Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð

Afstaða heilbrigðisstarfsfólks skiptir máli þegar verið er að ræða dánaraðstoð. Könnun um afstöðu þess er því brýn.

bjarniogsil.jpg
Auglýsing

Þing­vet­ur­inn 2019-2020 lögðu þing­menn­irnir Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, Hanna Katrín Frið­riks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, Björn Leví Gunn­ars­son, Guð­jón S. Brjáns­son Hildur Sverr­is­dótt­ir, Páll Magn­ús­son og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir fram beiðni til heil­brigð­is­ráð­herra um skýrslu um dán­ar­að­stoð.

Við­horfskönnun heil­brigð­is­starfs­manna

Skýrslu­beiðnin var í fimm liðum og eru ágætar upp­lýs­ingar sem koma fram í skýrslu ráð­herra. Í e-lið er varpað fram þeirri spurn­ingu hvort tækt sé að fram­kvæma við­horfskönnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoð­ar. Eftir að hafa vitnað í kann­anir frá 1997 og 2010 segir síðan í svari ráð­herra:

Ekki er lagst gegn því að gerð verði við­horfskönnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoðar en hugs­an­lega þyrfti einnig að kanna við­horf almenn­ings. Lögð er áhersla á að slík könnun verði unnin á hlut­lausan hátt til að nið­ur­stöður varpi sem bestu ljósi á raun­veru­legt við­horf þeirra sem könn­un­ina taka.

Hér er rétt að staldra aðeins við. Það er jákvætt að ráð­herra legg­ist ekki gegn könnun enda væri það and­stætt því að hér fari fram upp­lýst umræða. Ástæða þess að óskað er eftir við­horfskönnun í skýrslu­beiðn­inni er einmitt að ráð­herra standi að slíkri við­horfskönnun í sam­starfi við félög lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga.

Síðan má benda ráð­herra á að það hafa verið gerðar tvær kann­anir frá 2015 á afstöðu almenn­ings til dán­ar­að­stoð­ar. Sú fyrri var fram­kvæmd af Mask­ínu fyrir Sið­mennt en sú síð­ari var fram­kvæmd fyrir tæpu ári af Mask­ínu fyrir Lífs­virð­ingu, félag um dán­ar­að­stoð. Nið­ur­staðan er sú að stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð eykst og er tæp 78% á meðan and­staðan minnkar og er rúm­lega 6%. Mask­ína leggur áherslu á vönduð vinnu­brögð og starfar eftir öllum ströng­ustu reglum um gerð vís­inda­legra kann­ana. Ákvörðun skýrslu­höf­unda að birta ekki nið­ur­stöður kann­ana Mask­ínu gerir afar lítið úr fag­mennsku starfs­manna Mask­ín­u. 

Aðeins um orða­notkun

Rétt er að ræða orða­notk­un. Þegar við notum orðið dán­ar­að­stoð á það við um þær aðferðir sem not­aðar eru, þótt mis­mun­andi séu, og hafa fengið heiti eins og „hol­lenska leið­in“, „Or­egon leið­in“ og „sviss­neska leið­in“. Um þær má lesa í heim­ilda­skrá sem fylgir hér að neðan t.d. í grein Bjarna Jóns­sonar í Kjarn­anum 2. nóv­em­ber 2019  og í ofan­greindu svari heil­brigð­is­ráð­herra.

Við í Lífs­virð­ingu höfum aldrei notað orðið líkn­ar­dráp sem við teljum gild­is­hlaðið og afar nei­kvætt orð. Þó að það sé notað í laga­texta þá má benda á að orðið fóst­ur­eyð­ing var í laga­texta um langan tíma er einnig nei­kvætt og gild­is­hlaðið sem leiddi til að því var kastað fyrir róða og not­ast við þung­un­ar­rof í stað­inn.

Að nota orðið líkn­ar­dráp sem þýð­ingu á orð­inu „eut­hanasia“ er eins langt frá merk­ingu orðs­ins eins og mögu­legt er. Rétt þýð­ing er „góður dauð­i“. Gæti verið að þeir sem nota líkn­ar­dráp í mál­flutn­ingi sínum geri það í þeim til­gangi að setja það í nei­kvæða merk­ingu?

Afstaða heil­brigð­is­starfs­manna breyt­ist hratt

Það eru a.m.k. tvær ástæður fyrir því að brýnt er að fram­kvæma við­horfskönn­un. Sú fyrri er að fá fram afstöðu heil­brigð­is­starfs­manna hér­lendis og sú síð­ari að afstaða kollega þeirra úti í heimi hefur breyst mjög hratt á síð­ustu 10-20 árum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að það sama sé upp á ten­ingnum hér á landi.

Alþjóð­leg sam­tök lækna hafa alfarið verið á móti dán­ar­að­stoð sem hluta af lífsloka­með­ferð. Það voru til langs tíma ein­ungis lækna­sam­tökin í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg sem skáru sig úr. Á síð­ustu 10 árum hafa mörg lands­sam­tök lækna breytt afstöðu sinni í að vera hlut­laus eða telja rétt að styðja dán­ar­að­stoð. Við­horf hafa breyst mjög hratt og er því rétt í þessu grein­ar­korni að draga fram þær breyt­ing­ar.

Eng­land

The Royal Col­lege of Physici­ans (RCP), sam­tök lækna í Englandi, fram­kvæmdi könnun 2019. Þeir sem vildu við­halda and­stöðu við dán­ar­að­stoð voru 43.4% (44.4% árið 2014), fylgj­andi breyt­ingum á lögum voru 31.6% (24.6% - 2014) og 25% töldu að RCP ætti að vera hlut­laust.

Auglýsing
Niðurstaða RCP var að breyta afstöðu sinni úr því að vera á móti dán­ar­að­stoð í að vera hlut­laus þar sem ekki væri meiri­hluti fyrir and­stöðu við dán­ar­að­stoð.

Vegna þess­arar nið­ur­stöðu ákváðu sam­tök heim­il­is­lækna í Englandi, The Royal Col­lege of General Prac­t­it­ioners (RCG­P), að kanna við­horf sinna félags­manna sama ár. And­vígir dán­ar­að­stoð voru 47% (77% árið 2013), þeir sem styðja hana voru 40% (5% árið  2013) og 11% töldu að félagið ætti að hafa hlut­lausa afstöðu.

Stjórn RCGP ákvað hins vegar að við­halda and­stöðu við dán­ar­að­stoð þrátt fyrir að minni­hluti væri því fylgj­andi. Því hefur verið mót­mælt á grund­velli þess að minni­hluti sé hlynntur and­stöðu og að fjöldi þeirra sem styðja dán­ar­að­stoð hafi auk­ist mjög hratt.

Önnur sam­tök heil­brigð­is­starfs­manna í Englandi sem hafa hlut­lausa afstöðu til dán­ar­að­stoðar eru:

  • Royal Col­lege of Nurs­ing
  • Royal Col­lege of Nurs­ing Scotland
  • Royal Soci­ety of Med­icine
  • Royal Col­lege of Psychi­at­rists
  • Royal Pharmaceut­ical Soci­ety
  • Royal Col­lege of Radi­olog­ists
  • Royal Col­lege of Ana­est­hetists

Ástr­alía

Australian Med­ical Associ­ation (AMA), sam­tök lækna í Ástr­al­íu, við­halda and­stöðu sinni við dán­ar­að­stoð en sam­tökin fram­kvæmdu könnun og var lít­ill meiri­hluti sem taldi að við­halda ætti and­stöð­u. 

Sam­tök heim­il­is­lækna, RACGP, hafa hins vegar tekið aðra afstöðu og styðja laga­setn­ingu um dán­ar­að­stoð. Félag hjúkr­un­ar­fræð­inga, Australian Nurs­ing Feder­ation (AN­F), styður laga­setn­ingu um dán­ar­að­stoð en meðal félags­manna hefur mælst mik­ill stuðn­ingur eða yfir 80%.

Þess má síðan geta að á und­an­förnum árum hafa nokkur ríki Ástr­alíu sam­þykkt lög um dán­ar­að­stoð. 

USA/­Banda­ríkin

Sam­kvæmt könnun frá 2019 styðja 60% lækna dán­ar­að­stoð þrátt fyrir að AMA, sam­tök banda­rískra lækna, eru henni andsnú­in. Rétt er að geta þess að um 10 rík­i/­fylki í land­inu hafa þegar sam­þykkt lög um dán­ar­að­stoð.

Norð­ur­löndin

Í grein sem birt­ist á Kjarn­anum haustið 2019 birti annar höf­undur þess­arar greinar upp­lýs­ingar um afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks á Norð­ur­lönd­un­um. Stuðn­ingur lækna við dán­ar­að­stoð var eft­ir­far­andi en einnig er getið (breyt­inga frá eldri könn­un­um):

Nor­eg­ur  – 30% árið 2019 (15% árið 2009)

Finn­land – 46% árið 2013 (29% - 2002)

Sví­þjóð – 33% árið 2013

Ísland – 18% árið 2010 (5% - 1997)

Síðan eru hér tölur um afstöðu hjúkr­un­ar­fræð­inga en einnig er getið um breyt­ingar frá (síð­ustu könn­un). Tölur fyrir Sví­þjóð og Dan­mörku liggja ekki fyr­ir:

Nor­egur – 40% árið 2019 - (25% - 2009)

Finn­land – 74% árið 2016

Ísland – 20% árið 2010 (9% - 1997)

Það sem ofan­greindar nið­ur­stöður sýna er að stað­hæf­ingar um að heil­brigð­is­starfs­fólk sé and­stæð­ingar dán­ar­að­stoðar eiga sér ekki stoð. Þvert á móti hefur stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð auk­ist veru­lega á skömmum tíma. Ein af ástæðum þess er að heil­brigð­is­starfs­fólk er farið að við­ur­kenna rétt ein­stak­lings­ins til að taka ákvörðun um enda­lok lífs síns við til­teknar aðstæð­ur. Einnig má álykta að með stuðn­ingi við dán­ar­að­stoð felist við­ur­kenn­ing á að hún sé hluti af lífsloka­með­ferð sjúk­lings.

Ekki skylda lækna að fram­kvæma dán­ar­að­stoð

Það að afstaða lækna hafi orðið jákvæð­ari gagn­vart dán­ar­að­stoð kemur fram í könn­unum en einnig kemur fram að ekki vilja allir læknar fram­kvæma dán­ar­að­stoð. Lífs­virð­ing hefur einmitt bent á að þegar lög um dán­ar­að­stoð verði sam­þykkt muni það ekki vera skylda lækna að veita hana. Í þeim löndum þar sem dán­ar­að­stoð er leyfð er ekki hægt að skylda lækna. Þetta er mjög mik­il­vægt atriði.

Hver er vilji almenn­ings?

Við­horfskann­anir hafa verið gerðar víða um heim og það er almennt séð veru­legur stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð. Yfir­leitt er yfir 60% stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð og víða jafn­vel 70-80%.

Auglýsing
En hér eru tölur frá nokkrum löndum sem eru til­tölu­lega nýjar:

Ísland 78%

England 84%

Nor­eg­ur 77%

Sví­þjóð 78%

Finn­land 46%

USA 67%

Frakk­land 96%

Ítal­í­a 75%

And­staða Lækna­fé­lags­ins og Land­læknis

Við­horfskann­anir um afstöðu fólks til dán­ar­að­stoðar er hluti lýð­ræð­is­legrar og upp­byggi­legrar umræðu. Því miður hafa sam­tök lækna lýst yfir and­stöðu við slíka vinnu og sama má segja um Emb­ætti land­læknis sem verður að telj­ast væg­ast sagt ein­stætt.

Í umsögn Lækna­fé­lags Íslands við skýrslu­beiðni um dán­ar­að­stoð áríð 2018 segir m.a.:

LÍ telur óþarfi að fela heil­brigð­is­ráð­herra vinnu af þessu tagi meðan lög­gjöf er með þeim hætti sem fyrir ligg­ur. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur að mati LÍ fjöl­mörgum öðrum og brýnni verkum að sinna á sviði heil­brigð­is­mála.

Í umsögn Emb­ættis land­læknis sama ár segir m.a.:

Það væri mis­ráðið að Íslend­ingar færðu þessa umræðu inn á Alþingi og enn verra að fela heil­brigð­is­ráð­herra og ráðu­neyti að takast á við þetta verk­efni þegar mörg önnur mik­il­væg­ari verk­efni bíða úrlausnar í heil­brigð­is­kerf­inu.

(Áherslur í báðum til­vitn­unum er á ábyrgð höf­unda grein­ar­inn­ar)

Hvað með þing­menn?

Kann­anir sem sýna yfir­gnæf­andi stuðn­ing við til­tekið mál og þar sem and­staðan er ekki nema tæp 7% hljóta að vekja áleitnar spurn­ingar um hvað þing­menn séu að aðhaf­ast. Í þessu máli eins og mörgum öðrum virð­ast margir þeirra ekki treysta sér til að fylgja yfir­gnæf­andi vilja þjóð­ar­inn­ar. Það má því velta fyrir sér spurn­ing­unni hvort það sé and­stætt lýð­ræð­inu! Er ekk­ert að marka við­horfskann­anir þó þær end­ur­tekið sýni sömu nið­ur­stöðu?

Hvað svo?

Veltum við mörgum steinum og höldum áfram að tala um dán­ar­að­stoð. Það munu vakna margar spurn­ingar en það er afar mik­il­vægt að fram fari könnun meðal lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Ef það er sterkur vilji fyrir því mætti einnig end­ur­taka könnun meðal almenn­ings. Það mun fleyta umræð­unni fram á við.

Höf­undar eru í stjórn Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Heim­ild­ir:

Skýrslu­beiðni Alþing­is­manna

Svar heil­brigð­is­ráð­herra

Könnun RCGP

Könnun RCP

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar í Ástr­alíu

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar í Ástr­alíu 2

Norð­ur­löndin

Norð­ur­löndin 2

Afstaða lækna í USA

Umsögn Lækna­fé­lags Íslands

Umsögn Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar