga- og tóm­stunda­gjöld úr eigin vasa og þurfa svo að sækja um end­ur­greiðslu er ein­fald­lega ekki eitt­hvað sem fátækt fólk, sem þarf að velja hvernig það á að koma börn­unum sínum í hátt­inn án þess að þau séu sár­solt­in, getur gert. Þetta, herra for­seti, er birt­ing­ar­mynd af ein­dæma skiln­ings­leysi stjórn­valda á þeim aðstæðum sem fjöldi fjöl­skyldna býr við á Íslandi í dag,“ sagði hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent