Segir skýrasta dæmið um gagnleysi krónunnar að ekki sé hægt að prenta peninga í neyð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að „öll viðvörunarljós“ eigi að vera kveikt vegna kúvendingar ríkisstjórnar við fjármögnun skulda ríkissjóðs. Enn og aftur vilji íhaldsflokkarnir „taka sénsinn á krónunni og áhættunni sem henni fylgir“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

„Öll viðvörunarljós eiga að vera kveikt á hinu pólitíska sviði vegna þessarar þróunar og kúvendingar ríkisstjórnarinnar við fjármögnun skulda ríkissjóðs. Gríðarleg gengisáhætta fylgir erlendum lántökum sem getur haft áhrif á möguleika okkar til að verja velferðarkerfið.“ 

Þetta skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í stöðuuppfærslu á Facebook sem hún birti í gærkvöldi. Hún segir þar að skýrasta dæmið um gagnleysi sjálfstæðrar myntar eins og íslensku krónunnar komi fram þegar „ekki er unnt að nota hana til að prenta peninga við neyðaraðstæður.“

Í stöðuuppfærslunni fjallar Þorgerður Katrín um fyrirspurn sína til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um erlendar lántökur ríkissjóðs síðdegis í gær en ríkissjóður Íslands gaf út vaxta­laus skulda­bréf í evrum að virði 117 millj­arða króna, sem jafn­gildir um fjórum pró­sentum af lands­fram­leiðslu, í lok janúar. 

Auglýsing
Þorgerður Katrín benti á í fyrirspurn sinni að bæði Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hefði framan af yfirstandandi heimsfaraldri lýst því yfir að halli ríkissjóðs yrði fjármagnaður með innlendum lánum á lægstu vöxtum og án gengisáhættu. Þorgerður Katrín spurði Katrínu hvort hún væri meðvituð um þá áhættu sem fylgdi erlendum lántöku og hvaða forsendur væru til staðar fyrir því að kúvenda afstöðu ríkisstjórnarinnar í lántökumálum. Katrín neitaði því að um kúvendingu væri að ræða og sagði þá leið sem verið væri að feta þá skynsamlegustu. Hún væri ekki hissa á því að Þorgerður tali niður krónuna því það væri  hluti af stefnu stjórnmálaflokks hennar. „Mér fannst þessi málflutningur fyrst og fremst bera vitni um málflutning í stjórnmálum fremur en raunverulegt mat á áhættu.“

Segir gjaldmiðlamál „harðkjarna pólitík“

Þorgerður Katrín segir í stöðuuppfærslunni í gærkvöldi að hún hafi haft gaman af því að forsætisráðherra hafi sagt sig, í hneykslunartón, vera í stjórnmálum. „Reyndar útskýrir þetta viðhorf vissulega grunninn fyrir þeirri kyrrstöðustjórn sem formaður VG veitir forstöðu. Í raun er ég henni þó þakklát fyrir þessa fullyrðingu því það er hárrétt; ég er í pólitík. Ekki síst þegar kemur að krónunni og þeirri áhættu sem henni fylgir fyrir heimilin, fyrirtækin og velferðina. Því það er harðkjarna pólitík. Það er stefna Viðreisnar að lífskjör verði hér samkeppnishæf og meiri stöðugleiki verði fyrir bæði heimili og atvinnulíf. Að við byggjum upp fleiri og fjölbreyttari störf til lengri tíma. Að við förum úr sveiflukenndu hagkerfi í stöðugt.  En það gerist ekki nema við tengjumst eða tökum upp Evru.“

Viðreisn hafi getað stutt þá stefnu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands að hafa ætlað að fjármagna halla ríkissjóðs með innlendum lánum á lægstu vöxtum og án gengisáhættu. „Stjórnvöld hafa hins vegar kúvent og ætla að fjármagna hallann með erlendum lánum upp á mörg hundruð milljarða. Skýrasta dæmið um gagnleysi sjálfstæðrar myntar kemur hér fram þegar ekki er unnt að nota hana til að prenta peninga við neyðaraðstæður eins og þær sem við búum núna við. Engin önnur Evrópuþjóð þarf heldur að sætta sig við verðbólgu í miðri kreppu.“

Íhaldsflokkarnir vilji „taka sénsinn á krónunni“

Formaður Viðreisnar telur að forsætisráðherra hafi átt erfitt með að viðurkenna þá „ævintýralegu gengisáhættu“ sem fylgi mörg hundruð milljarða króna erlendu láni sem stjórnvöld hafi ákveðið að taka til að vinna á fjárlagahallanum. „Enn og aftur vilja íhaldsflokkarnir taka sénsinn á krónunni og áhættunni sem henni fylgir. Eða er það tilviljun að stóru fyrirtækin í sjávarútvegi og iðnaði gera upp í erlendri mynt. Meðan að almenningur, heimilin og litlu fyrirtækin sitja uppi með krónuna.

Þessi stefnubreyting eykur einnig áhættuna á því að stjórnvöld freisti þess að halda upp gengi krónunnar eins lengi og verða má, án tillits til framleiðni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Við sjáum þetta ekki fyrir enn sem komið er en þetta gæti jafngilt verulegum skattahækkunum.

Þessu til viðbótar hefur greiningardeild Landsbankans varað við að þær opinberu innviðafjárfestingar sem ríkisstjórnin hefur ítrekað boðað (einhverjir voru jú blaðamannafundirnir) hafi alls ekki staðist og kunni að koma samtímis því þegar atvinnuvegafjárfesting tekur við sér. Það er gamalkunnugur og spennuþrunginn kokteill sem getur valdið þenslu í hagkerfinu með tilheyrandi afleiðingum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent