„Alger óþarfi að stjórnvöld fari á taugum og vilji koma böndum yfir Bitcoin“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það sniðugt að nýta orku í gagnaver og hvetur stjórnvöld til að láta fólk og fyrirtæki í friði – og treysta þeim til að gera það sem þau telji best, innan skýrs lagaramma.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Bitcoin-­bólan bólgnar nú sem aldrei fyrr. En er þetta bóla? Margir töldu inter­netið bólu en sú bóla er alla vega orðin nauð­syn­legur hluti af lífi mínu. Hvort sem Bitcoin reyn­ist bóla eða ekki er alger óþarfi að stjórn­völd fari á taugum og vilji koma böndum yfir Bitcoin eða aðrar raf­myntir og banna þær.“

Þetta sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Telur hún að eðli­legra væri að Alþingi trygg skýran og ein­faldan lag­ara­mma utan um alla atvinnu­starf­semi.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn sagði að auð­vitað ætti að fylgj­ast grannt með þróun raf­mynta. „Ef ein­hverjar holur eru í lögum okkar þegar að raf­myntum kemur þarf að bregð­ast við því. En göngum ekki fram af hræðslu, boðum og bönnum eins og það sé okkar hér að stýra öllu sem ger­ist í sam­fé­lag­in­u.“

Spurði hún enn fremur hvers vegna, þegar talað er fyrir því að banna eigi námu­gröft eftir slíkum mynt­um, að það sé sóun á orku. „Só­unin er alla­vega ekki meiri en svo að raf­myntin Bitcoin hefur hækkað um 75 pró­sent frá ára­mót­um. Sóunin er ekki meiri en svo að hinn frægi frum­kvöð­ull Elon Musk, stofn­andi Teslu, hefur keypt mynt­ina fyrir um 1,5 millj­arða doll­ara og alla­vega fimm fyr­ir­tæki á Fortune 500 list­anum hafa gert það sama,“ sagði Bryn­dís.

Benti hún á að sumir vildu alls ekki að orkan væri nýtt í álf­ram­leiðslu og að þá væri snið­ugt að nýta hana í gagna­ver. „Við þurfum jú öll á staf­rænum skýjum að halda. En eigum við allt í einu núna að segja: Nei, það má ekki grafa eftir raf­eyri.

For­seti. Ég segi nei. Látum fólk og fyr­ir­tæki í friði og treystum þeim til að gera það sem þau telja best, innan skýrs lag­ara­mma,“ sagði þing­mað­ur­inn að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent