Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins metin yfir 450 þúsund krónur á hvern Íslending

Stærstur hluti uppsafnaðrar viðhaldsþarfar innviða á Íslandi er í vegakerfinu, eða um 160-180 milljarðar króna. Í nýrri skýrslu frá Samtökum iðnaðarins eru stjórnvöld sögð þurfa að ráðast í frekari opinberar fjárfestingar en boðað hefur verið.

Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Vegakerfið uppfyllir víða ekki lágmarksviðmið vegna uppsafnaðrar viðhaldsþarfar, að sögn skýrsluhöfunda.
Auglýsing

Á Íslandi eru um 26 þús­und kíló­metrar af veg­um, sem sam­svarar um 40 metra veg­spotta á hvern ein­asta íbúa lands­ins. Þetta er mik­ið, sem helg­ast af því að Íslend­ingar eru lítil þjóð í hlut­falls­lega stóru land­i. Til sam­an­burðar eru metr­arnir ein­ungis um sjö á hvern íbúa í Þýska­landi.

Upp­söfnuð við­halds­þörf í þessu víð­fema vega­kerfi Íslands er metin á um 160-180 millj­arða króna eða yfir 450 þús­und krónum á hvern 40 metra veg­spotta á Íslandi, sam­kvæmt nýrri skýrslu um inn­viði á Íslandi, sem Sam­tök iðn­að­ar­ins unnu í sam­starfi við Félag ráð­gjaf­ar­verk­fræð­inga.

Sam­bæri­leg skýrsla var gefin út árið 2017 og við­halds­þörfin í vega­kerf­inu hefur auk­ist tölu­vert síðan þá. Nú er við­halds­þörf vega­kerf­is­ins lang­veiga­mesti þátt­ur­inn í alls um 420 millj­arða upp­safn­aðri við­halds­þörf þeirra inn­viða lands­ins sem grein­ingin í skýrsl­unni frá SI tekur til. 

Skýrslu­höf­undar meta því upp­safn­aða við­halds­þörf inn­viða lands­ins á um 14,5 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu.

Þörf á meiri opin­berri fjár­fest­ingu að mati skýrslu­höf­unda

Í skýrsl­unni er sett fram ákall til stjórn­valda um að beita slag­krafti sínum enn meira en boðað hefur verið und­an­farin miss­eri. Betur má ef duga skal, segja skýrslu­höf­undar og bæta við að fyr­ir­huguð aukn­ing í opin­berri fjár­fest­ingu muni lítið bíta á þeirra upp­söfn­uðu við­halds­þörf sem skap­að­ist í kjöl­far síð­ustu nið­ur­sveiflu. 

Auglýsing

„Til þess að á­stand inn­viða geti talist gott verður að setja enn meiri kraft í opin­bera fjár­fest­ingu í innvið­um. Með fjár­fest­ingu í innviðum er fjár­fest í hag­vexti fram­tíð­ar­inn­ar. ,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Vega­kerfið ekki í nógu góðu standi

Sér­stakar áhyggjur eru settar fram af ástandi þjóð­vega­kerf­is­ins. Segir í skýrsl­unni að stórir hlutar þess upp­fylli ekki lág­mark­s­við­mið sem lúta að hrönun slit­lags, hjólfara­dýpt, sprungu­mynd­un, kantskemmdum og holu­myndun og fleiri þátt­u­m. Mynd: Úr kynningu frá Mannviti á fundi SI í dag.

„Ef fer fram sem horfir verður erfitt að upp­fylla ítr­ustu gæða­kröfur til fram­tíðar m.t.t. örygg­is, aðgengis og umferð­ar­flæð­is,“ segja skýrslu­höf­und­ar, sem sjá ekki útlit fyrir það að nægi­legu fjár­magni verði veitt til við­halds­verk­efna í þjóð­vega­kerf­inu til þess að bæta ástandið á tíma­bili núver­andi sam­göngu­á­ætl­un­ar. Upp­safn­aður vandi vegna end­ur­nýj­unar á bundnu slit­lagi sé veru­leg­ur.

Frá­veit­ur, flutn­ings­kerf­ið, fast­eignir

Fyrir utan vega­kerfið eru ýmsir aðrir inn­viðir þar sem við­halds­þörfin er metin mik­il. Talið er að hún nemi á bil­inu 50-85 millj­örðum króna hvað frá­veitu­kerfi lands­ins varðar og um 53 millj­örðum hvað flutn­ings­kerfi raf­orku varð­ar.

Í umfjöllun um þessa inn­viða­flokka í skýrsl­unni kemur þó fram það mat skýrslu­höf­unda að útlit sé fyrir að saxað verði á upp­safn­aða við­halds­þörf með boð­uðum fram­kvæmdum á næsta ára­tug.Mynd: Úr skýrslu SI

Hvað fast­eignir varðar er sam­an­lögð upp­söfnuð við­halds­þörf fast­eigna í eigu hins opin­bera metin á um 71 millj­arð króna, 46 millj­arðar hjá rík­inu og 25 millj­arðar hjá sveit­ar­fé­lögum lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent