Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins metin yfir 450 þúsund krónur á hvern Íslending

Stærstur hluti uppsafnaðrar viðhaldsþarfar innviða á Íslandi er í vegakerfinu, eða um 160-180 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu frá Samtökum iðnaðarins eru stjórnvöld sögð þurfa að ráðast í frekari opinberar fjárfestingar en boðað hefur verið.

Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Auglýsing

Á Íslandi eru um 26 þús­und kíló­metrar af veg­um, sem sam­svarar um 40 metra veg­spotta á hvern ein­asta íbúa lands­ins. Þetta er mik­ið, sem helg­ast af því að Íslend­ingar eru lítil þjóð í hlut­falls­lega stóru land­i. Til sam­an­burðar eru metr­arnir ein­ungis um sjö á hvern íbúa í Þýska­landi.

Upp­söfnuð við­halds­þörf í þessu víð­fema vega­kerfi Íslands er metin á um 160-180 millj­arða króna eða yfir 450 þús­und krónum á hvern 40 metra veg­spotta á Íslandi, sam­kvæmt nýrri skýrslu um inn­viði á Íslandi, sem Sam­tök iðn­að­ar­ins unnu í sam­starfi við Félag ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga.

Sam­bæri­leg skýrsla var gefin út árið 2017 og við­halds­þörfin í vega­kerf­inu hefur auk­ist tölu­vert síðan þá. Nú er við­halds­þörf vega­kerf­is­ins lang­veiga­mesti þátt­ur­inn í alls um 420 millj­arða upp­safn­aðri við­halds­þörf þeirra inn­viða lands­ins sem grein­ingin í skýrsl­unni frá SI tekur til. 

Skýrslu­höf­undar meta því upp­safn­aða við­halds­þörf inn­viða lands­ins á um 14,5 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu.

Þörf á meiri opin­berri fjár­fest­ingu að mati skýrslu­höf­unda

Í skýrsl­unni er sett fram ákall til stjórn­valda um að beita slag­krafti sínum enn meira en boðað hefur verið und­an­farin miss­eri. Betur má ef duga skal, segja skýrslu­höf­undar og bæta við að fyr­ir­huguð aukn­ing í opin­berri fjár­fest­ingu muni lítið bíta á þeirra upp­söfn­uðu við­halds­þörf sem skap­að­ist í kjöl­far síð­ustu nið­ur­sveiflu. 

Auglýsing

„Til þess að á­stand inn­viða geti talist gott verður að setja enn meiri kraft í opin­bera fjár­fest­ingu í innvið­um. Með fjár­fest­ingu í innviðum er fjár­fest í hag­vexti fram­tíð­ar­inn­ar. ,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Vega­kerfið ekki í nógu góðu standi

Sér­stakar áhyggjur eru settar fram af ástandi þjóð­vega­kerf­is­ins. Segir í skýrsl­unni að stórir hlutar þess upp­fylli ekki lág­mark­s­við­mið sem lúta að hrönun slit­lags, hjólfara­dýpt, sprungu­mynd­un, kantskemmdum og holu­myndun og fleiri þátt­u­m. Mynd: Úr kynningu frá Mannviti á fundi SI í dag.

„Ef fer fram sem horfir verður erfitt að upp­fylla ítr­ustu gæða­kröfur til fram­tíðar m.t.t. örygg­is, aðgengis og umferð­ar­flæð­is,“ segja skýrslu­höf­und­ar, sem sjá ekki útlit fyrir það að nægi­legu fjár­magni verði veitt til við­halds­verk­efna í þjóð­vega­kerf­inu til þess að bæta ástandið á tíma­bili núver­andi sam­göngu­á­ætl­un­ar. Upp­safn­aður vandi vegna end­ur­nýj­unar á bundnu slit­lagi sé veru­leg­ur.

Frá­veit­ur, flutn­ings­kerf­ið, fast­eignir

Fyrir utan vega­kerfið eru ýmsir aðrir inn­viðir þar sem við­halds­þörfin er metin mik­il. Talið er að hún nemi á bil­inu 50-85 millj­örðum króna hvað frá­veitu­kerfi lands­ins varðar og um 53 millj­örðum hvað flutn­ings­kerfi raf­orku varð­ar.

Í umfjöllun um þessa inn­viða­flokka í skýrsl­unni kemur þó fram það mat skýrslu­höf­unda að útlit sé fyrir að saxað verði á upp­safn­aða við­halds­þörf með boð­uðum fram­kvæmdum á næsta ára­tug.Mynd: Úr skýrslu SI

Hvað fast­eignir varðar er sam­an­lögð upp­söfnuð við­halds­þörf fast­eigna í eigu hins opin­bera metin á um 71 millj­arð króna, 46 millj­arðar hjá rík­inu og 25 millj­arðar hjá sveit­ar­fé­lögum lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent