Segir skýrasta dæmið um gagnleysi krónunnar að ekki sé hægt að prenta peninga í neyð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að „öll viðvörunarljós“ eigi að vera kveikt vegna kúvendingar ríkisstjórnar við fjármögnun skulda ríkissjóðs. Enn og aftur vilji íhaldsflokkarnir „taka sénsinn á krónunni og áhættunni sem henni fylgir“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Öll við­vör­un­ar­ljós eiga að vera kveikt á hinu póli­tíska sviði vegna þess­arar þró­unar og kúvend­ingar rík­is­stjórn­ar­innar við fjár­mögnun skulda rík­is­sjóðs. Gríð­ar­leg geng­is­á­hætta fylgir erlendum lán­tökum sem getur haft áhrif á mögu­leika okkar til að verja vel­ferð­ar­kerf­ið.“ 

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book sem hún birti í gær­kvöldi. Hún segir þar að skýrasta dæmið um gagn­leysi sjálf­stæðrar myntar eins og íslensku krón­unnar komi fram þegar „ekki er unnt að nota hana til að prenta pen­inga við neyð­ar­að­stæð­ur.“

Í stöðu­upp­færsl­unni fjallar Þor­gerður Katrín um fyr­ir­spurn sína til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um erlendar lán­tökur rík­is­sjóðs síð­degis í gær en rík­is­sjóður Íslands gaf út vaxta­­laus skulda­bréf í evrum að virði 117 millj­­arða króna, sem jafn­­­gildir um fjórum pró­­sentum af lands­fram­­leiðslu, í lok jan­ú­ar. 

Auglýsing
Þorgerður Katrín benti á í fyr­ir­spurn sinni að bæði Seðla­banki Íslands og rík­is­stjórnin hefði framan af yfir­stand­andi heims­far­aldri lýst því yfir að halli rík­is­sjóðs yrði fjár­magn­aður með inn­lendum lánum á lægstu vöxtum og án geng­is­á­hættu. Þor­gerður Katrín spurði Katrínu hvort hún væri með­vituð um þá áhættu sem fylgdi erlendum lán­töku og hvaða for­sendur væru til staðar fyrir því að kúvenda afstöðu rík­is­stjórn­ar­innar í lán­töku­mál­um. Katrín neit­aði því að um kúvend­ingu væri að ræða og sagði þá leið sem verið væri að feta þá skyn­sam­leg­ustu. Hún væri ekki hissa á því að Þor­gerður tali niður krón­una því það væri  hluti af stefnu stjórn­mála­flokks henn­ar. „Mér fannst þessi mál­flutn­ingur fyrst og fremst bera vitni um mál­flutn­ing í stjórn­málum fremur en raun­veru­legt mat á áhætt­u.“

Segir gjald­miðla­mál „harð­kjarna póli­tík“

Þor­gerður Katrín segir í stöðu­upp­færsl­unni í gær­kvöldi að hún hafi haft gaman af því að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt sig, í hneyksl­un­ar­tón, vera í stjórn­mál­um. „Reyndar útskýrir þetta við­horf vissu­lega grunn­inn fyrir þeirri kyrr­stöðu­stjórn sem for­maður VG veitir for­stöðu. Í raun er ég henni þó þakk­lát fyrir þessa full­yrð­ingu því það er hár­rétt; ég er í póli­tík. Ekki síst þegar kemur að krón­unni og þeirri áhættu sem henni fylgir fyrir heim­il­in, fyr­ir­tækin og vel­ferð­ina. Því það er harð­kjarna póli­tík. Það er stefna Við­reisnar að lífs­kjör verði hér sam­keppn­is­hæf og meiri stöð­ug­leiki verði fyrir bæði heim­ili og atvinnu­líf. Að við byggjum upp fleiri og fjöl­breytt­ari störf til lengri tíma. Að við förum úr sveiflu­kenndu hag­kerfi í stöðug­t.  En það ger­ist ekki nema við tengj­umst eða tökum upp Evr­u.“

Við­reisn hafi getað stutt þá stefnu rík­is­stjórnar og Seðla­banka Íslands að hafa ætlað að fjár­magna halla rík­is­sjóðs með inn­lendum lánum á lægstu vöxtum og án geng­is­á­hættu. „Stjórn­völd hafa hins vegar kúvent og ætla að fjár­magna hall­ann með erlendum lánum upp á mörg hund­ruð millj­arða. Skýrasta dæmið um gagn­leysi sjálf­stæðrar myntar kemur hér fram þegar ekki er unnt að nota hana til að prenta pen­inga við neyð­ar­að­stæður eins og þær sem við búum núna við. Engin önnur Evr­ópu­þjóð þarf heldur að sætta sig við verð­bólgu í miðri kreppu.“

Íhalds­flokk­arnir vilji „taka séns­inn á krón­unni“

For­maður Við­reisnar telur að for­sæt­is­ráð­herra hafi átt erfitt með að við­ur­kenna þá „æv­in­týra­legu geng­is­á­hættu“ sem fylgi mörg hund­ruð millj­arða króna erlendu láni sem stjórn­völd hafi ákveðið að taka til að vinna á fjár­laga­hall­an­um. „Enn og aftur vilja íhalds­flokk­arnir taka séns­inn á krón­unni og áhætt­unni sem henni fylg­ir. Eða er það til­viljun að stóru fyr­ir­tækin í sjáv­ar­út­vegi og iðn­aði gera upp í erlendri mynt. Meðan að almenn­ing­ur, heim­ilin og litlu fyr­ir­tækin sitja uppi með krón­una.

Þessi stefnu­breyt­ing eykur einnig áhætt­una á því að stjórn­völd freisti þess að halda upp gengi krón­unnar eins lengi og verða má, án til­lits til fram­leiðni ferða­þjón­ust­unnar og ann­arra útflutn­ings­greina. Við sjáum þetta ekki fyrir enn sem komið er en þetta gæti jafn­gilt veru­legum skatta­hækk­un­um.

Þessu til við­bótar hefur grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans varað við að þær opin­beru inn­viða­fjár­fest­ingar sem rík­is­stjórnin hefur ítrekað boðað (ein­hverjir voru jú blaða­manna­fund­irn­ir) hafi alls ekki stað­ist og kunni að koma sam­tímis því þegar atvinnu­vega­fjár­fest­ing tekur við sér. Það er gam­al­kunn­ugur og spennu­þrung­inn kok­teill sem getur valdið þenslu í hag­kerf­inu með til­heyr­andi afleið­ing­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent