Stendur við orð sín og biðst ekki afsökunar

Þingflokksformaður Pírata segir að ef gagnrýni hans á Miðflokkinn verði tekin á dagskrá hjá forsætisnefnd – eins og þingmaður Miðflokksins hefur lagt til – sé Alþingi komið á stað sem enginn þingmaður kæri sig um.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, áttu í orðaskaki á Alþingi í dag en Þorsteinn sagði undir liðnum störf þingsins að stöðva þyrfti þá orðræðu sem Helgi Hrafn viðhefði. Forseti Alþingis og forsætisnefnd þyrfti að taka málið á dagskrá og sjá til þess að slík orðræða væri ekki viðhöfð í þingsölum Alþingis.

Forsaga málsins er sú að við umræðu í gær um frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingu á lögum um málefni innflytjenda gagnrýndi Helgi Hrafn þingmenn Miðflokksins harðlega fyrir það hvernig orðræðu þeir viðhefðu um útlendingamál hér á landi, en hann sagði hana meðal annars líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur.

Þorsteinn tók málið upp undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og sagði að nokkur umræða hefði orðið um orðræðu í stjórnmálum og hefðu þingmenn áður ýmist stigið á stokk „blýsperrtir“ og lofað því að haga sér vel eða sagst aldrei hafa notað orðræðu sem væri ósæmileg. Núna nokkrum vikum seinna væri siðbótin frá.

Auglýsing

„Hér í gærkvöldi var orðræða í gangi sem forseti, ásamt forsætisnefnd, hlýtur að taka til athugunar þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Það er ekki líðandi, herra forseti. Og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgist gyðingahatur, og það komandi frá stuðningsmanni borgarstjórnar sem setti viðskiptabann á Ísrael. Hversu mikil getur hræsnin orðið, herra forseti?“

Þá vildi hann meina að um ganga Alþingis reikaði stefnulaus lýður með lúið bókhald í vasanum sem ætlaði að kenna öllum hinum hvernig ætti að haga sér. „Í gærkvöldi gat popúlisti úr einstefnuflokknum ekki staðist mátið að hefja upp sama söng og hinn siðprúði félagsmálaráðherra sem er nýber að því að hafa farið á svig við lög um ráðherraábyrgð og þingsköp. Hann blandaði sér í hópinn til að mála þennan hræðilega þingflokk þessum gyðingahaturshommafælnistimpli sem er algerlega óþolandi,“ sagði Þorsteinn. 

Þorsteinn Sæmundsson Mynd: Bára Huld Beck

Stendur við orð sín

Helgi Hrafn tók til varna undir liðnum fundarstjórn forseta og sagði að í umræðum á Alþingi í gær hefði hann tekið fyrir ýmsar birtingarmyndir andúðar á minnihlutahópum, svo sem hommum og gyðingum í gegnum tíðina.

„Þetta að ég skyldi nefna þessa birtingarmynd fór bersýnilega fyrir brjóstið á Miðflokknum og skildi kannski engan undra. Ég vildi bara koma hingað upp og segja það að ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðissinni að hér sé kallað eftir því að þaggað sé niður í þingmönnum fyrir það að gagnrýna Miðflokkinn.“

Helgi Hrafn sagði að hann hefði valið orð sín af kostgæfni og nákvæmni. „Ég stend við þau, ég mun ítreka þau, ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“

Enginn beðið um afsökunarbeiðni

Þorsteinn steig aftur í pontu undir sama lið og sagði að nú hefði komið í ljós „enn einu sinni“ að hann hefði haft rétt fyrir sér í fyrri ræðu.

„Nú er komið hér upp og beitt þeirri aðferð að menn skuli sekir þangað til þeir sanni sakleysi sitt. Og þetta er enn ein birtingarmyndin þess sem ég ræddi hér áðan, herra forseti, og forseti verður að taka í taumana núna vegna þess að þetta og þessi framkoma og þessi orðræða og að gera fólki upp skoðanir er gjörsamlega fráleit. Það er náttúrulega í sjálfu sér áhugavert að háttvirtur þingmaður skuli taka það hér upp að fyrra bragði að hann muni ekki biðjast afsökunar. Það hefur enginn beðið hann um það. Ekki nokkur einasti maður. En ef hann finnur einhvers staðar hjá sér í kollinum þörf á því þá er það eitthvað sem hann verður að eiga við sjálfan sig, því það hefur enginn beðið hann um það. Ekki nokkur skapaður maður,“ sagði hann. 

Sér ekki eftir stöku orði

Helgi Hrafn svaraði í annað sinn og sagði að hann væri vanur að biðjast afsökunar á því þegar hann gerði eða segði eitthvað sem hann síðan sæi eftir – eða sem hann teldi að betur mætti fara.

„Það er einfaldlega ekki tilfellið núna. Ég tek það fram bara til þess að hafa það á hreinu; það kom ekki til greina. Ég sé ekki eftir stöku orði sem ég lét falla hér í gær. Og ekki ennþá eftir neinu sem ég hef sagt í dag. Það sem ég sagði í gær var að viljandi eða óviljandi – meðvitað eða ómeðvitað – þá er orðræða Miðflokksins í málinu sem við vorum að ræða hér í gær og í öðrum málum sem varða útlendinga til þess fallin að auka útlendingaandúð í landinu. Hvort sem það er ætlun Miðflokksins eða ekki þá ber hann ábyrgð á því.

Og ég mun halda áfram þessum málflutningi eins lengi og Miðflokkurinn heldur uppi sínum. Og þannig er það. Og ef þetta verður eitthvað tekið til umræðu að fara að þagga niður í þingmönnum hér þegar þeir gagnrýna Miðflokkinn þá erum við komin á einhvern stað sem enginn annar þingmaður vilji sjá hér á Alþingi,“ sagði Helgi Hrafn.

Niðurstöðu forseta Alþingis ekki áfrýjað

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í kjölfarið að hann teldi betur fara á því að menn ættu orðaskipti um þetta undir öðrum dagskrárlið heldur en fundarstjórn forseta.

„Að öðru leyti er það eitt um að segja að það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort þar þurfi að gera athugasemdir við. En athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanleg og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent