Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins metin yfir 450 þúsund krónur á hvern Íslending

Stærstur hluti uppsafnaðrar viðhaldsþarfar innviða á Íslandi er í vegakerfinu, eða um 160-180 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu frá Samtökum iðnaðarins eru stjórnvöld sögð þurfa að ráðast í frekari opinberar fjárfestingar en boðað hefur verið.

Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Auglýsing

Á Íslandi eru um 26 þús­und kíló­metrar af veg­um, sem sam­svarar um 40 metra veg­spotta á hvern ein­asta íbúa lands­ins. Þetta er mik­ið, sem helg­ast af því að Íslend­ingar eru lítil þjóð í hlut­falls­lega stóru land­i. Til sam­an­burðar eru metr­arnir ein­ungis um sjö á hvern íbúa í Þýska­landi.

Upp­söfnuð við­halds­þörf í þessu víð­fema vega­kerfi Íslands er metin á um 160-180 millj­arða króna eða yfir 450 þús­und krónum á hvern 40 metra veg­spotta á Íslandi, sam­kvæmt nýrri skýrslu um inn­viði á Íslandi, sem Sam­tök iðn­að­ar­ins unnu í sam­starfi við Félag ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga.

Sam­bæri­leg skýrsla var gefin út árið 2017 og við­halds­þörfin í vega­kerf­inu hefur auk­ist tölu­vert síðan þá. Nú er við­halds­þörf vega­kerf­is­ins lang­veiga­mesti þátt­ur­inn í alls um 420 millj­arða upp­safn­aðri við­halds­þörf þeirra inn­viða lands­ins sem grein­ingin í skýrsl­unni frá SI tekur til. 

Skýrslu­höf­undar meta því upp­safn­aða við­halds­þörf inn­viða lands­ins á um 14,5 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu.

Þörf á meiri opin­berri fjár­fest­ingu að mati skýrslu­höf­unda

Í skýrsl­unni er sett fram ákall til stjórn­valda um að beita slag­krafti sínum enn meira en boðað hefur verið und­an­farin miss­eri. Betur má ef duga skal, segja skýrslu­höf­undar og bæta við að fyr­ir­huguð aukn­ing í opin­berri fjár­fest­ingu muni lítið bíta á þeirra upp­söfn­uðu við­halds­þörf sem skap­að­ist í kjöl­far síð­ustu nið­ur­sveiflu. 

Auglýsing

„Til þess að á­stand inn­viða geti talist gott verður að setja enn meiri kraft í opin­bera fjár­fest­ingu í innvið­um. Með fjár­fest­ingu í innviðum er fjár­fest í hag­vexti fram­tíð­ar­inn­ar. ,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Vega­kerfið ekki í nógu góðu standi

Sér­stakar áhyggjur eru settar fram af ástandi þjóð­vega­kerf­is­ins. Segir í skýrsl­unni að stórir hlutar þess upp­fylli ekki lág­mark­s­við­mið sem lúta að hrönun slit­lags, hjólfara­dýpt, sprungu­mynd­un, kantskemmdum og holu­myndun og fleiri þátt­u­m. Mynd: Úr kynningu frá Mannviti á fundi SI í dag.

„Ef fer fram sem horfir verður erfitt að upp­fylla ítr­ustu gæða­kröfur til fram­tíðar m.t.t. örygg­is, aðgengis og umferð­ar­flæð­is,“ segja skýrslu­höf­und­ar, sem sjá ekki útlit fyrir það að nægi­legu fjár­magni verði veitt til við­halds­verk­efna í þjóð­vega­kerf­inu til þess að bæta ástandið á tíma­bili núver­andi sam­göngu­á­ætl­un­ar. Upp­safn­aður vandi vegna end­ur­nýj­unar á bundnu slit­lagi sé veru­leg­ur.

Frá­veit­ur, flutn­ings­kerf­ið, fast­eignir

Fyrir utan vega­kerfið eru ýmsir aðrir inn­viðir þar sem við­halds­þörfin er metin mik­il. Talið er að hún nemi á bil­inu 50-85 millj­örðum króna hvað frá­veitu­kerfi lands­ins varðar og um 53 millj­örðum hvað flutn­ings­kerfi raf­orku varð­ar.

Í umfjöllun um þessa inn­viða­flokka í skýrsl­unni kemur þó fram það mat skýrslu­höf­unda að útlit sé fyrir að saxað verði á upp­safn­aða við­halds­þörf með boð­uðum fram­kvæmdum á næsta ára­tug.Mynd: Úr skýrslu SI

Hvað fast­eignir varðar er sam­an­lögð upp­söfnuð við­halds­þörf fast­eigna í eigu hins opin­bera metin á um 71 millj­arð króna, 46 millj­arðar hjá rík­inu og 25 millj­arðar hjá sveit­ar­fé­lögum lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent