Telja að heilbrigðisstarfsfólk sé mögulega að verða jákvæðara í garð dánaraðstoðar

Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að láta gera nýja könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar. Síðasta könnun af sama meiði var gerð árið 2010 og síðan hefur umræðan þróast.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Sjö þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn, Vinstri græn­um, Pírötum og Sam­fylk­ingu standa saman að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að heil­brigð­is­ráð­herra verði falið að láta gera skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um afstöðu þess til dán­ar­að­stoð­ar. Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar er Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks.

Mark­miðið með gerð skoð­ana­könn­un­ar­innar á að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til álita­efn­is­ins, sem hafi „fengið meiri opin­bera umræðu en áður eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð kom út, og kanna á hlut­lausan og vand­aðan hátt hvort og hvernig afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Þarna er vísað til skýrslu Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra sem kynnt var síð­asta haust. Fram kemur í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að dán­ar­að­stoð geti verið veitt með marg­vís­legum hætti, sem skipta megi í fjögur meg­in­-und­ir­hug­tök.„Þau eru eft­ir­far­andi, raðað eftir því hversu mikið inn­grip þau telj­ast vera í líf sjúk­lings, það væg­asta fyrst: Líkn­ar­með­ferð, óbein dán­ar­að­stoð, lækn­is­að­stoð við sjálfs­víg og loks bein dán­ar­að­stoð,“ segir í grein­ar­gerð­inni, en þing­menn­irnir telja nauð­syn­legt að spyrja bæði almennt um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar og eins til afstöðu þess til und­ir­hug­taka sem til breyt­inga gætu heyrt.

Breskir læknar vilja að lækna­sam­tökin láti af and­stöðu sinni

Í grein­ar­gerð þing­mann­anna segir að í nýrri skoð­ana­könnun sem Bresku lækna­sam­tökin (BMA) létu fram­kvæma í febr­úar 2020 komi fram að meiri hluti breskra lækna vill að BMA láti af and­stöðu sinni við dán­ar­að­stoð. 

Auglýsing

„Nið­ur­stöður skoð­ana­könn­un­ar­innar voru mis­mun­andi eftir eðli spurn­inga og þess hversu mik­illi þátt­töku heil­brigð­is­starfs­fólks gert var ráð fyrir í ferl­inu. Athygli vekur að lækna­nemar voru jákvæð­ari í afstöðu sinni til dán­ar­að­stoðar en læknar sem höfðu starfað lengi. Þetta kann að vera vís­bend­ing um kyn­slóða­bil í afstöð­unni til álita­efn­is­ins. Helm­ingur þeirra sem tóku afstöðu, eða 50%, styðja hins vegar að læknum verði heim­ilt að fram­vísa lyfjum til sjúk­linga sem vilja nota þau sjálfir til að binda enda á líf sitt, en 33% eru því and­víg. Sam­tals 27% eru hlut­laus í afstöðu sinni eða óákveð­in. Þegar spurt var hvort læknar mundu sjálfir vilja taka þátt með beinum hætti í dán­ar­að­stoð­ar­ferl­inu svör­uðu 36% ját­andi, 45% neit­andi en 19% voru óákveð­in,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Ekki gerð könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks hér síðan 2010

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni er fjallað um fyrri kann­anir sem hafi verið gerðar varð­andi afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til þessa álita­efn­is. Ein slík birt­ist í Lækna­blað­inu árið 1997. 

Þá töldu aðeins 5 pró­sent lækna og 9 pró­sent hjúkr­un­ar­fræð­inga líkn­ar­dráp, sem nú kall­ast almennt dán­ar­að­stoð, rétt­læt­an­legt undir ein­hverjum kring­um­stæð­um. Ein­ungis 2 pró­sent svar­enda gátu hugsað sér að verða við slíkri ósk.

Þegar sam­bæri­leg könnun var gerð árið 2010 var nið­ur­staðan sú að líkn­ar­dráp, nú dán­ar­að­stoð, þótti rétt­læt­an­legt hjá 18 pró­sentum lækna og 20 pró­sentum hjúkr­un­ar­fræð­inga en áfram var aðeins örlít­ill hluti heil­brigð­is­starfs­fólks, eða 3 pró­sent, sem vildi verða við slíkri ósk.

„Nú er ára­tugur lið­inn frá því að þessi síð­asta könnun á við­horfi heil­brigð­is­starfs­fólks var gerð og í milli­tíð­inni hefur dán­ar­að­stoð fengið meiri umfjöllun og athygli í fjöl­miðlum en áður. Til að mynda hafa sam­tökin Lífs­virð­ing, félag um dán­ar­að­stoð verið stofnuð og miðlað fræðslu­efni um dán­ar­að­stoð á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem reynslu­sögur almenn­ings hafa verið birt­ar, auk þess að boða til fræðslu- og mál­efna­funda,“ segja þing­menn­irnir og bæta við að sam­kvæmt rann­sóknum og frétta­flutn­ingi frá Norð­ur­löndum á und­an­förnum árum megi greina að afstaða heil­brigð­is­starfs­fólk „hafi færst meira og meira í átt til frjáls­lyndis á síð­ustu 10 árum.“ 

„Þannig voru 30% norskra lækna hlynntir dán­ar­að­stoð árið 2019 en aðeins 15% árið 2009. Stuðn­ing­ur­inn hafði því auk­ist um helm­ing á ára­tug. Í Finn­landi voru 46% lækna hlynntir dán­ar­að­stoð en stuðn­ingur við slíka aðstoð var 29% í þeirra hópi árið 2002. Árið 2013 voru 33% sænskra lækna hlynntir dán­ar­að­stoð. Í Nor­egi voru 40% hjúkr­un­ar­fræð­inga hlynntir dán­ar­að­stoð árið 2019 en 25% tíu árum áður. Árið 2016 voru 74% finnskra hjúkr­un­ar­fræð­inga hlynntir dán­ar­að­stoð. Þessar nið­ur­stöður benda til þess að stuðn­ingur heil­brigð­is­starfs­fólks við dán­ar­að­stoð sé að aukast með árun­um. Því er brýnt að fylgj­ast náið með þróun á afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til dán­ar­að­stoðar hér á land­i,“ segja þing­menn­irnir sjö.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent