Telja að heilbrigðisstarfsfólk sé mögulega að verða jákvæðara í garð dánaraðstoðar

Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að láta gera nýja könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar. Síðasta könnun af sama meiði var gerð árið 2010 og síðan hefur umræðan þróast.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Sjö þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Vinstri græn­um, Pírötum og Sam­fylk­ingu standa saman að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að heil­brigð­is­ráð­herra verði falið að láta gera skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um afstöðu þess til dán­ar­að­stoð­ar. Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks.

Mark­miðið með gerð skoð­ana­könn­un­ar­innar á að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til álita­efn­is­ins, sem hafi „fengið meiri opin­bera umræðu en áður eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð kom út, og kanna á hlut­lausan og vand­aðan hátt hvort og hvernig afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Þarna er vísað til skýrslu Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra sem kynnt var síð­asta haust. Fram kemur í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að dán­ar­að­stoð geti verið veitt með marg­vís­legum hætti, sem skipta megi í fjögur meg­in­-und­ir­hug­tök.„Þau eru eft­ir­far­andi, raðað eftir því hversu mikið inn­grip þau telj­ast vera í líf sjúk­lings, það væg­asta fyrst: Líkn­ar­með­ferð, óbein dán­ar­að­stoð, lækn­is­að­stoð við sjálfs­víg og loks bein dán­ar­að­stoð,“ segir í grein­ar­gerð­inni, en þing­menn­irnir telja nauð­syn­legt að spyrja bæði almennt um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar og eins til afstöðu þess til und­ir­hug­taka sem til breyt­inga gætu heyrt.

Breskir læknar vilja að lækna­sam­tökin láti af and­stöðu sinni

Í grein­ar­gerð þing­mann­anna segir að í nýrri skoð­ana­könnun sem Bresku lækna­sam­tökin (BMA) létu fram­kvæma í febr­úar 2020 komi fram að meiri hluti breskra lækna vill að BMA láti af and­stöðu sinni við dán­ar­að­stoð. 

Auglýsing

„Nið­ur­stöður skoð­ana­könn­un­ar­innar voru mis­mun­andi eftir eðli spurn­inga og þess hversu mik­illi þátt­töku heil­brigð­is­starfs­fólks gert var ráð fyrir í ferl­inu. Athygli vekur að lækna­nemar voru jákvæð­ari í afstöðu sinni til dán­ar­að­stoðar en læknar sem höfðu starfað lengi. Þetta kann að vera vís­bend­ing um kyn­slóða­bil í afstöð­unni til álita­efn­is­ins. Helm­ingur þeirra sem tóku afstöðu, eða 50%, styðja hins vegar að læknum verði heim­ilt að fram­vísa lyfjum til sjúk­linga sem vilja nota þau sjálfir til að binda enda á líf sitt, en 33% eru því and­víg. Sam­tals 27% eru hlut­laus í afstöðu sinni eða óákveð­in. Þegar spurt var hvort læknar mundu sjálfir vilja taka þátt með beinum hætti í dán­ar­að­stoð­ar­ferl­inu svör­uðu 36% ját­andi, 45% neit­andi en 19% voru óákveð­in,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Ekki gerð könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks hér síðan 2010

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni er fjallað um fyrri kann­anir sem hafi verið gerðar varð­andi afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til þessa álita­efn­is. Ein slík birt­ist í Lækna­blað­inu árið 1997. 

Þá töldu aðeins 5 pró­sent lækna og 9 pró­sent hjúkr­un­ar­fræð­inga líkn­ar­dráp, sem nú kall­ast almennt dán­ar­að­stoð, rétt­læt­an­legt undir ein­hverjum kring­um­stæð­um. Ein­ungis 2 pró­sent svar­enda gátu hugsað sér að verða við slíkri ósk.

Þegar sam­bæri­leg könnun var gerð árið 2010 var nið­ur­staðan sú að líkn­ar­dráp, nú dán­ar­að­stoð, þótti rétt­læt­an­legt hjá 18 pró­sentum lækna og 20 pró­sentum hjúkr­un­ar­fræð­inga en áfram var aðeins örlít­ill hluti heil­brigð­is­starfs­fólks, eða 3 pró­sent, sem vildi verða við slíkri ósk.

„Nú er ára­tugur lið­inn frá því að þessi síð­asta könnun á við­horfi heil­brigð­is­starfs­fólks var gerð og í milli­tíð­inni hefur dán­ar­að­stoð fengið meiri umfjöllun og athygli í fjöl­miðlum en áður. Til að mynda hafa sam­tökin Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð verið stofnuð og miðlað fræðslu­efni um dán­ar­að­stoð á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem reynslu­sögur almenn­ings hafa verið birt­ar, auk þess að boða til fræðslu- og mál­efna­funda,“ segja þing­menn­irnir og bæta við að sam­kvæmt rann­sóknum og frétta­flutn­ingi frá Norð­ur­löndum á und­an­förnum árum megi greina að afstaða heil­brigð­is­starfs­fólk „hafi færst meira og meira í átt til frjáls­lyndis á síð­ustu 10 árum.“ 

„Þannig voru 30% norskra lækna hlynntir dán­ar­að­stoð árið 2019 en aðeins 15% árið 2009. Stuðn­ing­ur­inn hafði því auk­ist um helm­ing á ára­tug. Í Finn­landi voru 46% lækna hlynntir dán­ar­að­stoð en stuðn­ingur við slíka aðstoð var 29% í þeirra hópi árið 2002. Árið 2013 voru 33% sænskra lækna hlynntir dán­ar­að­stoð. Í Nor­egi voru 40% hjúkr­un­ar­fræð­inga hlynntir dán­ar­að­stoð árið 2019 en 25% tíu árum áður. Árið 2016 voru 74% finnskra hjúkr­un­ar­fræð­inga hlynntir dán­ar­að­stoð. Þessar nið­ur­stöður benda til þess að stuðn­ingur heil­brigð­is­starfs­fólks við dán­ar­að­stoð sé að aukast með árun­um. Því er brýnt að fylgj­ast náið með þróun á afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar hér á land­i,“ segja þing­menn­irnir sjö.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent