Telja að heilbrigðisstarfsfólk sé mögulega að verða jákvæðara í garð dánaraðstoðar

Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að láta gera nýja könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar. Síðasta könnun af sama meiði var gerð árið 2010 og síðan hefur umræðan þróast.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Sjö þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Vinstri græn­um, Pírötum og Sam­fylk­ingu standa saman að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að heil­brigð­is­ráð­herra verði falið að láta gera skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um afstöðu þess til dán­ar­að­stoð­ar. Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks.

Mark­miðið með gerð skoð­ana­könn­un­ar­innar á að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til álita­efn­is­ins, sem hafi „fengið meiri opin­bera umræðu en áður eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð kom út, og kanna á hlut­lausan og vand­aðan hátt hvort og hvernig afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Þarna er vísað til skýrslu Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra sem kynnt var síð­asta haust. Fram kemur í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að dán­ar­að­stoð geti verið veitt með marg­vís­legum hætti, sem skipta megi í fjögur meg­in­-und­ir­hug­tök.„Þau eru eft­ir­far­andi, raðað eftir því hversu mikið inn­grip þau telj­ast vera í líf sjúk­lings, það væg­asta fyrst: Líkn­ar­með­ferð, óbein dán­ar­að­stoð, lækn­is­að­stoð við sjálfs­víg og loks bein dán­ar­að­stoð,“ segir í grein­ar­gerð­inni, en þing­menn­irnir telja nauð­syn­legt að spyrja bæði almennt um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar og eins til afstöðu þess til und­ir­hug­taka sem til breyt­inga gætu heyrt.

Breskir læknar vilja að lækna­sam­tökin láti af and­stöðu sinni

Í grein­ar­gerð þing­mann­anna segir að í nýrri skoð­ana­könnun sem Bresku lækna­sam­tökin (BMA) létu fram­kvæma í febr­úar 2020 komi fram að meiri hluti breskra lækna vill að BMA láti af and­stöðu sinni við dán­ar­að­stoð. 

Auglýsing

„Nið­ur­stöður skoð­ana­könn­un­ar­innar voru mis­mun­andi eftir eðli spurn­inga og þess hversu mik­illi þátt­töku heil­brigð­is­starfs­fólks gert var ráð fyrir í ferl­inu. Athygli vekur að lækna­nemar voru jákvæð­ari í afstöðu sinni til dán­ar­að­stoðar en læknar sem höfðu starfað lengi. Þetta kann að vera vís­bend­ing um kyn­slóða­bil í afstöð­unni til álita­efn­is­ins. Helm­ingur þeirra sem tóku afstöðu, eða 50%, styðja hins vegar að læknum verði heim­ilt að fram­vísa lyfjum til sjúk­linga sem vilja nota þau sjálfir til að binda enda á líf sitt, en 33% eru því and­víg. Sam­tals 27% eru hlut­laus í afstöðu sinni eða óákveð­in. Þegar spurt var hvort læknar mundu sjálfir vilja taka þátt með beinum hætti í dán­ar­að­stoð­ar­ferl­inu svör­uðu 36% ját­andi, 45% neit­andi en 19% voru óákveð­in,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Ekki gerð könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks hér síðan 2010

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni er fjallað um fyrri kann­anir sem hafi verið gerðar varð­andi afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til þessa álita­efn­is. Ein slík birt­ist í Lækna­blað­inu árið 1997. 

Þá töldu aðeins 5 pró­sent lækna og 9 pró­sent hjúkr­un­ar­fræð­inga líkn­ar­dráp, sem nú kall­ast almennt dán­ar­að­stoð, rétt­læt­an­legt undir ein­hverjum kring­um­stæð­um. Ein­ungis 2 pró­sent svar­enda gátu hugsað sér að verða við slíkri ósk.

Þegar sam­bæri­leg könnun var gerð árið 2010 var nið­ur­staðan sú að líkn­ar­dráp, nú dán­ar­að­stoð, þótti rétt­læt­an­legt hjá 18 pró­sentum lækna og 20 pró­sentum hjúkr­un­ar­fræð­inga en áfram var aðeins örlít­ill hluti heil­brigð­is­starfs­fólks, eða 3 pró­sent, sem vildi verða við slíkri ósk.

„Nú er ára­tugur lið­inn frá því að þessi síð­asta könnun á við­horfi heil­brigð­is­starfs­fólks var gerð og í milli­tíð­inni hefur dán­ar­að­stoð fengið meiri umfjöllun og athygli í fjöl­miðlum en áður. Til að mynda hafa sam­tökin Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð verið stofnuð og miðlað fræðslu­efni um dán­ar­að­stoð á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem reynslu­sögur almenn­ings hafa verið birt­ar, auk þess að boða til fræðslu- og mál­efna­funda,“ segja þing­menn­irnir og bæta við að sam­kvæmt rann­sóknum og frétta­flutn­ingi frá Norð­ur­löndum á und­an­förnum árum megi greina að afstaða heil­brigð­is­starfs­fólk „hafi færst meira og meira í átt til frjáls­lyndis á síð­ustu 10 árum.“ 

„Þannig voru 30% norskra lækna hlynntir dán­ar­að­stoð árið 2019 en aðeins 15% árið 2009. Stuðn­ing­ur­inn hafði því auk­ist um helm­ing á ára­tug. Í Finn­landi voru 46% lækna hlynntir dán­ar­að­stoð en stuðn­ingur við slíka aðstoð var 29% í þeirra hópi árið 2002. Árið 2013 voru 33% sænskra lækna hlynntir dán­ar­að­stoð. Í Nor­egi voru 40% hjúkr­un­ar­fræð­inga hlynntir dán­ar­að­stoð árið 2019 en 25% tíu árum áður. Árið 2016 voru 74% finnskra hjúkr­un­ar­fræð­inga hlynntir dán­ar­að­stoð. Þessar nið­ur­stöður benda til þess að stuðn­ingur heil­brigð­is­starfs­fólks við dán­ar­að­stoð sé að aukast með árun­um. Því er brýnt að fylgj­ast náið með þróun á afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar hér á land­i,“ segja þing­menn­irnir sjö.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent