Segir skýrasta dæmið um gagnleysi krónunnar að ekki sé hægt að prenta peninga í neyð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að „öll viðvörunarljós“ eigi að vera kveikt vegna kúvendingar ríkisstjórnar við fjármögnun skulda ríkissjóðs. Enn og aftur vilji íhaldsflokkarnir „taka sénsinn á krónunni og áhættunni sem henni fylgir“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Öll við­vör­un­ar­ljós eiga að vera kveikt á hinu póli­tíska sviði vegna þess­arar þró­unar og kúvend­ingar rík­is­stjórn­ar­innar við fjár­mögnun skulda rík­is­sjóðs. Gríð­ar­leg geng­is­á­hætta fylgir erlendum lán­tökum sem getur haft áhrif á mögu­leika okkar til að verja vel­ferð­ar­kerf­ið.“ 

Þetta skrifar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book sem hún birti í gær­kvöldi. Hún segir þar að skýrasta dæmið um gagn­leysi sjálf­stæðrar myntar eins og íslensku krón­unnar komi fram þegar „ekki er unnt að nota hana til að prenta pen­inga við neyð­ar­að­stæð­ur.“

Í stöðu­upp­færsl­unni fjallar Þor­gerður Katrín um fyr­ir­spurn sína til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um erlendar lán­tökur rík­is­sjóðs síð­degis í gær en rík­is­sjóður Íslands gaf út vaxta­­laus skulda­bréf í evrum að virði 117 millj­­arða króna, sem jafn­­­gildir um fjórum pró­­sentum af lands­fram­­leiðslu, í lok jan­ú­ar. 

Auglýsing
Þorgerður Katrín benti á í fyr­ir­spurn sinni að bæði Seðla­banki Íslands og rík­is­stjórnin hefði framan af yfir­stand­andi heims­far­aldri lýst því yfir að halli rík­is­sjóðs yrði fjár­magn­aður með inn­lendum lánum á lægstu vöxtum og án geng­is­á­hættu. Þor­gerður Katrín spurði Katrínu hvort hún væri með­vituð um þá áhættu sem fylgdi erlendum lán­töku og hvaða for­sendur væru til staðar fyrir því að kúvenda afstöðu rík­is­stjórn­ar­innar í lán­töku­mál­um. Katrín neit­aði því að um kúvend­ingu væri að ræða og sagði þá leið sem verið væri að feta þá skyn­sam­leg­ustu. Hún væri ekki hissa á því að Þor­gerður tali niður krón­una því það væri  hluti af stefnu stjórn­mála­flokks henn­ar. „Mér fannst þessi mál­flutn­ingur fyrst og fremst bera vitni um mál­flutn­ing í stjórn­málum fremur en raun­veru­legt mat á áhætt­u.“

Segir gjald­miðla­mál „harð­kjarna póli­tík“

Þor­gerður Katrín segir í stöðu­upp­færsl­unni í gær­kvöldi að hún hafi haft gaman af því að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt sig, í hneyksl­un­ar­tón, vera í stjórn­mál­um. „Reyndar útskýrir þetta við­horf vissu­lega grunn­inn fyrir þeirri kyrr­stöðu­stjórn sem for­maður VG veitir for­stöðu. Í raun er ég henni þó þakk­lát fyrir þessa full­yrð­ingu því það er hár­rétt; ég er í póli­tík. Ekki síst þegar kemur að krón­unni og þeirri áhættu sem henni fylgir fyrir heim­il­in, fyr­ir­tækin og vel­ferð­ina. Því það er harð­kjarna póli­tík. Það er stefna Við­reisnar að lífs­kjör verði hér sam­keppn­is­hæf og meiri stöð­ug­leiki verði fyrir bæði heim­ili og atvinnu­líf. Að við byggjum upp fleiri og fjöl­breytt­ari störf til lengri tíma. Að við förum úr sveiflu­kenndu hag­kerfi í stöðug­t.  En það ger­ist ekki nema við tengj­umst eða tökum upp Evr­u.“

Við­reisn hafi getað stutt þá stefnu rík­is­stjórnar og Seðla­banka Íslands að hafa ætlað að fjár­magna halla rík­is­sjóðs með inn­lendum lánum á lægstu vöxtum og án geng­is­á­hættu. „Stjórn­völd hafa hins vegar kúvent og ætla að fjár­magna hall­ann með erlendum lánum upp á mörg hund­ruð millj­arða. Skýrasta dæmið um gagn­leysi sjálf­stæðrar myntar kemur hér fram þegar ekki er unnt að nota hana til að prenta pen­inga við neyð­ar­að­stæður eins og þær sem við búum núna við. Engin önnur Evr­ópu­þjóð þarf heldur að sætta sig við verð­bólgu í miðri kreppu.“

Íhalds­flokk­arnir vilji „taka séns­inn á krón­unni“

For­maður Við­reisnar telur að for­sæt­is­ráð­herra hafi átt erfitt með að við­ur­kenna þá „æv­in­týra­legu geng­is­á­hættu“ sem fylgi mörg hund­ruð millj­arða króna erlendu láni sem stjórn­völd hafi ákveðið að taka til að vinna á fjár­laga­hall­an­um. „Enn og aftur vilja íhalds­flokk­arnir taka séns­inn á krón­unni og áhætt­unni sem henni fylg­ir. Eða er það til­viljun að stóru fyr­ir­tækin í sjáv­ar­út­vegi og iðn­aði gera upp í erlendri mynt. Meðan að almenn­ing­ur, heim­ilin og litlu fyr­ir­tækin sitja uppi með krón­una.

Þessi stefnu­breyt­ing eykur einnig áhætt­una á því að stjórn­völd freisti þess að halda upp gengi krón­unnar eins lengi og verða má, án til­lits til fram­leiðni ferða­þjón­ust­unnar og ann­arra útflutn­ings­greina. Við sjáum þetta ekki fyrir enn sem komið er en þetta gæti jafn­gilt veru­legum skatta­hækk­un­um.

Þessu til við­bótar hefur grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans varað við að þær opin­beru inn­viða­fjár­fest­ingar sem rík­is­stjórnin hefur ítrekað boðað (ein­hverjir voru jú blaða­manna­fund­irn­ir) hafi alls ekki stað­ist og kunni að koma sam­tímis því þegar atvinnu­vega­fjár­fest­ing tekur við sér. Það er gam­al­kunn­ugur og spennu­þrung­inn kok­teill sem getur valdið þenslu í hag­kerf­inu með til­heyr­andi afleið­ing­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent