Telja að heilbrigðisstarfsfólk sé mögulega að verða jákvæðara í garð dánaraðstoðar

Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að láta gera nýja könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar. Síðasta könnun af sama meiði var gerð árið 2010 og síðan hefur umræðan þróast.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Sjö þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingu standa saman að þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra verði falið að láta gera skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þess til dánaraðstoðar. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.

Markmiðið með gerð skoðanakönnunarinnar á að vera að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til álitaefnisins, sem hafi „fengið meiri opinbera umræðu en áður eftir að skýrsla heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð kom út, og kanna á hlutlausan og vandaðan hátt hvort og hvernig afstaða heilbrigðisstarfsfólks hefur breyst svo unnt sé að vinna málið áfram.“

Þarna er vísað til skýrslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kynnt var síðasta haust. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að dánaraðstoð geti verið veitt með margvíslegum hætti, sem skipta megi í fjögur megin-undirhugtök.

„Þau eru eftirfarandi, raðað eftir því hversu mikið inngrip þau teljast vera í líf sjúklings, það vægasta fyrst: Líknarmeðferð, óbein dánaraðstoð, læknisaðstoð við sjálfsvíg og loks bein dánaraðstoð,“ segir í greinargerðinni, en þingmennirnir telja nauðsynlegt að spyrja bæði almennt um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar og eins til afstöðu þess til undirhugtaka sem til breytinga gætu heyrt.

Breskir læknar vilja að læknasamtökin láti af andstöðu sinni

Í greinargerð þingmannanna segir að í nýrri skoðanakönnun sem Bresku læknasamtökin (BMA) létu framkvæma í febrúar 2020 komi fram að meiri hluti breskra lækna vill að BMA láti af andstöðu sinni við dánaraðstoð. 

Auglýsing

„Niðurstöður skoðanakönnunarinnar voru mismunandi eftir eðli spurninga og þess hversu mikilli þátttöku heilbrigðisstarfsfólks gert var ráð fyrir í ferlinu. Athygli vekur að læknanemar voru jákvæðari í afstöðu sinni til dánaraðstoðar en læknar sem höfðu starfað lengi. Þetta kann að vera vísbending um kynslóðabil í afstöðunni til álitaefnisins. Helmingur þeirra sem tóku afstöðu, eða 50%, styðja hins vegar að læknum verði heimilt að framvísa lyfjum til sjúklinga sem vilja nota þau sjálfir til að binda enda á líf sitt, en 33% eru því andvíg. Samtals 27% eru hlutlaus í afstöðu sinni eða óákveðin. Þegar spurt var hvort læknar mundu sjálfir vilja taka þátt með beinum hætti í dánaraðstoðarferlinu svöruðu 36% játandi, 45% neitandi en 19% voru óákveðin,“ segir í greinargerðinni.

Ekki gerð könnun meðal heilbrigðisstarfsfólks hér síðan 2010

Í greinargerðinni með tillögunni er fjallað um fyrri kannanir sem hafi verið gerðar varðandi afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til þessa álitaefnis. Ein slík birtist í Læknablaðinu árið 1997. 

Þá töldu aðeins 5 prósent lækna og 9 prósent hjúkrunarfræðinga líknardráp, sem nú kallast almennt dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum. Einungis 2 prósent svarenda gátu hugsað sér að verða við slíkri ósk.

Þegar sambærileg könnun var gerð árið 2010 var niðurstaðan sú að líknardráp, nú dánaraðstoð, þótti réttlætanlegt hjá 18 prósentum lækna og 20 prósentum hjúkrunarfræðinga en áfram var aðeins örlítill hluti heilbrigðisstarfsfólks, eða 3 prósent, sem vildi verða við slíkri ósk.

„Nú er áratugur liðinn frá því að þessi síðasta könnun á viðhorfi heilbrigðisstarfsfólks var gerð og í millitíðinni hefur dánaraðstoð fengið meiri umfjöllun og athygli í fjölmiðlum en áður. Til að mynda hafa samtökin Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð verið stofnuð og miðlað fræðsluefni um dánaraðstoð á samfélagsmiðlum, þar sem reynslusögur almennings hafa verið birtar, auk þess að boða til fræðslu- og málefnafunda,“ segja þingmennirnir og bæta við að samkvæmt rannsóknum og fréttaflutningi frá Norðurlöndum á undanförnum árum megi greina að afstaða heilbrigðisstarfsfólk „hafi færst meira og meira í átt til frjálslyndis á síðustu 10 árum.“ 

„Þannig voru 30% norskra lækna hlynntir dánaraðstoð árið 2019 en aðeins 15% árið 2009. Stuðningurinn hafði því aukist um helming á áratug. Í Finnlandi voru 46% lækna hlynntir dánaraðstoð en stuðningur við slíka aðstoð var 29% í þeirra hópi árið 2002. Árið 2013 voru 33% sænskra lækna hlynntir dánaraðstoð. Í Noregi voru 40% hjúkrunarfræðinga hlynntir dánaraðstoð árið 2019 en 25% tíu árum áður. Árið 2016 voru 74% finnskra hjúkrunarfræðinga hlynntir dánaraðstoð. Þessar niðurstöður benda til þess að stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð sé að aukast með árunum. Því er brýnt að fylgjast náið með þróun á afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar hér á landi,“ segja þingmennirnir sjö.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent